Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.05.1967, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FUNDIR Framlhald aí 16. síðu. burtu frá Sauðárkróki um það bil er fundurinn hófst. Fundarstjóri, Sveinn Friðvins son, Sauðárkróki, setti fund- inn kl. 9. Frummælendur voru: Gunnar Oddsson, Flatartungu, Már Pétiursson frá Höllustöðum. Pétur Sigurðsson, Skeggstöðum Guðríður Eiríksdóttir, Lauga- landi, Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki og Ólafur Ragnar Grímsson, Reykjavík. í>á hófust frjálsar umræður og tóku til máls: Magnús Gísla son, Frostastöðum, Björn Teits son, Brún, Baldur Óskarsson, form. SIJF og Ólafur Jóhannes son, varaformaður Framsóknar- flokksins. Var gerður mjög góð ur rómur að máli ræðumanna og stóðu umræður til kl. rúm lega 1. Verður nánar gerð grein fyrir þessum glæsilega fundi ungra Framsóknarmanna á Æskulýðssíðu blaðsins. ÍÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 athyglisvert erindi um vettvang ungmennafélaganna. Þingið naut mjög góðrar fyrir greiðslu á Dalvík í umsjá Umf. Svarfdæla, en formaður félags ins er Heimir Kristinsson 'kennari. Fullírúunum var sýnt hið vand- aða íþróttahús Dalvíkur, sem ráð gert er að taki til starfa á þessum vetri. Mikill áhugi ríkti á þinginu fyr ir málefnum sambandsins og marg ar tillögur, sem miða að vexti þess og framgangi, samþykktar. LEYNIPLAGGIÐ Framihaid af 16. síðu. veitendasambandsins mun ráða opinberun „leyniplaggsins“ svo nefnda, sem getið var um ,í greininni. Það var missagt í grein Tímans, að leynisamning ur þessi hefði verið gerður við verkfræðinga í þjónustu Foss- kraft við Búrfell, hið rétta er að samningurinn var gerður af Vinnuveitendasambandinu fyr ir hönd Landsvirkjunar við verkfræðinga í þjónustu þeirrar stofnunar. Eru forráðamenn Foskraft beðnir velvirðingar á þessari brenglun. Þá skal það tekið fram, að skjalavörður dómsmálaráðu- neytisins átti engan þátt í því, að „leyniplagg" þetta komst í hendur þeirra, sem ekkert áttu um það að fá að vita. En nú spyrja menn: Hvers vegna setur nú gerðardóms- málaráðherrann ekki gerðar- dóm í málið fyrst lyfjafræðing ar hafa á það fallizt og bjóðast til að taka upp lífsnauðsynleg þjónustustörf við borgaranna að nýju? SNJÓKOMA OG ÍS Framhals af bls. í. Beggja megin við það var heið- skýrt og bezta veður. Þar sem hríðarbeltið náði yifdr var mikii niðurkoma og á Hólmi mældist snjólagið um 40 sentknetra þykkt gærkveidi. Er það nálægt 20 mm úrkoma. í dag hlýnaði í veðri og má búast við að snjóinn taki fljót lega af. í Reykjavík er 8 stiga hiti og á Suðurlandi er ytfirleitt 7—8 stiga hiti. í Skoruvík á Langanesi heifur talsvert af ís rekið á fjörur. Úti fyrir ströndinni er rekts á sigl- ingaleið og lengira úti í hafi sjófet þéttari ísspangir. Rekís er dreifð- ur á siglingaleiðum úti fyrdr Hiom bjargi og sést meiri ís úti fyrir. Ef núverandi vindiátt helzt, er líklegt að ísinn reki frá landinu. Að þessu sinni vorar óvenju seint hér á landi og er sömu sögu að segja um norðanrverða Evrópu. Er vorið þar 2—3 vdbum eeinna á ferðinni en endranær. FLUGSLYSIÐ Framhald af 16. síðu. rúmlega 10 um morguninn, en þar hafði staðið lögregluvörður í alla nótt. Þeir fóru strax niður að brakinu og hófu rannsókn. Þar var ckki mikið af braki, en þeim virtist á öllu, er þeir sáu, að flug- vélin hafi verið þarna í öj-lítilli hægri beygju, og drógu