Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 2
TÍMINN L4UGARDAGUR 6. maí 1967 HJÁLPAÐI TIL VIÐ AÐ TTIKNA BRÚÐARKJÓUNN IDjKaup'mannahöfn, föstudag. f dag fær heimurinn að vita, hvað gerðist í Fredensborgar- höll 1. maí. Þar höfðu þau Mar- grét prinsessa og Henri greifi, sem senn ganga í heilagt hjóna band, ákveðið að eyða tveimur klukkustundum með blaða- mönnum, ljósmyndurum, út- varps- og sjónvarpsmönnum áð- ur en hátíðahöldin í sambandi við brúðkaupið hef jast. Margrét prinsessa svaraði kurtéislega öltum spurninguim varðandi fjölskylduna í Girikk- landi, á dönsku, ensku, sænsku og frönsku. — ’Við vitum ekkert ennlþá, var svar hennar við spurning- unni um það, hvort Konstantin konungur muni verða viðstadd- ur brúðkaupið 10. júní. Hún vissi heldur ekki, hvort systir hennar myndi ef til viill koma ein frá Aþenu. „Það getur vel komið til greina“. Margrét prinsessa sagði, að 'konungsfjölskyldan ,,hefði Prinsessan og greifinn í 'Fredensborgargarðinum. nokkrum sinnum“ talað við Önnu Maríu drottningu í síma, og bjóst ekki við því, að nokk- ur úr fjölskyldunni hefði tíma til að toeimsækja litlu systur í Grikklandi fyrir brúðkaupið. — Hvernig líðiur Önnu Maríu drottningu? spurði ein'tover. Þessu svaraði Margrét prinsessa: — Hún er komin átta mán- uði á leið. Þannig líður henni. Margrét prinsessa leiddi hjá sér að svara spurningu um ástandið í Grikklandi, á þeirri forsendu, að það kæmi toenni ekki við. Síðustu spurningunni um Grikkland svaraði ríkiserf- inginn stuttaralega. Hún var spurð að því, hivort hún — eins og franska Maðið 1‘Express hafði skýrt frá — hefði komið með bréf frá Konstantin kon- ungi til Danakonungs föður hennar. —• Það liggur í augum uppi, að þegar einlhver fer í ferða'lag eins og þetta, kemur hann aft- ur með toveðjur til fjölskyld- unnar. Það er mikið talað um stjómmál hér. Það hefur allt- af verið okkar regla að tolanda okkur ekki í stjórnmál, hvorki oikkar eigin né annarra. Hinn fjölmenni blaðamanna- fundur hófist nákvæmlega þeg- ar hallarklukkan sló tfu. Hlið- ið var opnað og öldum var vís- að í gegnum hölina út í garð- inn, sem liggur þar bak við, varinn fyrir augum forvitinna gesta. í 'há'lfa klukkustund leyfðu Margrét prinsessa og Henri greifi ljósmyndurunum að taka myndir af sér og gengu þolin- móð til og frá, svo að alJir gætu tekið myndir með réttum bakgrunni og réttu sjónarhorni. „Munið að koma til baka“, hróp aði einn ljósmyndarinn, þegar unga fólkið — eftir beiðni ein- hvers — gekk af sfað í áttina að runnunum og trjánum í fj'ariægasta horni garðsins. Auðvitað var talað um brúð- kaupið í Fredensborg og það bæði mikið og í ótrúlegum smá atriðum. FramhiaJd á 15. síðu. Ágætir fundir Framsóknar- manna í Strandasýslu BÆJARHREPPI Laugardaginn 29. apríl var stofn að fólag Framsóknarmanna í Bæj arhreppi í Stnandasýslu. Stofnend- ur voru 52. í stjórn voru kjörnir Jónas Jóns9on, Melum, formaður, aðrir í stjóm Helga Ingvarsdóttir, Borðeyri og Sveinbjöm Jónsson, SkáJtooltsvík. Á fúndinum mætti Steingrímur Henmannsson og ræddi hann um stjórnmálaviðtaorf ið. HÓLMAVÍK Fram sóknarfélag Hólmavíkur 'hélt fjölmennan stjórnmálafund sunnudaginn 30. apríl á Hólma- vík. Frummælendur voru Bjarni Guðbjörnsson og Steingrímur Her mannsiso'n. Gerður var góður róm ur að máli þeirra og urðu alimiM ar umræður. DRANGSNES 1. maí héldu Framsáknarmenn fund að Drangsnesi. Frummælend ur vom hinir sömu og á Hólma- vfkurfundinum. Fundur þessi var mjög fjölmennur. Á fundum þess um kom fram mikil sóknaitaugur Veizlukaffi og skvndihappdrætti Kvennadeild Borgfirðingafélags ins hefur kaffisölu og skyndihapp dræt'.i sunnudaginn 7. maí í Tjarn arbúð kl. 2,30, til fjáröflunar starf semi sinni, sem aðallega er í því fólgin að senda jólagjafir til aldr- aðra héraðsbúa, sem hér dvelja á elli- og hjúkrunarheimilum. Þess má geta að fyrir síðustu jól sendi deildin út 85 jólapakka. Kvenna- deildin hefur nú starfað í þrjú ár, og er aðalmarkmið hennar að safna sér i sjóð til líknarmála, og þeg- ar euiheimilið rís í Borgarfirði mun hún eítir því sem fjárhagur hennar leyfir leggja sinn skerf til þeirrai stofnunar. Margt smátt gerir eitt stórt, og nú neitum við á alla þá sem góðan máLstað vilja styðja, að koma í Tjarnarbúð á sunnudaginn kemur, drekka gott kaffi með gómsætum kökum og girnilegu brauði og njóta ánægjustundar í góðum fé- lagssxap. hjá Framsóknarmönnum í sýsi- unni, sem eru áJoveðnir í að kj'ósa þr já Framtsóknarmenn á þing. SKÁKIN Svart: Reykjavík: Jónas Þorvaldsson Hallur Símonarson Hvítt: Akureyri Gunnlaugur Guðmundsson. Margeir Steingrímsson. 