Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 09.04.1967, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUJR 9. aprfl 1967. TÍMINN Gömlu leirpottarnir eru alls staðar á hröðu undanhaldi! NÝTT EFNI í SKÖ, TÖSKUR OG BELTIFRÁ DU PONT Glerslcór notaður undir blóm. örsmáum loftrásum, sem loft- ið getur þrengt sér í gegn um, inn og út úr skónum. Efni þetta er framleitt bæði spegilgljáandi, einna líkast lakki og glanslaust og með vefnaðarláferð, og mun vera sérlega fallegt í skó, og vel til skógerðar fallið, vegna þess líka hve mjúkt og sveigjanlegt það er. mæðranna, og tími er til kom- inn að reyna að fara að hressa eitthvað upp á blómin fyrir sumarið. Myrkur, of hár stofu- hiti, ofvökvun, eða of lítil vökv un, allt hefur þetta sín áhrif, og blómadauðinn á heimilun- um er yfirleitt hár, blómasöl- um til gleði en húsmæðrunum til armæðu. Þið ættuð að fara að atihuga, hvort ekki sé hægt að taka afleggjara af blómunum, ef þau eru ekki lengur þannig útlits að gaman sé að eiga þau áfram. Sumum nægir ef til vill að vera umpottuð og sett í nýja og gróðurmikla mold, en öðr- um er langbezt að henda, og láta aumlegt útlit þeirra ekki hafa slæm áhrif á skap hús- móðurinnar lengur. BLÓMAPOTTARNIR. Löngum hafa leir.pottar ver ið það eina, sem stofublómin hafa verið látin í, þótt nú í seinni tíð hafi aukizt heldur úrvalið á fallegum blómaker- um, og auk þess eru komnir á markaðinn plastpottar og frauðplastpottar, sem blóma- ræktendur hafa misjafnar skoð anir á. Alfred M. Danvig og Ole Olsen, höfundar bókarinnar Stueplanter, segja m.a. um jurtapotta: Það er gömul hefð, að jurtapottur eigi að vera gljúpur með gati á botninum. HÆGT AÐ RÆKTA BLÓM í HVERJU SEM ER? Einn af kostunum við að ganga í leðurskófatnaði, er að loft kemst að fótnum í gegn um leðrið, sem ekld á sér stað með skófatnað úr gerviefnum, t.d. plastic, lakki eða þá úr gúmmí. Það hefur mikla þýð- ingu fyrir líðan manna í fót- unum, og heilbrigði að loft kom ist að þeim. Nú á hins vegar að vera kom ið á markaðinn gerviefni, sem faefur til að bera alla kosti leðursins, en stenzt þar að auki vel hitabreytingar og er þægi- legt fyrir fæturna, auk þess sem gott er að pússa það. Þetta nýja efni er kallað corfam. Það eru Du Pont verk- smiðjurnar, sem framleiða það, og hafa forstöðumenn verk- smiðjanna látið hafa það eftir sér, að þeir búizt við, að inn- an tíðar verði þetta efni notað með góðum árangri í fleira en skófatnað. M.a. verði það not- að í töskur, belti og húsgagna áklœði. Corfam er hvorki plastic eða ofið efni, sem borið hefur ver- ið á til þess að gera það sterkana. Það er aigjörlegá nýtt genviefni, og í því milljónir af Gatið er að vísu hentugt og kemur í veg fyrir ofvökvun, en plönturnar eiga að geta vaxið jafnvel í hvaða íláti sem er, hvort sem það er úr gleri, leir, málmi, postulíni, keramíki eða RauSmalarpottur. einhverju öðru, og þótt elckert gat sé á botninum. Það þarf bara að vöbva þær réttilega. Það eina, sem virkilega ætti að varast fyrir utan ofvökvun- ina, er, að láta blómin ekki vera í dökkum pottum, því standi þau mikilli sól, hitna pottarnir óiþægilega mikið svo ræturnar eru