Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 15.11.1984, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 15. nóvember 1984 23 Dalalíf 7 leikur. Þessi gerðarlegi kvenmaður birtist í pardusfeldi, berleggjaður, ríðandi berbakt í hlaðið. Fyrri hluti kvikmyndarinnar er byggður upp á bröndurum í kring- um óburðuga búskaparhætti pilt- anna úr borginni. I sum atriðin er farið að slá í af elli, en þó er hægt að brosa að einstaka uppátækjum félaganna, enda eru þeir Eggert og Karl Ágúst sæmilega sjóaðir í hlut- verkum sínum. Þegar búið er að af- greiða búpeninginn með nokkrum vel völdum atriðum er tekið á það ráð að senda þá sveina og Katrínu á ball í bænum. Heldur dettur hraði myndarinn- ar niður þegar dansarar reika í Óð- ali. Ballferð þessi er þó ekki til einskis, því Þór hittir lifsleiðan kaupsýslumann, sem elskar fjósa- lykt. I love it, hrópar hann í sífellu og þau orð geri ég að rnínunt unt túlkun Sigurðar Sigurjónssonar á kaupsýslumanninum. Hann bregst ekki frekar en fyrri daginn. Eins og alþjóð veit fá íslendingar helst geníal hugmyndir við skál á börum og svo er um Þór. Hann ákveöur að efna til dalalífsviku á bóndabænum og bjóða þangað borgarbúum í fjósavinnu gegn álit- legri þóknun. Ekki ætla ég að rekja söguna lengra, en þetta endar vitan- lega með ntikilli Miðsumarsgleði og hápunktur hátíðarinar er þegar Hallbjörn Hjartarson ríður syngj- andi inn á sviðið. NÚ líður mér vel! Dalalíf er langt frá því að vera vel heppnuð gamanmynd. Hún þjónar þó sínum tilgangi, að stytta landan- um stundir og lokka fram brosvipr- ur í þjakaðar ásjónur hans, nú á þessum haustdögum, þegar þorri landsmanna horfir fram á að þurfa að nærast á skuldasúpu í hvert mál. Leikarar komast misvel frá sínum hlutverkum. Um frammistöðu þeirra Eggerts, Karls Úlfars og Sig- urðar Sigurjónssonar þarf ekki að fjölyrða meir en þegar hefur verið gert, allir þrír eru gæddir þeirn fá- gæta eiginleika að geta Iyft brún- inni á forhertustu skrifstofublók. Guðmundur Ingi Kristjánsson leik- ur upprennandi stjórnmálamann, sem hefur skráð sig sem þátttak- anda í Dalalífsvikunni, til að kynn- ast bústörfum áður en hann býður sig fram í sveitinni. Æfir hann mælskulist yfir kálfunum í fjósinu og ferst Guðmundi hlutverkið álíka vel úr hendi og þegar hann kynnir sjónvarpsefni næstu viku i im- bakassanum. Hvað tæknilegu vinnuna áhrærir eru margir agnúar á henni, sérstak- lega á hljóðinu en það vildi brenna við á stundum að undirritaður átti í erfiðleikum með að greina orða- skil. Einnig gerðist það að skerpan í myndinni var slæm, hvort sem þar var um vanrækslu sýningarstjórans að kenna á þessari einu sýningu eða glöpum kvikmyndatökumannsins. Dalalíf er ekkert stórvirki, heldur er henni ætlað að vera smá spé- spegill á ákveðna þætti í íslensku þjóðarsálinni. Hefði mátt vera meiri broddur í háðinu, því land- búnaðarmál Islendinga eru með slíkum eindæmum að ekki þarf að hnika til miklu, svo úr verði drep- fyndinn farsi. I aðalhlutverkum yrðu þá ýmis ráð, nefndir og stjórn- ir í Reykjavík en sjálfir bændurnir léku aukahlutverk. Sáf FJDLBRAt/TASXÚLIM BKiBHOUl FRÁ F JÖLBRAUTA- SKÖLANUM BREIÐHOLTI Umsóknir um skólavist í Dagskóla F.B. á vorönn 1985 skulu hafa borist skrifstofu skólans Austur- bergi 5 fyrir 1. desember næstkomandi. Nýjar umsóknir um Kvöldskóla F.B. (öldunga- deild) á vorönn 1985 skulu berast skrifstofu skól- ans fyrir sama tíma. Staðfesta skal fyrri umsóknir væntanlegra ný- nema með símskeyti eöa símtali viö skrifstofu F.B. sími 75600. Skólameistari. MIÐ BJOÐUhN METRINU BYRGINN' ItniDGESTOIIE Sagt er að allir tali um veðrið, en enginn geri neitt í því.Við hjá BRIDGESTONEget- um að vísu ekki gert neitt við veðrinu, en við bjóðum stóraukið öryggi i vetrarakstri með hinum heimsþekktu ÍSGRIP vetrar- hjólbörðum. ÍSGRIP hjólbarðarnir eru úr sérstakri gúmmíblöndu, sem harðnar ekki í kuldum, þeir haldast mjúkir og gefa því einstaklega góða spyrnu í snjó og hálku. Tryggðu öryggi þitt og þinna í vet- ur, keyptu BRIDGESTONE ÍSGRIP undir bíhnn — þeir fást hjá hjólbarðasölum um land allt. Sérlega hagstætt verð. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 ISGRIP TRYGGING BEGN VBWB&GU Á sex mánaða fresti er óhreyfð innstæða borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga með 6.5% vöxtum og hagstæðari kjörin látin gilda. Slík trygginger sérstaklega mikilvæg í ótryggu ástandi þjóðmála. Sparisjóðurinn í Keflavík, — Sparisjóður Kópavogs, — Sparisjóður Mýrasýslu, — Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, — Sparisjóður vélstjóra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.