Alþýðublaðið - 22.11.1984, Blaðsíða 1
Fólk streymir í Alþýðuflokkinn
„Mér líst vel á hina nýju stjórn flokkinn í kjölfar 42. flokksþings- hafa 43 einstaklingar skráð sig í AI-
flokksins, þetta er fólk sem er lík- ins um síöustu helgi. þýðuflokkinn í þessari viku og enn
legt til að gera góða hluti. Ég vil er fólk að bætast við. Á-skrifstof-
ganga í flokkinn" sagði ein kona áf Það er ekki ofsögum sagt að mik- unni hefur verið stöðugur straumur
fjölmörgum einstaklingum sem ið hefur verið að gera á skrifstofu af fólki og síminn hefur vart stöðv-
hafa gengið til liðs við Alþýðu- Alþýðuflokksins nú í vikunni. Alls ast.
Jón Baldvin Hannibalsson á vinnustaðafundi:
Héðinsstemmning í Sundahöfn
Jón Baldvin Hannibalsson hélt í
hádeginu í gær sinn fyrsta vinnu-
staðafund, sem formaður Alþýðu-
flokksins. Fundurinn var haldinn í
matsalnum í Sundahöfn. Hlýddu
hafnarverkamenn á ræðu Jóns
Baldvins og komu svo með fyrir-
spurnir.
Jón Baldvin byrjaði ræðu sína
með því að tala um þingsályktunar-
tillögu, sem hann ásamt öðrum
þingmönnum Alþýðuflokksins,
hefur flutt um stighækkandi eigna-
skattsauka til tveggja ára. Hafði til-
lögunni verið útbýtt meðal fundar-
gesta og einnig ljósriti úr NT um
huldumanninn tekjulausa, sem á
eignir upp á 35 milljónir. Sagði Jón
Baldvin að þessi tillaga myndi færa
ríkissjóði 1.5 milljarða'á þessum
tveim árum.
Þarna er verið að tala um eigna-
skatt á stóreignafólk, hulduherinn,
sem talað var um í frétt NT. Flestir
af þessum mönnum komust í álnir
á þeim árum, sem lán voru ekki
verðtryggð og verðbólgan sá um að
greiða niður. Lánin voru því sama-
sem gefins. Með þessu frumvarpi er
verið að skattleggja verðbólgugróð-
Tillaga alþýöuflokksmanna
um stighœkkandi eignaskatt:
Stóreigendur
létti á hús-
næðisvandanum
Meginhugmynd flutningsmanna
þingsályktunartillögu um stig-
hækkandi eignarskattsauka til
tveggja ára er sú, að í stað sömu
prósentuálagningar skattsins, án
tillits til eignarskattsstofns og eign-
arfjárhæðar, skuli álagningin vera
stighækkandi eftir því sem eignar-
skattsstofn og fjárhæð eignar fer
hækkandi.
Jón Baldvin Hannibalsson og
fleiri þingmenn Alþýðuflokksins
hafa lagt fyrir Alþingi þingsálykt-
unartillögu, sem meðal annars felur
í sér að af eignarskattsstofni yfir
780 þúsund kr. skuli greiða 0.95%,
þó þannig að skatturinn fari stig-
hækkandi eftir því sem stofninn
vex. Við það er miðað að skattbyrði
eignarskatts fjölskyldu með meðal-
tekjur, eigin íbúð og bifreið, hækki
ekki frá því sem er, að eignarskatts-
tekjur ríkissjóðs þrefaldist að
minnsta kosti og að þessi nýi skatt-
stofn komi í stað niðurfellingar
tekjuskatts á launþega.
Það er ætlun flutningsmanna að
nýjum tekjum ríkissjóðs af þessum
skattstofni verði, a.m.k. að hluta til,
varið til að stórauka framlög ríkis-
sjóðs til byggingarsjóða ríkisins og
Framhald á bls. 2
Jón Baldvin Hannibalsson, á vinnustaðafundi íSundahöfn: „Hér eru tillögur Alþýðuflokksins um nýskipan
skattamálanna. Nú er það ykkar að gera upp hug ykkar, hvort þið viljið stuðla að þessum breytingum.“
ann. Það hefur komið í ljós að 2%
einstaklinga í landinu eiga eignir
upp á 600 milljónir króna, sem þeir
hafa fengið gefins og borga enga
skatta af. Nú er röðin komin að
þeim að borga.