hættu. POTTAFRAMLEIÐSLAN í DANMÖRKU. Danir eru óvenju miklir blómaunnendur, og þar í landi eru margar blómstunpottaverk smiðjur. Verksmiðjur þessar eru stöðugt að leggja niður framleiðslu leirpottanna, og taka í þess stað upp plastpotta gerð. Til gamans má geta þess, að Ravnberg Teglværk í Holm strup nálægt Odense, sem um margra ára bil hefur framleitt mikið magn af leirpottum hef- ur nú lagt þá framleiðslu að mestu á hilluna, en framleið- ir í þess stað 100 þúsund plast potta á sólarhring, svo það ætti að sanna, að plastpottarn ir eru það sem koma skal, ef þið viljið ekki reyna einhverj- ar fallegar skálar og krúsir í staðinn fyrir potta svona til að lífga upp á stofugluggann. FULLIR SKÁPAR AF ÓNOT- UÐUM VÖSUM. Oft safnast mikið af vösum, krúsum og allra handa skál- um í eldhússkápana, því slíkir hlutir eru hentugar tækifæris- gjafir, og oft er ekki hugsað út í það, að nóg er til af því lífcu á heimili þess sem gjöfina á að fá. En hvers vegna ekki að athuga nú, um leið og þið farið að skipta á blómunum, hvort þið eigið ekki eitthvað þessu lí'kt, sem þið getið sett blómin í. Fyrst fræðimennirn ir segja, að áhætt sé að rækta blóm í hvaða íláti sem er, ætti að vera sjálfsagt að reyna það. Það er bara um að gera að vökva ekki plönturnar of mik ið, ef ílátið er úr vatnsþéttu efni, og ekki með gat á botn- inum. Svo þarf líka að segja viðarkol, eða smásteina í botn inn, til varnar því að ræturn- ar fúni, ef svo illa vill til, að ofvökvun á sér stað. HEIMATILBÚNIR POTTAR. Ef ykkur langar til þess að útibúa eitthvað, sem ekki er á hverju heimili, þá reynið það endilega, Hérna á síðunni er t.d. mynd af hengipotti, sem búinn er til úr gamalli jóla- körfu. Fyrst er faaldið tekið af henni,. og keðja sett í staðinn. Keðjan fæst í flestum járn- vöruverzlunum. Til þess að moldin hrynji ekki út úr körfunni, er rétt að setja plast poka innan í hana og láta hann nema við brúnina. Þá er líka öllu óhætt þó vökvað sé. Svo er það blómapottur úr rauðarmalarhnullungi. Hann er ekki stærri en lítill bolti, og svo vel vildi til, að hann var faolur að innan þar sem hann lá í götukantinum. Þremur nöglum var fest neðan í hann, svo hann stæði betur á borði. í þessum „potti“ er kaktus, en kaktusar hafa yfirleitt fremur smáar rætur, og eru nægjusam ir, þó eins sé um þá og önn- ur blóm, þeir stækka ekki nema vel sé við þá gert. Blómasalar hafa dálítið gert Framhald á bls. 23. Jólakarfa orSin að hengipotti. Mikið er í tízku að láta gamla rokka standa inni í stofu. ÞaS er hægt að festa á þá litla palla til þess að láta blómapotta standa á, en þó það sé ekki gert geta þeir verið góðar blómasúlur. Vetrarmyrkrið er nú búið að gera það, sem í þess valdi stendur til þess að murka lífið Úr stofublómum okkar liús- Heimatilbúið blómaker úr sementi, sandi og vikur. Það færi vel á gólfi í stórri, rúmgóðri stofu. Þegar þið gróðursetjið í flösku eða staup eins og þetta. Er bezt að setja viðarkol eða smásteina á botninn, síðan mold, og veljið svo plöntur í hlutfalli við stærð þess sem plantað er í. Þær geta lifað lengi í flösku eða glerstaup um eins og þessum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.