þeir þá ályktun af því, að hægri skrúfan — en báðar skrúfurnar voru klesst ar inn í hlíðina — var aðeins neðar. Stjórnklefinn hefur stung- izt beint inn í moldarbarðið, og það gátu þeir sannað með því, að þeir fundu þar ýmislegt af mæl- um, m.a. stefnuvitann. Var hann fastur á ákveðinni stefnu. Var greiailegt á öllu, að flugvélin hefur lagzt saman alveg aftur að vængjum. Hún virðist aftur á móti hafa verið nokkuð heilleg frá vængjum og aftur, þegar hún renn ur aftur á bak. Síðan fellur hún fram af klettunum — ca 20 metra fall — aftur á bak á stélið niður í sjó. Mun hún væntanlega hafa brotnað eitthvað við það, en hún fór sem kunnugt er á hvolf. Annars virtist mest allt brak úr vélinni hafa runnið strax niður í sjó. Þarna voru skrúfurnar, eins og áður segir, og ýmislegt smádót, mælitæki, dálítið af varningi, eins og ölflöskur — sumar heilar, aðr- ar ekki — og efnagerðavörur. — Vængirnir virtust vera heilir í sjónum strax eftir að vélin hafði fallið niður, en í gærmorgun var allt sundurliðað, er í sjónum var, og ofan úr brekkunni sáum við hina ýmsu hluti vélarinnar í sjón- um. Voru vængirnir komnir í sun* ur lika, í stóra hluta. Á slysstaðn um fundust ýmis skilríki, t.d. jakki, minnisbók, ýmis gögn úr flugvél- inni og m.a. ávisanahefti, er Finn ur ádi Seinasta greiðslan úr heft inu var einmitt í sambandi við atvinnuflugmannsréttindin, sem hann fékk sama daginn. Ettir hádegi fékk ég leigðan trillubát og hélt út í Stakkabót. Slæmt var í sjóinn, og er við vor- um rétt komnir út úr hafnar- 'mynninu mætti ég trillubát, sem |var að koma þaðan, en í bátnum I voru tveir skólabræður Finns, sem ,höfðu verið að leita þarna, en jeinskis orðið varir, enda var mjög jslæmt að athafna sig þar. | Við komum þarna suðureftir l.rétt -úmlega eitt, og þá var mun ‘verra í sjó heldur en daginn sem ;vélin fór niður. Þarna var mikið • á reki. bæði af plötum úr vélinni | og öðru smærra braki, en ekkert ! annað var sjáanlegt. Var flakið allt i'Bað í sundur, enda var nótt- ; ina eftir slysið hvasst og brim : í St akkabót. Við vorum þarna á annan j klukkutíma, og kynntum okkur það, sem á reki var, en þar á meða! var annað hjól vélarinnar. Á meðan við vorum þarna, kom litli i.afnsogubáturinn Léttir, en einn af starísmönnum loftferða- eftirlitsins var þar um borð. Hann leit yfir svæðið og tók myndir. Meðan við vorum þarna fyrir utan, voru menn frá björgunar- sveitinni í Vestmannaeyjum uppi í hlíðinni að vinna að því að grafa í brekkuna, þar sem vélin lenti. Þeir hentu öílu braki-i sjó fram, þar á meðal skrúfunum. Hreins- uðu þeir staðinn eins vel og þeir gátu, aðallega til þess að hann hefði ekki eins mikið aðdráttar- afl íyrir unglinga hér í bæ. Seinnipartinn í gær hélt rann sóknarnefndin síðan til Reykja- víkur í flugvél sinni. Höfðu þeir með sér það sem fundizt hafði af persónuskilríkjum og skilríkjum flugvélarinnar“. Bh.