38. Kfl—gl. Fjáröflunardagur Unglingareglunnar Hinn árlegi kynningar- og fjár- öflunardagur Unglingareglunnar verðu*- næstkomandi sunnudag, 7. maí. Þá verða eins og venjulega seld tnerki og bókin VORBLÓMIÐ, til ágóða fyrir starfsemina alls staðar þar sem barnastúkur starfa. Merkin kosta kr. 10,00 og bókin aðeins kr. 40,00. Þessi barnabók Unglingareglunnar, VORBLÓMIÐ, hefur náð miklum vinsældum og selst í stóru upplagi. Unglingaregla I.O.G.T. hefur nú starfað í rúma átta ái/atugi hér á landi og er elzti félags- skapur barna og unglinga á ís- jlnadi. Fyrsta barnastúkan, Æskan 'nr. 1, var stofnuð hér í Reykjavík 19. maí 1886 og síðan hver af ann | arri. Alls voru 65 barna- og ung- ' lingastúkur starfandi- á síðasta ári ! víðs vegar um land með 7.720 1 félögum. Fundur í Útvegsmannafélagi Suournesja ályktar um þorskveiðarnar: GREIÐSLUGCTAN ER LÖMUÐ EJ-Reykjavík, föstudag. Á fjölmennum fundi í Útvegs-] mannafélagi Suðurnesja var sam-i þykkt ályktun, þar sem segir aðl langvarandi erfiðleikar þorskveiði flotans á yfrstandandi vertíð hafi lamað greiðslugetu fyrirtækja, sem starfrækja þá útgerð. Telur fund- urinn, að of lengi hafi dregizt að hefja varanlegar aðgerðir vegna þorskveiðanna, og sé afleiðingin sú, að hér sé burðarás undirstöðu- BANDARÍSKI SENDIHERRANN KOMINN Karl Fritjof Rolvaag, hinn ný- skipaði ambassador Bandaríkjanna á íslandi, kom til íslands á fimmtu dagsmor|un. Hann er af norskum ættrnn, 53 ára að aldri. atvinnuveganna brostinn. Verði ekki fullnægjandi ráðstafanlr gerð ar fljótt til lausnar þessum vanda, blasi við algjör uppgjöf hjá mörg um á Suðurnesjasvæðinu. Ályktun fundarins er svohljóð- andi „Aimennur félagsfundur Útvegs mannafélags Suðurneisja, haldinn í Keflavík 1. maí 1967, samþykkir eftirfarandi ályktun: Vegna 'angvarandi erfiðleika þorskveiðiflotans hefur yfirstand- andi vetrarvertíð með ógæftum, aflatregðu og veiðafæratjóni lam- að greiðslugetu fyrirtækja, sem starfrækja þá útgerð. Vill fundur inn beina áskorun til þeirra, sem ráða núverandi efnahagsstefnu, að endarskoða þær forsendur, sem þeir byggja starfsgrundvöll báta- flottns á, m.a. með því að taka meir j tillit tii islenzkra staðhátta, þ.e. a. s. ógæfta, sveiflur á afla brögðum og verðlagi á erlendum mörkuðum, en styðjast ekki um of viö efnahagsstefnur háþróaðra iðnaðarlanda, sem hljóta að búa við allt önnur grundvallarskilyrði.1 Telur fundurinn of lengi hafa dreg izt að hefja varanlegar aðgerðir, vegna þorskveiðanna, og er afleið ingin sú, að hér er burðarás undir stöðuatvinnuvegarins brostinn, eftir aðeins eina ógæftarvertíð. Verði ekki fullnægjandi ráðstaf anir gerðar fljótt, til lausnar þess um vanda, blasir algjör uppgjöf við hjá mörgum á þessu svæði. Fundurinn samþykkir að kjósa 3ja manna nefnd, sem fari ,með málefni fundarins til stjórnar LÍÚ Þessari nefnd verði falið að túlka og fylgja eftir skoðun og sampykkt fundarmanna við stjórn LÍÚ ti. lausnar þeim vanda, er blasir við. Jatnframt verði nefndinni falið að rica forsætis- og sjávarútvegs- málaráðherrum bréf um sam- þykktir fundarins". Sjávarútvegsmálaráðherra hefur verið send þessi ályktun sérstak- lega.“ Tóbaksverzlun Tómasar var opnuð nýlega aS Laugavegi 62. Eigandi verzl- unarinnar er Tómas SigurSsson, og er ætlun hans aS hafa á boSstóIum í verzluninni sem fjölbreyttastar gjafavörur fyrir karlmenn. Myndin er tekin af Tómasi og konu hans Erlu, en hún mun afgreiða í verziuninni. Tómas hefur starfaS viS afgreiðslu í tóbaksverzluninni London undanfar- in 6 ár og er þekktur að sérstakri lipurð, snarheitum og kátínu. Tommi segir að kjörorðið verði: TÓBAKIÐ HJÁ TOMMA, Laugavegi 62. Tímamynd: G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.