í tali Jóns Baldvins kom fram að
þarna liggja peningarnir í þjóðfé-
laginu, hjá þessu fólki, sem greiðir
yfirleitt lægri skatta og útsvar, en
verkamennirnir, sem hann var að
tala við. Að mati hans er þarna líka
ástæðan fyrir því hvers vegna ekki
er hægt að greiða launþegum
mannsæmandi laun, einnig felst í
þessu skýringin á því hvers vegna
launþegar bera allar byrðarnar.
Ástæðan fyrir þessu er auðvitað sú
að skattakerfið er meingallað.
Sagði Jón Baldvin að Alþýðu-
flokkurinn hefði, á þessu Alþingi,
lagt fram þrjár tillögur til að leið-
rétta óréttlátt skattakerfið. I fyrsta
lagi væri það tillagan um að afnema
tekjuskatt á launþega með laun upp
að 35 þúsund krónum á mánuði. í
öðru lagi eignarskattsmálið, sem
hann hafði þegar reifað. Og í þriðja
lagi væri það söluskatturinn, en þar
er 4 milljörðum stolið árlega. Væru
u’ndanþágur frá söluskatti afnumd-
ar myndi það skila 8 milljörðum í
ríkissjóð og þar sem þetta hefði
með sér einföldun á kerfinu kæmu
auk þess 4 milljarðar til viðbótar í
ríkiskassann. Samtals gerir þetta 12
milljarði og það munar um minna.
Þessi einföldun á kerfinu hefði það
í för með sér að söluskattur lækk-
aði úr 23,5% í 12% á vöru og þjón-
ustu. Auk þess felst í tillögunni að
þetta yrði tekið af vörunni strax við
tollafgreiðslu og verður ekki hægt
að svíkja undan söluskatti.
Með þessum tillögum Alþýðu-
flokksins vinnst þrennt; skattsvik
verða upprætt, unnt verður að
greiða mannsæmandi laun auk þess
sem þarna kemur skýrt fram að
meirihluti landsmanna hefur ekki
lifað um efni fram.
Sagði Jón Baldvin að Alþýðu-
flokkurinn væri flokkur með raun-
hæfar, róttækar tillögur í skatta-
málunum og núna væri það al-
mennings að skoða þessar tillögur
og gera upp hug sinn um hvort hann
sé reiðubúinn að veita þessum til-
lögum brautargengi.
Að lokum ræddi hann um gengis-
fellinguna, þar sem hann sagði að
ríkisstjórnin hefði tekið á einu
bretti það sem áunnist hefði í kjara-
baráttu launafólks nú í haust og
meira en það. Fordæmdi Jón Bald-
Framhald á bls. 2
Alþýðublaðið og
útgáfumál flokksins
Útgáfumál Alþýðuflokksins
hafa talsvert verið í brennidepli síð-
ustu daga. Sérstaka athygli vakti
yfirlýsing Jóns Baldvins Hanni-
balssonar nýkjörins formanns
flokksins um að hann væri þeirrar
skoðunar að leggja bæri niður Al-
þýðublaðið sem dagblað en huga
bæri fremur að annarri og fjöl-
breyttari útgáfustarfsemi.
Þessi viðhorf Jóns Baldvins eru
ekki ný af nálinni. Bæði hann og
flestir aðrir flokksmenn hafa haft
af því áhyggjur að rödd flokksins
hefur ekki náð að heyrast nægilega
víða. Og umfang og útbreiðsla Al-
þýðublaðsins er ekki mikil; áskriftir
3500 talsins.
Það er hins vegar rétt að árétta
það til að forðast misskilning í þess-
um efnum, að hvorki formaður Al-
þýðuflokksins né nokkur annar
jafnaðarmaður velkist í vafa um
nauðsyn þess að stjórnmálaflokkur
á borð við Alþýðuflokkinn hafi þau
tæki undir höndum, sem duga til að
koma málflutningi og stefnumið-
um jafnaðarmanna á framfæri við
sem flesta kjósendur.
Umræðan um uppstokkun og
eflingu útgáfustarfs Alþýðuflokks-
ins er ekki ný af nálinni. Hún hefur
verið í gangi í flokknum um langt
árabil. Og um það eru ekki skiptar
skoðanir að með örri fjölmiðla-
þróun og nýjum möguleikum á
þeim sviðum er nauðsynlegt að
hafa augun hjá sér, vera vakandi
fyrir nýjum möguleikum sem bjóð-
ast varðandi upplýsingamiðlun og
boðskipti, flokks og kjósenda.
