Alþýðublaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 1
Búsetamálið.
Fimmtudagur 24. janúar 1985 16. tbl. 66. árg.
Jón Baldvin eftir Norðurlandaferð sína:
Margt að læra
af Færeyingum
Jón efndi tii fundahalda
með íslendingum í Osló og
Kaupmannahöfn.
Lak Árni í Moggann?:
„Fáránlegt“
— segir Árni Johnsen
„Ég vil ekki tjá mig um þetta. Þetta
er f'áránlegt," sagði Árni Johnsen
þingmaður og blaðamaður í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær, að-
spurður um hvort rétt væri sem
menn hefðu leitt getum að, að það
væri hann sem hefði „lekið“ trún-
aðarmáli forsætisráðherra í
Morgunblaðið.
Málgögn stjórnarflokkanna hafa
undanfarið slegið upp með stórum
fyrirsögnum að trúnaðarbrestur
hafi orðið meðal stjórnarflokk-
anna vegna þess að einhver úr þing-
liði sjálfstæðismanna hafi lekið í
Moggann plaggi frá forsætisráð-
herra sem vandlega var merkt sem
trúnaðarmál. Ýmsir viðmælendur
Alþýðublaðsins töldu ekki ólíklegt
að Arni Johnsen væri lekinn, enda
tengls hans við Moggann greinileg,
hann væri þar blaðamaður í hluta-
starfi meðfram þingstörfum sínum.
En Árni segir þessar sögusagnir
fáránlegar og vill ekki tjá sig nánar
um þetta. En úr því við vorum í
sambandi við Árna notuðum við
tækifærið og inntum hann eftir því
hvort hann væri einn þeirra sem
vildu Þorstein Pálsson, formann
Sjálfstæðisflokksins, inn í ríkis-
stjórnina. „Ég vil ekki tjá mig um
það,“ sagði Árni.
„Langsamlega gagnlegasti þáttur
þessarar ferðar var heimsóknin til
Færeyja, þar sem ég var í þrjá daga
í boði jafnaðarmanna þar. Þar fékk
ég ýmsar mjög gagnlegar og fróð-
legar upplýsingar um sjávarútvegs-
mál, efnahagsmál og lífskjör Fær-
eyinga. Síðastliðin 10 ár hafa orðið
mikil umskipti til hins betra þar á
meðan allt hefur verið á niðurleið á
íslandi. Laun í Færeyjum eru allt að
þrefalt hærri en á Islandi, verðlag
miklu lægra og útkoman er svo
mun betri lífskjör"
Svo mælti Jón Baldvin Hanni-
balsson, formaður Alþýðuflokks-
ins, í samtali við Alþýðublaðið, en
Jón er nýkominn úr Norðurlanda-
ferð. Á fimmtudag og föstudag í
síðustu viku komu saman til fundar
í Osló forystumenn jafnaðar-
mannaflokkanna á Norðurlöndun-
um ásamt forystumönnum verka-
lýðshreyfinga er jafnaðarmenn
veita forystu. Fundurinn stóð í tvo
daga og sátu hann milli 60 og 70
manns. Aðalefni fundarins var
stefnuyfirlýsing nefndar um efna-
hagsstefnu jafnaðarmanna á Norð-
urlöndunum og þá sérstaklega
gagnvart kreppu velferðarríkisins,
sókn hægri aflanna og lausn at-
Framh. á bls. 2
Jón og Kjartan
í Hlégarði
Jón Baldvin Hannibalsson og
Kjartan Jóhannsson eru frum-
mælendur á opnum fundi Al-
þýðuflokksins, sem haldinn
verður í Hlégarði, Mosfellssveit,
í kvöld og hefst kl. 20.30. —
Mætum öll.
Halldór Blöndal vill
stoppa Búseta
Ekki virðast málefni Búseta vera
alveg úr sögunni, þó Alexander
Stefánsson, félagsmálaráðherra,
hafi gefið húsnæðissamvinnufélag-
inu grænt Ijós á lán úr Byggingar-
sjóði verkamanna, því nú hefur
Halldór Blöndal risið upp á aftur-
fæturna og úthrópað að slíkt leyfi
sé brot á samkomulagi stjórnar-
flokkanna.
Einsog menn muna eflaust, þá
var það Halldór, sem hvað harðast
barðist gegn því að Búseti fengi rétt
sinn viðurkenndan á Alþingi sl. vor.
Þ.eirri baráttu lauk með því að lög
voru samþykkt, sem áttu að útiloka
húsnæðissamvinnufélög frá þess-
um lánamöguleika. í lögunum var
þó gert ráð fyrir að þeir sem byggðu
fyrir námsmenn. öryrkja og aldr-
aða, ættu rétt á lánum. Þetta not-
færði Búseti sér, enda mun stór
hluti félagsmanna Búseta tilheyra
þessum hópi.
