Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 6. maí 1967 Utgetandi FRAMSOKNARf LOKKURINN Kramkvæ-mdastiórl Kristian Benediktsson Kitstjórar Pörartón Þórannsson 'áb' Andrós Krlstiansson lón Heleason oe Indriði G Porsteinsson Fulltnii ritstjórnar Tómaí Karlsson Aug j lýsingast.i. "'teingrimui Uislason Kitstl.skrtfstofut Kddu húsinu slmat 18300-- 18305 Skrtfstofur Bankastræt) < Vf greiðslusimi 12323 Auglýslngastml 19523 Aðrar skrtfstofut, stmi 18300 Asknftargjald kT 105.00 a món innanlands — t tausasölu kr 7.00 elnt - Prentsmiðjan EDDA n. t Síldarverðið Meirihluti stjórnar síldarverksmiðja ríkisins hefur ákveðið í samráði við ríkisstjórnina að láta verksmiðjurn- ar ekki hefja móttöku á síld fyrr en 1. júní. Eysteinn Jóns son var eini fulitrúinn í stjórn verksmiðjanna, er greiddi atkvæði gegr, þessari ákvörðu/i. Fulltrúi Alþýðubanda- lagsins og fulltrúi sjómanna sátu hjá. í fyrra hófu allmargir hinna stærri báta síldveiðar fyr- ir og um miðjan maí og feng.1 góðan afla. Margir bátar voru búnir undir það að hefja síidveiðar um líkt leyti nú, enda ekki um aðrar veiðar fyr;r þá að ræða. Úr þessu verður ekki vegna áðurgreindar ákvörðunar ríkisstjórn- arinnar og meirihluta síldarverksmiðjustjórnar. Ríkisstjórnin og meirihluti síldarverksmiðjustjórnar- innar byggja þessa ákvörðun á því að verðið á síldarlýsi og síldarmjöli hafi fallið og því sé ekki hægt að bjóða viðunandi verð fyrir síldina, sem veiðist í maí, þar sem hún skili minna mjöl- og síldarmagni en sú síld, er síðar veiðist. Þessar ástæður eru þó ekki frambærilegar fyrir því að veiðarnar séu alveg felldar niður í maí og þannig dregið stórlega úr atvinnu- og gjaldeyrisöflun. Atvinnu- ástandið hefur verið þannig, að sízt er nú ástæða til að draga úr atvinnu í maímánuði. Stórfelldur halli hefur ver- ið á viðskiptunum við útlönd tyrstu mánuði ársins og birgðir útflutningsvara eru nú minni en um langt skeið. Því er líka sízt ástæða til að draga úr gjaldeyrisöfluninni. Sá vandi, sem stafar af verðfallinu, er líka engan veg- inn bundinn við síldina, sem veiðist í maí. Hann er engu síður bundinn við síldina, sem síðar veiðist, þótt hún verði eitthvað feitari. Það útflutningsverð, sem nú fæst fyrir síldarlýsi og síldarmjöl, nægir ekki til að tryggja útgerðarmönnum og sjómönnum það verð, sem þeir þurfa að fá, ef gert er ráð fyrir. að verksmiðjurnar verði réknar hallalaust. Þótt núv. útflutningsverð á þessum vör- um hafi þótt gott fyrir nokkrom árum, nægir það nú hvergi nærri til að mæta þeim framleiðslukostnaði og þeirri dýrtíð, sem er afleiðing rangrar stjórnarstefnu. Þess vegna er hið opinbera tilneytt að grípa hér inn 1 og gera einhverjar viðbótarráðstafanir til að tryggja síldveiðarnar í sumar. Annars er hætta á því, að stöðvun- in geti orðið lengri en til maíloka. Það var í samræmi við þetta að Eysteinn Jónsson beitti sér gegn því í stiórn síldarverksmiðjanna að þeim yrði lokað til 1. júní. í stað þess lagði hann það til, að stjórn síldarverksmiðjanna beirdi því þegar til verðlags- ráðs sjávarútvegsins, að tekið vrði upp samstarf við ríkis stjórnina um ráðstafanir, sem kæmu í veg fyrir, að veið- arnar féllu niður. Jafnframt væri með því lagður grund- völlur fyrir veiðarnar áfram. Hér er vissulega mikill vandi á ferðum, en það dugir ekki anpað en að horfast í augu við hann strax. Stjórnar- andstæðingar gerðu sér þess fulia grein á nýloknu þingi, hvert stefndi, og lögðu því ma. til að útflutningsgjald á síldarafurðum yrðu stórlækKað. Þingmenn stjórnar- flokkanna felldu þetta cg blað sjávarútvegsmálaráðherr- ans gekk fram fyrir skjöldu og taldi þetta furðulegt ábyrgðarleysi. Síldarútgerðin þvrti ekki á þessari fyrir- greiðslu að halda. í ræðu þeirri. sem formaðui sjómannasambands ís- lands, Jón Sigurðsson flutti n útifundi í Reykjavík 1. maí, var tónninn annar. Þar var r-éttilega bent á, að hér væri á ferðinni stærsta vandamálið. sem biði úrlausnar. Þetta vandamál verður strax að taka til lausnar, eins og Eysteinn Jónsson lagði til, en ekki að draga það á langinn. TIMINN_________________________________9 Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: | Knýr Johnson Rússa og Kínverja til aukins samstarfs í Vietnam? Það virðist ein afleiðingin af hinm vanhugsuðu stefnu hans