ðamaður TÍMANS náði tali af Sigurði Jónssyni, framkvæmda stjórs loftferðaeftirlitsins, er hann var xominn frá Vestmannaeyjum. — Þið fórum á slysstaðinn, Sig- urður? — Já, en það var nú ósköp lítið að sjá þar. Þetta var allt mélinu smærra og hafði dottið niður í sjó eftir að vélin hafði skollið þarna í, og lítið á því að græða. Skrúf- urnar voru þarna í jarðveginum, en mótorarnir höfðu hrunið niður ásamt skrokknum og vængjunum. Þetta voru aðeins lófastórir bitar af alumindum. Við grófum í þetta til að athuga það nánar. -- Hefur eitthvað nýtt komið fram i málinu? — Efnislega hefur ekkert nýtt komið fram yfir það, sem þið sögðuð svo vel frá í gærmorgun. — Þið hafið talað við sjónar- votta? — Já, vlð töluðum við vitni, sem voru á ákveðnum stöðum — fórum með þá á þá ákveðnu staði til pess að láta þá skýra fyrir okkur, hvað þeir sáu og heyrðu. — Voru hjól vélarinnar niðri og í lás? — Við létum einn mann fara á bát til að kanna það, og ég held að við munum úrskprða það, að hjólin hafi verið komin niður. — Virðist vélin hafa verið á fullri ferð? — Já, við erum ekki í neinum vafa um, að mótararnir hafa snúizt að miklu afli. Annars munum við vinna áfram að rannsókn málsins, safna gögnum og ræða þetta, auk þess sem við athugum auðvitað öll skjöl vélarinnar og farm og ýmislegt annað. — Verður eitthvað reynt að ná 1 upp af því, sem eftir er af flakinu? — Nei, en við munum gera ! tilraun til þess að láta froskmann fara þarna niður.. En það fer eftir veðri í Eyjum; sem stendur ! er eKkert veður ti! köfunar. ÞAKKARÁVÖRP Þakka hlýjar kveðjur, skeyti og gjafir í tilefni átt- ræðisafmælis míns 13. apríl s.l — Lifið heil. Guðný Guðmundsdóttir, Narfastöðum. BRÚÐKAUPSGJÖF Framhals af bls. 1, fegurstu. Svo er enn, þótt þessi siður sé nú ekki eins tíðkaður og áður. Þá ber að hafa í huga að íslenzkir hestar eru engin nýlunda í dönskum konungs-. garði. Hryssurnar sem gegna því veglega hlutvenki að vera þjóð argjöf ísiendinga við hið há- tíðlega tækifæri 10. júní n.k.' heita Stjarna og Perla. Stjarna er frá Sauðárkróki. Eigandi hennar var Jón Jónsison. Stjarna er undan Nökkva frá j Hólmi en móðirin er leirljós i hryssa frá Svaðastöðum.; Stjarna er jörp á litinn með i stjörnu i enni, vbl faldnni undir þykkum ennistoppi. Lík- ist hún mjög Nökbva um alla gerð og útlit. Leirljósa hryss- an hefur fengið nafnið Peria. Hún er frá Markholti i Mos- fellssveit. Hún er einnig und- an Nökkva frá Hólmi, en móð irin er leirljós hryssa frá Hof- stöðum í Blönduhtlíð, einnig af Svaðastaðakyni. Eigandi hennar var frú Ólöf Gísladótt- ir. Ifryssiurnar voru fluttar til Bessastaða urn síðastliðin inán aðamót. Hafa þær verið þar í þjálfun »n bjálfarar hafa ver- ið þeir i/jlldór Gunnarsson og Sigurður Thoroddsen, báðir stúd'entar í háskólanum. Þegar blaðamenn komu tii Bessastaða í gær, voru þar staddir þeir dr. Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra og Jólhann Hafstein, dómsmáila- ráðherra, og þekkir Jóhann a.m.ik. vel til hesta. Þá kom forsetinn, herra Ásgeir Ás- geirsson einnig til að skoða gjöifina. Tveir knapar, þeir Halldór Gunnarsson og Pétur Hjálmarsison, maður frú Ólaf- ar, sýndu viðstöddum gang- gæði hryssanna og fór ekki leynt að þarna voru á ferð fjönmiklir úrvailsgripir, sem sómi er að hvarvetna þar sem m,enn þekkja tiil hesta. Gunnar Bjarnason sem sýndi blaðamönnum hryiss- umar, sagði að þegar þær kæmu til Danmerkur myndi Gunnar Jónsson, venkfræðing ur, taka á móti þeim og flytja þær til búgarðs síns í Hille- röd. Þar geymir Gunnar ís- lenzk hross sín, ein sex að tölu. Gunnar Bjarnason sagði ennfremur að með hryss unum yrðu sendir tveir hnakk ar, sil'furbún'ar svipur trvær og heizli með kopanstöngum. Eru öll 'þessi tygi smíðuð hér á landi og forkunnarfögur. Yfirieitt verða brúðagjafir þær sem berast að afhendast 'hálfum mánuði fyrir brúðkaup en síðan verða þær settar á