Tíminn - 25.02.1967, Síða 3

Tíminn - 25.02.1967, Síða 3
LAUGARDAGUR 25. febrúar 1967 TfMINN Árnesingur skrifar: Sú nýbreytni hefir verið upp- tekin aif útvarpinu, að send hef ir verið skýrsluform með skatta framtalsskýrslum til allra fram- teljenda þar sem krafist er svars við mörgum spurningum um út- varpseign þeirra og nágrannanna. Ein þeirra hljóðar á þessa leið: ,jEru hljóðvarpsviðtæki sjónvarps | viðtæki í annarra eigu á heimili yðar eða í íbúð þeirri, sem þér búið í? Ef svo er, gerið grein fyrir eiganda, eigendum í lið V.“ Svo mörg eru þau orð. Hvern ig var þetta. Mig minnir fast- lega, að það hafi verið fyrir eina tíð í Rússlandi og jafnvel í Þýzka landi Hitlers, að þegnunum væri gert að skyldu að gera grein fyr- ir skoðunum þeirra, sem þeir um gengust mest og þeirra nánustu. Þetta þótti nú ekki fallegt þá og ekki til eftirbreytni. Mér verður nú víst svarað að þetta séu lög. En voru þetta ekki líka lög í þeim löndum, sem fyrr er á minnst? Að börn njósnuðu um foreldra sína og foreldrar um börn. Fulltrúar réttvísinnar hjá hinum háu herrum þeirra tíma hafa víst verið sælir í sinni trú, þegar þeir voru að framkvæma lög síns lands. Það má vel vera að einhvers staðar séu úbvarpstæki, sem ekki eru á skrá. En það er t^ða pottur brotinn. Það er Iborðaður fiskur bæði úr sjó bg vötnum, sem ekki er fenginn ■alveg etftir laganna bókstaf, og það er drukkið vín, sem ekki hef ír farið gegnum Áfengissölu ríkis ins og þannig mætti lengi teija og er þegnum þjáðfélagsins þá ekki gert að skyidu að skiptast í sveitir til njósna. Við allar þessar sakir er beitt öðrum aðferðum sem bet- ur henta siðmenntuðu þjóðféla'gi. Nú, ef fjáihagurinn hjá úbvarp inu er svo bágur, að það verður að grípa til þessara vandræða úrræða, þá vil ég ráðleggja því að viðhafa meiri spamað og draga til baka ýmsa dagskráliði, sem eru fáum til gagns eða gamans eins og allt þetta sinfóníugarg og annað af því tagi, sem er látið glymja dag- inn út og daginn inn. Eitthvað mun það kosta. Þá held ég að það væri ölium að skaðlausu, þó að leik- ritin væru eittJhvað færri. Þau eru ekki öll svo menntandi vægast sagt. Þá eru það framhaldssögurn ar. Það væri alveg óhætt að spara þær meira en gert er. Og sjálf- sagt er það eitfhvað fleira, sem mætti fara sömu leiðina, ef vel væri að gáð. Ég bendi á þetta sem möguleika til að bjarga við efnahagnum, ef hann er eins aumur og allt bendir til eftir þeim viðbrögðum að dæma, sem beitt er til að afla meira fjár. Mér finnst, að það hljóti að vera möguleiki til að klekkja á þeim, sem brotlegir kunna að vera, þó ekki sé seilzt eftir þeim klók- indabrögðum, sem aldrei þóttu til fyrirmyndar og eru fyrir löngu dæmd úr leik og vöktu á sínum tíma viðbjóð allra heiðarlegra manna. Árnesingur. Handritamálið Sigurður Gunnarsson, kennari, sendir Tímanum eftirfarandi smá grein, sem hann kvaðst hafa fengið senda úr Kolding Folke- blad um handritamálið. Enn er haldið árfam að ræða liandritamálið á íslandi, og það á einkar ánægjulegan hátt fyrir okkur Dani. Þegar hæstaréttar- dómurinn féll hinn 17. nóvember 11966, flykktust fagnandi Reykja- víkurbúar til danska sendiráðs ins til að hylla dönsku þjóðina og flytja henni þakkir. En í út varpi og sjónvarpi bar gleðin — eftir því sem íslenzk blöð herma, — alltof akademiskan blæ. Menntamálaráðherra ís- lands, Gyilfi Þ. Gíslason, sem sjálfur er prófessor, ræddi þar við tvo prófessora og fyrrverandi sendiJherra í Danmörku. Að sjálf sögðu þökkuðu þeir vel og virðu lega fyrir gjöfina, en eftir ýms- um blaðafregnum að dæma gleymdu þeir alveg einu megin- atriðinu, það er að segja hinum þjóðlega þætti í hinni áralöngu baráttu. Deilt er á menntamála ráðherrann fyrir það, að hafa lítilsvirt rithöfundinn Bjarna M. Gíslason, þann eina íslending, sem unnið hefur í hinum þjóð- lega armi. En framlag hans hefur haft úrslita þýðingu í baráttu lýðliáskólanna dönsku fyrir því, að ísland fengi handritin heim. Þessar alþýðlegu