Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 20

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 15. nóvember 1984 Frelsi og jafnrétti er aðeins í móðurkviði Oriana Fallaci Bókartitill: Bréf til barns, sem al- drei fæddist. Höfundur: Oriana Fallaci. Þýðandi: Halldór Þorsteinsson. Útgefandi: Almenna Bókafélagið, 1984. Lengd: 159 bls. ítalski rithöfundurinn Oriana Fallaci er skrásetjari nokkurra bóka, sem hafa vakið mikla athygli. Þekktastar eru tvær bækur hennar, skáldsagan „Maður“, sem segir frá Gríska andófsmanninum Alexand- er Panagoulis, en hann og Fallaci bjuggu saman á lokaskeiði ævi hans. Þetta var undir lok herfor- ingjastjórnarinnar í Grikklandi og var Panagoulis myrtur af öfgasinn- uðum hægri mönnum. Sá atburður hafði það í för með sér að herfor- ingjastjórnin missti endanlega ítök sín og varð að fara frá. Strax í lif- anda lífi var Panagoulis orðinn að þjóðsagnapersónu, en við dauða hans er hann gerður að þjóðhetju og af mörgum tekinn nánast í guða- tölu. í bók sinni tekur Fallaci manninn, sem hún elskaði, niður af stallinum og veitir okkur innsýn í líf einstaklings, sem neitar að láta draga sig í dilk, hvorki af einhverri hugsjónastefnu, né duttlungum tækifærissinnaða stjórnmála- manna. Þetta er einmana maður, sem vegna réttlætiskenndar sinnar berst fyrir frelsi og er myrtur vegna þeirrar baráttu sinnar. Fallaci er fleira til lista lagt en yrkja stórbrotna sögu um manninn, sem hún elskaði. Áður en hún réðst í það stórvirki var hún orðin heims- kunn fyrir viðtöl sín við þá einstak- linga, sem stöðugt prýða forsíður heimsfréttanna, eins og t.d. Henry Kissinger. Þessum viðtötum hefur hún safnað saman í eina bók, sem hún hefur nefnt „Viðtöl við sög- una“. Það var reynar undir þessum kringumstæðum, sem hún kynntist Panagoulis. Hún var mætt til að taka viðtal við hann þegar honum var sleppt úr fangelsi herforingja- stjórnarinnar, eftir að hafa setið inni í tvö ár, kvalinn og pyntaður af fastistunum, vegna meints morðtil- ræðis við einræðisherrann George Papadopoulos. Nú hefur Halldór Þorsteinsson þýtt bókina „Bréf til barns sem aldrei fæddist“ og Almenna Bóka- félagið gefið hana út. Þessi bók er ekki mikil umleikis, en þess meira felst undir yfirborði hennar. Þó miklu fleira sundri mönnun- um en sameini þá er þó tvennt sem flestir eiga sameiginlegt: að fæðast og deyja. Þessi bók Fallaci fjallar um undantekninguna frá þessari reglu, hún er bréf til barns sem deyr áður en það fæðist. Þetta barn er þrátt fyrir það ekki síður raunveru- legt og gætt eigin persónuleika, en þau börn, sem getin eru í heiminn : og fá að takast á við lífið áður en þau hverfa aftur á braut. Eins og titillinn segir til um, þá er bókin byggð upp sem bréf. Bréf konu til lífs sem hefur kviknað í móðurlífi hennar, án þess að það hafi verið ráðgert. Umhverfið er mjög andsnúið þeim tveim. Hún er einstæð og at- vinnuframa hennar er ógnað. Það er sama við hvern rætt er, öllum finnst hið mesta glapræði af henni að ætla að fæða af sér þetta líf. Fað- irinn ráðleggur fóstureyðingu, sama er að segja um bestu vinkon- una og atvinnurekanda hennar. Öll- um virðist vera i nöp við að hún leyfi málunum að þróast á eðlilegan hátt. Kemur kannski ekki mikið á óvart, því með því er hún að storka siðareglum samfélagsins. Þó at- burðir þessir gerist á tuttugustu öld- inni þá gerast þeir í samfélagi, sem lítur á það sem einn af annmörkum konunnar að hún gangi með fóstur og fæði af sér líf. Það eru bara for- eldrar hennar, fulltrúar gömlu kyn- slóðarinnar, sem eru reiðubúin að leggja blessun sína yfir ákvarðanir hennar. Bókin er eintal konunnar við fóstrið. í gegnum þetta eintal fylgj- umst við með þróun fóstursins. Bókin hefst á þriðju viku fósturs- ins. Þá gerir móðirin sér grein fyrir því hvað gerst hefur og strax þá ákveður hún að ganga með barnið og fæða það. Eins og fyrr sagði eru ekki allir á eitt sáttir með þessa ákvörðun hennar og sjálf á hún í miklu sálar- stríði út af henni. Lesandinn fær að fylgjast með þessu sálarstríði mjög náið og er Fallaci ákaflega opinská um dýpstu hugrenningar sínar. Snerta þær hugrenningar lesand- ann stundum óþyrmilega og heimta það af honum að hann taki afstöðu til mála, sem hann oftast reynir að leiða hjá sér. Hún færir fram rök með og á móti því að fæða af sér líf, og dregur upp dökka mynd af því lífi, sem barnið á fyrir höndum