Alþýðublaðið hefur komið út
sem dagblað í 65 ár. I rekstri þess
hafa skipst á skin og skúrir. Blaðið
hefur aldrei átt upp á pallborðið hjá
fjármagnseigendum í landinu og
auglýsingatekjur því stundum verið
hverfandi; því hafa fylgt á stundum
gífurlegir fjárhagserfiðleikar í
rekstri. Eftir nokkur erfið ár hvað
fjárhagsmálin varðar, hefur nú tek-
ist með hjálp dyggra flokksmanna
að snúa vörn í sókn í þeim efnum;
fjárhagsstaða Alþýðublaðsins er
um þessar mundir ágæt.
Undir þær raddir skal hér tekið
að lifandi flokkur á ekki að binda
sig við gamlar hefðir í of ríkum
mæli. Það er því ekki rétt fyrir Al-
þýðuflokkinn að halda dagútgáfu
Alþýðublaðsins áfram aðeins vegna
þess að blaðið hefur verið sverð og
skjöldur jafnaðarstefnunnar um 65
ára skeið, heldur á að meta hlutverk
blaðsins og tilgang á kaldan og
raunsæjan hátt. Alþýðublaðið á að
leggja niður í núverandi formi, ef
fyrir liggja raunhæfir og fram-
kvæmanlegir valkostir um aðra
tegund útgáfustarfsemi, —ekki síst
frá fjárhagslegu sjónarmiði— sem
ekki er síðri en dagblaðaútgáfa.
Það er mergur málsins.
Mikilvægasta hlutverk Alþýðu-
blaðsins í dag er að það er tengilið-
ur milli flokksforystu og flokks-
fólks. Eitt er víst að Alþýðuflokks-
fólk fær ekki upplýsingar um mál-
flutning þingmanna flokksins,
ákvarðanir flokksforystu, nýjustu
tíðindi af innanflokksmálum,
fundarboð og fl. og fl. úr öðrum
fjölmiðlum í landinu. Þetta eitt
réttlætir ekki útgáfu Alþýðublaðs-
ins sem dagblaðs, en rétt er að van-
meta þó ekki þennan þátt málsins.
Ákvarðanir í Alþýðuflokknum
varðandi útgáfumálin á ekki að
taka á neinum tilfinningagrunni.
Málið snýst ekki um persónur, né
heldur fortíðina; sögu blaðsins.
Nýjar hugmyndir á að virða, skoða
ofan í kjölinn og taka ákvarðanir
sem síðan verður staðið á og að
þeim unnið af krafti.
Hugmyndir um útgáfumiðstöð
jafnaðarmanna, sem Jón Baldvin
Hannibalsson hefur viðrað, hafa
komið upp áður. Þær eru um margt
skynsamlegar. Hvort Alþýðublaðið
sem dagblað eða vikublað myndi
styrkja tilvist slíkrar útgáfumið-
stöðvar verður að vega og meta.
Alþýðublaðið hefur á þessu ári
komið út að jafnaði mánaðarlega í
25 þúsund eintökum og þá 24-32
síður að stærð. Þessum blöðum
hefur verið dreift endurgjaldslaust
vítt og breitt. Slíkri útgáfu ber að
halda áfram.
Vert er að minna á, að tilraunir hafa
verið gerðar í hópi jafnaðarmanna
um útgáfu á sterku og öflugu síð-
degisblaði jafnaðarmanna, en án
atbeina Alþýðuflokks eða annarra
stjórnmálaflokka. Þessar merku
tilraunir áhugamanna hafa enn
ekki gengið upp, en vilji er víða í
hópi félagshyggjufólks úr mörgum
flokkum, að taka saman höndum
um slíka útgáfustarfsemi, sem geti
á myndarlegan hátt spornað við því
ægivaldi sem hægri pressan hefur á
íslenskum dagblaðamarkaði.
Einnig hefuroft borið á góma að
nauðsynlegt sé að skoða ofan í kjöl-
inn nánara samstarf Blaðaprents-
blaðanna svokölluðu, Þjóðviljans,
NT og Alþýðublaðsins, því reynslan
hafi sýnt að ekkert þessara blaða
geti eitt út af fyrir sig náð þeirri
stöðu á markaðnum að ógnarveldi
hins tvíhöfða þurs, Morgunblaðs-
ins og DV. Ekki er ástæða til að
leggja þær hugmyndir á hilluna.
Allt þetta og langtum fleira eiga
jafnaðarmenn að hafa í huga, þeg-
ar vöngum er velt yfir útgáfumálum
jafnaðarmanna og hvernig megi
með bestum hætti koma málflutn-
ingi þeirra á framfæri við þjóðina.
Alþýðublaðið er ekkert heilagt
vé, sem ekki má við hrófla, þótt
margir Alþýðuflokksmenn tengist
' Framhald á bls. 3