raddir í dag blöðum íslands eru einkar ánægju legar, hvort sem litið er á þær frá dönskum eða samnorrænum sjónarhóli. Það sýnir, að fjöldi íslendinga hefur haft augun opin fyrir því, að það var alþýða Dan merkur, sem fyrst og fremst kom því til leiðar, að ísland fékk handritin heim. Við Danir vorum annars farnir að efast um þetta, þar sem áður hafði mest borið á málvísindamönnum. Já, sigurinn í handritamálinu er sigur danskrar alþýðu, sigur sem á djúpa norræna innsýn. Og þessi sigur er ekkert síður dansk ur fyrir það, að íslenzkur maður hafði mjög mikilvæg áhrif á hinn þjóðlega fylkingararm, sem lýð háskólinn danski var Mltrúi fyrir. Paul Engberg. MINNING Andrés Björnsson Bæ, Borgarnesi „ f dag er gerð frá Borgarnes- kirkju útför Andrésar Björnsson- ar frá Bæ. Hann andaðist að hejm ili sínu í Borgarnesi 17. þ.m. Andrés Björnsson var fæddur í Bæ í Bæjarsveit 27. nóv. 1882. I-Iam var af merkum borgfirzkum ættum kominn. Foreldrar hans foru hjónin Guðrún Jónsdóttir frá Deíldartungu og Björn Þorsteins- son írá Húsafelli. Andrés ólst upp í foreldrahúsum við venjuleg bú- störf. Nám stundaði hann i'ið unglingaskólann í Hjarðarholti í Dölum og síðar við Bændaskól- ann a Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi. Árið 1923 þann 26. sept. kvænt- ist hann eftirlifandi konu sinni Stefaníu Ólafsdóttur frá Jörfa í Kolbeinsstaðahreppi, mikilhæfri myndarkonu. Voru þau fyrstu árin í Bæ. en vorið 1926 hófu þau bú- skap að Innri-Skeljabrekku, og bjuggu þar í ellefu ár, en flutt- ust þá í Borgarnes og áttu þar heimili síðan. Þau Andrés og Stefanía eignuð- ust fögur börn, sem öll eru á lífi. Þau eru: Ólafur, verzlunarmaður í Borg- arne.a, giftur Þóreyju Sveinsdótt- ur; Guðrún, sem hefur átt heima hjá foreldrunum í Borgarnesi; — Áslaug, gift Pétrj Erlendssyni skrifstofustjóra, Samvinnubankan- um, Reykjavík; Erla, gift Hauki Jóhannssyni, stýrimanni, Reykja- vík. Öil eru börn Andrésar og Stefaníu dugnaðar og myndarfólk, og vei látin af samferðamönnum. Andres Björnsson var við flest þau verkamannastörf í Borgarnesi, er til féllu, á fyrstu árum sínum í Borgarnesi, þar til hann gerðist fastur starfsmaður hjá Rörasteypu Borgarnesshrepps fyrir ca. hálfum öðrum áratug og starfaði þar til dauðadags. | Andrés Björnsson var samvizku^ samur og góður verkmaður, | snyrtimaður í öllum sínum störf-! um, og á heimili. Þá þrjá ára- tugi, sem hann átti heima í Borg arnesi áttj hann sauðfé og hirti um það sjálfur sér til tekjuauka á fyrri árum og yndisauka alla tíð. Andrés Björnsson var hugþekk- ur maður, glaður og léttur í til- svörum, nokkur hagyrðingur og lét fjúka í kviðlingum, er það átti við, hófsamur í öllum kröf- um og þakklátur fyrir það, er hann taldi sér gott gert. Enda þótt Andrés Bjömsson krefðist ekki mjkils af lifinu veitti það honum þau gæði, sem mest er um vert. Hann átti góða eigin- konu, er bjó honum sérlega snyrti legt og gott heimili, þar sem hann naut skjóls og næðis í ellinni. Hann átti barnaláni að fagna og naut einnig yndis af vel gefnum barnabörnum, síðari árin. Eins og áður segir var Andrés hagyrðingur. Er hann einn af. þeim, er á ljóð í Borgfirzkum ljóð- um. Andrés Björnsson var mikið tryggðartröll vinum sínum og þaulminnugur á atburði. er hann taldi sér hafa verjð til góðs. Ég enda þessar línur með því, að flytja ekkju hans, börnum og öðru venzlaliði innilegar samúðar kveðjur. Halldór E. Sigurðsson. Fyrirspurn Helgi Hóseasson sendir eftirfar- andi fyrir spurn: f Tímanum, 29. nóvember 1966 segir m.a.: „Héraðsfundur Rangárva'lla- prófastsdæmis haldinn í Hábæjar kirkju í Þykkvabæ 13. nóv. 1966, harmar guðlastið við fermingar- messu í Dómkirkjunni í Reykja- vik í okt. s.l. og skorar á yfir- völd kirkjumála að sjá um, að lög um vernd gegn helgispjöllum séu virt og þeir, sem sekir ger- ast látnir sæta refsingu iögum sarn kvæmt.“ Þar sem ég tel mig aðila þessa máls, vil ég spyrja Rang'árvellinga. 1. Ber að viðurkenna, í verki, trúfrelsisákvæði stjórnarskrár ís'lands? 