Tíminn - 25.02.1967, Síða 7

Tíminn - 25.02.1967, Síða 7
LAUGARDAGUR 25. febrúar 1967 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR // Krossaverksmiðja" ríkisins Skemmtilegar en stuttar um- ræður urðu á Alþingi í gær um tillögu Skúla Guðmundssonar um afnám fálkaorðunnar. Flutti Skúli mál sitt vel og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, svaraði í fá- um orðum í bundnu máli. Þar sem hér er um einstæðar umræður og skemmtilegar þykir rétt að birta þær hér í heild, þ.e. ræðu Skúla Guðmundssonar og Ijóð rnennta- málaráðherrans: Skúli Guðmundsson: Herra fonseti. Ég hef leyft mér að flytja á þskj. 55 till. um af- nám fálkaorðunnar. Fálkaorðan mun verða 46 ára gömul á þessu ári. Vbrið 1921 kom konungur vor, Kristján X. hingað til lands. Með honum var drottning hans, Alexandrína og annað föruneyti. í þeirri för gaf hans hátign út konungsbréf um stofnun hinnar íslenzku fálkaorðu. Bréfið var gef ið út í Reykjavík 3. júlí 1921 áf konungipum og Jóni Magnússyni forsrfh. Það er prentað í stjórnar- tíðindunum. Upphaf bréfsins er þannig með leyfi hæstv. forseta: „Vér, Christian hinn X. af guðs náð, konungur íslands og Dan- merkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stóru- Mæri, Þéttmerski, Lágenborg og Aldinborg gjörum kunnugt: Oss hefur þótt það rétt, til þess að geta veitt þeim mönnum og konum, inniendum og útlendum, sem skarað hafa fram úr öðrum í því að efla heiður og hag fóst- urjarðarinnar að einhverju úevti opinbera viðurkenning að stofna íslenzka orðu, sem vér viljum, að sé nefnd íslenzki fálkinn og vilj- um vér setja um hana þessa reglu- gerð“ o.sdrv. Það vekur atihygli í bréfinu, eins og það er prentað í stjórn- artíðindunum, að orðið guð er með litlum upphafsstaf, en vér með stórum. Og í bréfinu eru konur ekki taldar með mönnum, heldur sérstaklega. Með þessu kon ungsbréfi hefst saga fálkaorðunn verði lögð niður Þingsályktunartillaga Skúla Guðmundssonar um afnám fálkorðunnar til umræðu í gær. ar. Strax sama daginn, sem bréf- ið var gefið út, hófust orðuvsit- ingar. í stjórnartíðindunum er alltaf skýrt frá því, hverjir fá orðurnar. Mér telst svo til, að á fyrsta árinu, 1921, hafi alls 61 maður verið sæmdir fálkaorðunni. Af þeim innlendu voru 16 emþættis- menn eða opinberir starfsmenn; í hópi þeirra innlendu voru að- eins 2 konur og eru þær nefnd- ar ekkjufrúr á skránni. Af hin- um 28 útlendingum, sem fengu fálkaorðuna 1921, voru líka að- eins 2 konur. Önnur þeirra er nefnd hoffrögen, en hin var henn ar hátign, Lovísa ekkjudrotting í Kaupmannahöfn, þá komin á efri ár með alllangan starfsdag að baki. Hún átti sjötagsafmæli um haustið þetta ár, 1921, síðasta dag októbermánaðar og féks- lálka orðuna á afmælisdaginn. blessun- in. Tímar liðu fram og að því kom, að konungsríki var lagt nið ur hér á landi, lýðveldi stofnað 1944 og forseti þess kjörinn. Þá var ekki lengi látið bíða að geía út forsetabréf um fálkao'ðuna. Það var gefið út 11. júlí 1944. í 1. gr. bréfsins segir: „Orðunni má sæma þá menn, innlenda og útlenda og þær kon- ur, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðarinnar eða unnið afrek í þágu mann- kynsins." Enn er mönnum skipt i tvo 'hópa, menn og konur, eins og á kóngsins tíð og enn á sú regla Á ÞINGPALLI Áður en gengið var til dagskrár í Sameinnðu þingi í gær minntíst forseti séra Sigurðar Einarssonar í Ilolti, sem nýlátinn er. Sigurður átti sæti á þingi á árunum 1934—1937. ★ Beneclikt