Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 3
I i 1967. TÍMINN Ji ÞÁTTUR KIRKJUNNAR LEYSING - FRELSUN Felldur em ek við foldu frosinn og má ei losast. Andi Guðs á mig andi. Ugglaust má ek þá huggast. Þegar við lærðum þessar ljóðlínur í gamla daga fylgdi þeim sú saga, að skáldið Jonas Hallgrímsson, hefði fundið fugl, sem var frosinn niður í svell, og losað hann með því móti að anda heitum anda á svellið líkt og þegar þídd er héla á rúðu meg munninum eða blás ið lífsanda aftur í drukknað an mann með kossi „munn við munn“ aðferðar. Fátt veldur dýpri og heitri gleði í vitund okkar, sem ólumst upp við vetrarríki ís lands hér áður, meðan frost og myrkur var enn ósigrað af tækni hita og ljósgjafa tím- ans en að horfa á fyrstu vor leysingar. Allt í einu var vorið komið. Einlhver heitur blær lá ± loftinu, einihver hljómur eða söngur í fjóluibláma fjallsins um apríl- kvöld. Vordísin hafði komið ó- sýnileg svííandi á vængjum sum argolunnar yfir dalinn. Allt í einu fóru fjötrarnir — fjötrar vetrarnæturinnar að renna niður, vakna og losna. Og sjálfir þessir fjötrar breytt ust í niðandi læki, lífslindir, sem fyrst ultu fram ólgandi og dunandi í fossinn og á flúð um, en verði síðan tærar og skínandi, svalandi og vökv- andi hvert sofið lifsmagn, fær andi hverju fræi moldar svala drykk lífs og gleði, svo að það gæti vaxið inn í himininn, teygt sig upp í sólskinið. Sjá brostin klakabönd. Og frelsisstyrkur streymir nýr um storð. Og andi hlýr fer yfir ljósbleik lönd“. Er þetta p'-*ki táknmynd upp risunnar? Er þetta ekki ná- kvæmlega það, sem kalla mætti frelsun? Það eru fleiri grafir til en grafir kirkjugarðanna. Það eru fleiri fjötra, sem þarf að slíta og höggva en fjötrar hins lík amlega dauða. Stundum eru það grafir ótt ans ug álhyggnanna í okkar eigin sál. Stundum fjötrar lasta og vondra venja í okkar eigin lífi. Stundum erum við bundin ástríðu, sem eru sterkari en óttinn við dauðann. Stundum eru það grafir hefnda og haturs, stríðs og styrjalda. Stundum aðeins okkar eigin sjálfselska, hroki, heimska og fordómar. Allt þetta og miklu fleira skapar grafir og fjötra mann Sálarrannsóknarfélag íslands. Hafsteinn Björnsson flytur erindi og heldur skyggnilýsingafund á veg- um S.R.F.Í., fimmtudaginn 13 apríl kL 20,30, í Sigtúni við Austurvöll. — Miðar seldir á skrif- stofu félagsins, Garðastræti 8. mánudag, þriðju- dag og miðvikudag kl. 5—7 e.h. Opnum kl. 7 á morgn- anna og opið í hádeginu Næg bílastæði. — Þvottur sem kemur í dag getur verið tilbúinn 4 morgun ÞVOTTAHÚSIÐ EIMIR. Síðumúla 4 Sími 31460. /SSiS FERÐASKRIFSTOFA LÆKJARGOTU 3, REYKJAVÍK, SÍMI 11540 S P A N N 16 daga flugferð á hina vinalegu baðströnd Miðjarðarhafsins, Costa Brava, frá kr. 10-750,00. — Gistingar, 3 máltíðir á dag og flugvsk. innif. Viðkoma i Kaupmanna- höfn. London eða Glasgow, ef óskað er. lífsins, og getur jafnvel breytt því í heivíti, þar sem allt ýmist brennur eða frýs andlega talað. Þar eiga hinar skáldlegri lík ingar kirkjunnar við. Við erum frosin föst. En svo kemur þetta, sem skáldið lýsir í bæn sinni: „Andi Guðs á mig andi“. Vorblær kærleiks, ástar eða elsku nær allt í einu eða smátt og smátt tökum. Stundum er það lítil bæn frá löngu gleymdum bernsku dögum. Hún kemur fram á varir í myrkrinu og leysingin hefst með nokkrum heitum tár um, sem brjótast fram í augna krókana. Óttinn