sýningu í Kaupmannahöfn. Reiðtygin verða á sýningunni en myndir af hryssunum tveim sém eiga vonandi langt líf fyrir höndum í grænum dönsk um högum. FÆREYJAR Framhals af bls. 1. á miðvikudaginn, að hvorki geti hér verið um eldsumfonot eða jarðskjálfta að ræða, þar sem Fær eyjar séu á svæði, þar sem jarð- skjáliftar séu nær óþekktir, og ekki hafi þar á'tt sér stað elds- umbrot síðan einfovern tíma á tertiertímabilinu. Rasmussen seg- ir, að vart hafi orðið við titring í Parkera, Hove, Famien og í Vogi, og sýslumaðurinn á Suður- ey segir, að sjálfur hafi hann fiundið tvo af kippunum, og foafi þeir verið 3-4 stig að styrkleika miðað við j arðskj átfftaskalann. Sýslumaðurinn á Suðurey, sem býr í Vogi, segist hafa heyrt undarieg hljóð úr norðvestri, þar sem klettarnir rísa úr Atlantsfoaf inu. Er talið líklegt að hafið hafi grafið sig inn undir klettana, og þegar þeir bifast fer titringur um landið í kring og drunur heyrast. Færeyskir og danskir jarð- fræðingar telja byggðinni í kring ekki stafa hætta af jaræforæring- um þessum, jafnvel þótt mikið jarðskrið eigi eftir að verða, en fuglalíf er þó í hættu. Hins vegar myndi geysileg bylgja fœrast út á Atlantshafið, ef hluti úr fjali- inu eða klettabeltinu myndi fa'lla í hafið, en ekki er hægt að segja fyrir um það, hversu margar millj ónir tonna af klettunum gætu átt eftir að hrynja í hafið. „BUNNY" Framhais af bls. 1. sóknarlaun til ríkissjóðs krónur 20 þúsund og málsvarnarlaun skip aðs v.erjanda síns, Benedikts Blöndal hrl., krónur 20 þúsund. Dóminum ber að fullnægja með aðför að lögum. Newton var síðan spurður um, hvort hann vildi áfrýja dómnum og kvaðst hann áfrýja báðum mál unum til Hæstaréttar. Var dóm- þingi síðan slitið. Blaðamenn fengu tækifæri til að ræða stuttlega við „B>unny“, eins og skipstjórinn er kallaður, og kvaðst hann vera ánægður með LAUGARDAGUR 6. maf 1967 að vera nú frjáls maður, en auð- vitað ekki ánægður með dóminn. Kvaðst hann enn halda því fram, að hann væri saklaus af landihelg isbrotinu, en um strokið úr höfn- inni gegndi öðru máli, sagði hann og brosti. Hann sagðist fa-ra héð- an beint til Grimisby og þetta miál myndi ekki hafa nein nei- kvæð álhrif fyrir hann sem tog- araskipstjóra. „Og auðvitað kem ég aftur til að fiska við ísland, því ég vil aMtaf vera á meðal vina minna“, sagði „Bunny“. Er hann var spurður að því, hvort hann byggist við hegningu i Eng landi fyrir að sigla Ijóslaus og breyta einkennisstöfum og númeri togarans. „Ég sigldi aldrei ljós- laus, það er tóm vitleysa að ég hafi gert það og varðandi máln- inguna þá er það rétt að um borð fojá mér eru nokkrir góðir málar- ar og kannski kemur sú hlið móls ins fyrir dóm í Englandi“. í kvöld gekk umlboðsmaður brezkra togara foér frá tryggdngu fyrir togarann og „Bunny“, svo að hann gæti haldið á haffið og nómu þessar tryggingar 1,2 milljónum króna, þar aff eru tvö hundruð þúsund til tryggingar því að „Bunny" komi foingað ef hann verður fundinn sekur að dómi 'Hœstaréttar. SIGHVATUR EINARSSON & CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 Jón Grétar Sigurðsson héraSsdómslögmaður Austurstræti 6. Sími 18783. RÁDSKONA Ung kona með 3 börn ósk- ar að komast sem ráðskona á gott sveitaheimili á Fljóts dalshéraði í sumar, er vön sveitavinnu. Upplýsingar í síma 83 Egilsstöðum og 5?082 Hafnarfirði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.