Gröndal mælti fyrir tillögu um bætta aðbúð og lækna þjóniistu fyrir síldarsjómenn. ★ Gísli Guðmundsson mælti fyrir tillögu um fuilnaðarpróf I tækni- fræði hér á landi. Gerð hefur verið grein fyrir tillögu þessari í blaðinu áður, en útdráttur úr ræðu Gísla Guðmundssonar verður birtur síðar. ★ Ingvar Gíslason mælti fyrir tveimur þingsályktunartillögum í Saineinuðu Alþingi í gær. Hin fyrri var tillaga um listasöfn og list- sýningar utan Reykjavíkur er liann flytur ásamt Ólafi Jóhannessyni og fjaliar um kosningu nefndar til að gera tillögur í samráði við sam- tök myndlistarmánna um það, hvernig stuðla megi að því að haldnar verði fleiri myndlistarsýningar utan höfuðborgarinnar. Flutti Ingvar ítarlega ræðu um málið og verður gerð nánari grein fyrir lienni í blaðinu síðar. Síðari tillagan var um skólaskip og þjálfun sjómanns- efna og fólst í henni áskorun á ríkisstjórnina að vinna að því í samráði við sérfróða menn að tekin verði upp skipuleg þjálfun sjó- mannsefna m. a. með rekstri lientugs skólaskips, eins eða fleiri, eftir því sem tiltækt þætti. ★ Björn Pálsson mælti fyrir tillögu er hann flytur ásamt Jóni Skaftasyni um lækkun dráttarvaxta hjá Fiskveiðasjóði. Það mál var töluvert til umræðu í þinginu á miðvikudag og föstudag og hefur áðui verið skýrt frá því máli í blaðinu. Björn sagðist leggja álierzlu á að þessi tillaga fengizt afgreidd fá nefnd en yrði ekki svæfð eins og örlög hefðu orðið margra tillagna Framsóknarmanna. Málið væri cinfalt og því ætti það að geta fengið skjóta afgreiðslu og hann krefðist þess að það kæmi til atkvæða, þannig að menn vissu hverjir væru nieð lækkun dráttarvaxtanna og hverjir á móti. ic Björn Jónsson mælti í gær fyrir þremur þingsályktunartillögum i gær. Tillögu um uppbyggingu sjónvarps, tillögu um liúsnæðismál og tillögu um fiskeldisstöðvar. að gilda samkv. bréfinu, að orð- an á að veitast þeim, sem öðrum fremur hafa eflt hag og heiður fósturjarðarinnar. Ég hef ekki at- hugað, hverjir fengu orðuna ár hvert síðan í árslok 1921. En í svo nefndri ríkishandbók, sem út var gefin 1965, er birt skrá yfir alla orðuhafa í lok októhermán- aðar 1964. Á skránni er_ sægur af útlend- um mönnum. Ég þekki þá ekki og enn síður veit ég, hvað þeir !hafa_ gert til að efla hag og; heið- ur íslands og íslendinga. Ég vil gera ráð fyrir, að það sé sóma- fólk, allt það fólk. Ég hef talið saman innlenda fálkaorðuhafa, samkv. skránni í októberlok 1964. En samkv. reglunum á að skila aftur orðum þeirra, sem iátnir eru og má því gera ráð fyrir, að skráin sýnj aðeins þá, sem voru á lífi eða svo nýlátnir, að ekki var búið að skila heiðursmerkj- um lieirra. Við talninguna fékk ég út 414 innlenda orðumenn, þar af 376 karlar, en 36 konur aðeins. Á skránni ber langmest á emb- ættismönnum og öðrum opinber- um starfsmönnum, þáverandi og fyrrverandi. Af 376 körlum eru í þeim flokiki manna 143. En þar með eru taldir fáeinir í-slenzkir ræðkmenn búsettir utanlands. Næst koma forstjórar fyrirtækja, stórkaupmenn og smásalar. sam- tals 40, þá bændur 24 að tölu, skipstjórar eru 19 en aðeins 1 ber titilinn sjómaður. Ritihöfundar, skátd og listamenn eru 19, hrepp- stjórar 16, útgerðarmenn 13, bamkastjórar þáv. og fyrrv. 