Breshneff PAUL Hasluck frá Ástralíu hyllti Bandaríkjamenn á fundi utanríkisráðherra SEATO-ríkj- anna um daginn fyrir að hafa tekið á sig „aflsábyrgðina" í Asíu. Óhjákvæmilega hlaut Has luck að víkja að því, að önnur leiðandi herveldi í SEATO, svo sem Bretland, Frakkland og Pakistan, hefðu hafnað hernað arábyrgð í Asíu. Hasluck talaði um Vestur- Evrópu-ríkin sem heild, en ekki tæki einn einasti hermað ur frá þeim þátt í virkri bar- áttu í Vietnam til varna r'rels inu og varðveizlu heimsfriðar- ins. Hann ságði, að „ábyrgðar- leysi þeirra í Asímálum í dag“ væri „hin fráleitasta einangrun arstefna." Vera má að ,þetta reynist „fráleitt" framlag til áhrifa og viðgangs SEATO-samtakanna. Svo mikið er víst, að það verð- ur ekki til þess að afla eins ein asta hermanns til virkrar bar- áttu í Suður-Vietnam. SPURNINGIN, sem verið er í raun og veru að glíma við bæði í Bandaríkjunum og Vest ur-Evrópu, er, hvort Johnson forseti hafi beitt afli valdsins viturlega þegar hann tók á sig ábyrgð þess. Deiluefni for- setans og alvörufyllstu gagn- rýnendanna er, hvort rétt sé farið með aflsábyrgð okkar í Asíu með virkri þátttöku í þol- styrjöld, blóðtökubaráttu, þar sem við fórnum lífi banda- rískra þegna fyrir líf Asíu- manna í vissu hlutfalli. Sannast sagna munu næsta fáir menntaðir Bandaríkjamenn telja Johnson forseta hafa á- kvarðað rétt- Þeir munu mjög fáir, sem ekki hryggjast yfir þvi, að minnsta kosti innra með sér, að forsetinn skuldbatt þjóð ina á þann hátt, sem raun ber vitni. Fáir munu þeir Bandaríkja- menn, sem ekki telja það mikil vægasta viðfangsefnið hvernig eigi að leysa þjóðina á heiðar legan hátt og án vanvirðu und an afleiðingunm af mistökum Johnsons forseta. f þessu efni er sama, hvort um er að ræða „dúfur“, sem vilja semja okk ur lausa, eða „hauka“, sem halda að við getum brotið okk ur undankomubraut með Ioftá rásum og bardögum. UM það er ekki deilt, hvorki hér vestra eða í Vestur-Evrópu hvort Bandaríkin hafi ábyrgðar skyldum að gegna í Asíu. Sú kenning, að andstæðingar John sons forseta vilji hverfa á braut frá Kyrrahafinu, er ekki annað en fyrirsláttur til þess að reyna að leiða aíhyglina frá hinu raunverulega deiluefni. Ekki verður um það deilt, að Bandaríkin eru öflugt stórveldi á Kyrrahafi og Bandaríkjamenn bera þar ábyrgð, sem þeir munu ekki skjóta sér undan. Meðal þess, sem þeir eiga að ábyrgjast, er öryggi landa eins og Ástralíu, Nýja Sjálands og Filippseyja, en þau eru á því svæði, sem afl okkar á Kyrra- hafi nær til með virka vernd. Hasluck ætti að gera sér grein fyrir, að ærið uggvæn- lega horfir fyrir heimalandi hans Ástraliu, ef öryggi henn ar veltur í raun og veru á styrj öld á landi í Indó-kína. Vera má að vísu, að Johnson forseti geti borið einhvers konar sig urorð af Hanoi-mönnum, en óraunv.erulegt er í bæsta máta að halda, að við getum fullnægt ábyrgðarskyldu okkar með því að standa ævarandi vörð í Viet nam. Sannleikurinn er sá, að Ástr alia, sem er meginland, verður að sjá öryggi sínu borgið r..~ð eigin afii og stetfniu, en með tii- styrk flotaveldis og flugstyrks Bandaríkjanna. FREGNIR af fundi utanrí’k isráðherra SEATO-ríkj anna voru af skomum skammti og ekkert virtist bera vott um, að nokkur fundarmaður Ihefði af al vöru beint athygli sinni að mik ilvægustu atburðum stríðssög- unnar að undanförnu. Hér er átf við samkomulagið, sem samizt hefir um meðal kommúnistaríkj anna, en samkvæmt þvi geta Sovétríkin og riki Astur-Evr- ópu sent Norður-Vietnam bún að og birgðir yfir kínverskt land. Verði farið eftir þessu sam komulagi er þar með fallin veigamesta stoðin undan stefnu okkar bæði í stjórnmálum og hermálum. Stefnan byggðist á því, að ókyrrðin í Kína og deilurnar milli valdhafanna í Moskvu og Peking kæmu I veg fyrir, að kommúnistaríkin sameinuðust að baki Hanoi- mönnum í baráttunni gegn Bandaríkjunum. Reynist þetta samkomulag framkvæmanlegt verður ekki unnt að rjúfa birgðaflutninga- leið Hanoimanna eða koma í veg fyrir aðgang þeirra að birg® um, búnaði og mannafla alls landsvæðis kommúnistaríkj- anna, sem nær allt frá Saxelfi í Þýzkalandi að landamærum Norður-Vietnam. ÁBVRGIR gagnrýnendur í Bandaríkjunum hafa æ ofan í æ aðvarað Johnson forseta um, Framhald á 15. sfðu. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.