2. Sé svo, á Ihvaða uátt skal ó- nýting skírnarsáttmála fara fram? 3. í 'hvaða tilgangi.var samþykkt héraðsfundarins gerð? „Topplaus" Landfara 'hefur borizt bréf frá Þuru. Þetta er „topp“ bréf um ,,topplausan“ brúðarkjól, „topp“- j fréttamat og „topp“ viðhorf í kyn- ferðismálum frá konu sem segist' ekki vera „gömul,' þornuð pipar- mey“, hvað sem það nú þýðir. | Kæri Landfari. 1. Ósköp þótti mér skrítið að sjá frétt um konu í topplausum brúðarkjól slegið upp efst á for- síðu Tímans. Hvernig metur rit- stjórinn fréttir? Var þetta virki- lega forsíðuatburður? 2. Svo var konan þá alls ekki í topplausum kjól. Hún var með brjóstahaldara. Þar með var blekk ing í fréttinni. Konan hefur enn haft ögn af sómatilfinningu. 3. Vill Tíminn taka þátt í bar- áttunni gegn kyndýrkun nútím- ians, jákvæðan þátt með ákveðinni skoðun og myndun almenningsálits gegn þessari „ófreskju”, sem hef- ur lagt kalda hönd sina á sam- tíðina, einkum unga fólkið? Vill Tíminn leggja fram sinn skerf með því t.d. að birta ekki myndir eða greinar sem kallar á það lægsta, (endurskoða t.d. stundum 3. sið- una)? 4. Ég er ekki gömul þornuð piparmey. En mig svíður vegna æskunnar. Henni er kennt um margt, sem aflaga fer. En þeir eru margir, sem notfæra sér veik- leika æskunnar til að leiðast af- vega eða úrleiðis. Þeirra á meðal eru þeir, sem ala á kynfýsn og leggja þar með huga fólks í bönd. Athafnir sigla oft í kjölfarið. Feð- ur stynja og mæður gráta vegna barna sinna. 5. Landfari góður, taktu upp 'baráttu gegn sorpritunum. Mér Iskilst á umræðum þeim, sem fram hafa farið undanfarið, að margir vilja vinna í kristnum anda, þótt þeir séu ekki sammála um messu- form. Hér er mál, sem snertir líf- ið sjálft, heill æskunnar og í raun- og veru framtíð þjóðarinnar. Hvað verður um þá kynslóð, sem reisir hús sitt á grundvelli, sem er nag- aður og étinn af meindýrum rot- ins siðgæðis og lífsviðhorfa? Sýn- ir ekki sagan hvað eftir annað, að þegar syndir þjóðanna jukust, fór að halla undan fæti, unz hnign unin varð að hruni? Við þeir full orðnu eigum að hjálpa. Við höf- um lífsreynsluna. Ég heiti á þig og alla góða menn. Reykjavík, 16.2. 1967. Þura. Steinar Smári Guðbergsson f. 24. febr. 1965, d. 15. febr. 1967. Stutt er skrefið frá gleði til sorgar og víða dimmir að, er slys verða á sviplegan og óvæntan hátt. Mikill harmur er nú kveðinn að 'hjónunum Katrínu Ágústsdóttur og Guð'bergi Sigursteinssyni og ástvin um þeirra við sviplegt fráfall lit'la, fallega drengsins þeirra Steinars Smára. í hjörtum allra, sem þekktu hann og nutu gleði hans og sak- leysis er brostinn sár strengur. Innileg samúð streymir til for eldranna og ástvinanna allra á sorgarstundu. Barnið er foreldrum dýrmætasta gjöfin. Líf Steinars Smára var ljós- geisli á braut allra, sem unnu honum. Skyndilega hefur þeirri birtu brugðið, en minningin mun á- vallt blessa líf þeirra, sem muna hann. Það er og dvrmæt eign. Guð styrki og huggi foreldra hans og ástvini og blessi alla framtíð þeirra. B.R.F. Við áttum lítinn, ljúfan hlyn svo lófasmáan góðan in. Hann tengdi saman önn og ást, og aldrei neinna vonum brást. Og sólskinsbros í bæinn mn hann bar oss litli vinurinn. Þar minnti allt á vor og von, og vermdi okkar litla son. Svo kom hin þunga kveðjustund, er kallaður á dauðans fund var lítill vinur lólasmár. Því lífið á sinn harm og tár. Og kveðjustundin okkar er í ást og söknuð helguð þér. Þú býrð í vorsins birtu enn, þar byggðum hlúa góðir menn. Því drottinn réttir honum hönd þá haldið er í sólarlönd. Hann leiðir okkar ljúfa son og lífgar aftur dána von. E. T. Kveðja frá foreldrum. Hinsta kveðjan hljómar. 'hjartans Steinar Smári. Autt er rúm í ranni. Renna tár af augum. Elsku barnið blíða, björt var ævLtundin. ; Þú varst gleðigjafi. Geymist minning fögur. Ljúfast augna yndi öllum sem þér unnu vertu sæll og sértu sjálfum Guði falinn. E.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.