12 og smiðir og rafvirkjar líka 12. Alþm. og fyrrv. alþm. 11, háskólagengn- ir menn, sem ekki eru í opin- berri þjónustu 10, starfsmenn bæjarfyrirtækja eru 3, söngvarar, söngstjórar og hljóðfæraleikarar líka 3 en forsetar ýmissa íélaga 6. Eru þá ótaldir 35 karlar úr ýmsum stéttum og starfsgreinum. Af þeim 38 innlendu konum, sem voru orðuihafar í oiktóberlok 1964, voru 9 ráðherrafrúr og sendi- herrafrúr, þáv. og fyrv., 7 ríkis- starfsmenn, 6 ekkjur embættis- manna. Á skránni er 1 kona, sem iengi var formaður í verkalýðs- félagi og þar eru 2 húsfreyjur í sveitum. Ég þekki nokkuð margt. af því innlecda fólki, sem er á skránni meira og minna. Þar á meðal eru margir mannkostamenn, sem hafa unnið þjóðinni gagn og eru virð- ingarverðir. En þegar lítið er á hópinn í heild, er ekki hægt að segja, að þar séu þeir samankomn ir, sem hafa öðrum fremur eflt hag og heiður fósturjarðarinnar, sem þó hefði átt að vera samkv. forsetabréfinu frá 1944. Það er mjög eftirtektarvert, að af þeim 414 mönnum innlendum, sem höfðu fálkaorðuna fyrir 3 árum, voru aðeins 38 konur eða því sem næst, 1 af hverjum 10 orðu- höfum. Alkunnugt er, að konur vinna mjög þýðingarmikil störf í þjóð- félaginu. M.a. má nefna mikil fórnarstörf þeirra á ýmsum svið- um. Við þekikjum t.d. margar kon ur, sem eiga fjölda af börnum og verja öllum kröftum sínum til að annast þau og heimilin. Þær upp- fylla þarfir barnanna, meðan þau eru að öllu ósjólfbjarga. Þær halda í hendur þeirra, þegar pau stíga fyrstu skrefin, þær sauma og prjóna föt handa þeim og gefa þeim mat að borða. Þær kenna þeim bænir og vers, svæfa þau á kvöldin, signa þau og breiða ofan á þau. Þær rísa fyrstar heimilismanna úr rekkju á morgn ana og ganga síðast til hvílu á j kvöldin. Þeir, sem stjórnað hafa orðu- j veitingunum, þjóðhöfðingjarnir 1 og orðunefndarmenn, segja, að 1 margir aðrir menn séu þessum , konum fi-erp’-í í því að efla hag og heiður turjarðarinnar. Ég jsegi, að dómur þeirra sé rangur, j og það, að konurnar eru svo mjög sniðgengnar við veitingu fólka- i orðunnar, hefur ekki sízt orðið mér hvöt til að flytja till., sem hér liggur fyrir. Nokkurn kostn- að hefur ríkið af orðuframleiðsl- unni, því að menn fó þær ókeyp- is. Er að því vikið í grg. með till., að með afnámi orðunnar mætti spara nokkur útgjöld. Að vísu skal viðurkennt, að þetta er lítill hluti af ríikisútgjöldunum, og ef til vill segir hæstf. fjórmrh., að þess gæti lítið í svo mikilli mjólk. En það er svo um þann hæstv. ráðh. og ýmsa fylgismenn hans, að þeir eru búnir að klæða sig úr sparnaðarbuxunum, sem þeir gengu í fyrir nokikrum órum. Ég er ekki svo mikill þjóðnýt- ingarmaður, sem það er kallað, að ég sjái nokkra ástæðu ti'l þess, að ríkið reki framleiðslu á fáika- orðu, mér finnst óviðfelldið og jafnvel óviðeigandi að láta sjálf- an þjóðhöfðingjann, herra forset- ann á Bessastöðum, vera af- greiðslumann í þessari ríikisverk- smiðju. Ríkið á að mínu áliti að leggja niður krossaverksmiðjuna, þar getur hið frjálsa framtaik ein- staklinganna komið til sögunnar og notið sjn fullltomlega. Ef mig skyldi langa til að eignast skraut- mun til að hengja á mig, vildi ég miklu heldur kaupa hann sjáifur, en að láta ríkið gefa mér hann. Ef einkaframtakið kemur hér í stað ríkisrekstrar, yrði val- frelsi manna líka miklu meira en nú er. Hér eru til hugmyndaríkir og dverghagir gull- og silfursmiðir og þeir geta framleitt ýmsar gerð- ir af skrautmunum, en í fram- leiðslu ríkisverksmiðjunnar vant- ar fjölbreytnina. Fyrir Alþingi mun nú liggja frv. um að leggja niður eina ríkisstofnun, viðtækja- verzlun ríkisins. Ég tel sízt minni ástæðu til að leggja niður krossa- verksmiðju ríkisins, hún