víkur fyrir ör yggi og hjartafriði. Stundum er það vinanhönd, kannske barnshönd, sem lætt er í lófa hins einmana, sem var frosinn í böndum tor tryggni og þeirrar vissu að vera yfirgefinn af öllum. Stundum var það raddblær í síma, stundum bros af mild um vörum, skilningsrík orð samúðarríkur svipur, og leys ingin hófst, frelsun var fengin. Stundum var það ein mann eskja, sem bar með sér hjarta frið vorgeislanna. Áhrif henn ar eða hans bætti allt, nærvera þessa friðflytjenda var ein- saman næg til að veita vorið, bægja brott skuggum skamm degisnóttanna, slökkva storm og bál, bræða klakann og gefa kali hjartans nýjan lífskraft sem aldrei áður. Þannig er hin eiginlega frelsun án allra forma eða innan allra forma. Það þarf enga helgisiði eða formúl ur. Og samt verður þetta stund um í kirkju eða á vígðum og viðurke'nndum stöðum, Guði sé lof kannske oft þar. En éitt er víst það verður helzt fyrir komú og snertingu friðf-lytjandans, hlýrrar vinar handar, L.júkrar móðurraddar. Og þessi frelsun verður aldrei samkvæmt köldu valdboði eða fyrir ógnun fordæmingar og hroka. „Þér eruð ljós heimsins", sagði Drottinn Kristur við læri sveina sína. Og af því skulu all ir þekkja, að þið eruð mínir lærisveinar, að þið berið elsku hver til annars. Þessi elska er vorblær mann lífsins.Hún getur birzt og birtist í því, að senda kristniboða suð ur í Afríku. En hún getur líka birzt og birtist því, „að veita vor og yndi um vetrar miðja nótt“. ■ Þeim, sem örvæntir og finnst fokið skjól. „Lýsa þeim, sem ljósið þrá en lifa í skugga“. Og þeir eru margir og þær eru margar, jafnvel í velferða ríkinu á íslandi nútimans. Og þótt vorið þíði klaka- böndin af frosinni foldu, þá leynast víða myrkraskot í fylgsnum mannlífsins, og þar er beðið og vonað, örvænt og óskað, þar' er aðeins óskað dauðans af sumum en hver gleðigneisti slökktur. Þar er vetur, fannir og frost í sjélfu sólskinini vorsins. Viltu þá ekki „bæta um borða, ef betur þér lætur“, eins og bróðirinn sagði við systur ina forðum. Mannssonurinn kom til að leita að hinu týnda og frelsa það. Þú átt að ganga í lið með vordísum mannlífsins, en ekki fyrst og fremst með orrustu Og predikunum fyrirskipaða helgi venja, heldur sem vinur — vin ur Krists og vinur samferða- fólksins, eins þótt það misskilji þig og misiþyrmi þér í orðum og dómum, eins þótt það van þakki þér og vanvirði þig. Allt slíkt h'laut hann að líða án uppgjafar, unz allt var full komnað í kvölum krossins. Vorleysingar af völdum ljóssins, sólaryls frá sjálfri upp sprettilind eða ljósbrosum elskunnar í mannlegu hja'rta er það sem heimurinn þarf og þráir, hvort sem það er ver öldin í einni mannssál eða all ur heimur mannkynsins. „Það er margur frosinn og má ei losast“. En heitur andi Guðs frá krossi kærleikans megnar að hugga, leysa frelsa, „svo frelsis styrkur str'eymir nýr“ um kal inn og freðinn, himinfleygan mannsanda. Það er æðsti fögnuðurinn í ríki himnanna. Það er vor- koma mannssálar og mann- lífs í fullum krafti leysingar og frelsunar. Árelíus Níelsson. / ■■ ATTHAGAFELOG - FELAGSSAMTOK - FYRIRTÆKI Við viljum vekja athygli átthagafélaga, svo og annarra félaga- samtaka og fyrirtækja á hinum nýja samkomusal okkar ÁTTHAGASALNUM sem er mjög hentugur til skemmtanahalds- Upplýsingar í síma 20211. I /J_ i in OT0 *>A<7A 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.