Tíminn - 25.02.1967, Page 14

Tíminn - 25.02.1967, Page 14
14 TÍMIWW LAUGAKDAGUR 25. febrúar 19G7 FRUMSÝNTNG Framhald af bls. 16 stórt í srtiðum og viðamikið, og byggfet á viðuneign þessara tveggja höifuðpersóna. Þeir Marat og de Sade þekktust ekki, nema hvað de Sade flutti ræðuna við útför Marat, en í leikritinn er 'komið á framfæri átökum milli öfgafyMstu einstaidingslhyggju (de Sde) og bugsjónir stjórnmálalegr ar og manníélagslegrar endur- skipulagningar (Marat). Leikritið hefur þegar verið sýnt víða um lönd. Benda mætti á eftirfarandi tilvitnun í Huvud- stadshladet í Helsinki, en þar var sagt í leikdómi daginn eftir frum- sýningu leikritsins í finnska Þjóð leikhúsinu: „Peter Weiss er kall- aður hinn stóri, nýi leikritahöfund ur oikkar tíma. Er hann það? Ef maður hefur verið í nokkrum vafa áður, þá er sá vafi úr sögunni eftir að hafa séð hina stórkostlegu sýningu á Marat/Sade í snilldar- legri uppsetningu Lángbacka í Þjóðleiklhúsinu í gærkvöldi. Leik- ritið er án efa eitt allra stór- brotnasta dramatiska leikhúsverk vorra tíma.“ Leiikstjóri í uppsetningu Þjóð- leikihússins hér nú er Kevin Pa.m er, sem er íslenzkum leikhúsgest- um þegar að góðu kunnur fyrir ieikstjórn sína á ó þetta er ind- ælt stríð og Lukkuriddaranum. Gunnar Eyjólfsson leikur Marat, en Rióbert Arnfinnsson leikur Sade. Ævar Kvaran leikur for- stöðumann geðveikrahœlisins, en Margrét Guðmundsdóttir stúlkuna sem myrðir Marat. Herdís Þor- valdsdóttir leikur kionu Marat og Gísli Aifreðsson kallara, einnig fer Erlingur Gíslason með allstórt hlutverk, en alls eru leikendur 33, auk fimm manna hljómsveitar undir stjórn Magnúsar Bl. Jó- hannssonar. Er hljómsveitin hluti af sýningunni, og verða þessir 38 menn allir á sviðinu allan tímann. Guðlaugur Rósinkranz sagði, að þetta væri eitt mesta verk, sem Þjóðleikihúsið hefði tekið til sýn- ingar, og leikararnir segðu, að það væri Kka eitt það erfiðasta. Stíllinn á því er altur mjög ný- stárlegur og 'hafa við uppsetning- una jafnvel verið hötfð samrtáð við geðveikralækni. Leikstjórinn, Kevin Paimer, sagði, að hann hetfði kynnt sér sögulega viðburði þeirra tíma, sem leikritið gerist á, svo og allt bak- svið þess, aíllt síðan sl. sumar. Hins vegar kvaðst hann ebki hafa séð leikritið. flutt áður, og væri það sennilega kostur fyrir sig. Þá við- urkenndi hann, að nokkuð erfitt væri óneitanlega að fá 33 leikara til að sýnast brjálaða á sviðinu í einu. Næsta leikrit, sem Palmer setur upp hér á vegum Þjóðleik- hússins, verður amerískur leikur, Fantasties, í Lindarbæ. Að lokum sagði Guðlaugur Rós- inkranz, að næsta verketfni Þjóð- leikhússins yrði Loiftsteinninn eft- ir Durrenmatt í þýðingu Jónasar Kristjánssonar, og myndu sýning- ar á því hef jast um páska. HANDRITAHÚS Framhals af bl«. 1. Ijós, að húsið yxði otf stórt á þessum stað og mundi skerða hina skipulegu niðurröðun 'húsa framan við aðalbyggingu. Var því horfið að því ráði að endurskoða hinar fyrstu tillög ur, og velja húsinu annan stað og rými á lóð Háskólans, er jafntframt fullnægði heildar- skipulagi svæðisins og annarra bygginga innan þess, þegar það væri fuUlbyggt. f samráði við borgarverk- fræðing og skipulagsytfiryöld borgarinnar samþykkti Há- skólaráð að ætla húsinu stað á óbyggðu svæði suður af iþrótta húsi Háskólans næst Suður- götu (Melavegi) og í