hvort sem það reynist karlkyns eða kvenkyns. Hún dregur upp kosti og galla þess að vera kona. Þó að heimurinn sé veröld karlmannsins, og allar hetjur sögunnar séu karlmenn, allt frá Prómeteusi sem beislaði eldinn til „þessa Jesú, sem þeir kölluðu son föðurins og Heilags anda, alveg eins og konan sem ól hann af sér hefði verið útungunarvél eða fóstra“, þá kemst hún samt að þeirri niðurstöðu að jafnvel þó konan bíði næstum alltaf lægri hlut á hún samt ekki að láta hugfallast. „Að berjast er miklu skemmtilegra en að sigra, að ferðast miklu skemmti- legra en að komast á leiðarenda". En hún segist líka verða sátt við að barnið fæðist karlmaður. „Og ef til vill enn glaðari vegna þess að þá yrði þér hlíft við svo mikilli niður- lægingu, svo mikilli kúgun og svo miklum svívirðingum". En hvers kyns sem barnið reynist vera, þá er það fyrir öllu að það er manneskja. Fallaci er ekkert að skafa utan af hlutunum þegar hún leggur barn- inu strax á fyrstu vikum meðgöng- unnar lífsreglurnar: „Ég mun að- eins biðja þig að njóta vel krafta- verksins að vera fæddur og gefast aldrei upp fyrir ragmennsku. Það er skepna, sem situr alltaf um mann, ragmennskan. Hún leitar á mann á hverjum degi og það eru fáir, sem láta hana ekki rífa sig í sig“. Þó að orð þessi séu stíluð til barnsins, er hún ekki síður að tala við sjálfa sig, telja kjark í sig og sannfæra sig um að hún breyti rétt, og í þriðja Iagi talar hún til lesandans og krefst þess að hann svari sjálfum sér þess- ari samviskuspurningu því hver hef- ur ekki látið undan ragmennsku i „nafni forsjálni, í nafni hentisemi og stundum skynsemi". Á þessum nótum mjakast bókin áfram eins og meðganga. Við fylgj- umst með þroska fóstursins og þönkum móðurinnar. Jafnframt fáum við nasasjón af fólkinu um- hverfis hana. Þær persónur verða þó aldrei mjög skýrar, heldur eru þær mótaðar af skoðunum bréfrit- ara. Faðir barnsins verður einna eft- irminnilegastur af þessum persón- um og er honum lýst sem hálfgerðu dusilmenni, þó hún fyrirgefi hon- um þegar líður á frásögnina. Fyrstu viðbrögð hans þegar hann fréttir að konan er þunguð eftir hann, eru þau að hann heimtar að hún láti eyða fóstrinu. Þar sem hún hefur ákveðið að ganga með barnið bregst hún hin versta við og þó svo honum snúist hugur og hann reyni að bæta fyrir afglöp sín er hún alls ekki tilbúin að fyrirgefa honum. Það er ekki fyrr en undir lok bókar- innar, þegar hún hefur misst fóstrið að hún virðist taka hann í sátt: „E.t.v. hringi ég í pabba þinn eða eir.hvern annan og sef hjá honum í kvöld. Ég er búinn að fá nóg af þessu skírlífi". Aðrar persónur bókarinnar skipta minna máli, það eru læknar, atvinnurekandi, vinkona og for- eldrar hennar. Persónur þessar koma ljósast fram í draumi, sem hana dreymir eftir að hún hefur fengið staðfestingu á fósturlátinu. Þar eru haldin réttarhöld yfir henni og þessar persónur mæta þar til að vitna í málinu. Átti hún sjálf sök á því að fóstrið andaðist eða er orsak- arinnar að leita annarsstaðar. Við því eru engin svör gefin.Þau skipta ekki máli. Það sem er aðalatriðið í þessum draumi er afstaða fólksins, sem að einhverju leyti speglar skoð- anir samfélagsins. Til að útskýra mannlífið fyrir barninu grípur móðirin til þess ráðs að segja dæmisögur um sjálfa sig í þriðju persónu. „Það var einusinni stúlka, sem trúði á ókomna tíma“. Allir reyndu að sannfæra hana um að ókomnar stundir séu betri. Presturinn með himnaríki, kennar- arnir með því að mannkynið sé á framfarabraut og faðir hennar með því að réttlætið muni sigra að lok- um. Með biturri reynslu lærist henni að þetta er blekking: „heim- urinn breytist en er samt alltaf sam- ur við sig“. Þessi dæmisaga er að mínu mati hápunktur bókarinnar. í henni er hörkulegt mannlífið Iátið tala sínu máli án þess að dómur sé felldur, það er lesandanum eftirlátið. Sömu sögu er að segja um stúlkuna, sem fékk ógeð á súkkulaði þó hún vissi ekkert betra en súkkulaði, þegar hún sá sælgætinu rigna yfir þá, sem ökki höfðu þörf fyrir það. Eins og sjá má í þessu er höfundi mikið niðri fyrir. Hún er að berjast fyrir réttlæti og fer ekki leynt með það og hún er málsvari jafnréttis og frelsis, þó hún viðurkenni að frelsi og jafnrétti sé aðeins til í móður- kviði. Þrátt fyrir það verður bókin aldrei þurr aflestrar, til þess er Fall- Frh. á bls. 22

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.