hefur alltaf verið fjárhagsleg byrði a rí'k inu, en aldrei gefið svo mikið sem einseyring í tekjur. Hér á 'hinu háa Alþingi eru margir menn, sem telja sig andvíga svo- nefndri þjóðnýtingu eða rikis- rekstri. hér gefst þeim tækifæri til að -otta þeirri stefnu sinni hollustu í verki með því að greiða atkv. með till. minni um að leggja niður krossaverksmiðj- una. En ef svo skyldi fara, mót von minni, að meiri hl. nv. alþm. séu svo harðir ríkisreksírarmenn, að þeir megi ekki heyra annað nefnt en að ríkið haldi áfram a5 framleiða þá skrautmuni sem fálkaorður nefnast, og vilji iáta úthluta þeim með sama nætti og gert hefur verið, vil ég benda á, að óhjáfcvæmilegt er að gela út nýtt forsetabréf um orðuna nú þegar, en fella gamla bréfið úr gildi. í því nýja bréfi ætti ckki að nefna heiður og hag fóstur- jarðarinnar, en þar ættu að vera fyrirmæli um, að orðuna skuli einkum veita embættismönnum, og þá sérstaklega þeim, sem aru tíðir gestir í veizlum stórhöfðingia innanlands og utan. Þetta er alveg nauðsynlegt, til þess að bréfið verði í einhverju samræmi við framkvæmdina og framkvæmd in i nokkru samræmi við bréfið. Áður hef ég bent á, að í stjórn artíðindunum er getið allra þeirra manna, sem fá fálkaorðuna. í Stjórnartíðindum eru Hka birt konungshréfið og forsetabréfið um orftuna, þar sem fram er tek- ið, að hana beri að veita þeim. sem hafa skarað fram úr öðrum I því að efla hag og heiðor fóstur jarðarinnar. Seinni tíma menn hafa því mátt li'ta svo á, að í frásögn- um Stjórnartíðindanna af orðu- höfum, megi sjá það, hverjir hafi verið öðrum fremri í því efni. En þetta er ekfci rétt. Með fram- kvæmd orðuveitinganna og opin- berum skýrslum þar um, hefur verið skráð villandi saga. Það er ekki sæmandi að halda þannig söguritun áfram. Mál er að hætta slífcu og hefði átt að vera búið að því fyrir löngu. Þess vegna þarf að gefa út ný fyrirmæli um orðuveitingarnar, eins og ég áðan sagði, ef menn vrlja ekki fallast á til. mina um afnám orðunnar. Eins og um getur í grg. með till., er þessi orðutízka innflutt hingað frá nágrannaþjóðum okk- ar og þau ríki munu enn halda uppi þéirri starfsemi að veita heiðursmerki af þessu tagi. En eitt er það rlki, sem ekki veitir neinar slíkar orður. Það eru Bandaríki Norður-Ameriku. Þeir munu að vísu veita stríðshetjum sínum heiðursmerki, því að það er víst venja hjá þeim ojóðum, sem hafa her, en aðrir menn í því ríki fá engar orður og Banda- ríikjamenn banna embættismönn- ;Um sínum að taka við heiðurs- imerkjum frá öðrum ríkjum. í 'veizlum þjóðhöfðingja og annarra jstórmenna eru ambassadorar og .sendiherrar margra ríkja skjóttir af orðuglingri, en þar mæta sendi herrar Bandaríkjastjórnar skraut lausir með öllu. Vafalaust erj peir þó menn mjúkklæddir, eins og segir í Heilagri ritningu, því að menn geta verið þokkaiesa til fara, án þess að vera með orðu- dót utan á sér. Ein Evrópuþjóð mun fylgja sömu reglu o-. danda- ríkjamenn í þessu efni, það eru Svisslendingar. Ég tel, að við is- lendingar ættum að taka Banda- ríkin til fyrirmyndar i þes»u efni og losa okkur við þennan hé- góma. Herra fonseti. Það má víst telja eðlilegt, skv. siðvenjum, að till. fái athugun í n. og Hklega ætti þaS að vera allshn. Sþ. Ég vil því leggja til, að þegar forssta þykir henta, verði gert hlé á umr. og till. vísað þangað og ég vil vænta þess, að till. eigi góðum skilningi Framhald á bls. 13.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.