sömu húsalínu og Þjóðminjasafnið á norðanverðu svæðinu. Uppdrséttir að hinu nýja húsi hafa fyrir skömmu verið samþykktir af skipulagsnefnd Reykjavíkur, og hún fallizt á staðsetningu þess. Enn'fremur Séra Sigurður Einarsson 1 Holti er látinn. Hanna Karlsdóttir. Útför Stefáns Tómassonar, frá ArnarstöSum, Núpasveit fer fram frá 'Fossvogskapellunni miðvikudaginn 1. marz kl. 10,30. Sigríður Björnsdóttir Börn og tengdabörn. Þökkum af alhug öllum þeim mörgu, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og iarðarför eiglnkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Þóru Jóhannsdóttur, Stóru-Gröf (Syðri) Skagafirði. Helgi Sigurðsson, börn, tengdasonur og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðar- för, Jakobs Jakobssonar, skipstjóra Þórunn Jakobsdóttir, Sveinn Jónsson, Pála M. Sigurðardóttir, Ásmundur Jakobsson, Auðbjörg Jakobsdóttir, Jóhann Klausen, Jóhanna Gunnbjörnsdóttir, Jakob Jakobsson, og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Einars Ásgeirssonar, Borgarholtsbraut 56 Guðbjörg Guðjónsdóttir og börn. hafa uppdrættir nú verið sam- þykfetir atf byggmgamefnd •borgarinnar. Um einstök at- 'riði og fyrirkomulag innan 'byggingarinnar er þetta helzt að segja: Húsið er fjórar hæðir annars vegar en þrjár hæðir að Suð- urgötu. Samanttagður grunn- flötur hússins alls er um 3300 fermetrar, en rúmir 11000 ten ingsmetrar. Hú(snæði Handrifastofnunar fslands er að mestu á 1. hæð, þar sem m.a. er lestrarsalur og vinnuherbergi, en á jarð- hæð eru handrita- og bóka- geymslur, Ijósmyndun, viðgerð ir og bókband. Samanlagður igrunntflötur Handritastofnun- iarinnar er um 900 fermetrar auk sameiginlegs rýmis eða sem svarar tæpum þriðjungi af heildar grunnflatarmáli húss- ins. Háskóli fslands fær mikið nýtt kennslurými í húsinu, og' er þar gert ráð fyrir kennslu- stotfum bæði til fyrirlestrar- halds og viðræðuflokka (semi- nör). Á efstu hæð hússins verða vinnuiherbergi fyrir pró- fessora og aðsetur Orðabókar Háskólans. Aðalinngangur í húsið verð- ur frá Suðurgötu, en frá há- skólalóðinni er sérinngangur í jarðhæð frá norðurgafli í greiðu sambandi við aðalinn- ganig.“ 33 FARAST lægt mynni El'bu, aðfaranótt föstu dags. Talið er, að danska skipið Else Priess, hafi soikkið um 20 sjómál- ur út af Bokkum í Vestur-Þýzka- landi. Um miðjan dag í dag fann austur-þýzkt skip björgunarfleka með þrem af áhöfn danska skips- ins, og voru allir látnir. Vestur- þýzkt skip fann einnig björgunar- fleika með einum látnum manni. Öll áhöfn Else Priess var dönsk. Skipið var á leið til Scarborough. Það sendi út neyðarkall vegna þess að það hafði fengið slagsíðu. Nokkru seinna var tilkynnt, að al'lt væri í lagi. Síðan náðist ekk- ert samband við skipið. Um tíma var óttazt, að sams konar flóð og urðu á Hamborgar- svæðinu fyrir finim árum, yrði nú. Vatnsborðið hækkaði jafnt og þétt og óttuðust menn að stíf'lu- garðar brystu. En þegar 75 senti- metra vantaði upp á flóðhæðina frá 1962, stanzaði flóðbylgjan og hinir 4 þúsund hermenn, sem stóðu vörð við flóðgarðana gátu dregið andann léttara. 276 manns höfðu verið fluttir brott af hafnar svæðinu í Hamborg. í kvöld var frá því skýrt, að tjónið af völdum óveðursins í Vestur-Þýzkalandi næmi mörgum milljónum marka. í Bayem, Wuertemberg og í Rhinarhéruðunum fórust a.m.k. 9 manns, er tré féllu eða þakstein- ar losnuðu. Vitað er um 9 manns, sem farizt hafa í Sviss í óveðr- inu, þar af þrír menn, er tré féllu á þá. í Danmörku var gizkað a, að hálf milljón trjáa hefðu fallið í aftakastorminum. Mestur var veð- urhamurinn á Suður-Jótlandi. í ríkissikógunum þar er talið, að milli eitt og tvö hundruð þúsund tré hafi rifnað upp. Vindhraðinn í Danmörku komst upp i 125 kílómetra á klukku- stund. Sums staðar fuku þök af húsum og víða rofnuðu samgöng- ur. Hættuástand er enn ríkjandi við flóðgarðana á Suður-Jótlandi. Rafmagnslaust varð í rnestum liluta Stór-Kaupmannahafnar oe i mörgum smærri bæjum fór raf- magnið um lengri og ikeinuiri tíma. Fjöldi manns slasaðist af völdum rúðubrota, fjúkandi trjá- greinum og fallandi múrstcina. Öll umí'eið um Stora-iicfti var bönnuð og mörg liundruð bíl- stjóra beið eftir ferjufari. Há- marki náði óveðrið í gærkvöld, en enn þá er mikið rok. Hundruð manna vinna nú við að hreinsa til eftir óveðrið í Dan mörku. Tjón af völdum veðursins er talið nema mörgum miUjónum danskra króna. Víða var í gær lýst yfir neyðarástandi, er vind- hraðinn komst upp í 12 stig. Mest tjón er af völdum flóða í hafnarbæjunum. Næturlangt var öflugur vörður við flóðgarðana og unnið baki brotnu við að styrkja þá. í Römö varð að styrkja garð- ana með þúsund sandpokum. Var flóðhæðin þá þremur og hálfum metra meiri en venjulega. Fjöldi íbúðarhúsa skemmdist verulega og við Lönstrup-strönd hrundi lielmingur viUu Áge Stentoft, leik hússtjóra, í sjóinn. Enginn var í húsinu er þetta skeði. DRÁTTARVÉLAAKSTUR Framhald af bls. 2. lækkaður verulega og alveg gefinn eftir, þegar um sleða til fjárleita er að ræða, og loks að tollur af snjóbeltum á dráttarvélar verði jafn hár í prósenttölum og af dráttarvélunum sjálfum. Þá var eitt mál lagt fram i morgun, erindi Gunnars Guðbjarts sonar og Guðmundar Jónassonar, um breytingar á reglugerð um bú- fjárflutninga. Næsti fundur á Búnaðarþingi verður á mánudag, en nefndir munu starfa á morgun. LEIÐANGUR Framhals af bls. 1. verður líklega á fimmtudag- inn. AHt gott er að frétta af áhöfninni, flugvélin er á ísn- um rétt við veðurstöðina, og býr áhöfnin í veðurathugun- arstöðinni, þeirri nyrztu á aust urströnd Grænlands, sem jafn framt er nyrzta byggð Græn- land'S. Samkvæmt upplýsingum Veð urstofu íslands, þá var 30 gráðu frost í Danmarikshavn í dag logn og heiðskírt, og von- andi helzt þetta veður þangað til björgunarleiðangurinn nær norður til Danmarksihavn. fslenzkur heimilisiðnaður, Laufásveg 2. Höfum mikið úrval af fal- legum ullarvörum, sllfur- og leirmunum. tréskurði, batik munsturbókum og fleira. Islenzkur heimilisiðnaður, Laufásveg 2. BÆNDUR K. N. Z. SALTSTEINNINN fæst í kaupfélögum um land allt. Garð- eigendur Gróðurmold ril sölu. ?imi 16364. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukið öryggi í akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÓNUSTA — Verzlun og viðgerðir. Sími 17-9-84. Gúmmíbarðinn hi, Brautarholti 8, HDSBYGGJENDUR TRÉSMIÐJAN, HOLTSGÖTU 37, framleiðir eldhúss- og svefnherbergisinnréttingar Jarl Jónsson lögg. endurskoðandi Holtagerði 22, Kópavogi Simi 15209 FJÖUDJAN • ÍSAFIRDI 5EDJRE EINANGRUNARGLER FIMM ARA ABYRGÐ Söluumboð- SANDSAI.AN s.f. Elliðavogi U5. slmi 30120 nOst.h 373

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.