Þótt þetta sé í lögum, virðist það
ekki nægja Halldóri Blöndal, því
að hans sögn er eitthvað til sem kall-
ast samkomulag milli stjórnar-
flokkanna, þó flestir þegnar lands-
ins eigi nú erfitt með að koma auga
á það, og þetta samkomulag, sem
ekki er einusinni til skriflegt, virðist
hafið yfir lög landsins og máttugra
stjórnsýslutæki en þau, séu orð
Halldórs tekin alvarlega.
í DV í gær segir Halldór Élöndal
orðrétt: „Það kemur mér á óvart ef
félagsmálaráðherra er ekki maður
til að standa við það samkomulag,
sem gert var. Svo virðist sem Alex-
ander sé orðinn þreyttur. Húsnæð-
ismálin hafa farið úr böndunum og
hann hefur ekki lengur þrek til að
standa í ístaðinu og mæta þeim erf-
iðleikum sem við blasa í þjóðfélag-
inu. Tveir stjórnmálaflokkar geta
ekki unnið saman á heilbrigðum
Framh. á bls. 2
Könnun
hjá HP.
Helgarpósturinn hefur látið
framkvæmda skoðanakönn-
un og mun blaðið birta nið-
urstöður hennar í dag.
Verður fróðlegt að sjá niður-
stöðurnar, sérstaklega í Ijósi
þeirra hræringa sem átt hafa
sér stað á stjórnmálasviðinu
undanfarnar vikur.
TIL UMHUGSUNAR
Hver fékk viský-
flöskuna góðu?
Nú berast fregnir af því að sjálfstæðismanna hafa laumað Eru þá eftir 16 þingme
Indverjar séu niðurbrotnir margir
hverjir vegna siðferðisskorts
meðal embættismanna í æðstu
trúnaðarstöðum. Þar séu ríkis-
leyndarmálin seld fyrir allt niður í
eina viskýflösku og hlýtur það að
teljast sæmileg útsala.En bagaleg
fyrir Indverja.
Morgunblaðið greinir frá þessu
á forsíðu í gær. Og í Staksteinum
— þar sem fasistarnir fá inni — er
tækifærið notað og ferð Ólafs
Ragnars Grímssonar til Indlands
skeytt saman við handtöku njósn-
ara og útsendara erlendra ríkja
þar í landi. En Mogginn þarf ekki
að leita langt yfir skammt. „Ríkis-
leyndarmál” og trúnaðarmál
önnur eru víðar seld fyrir lítið og
jafnvel gefin. T.d. á íslandi, því nú
hefur sem sé komið í ljós að ein-
hver eða einhverjir úr þingflokki
trúnaðarmáli forsætisráðherra til
Moggans síns. Væntanlega „þykir
mörgum sjálfstæðismönnum
málið hið skammarlegasta fyrir
flokkinn og sýna ótrúlega mikinn
siðferðisskort. Ljóst sé, að
trúnaðarmálin hafi verið sem á
útsölu og flokksmenn í æðstu
trúnaðarstöðum jafnvel selt þau
fyrir . . “ hvað eigum við að
segja? Eina viskýflösku?
Geir Hallgrímsson er að vonum
miður sín í rabbi við NT um þessi
mál og segist ekkert skilja í því
hvernig trúnaðarmálið hefur lek-
ið í Moggann sinn. Og Steingrím-
ur Hermannsson forsætisráð-
herra er harðorður: Þingflokki
Sjálfstæðisflokksins er ekki
treystandi fyrir neinu plaggi. En
hann segist þó treysta Þorsteini og
ráðherrum sjálfstæðismanna.
þingmenn ef með
er talinn hinn óháði og frjálsi. Nú
er von að menn spyrji: Hvaða
þingmaður eða hvaða þingmenn
urðu sér úti um viskýílösku hjá
Mogganum og sýndu af sér slíkan
siðferðisskort? Var þeirra á meðal
Árni Johnsen, sem heita má
blaðamaður á Mogganum? Hann
segir slíkt fáranlegt. Eða Eggert
Haukdal, sem oft hefur verið
kenndur við hrossakaup? Eða
Friðrik Sophusson, sem talinn er
vilja stjórnina frá hið fyrsta?
Augun beinast að öllum þing-
flokknum og allir eru grunaðir.
Hver fékk viskýflöskuna góðu?
Skyldi það hafa verið White horse
viský, sem heildverslun Alberts
Guðmundssonar hefur umboð
fyrir? Eða jafnvel önnur tegund:
Campari, sem Björn Thors,
blaðamaður á Morgunblaðinu, er
umboðsmaður fyrir?
Jónas Bjamason, framkvœmdastjóri FÍB:
Kostar 150 þúsund
á ári að reka bíl
„Bensínhœkk-
unin kemur
mönnum
spánskt fyrir
sjónir“
Það hefur varla farið fram hjá
neinum að olíufélögin óska eftir
að fá að hækka olíuverðið. Hafa
þau farið fram á að fá að hækka
bensínverðið um ein 6°/o, gasolíu
um 16*% og svartolíu um 21%.
Samt eru ekki nema tveir mánuðir
síðan olíuverðið hækkaði umtals-
vert, bensínið um 13,6% gasolíu
um 20,2% og svartolían 28,4%.
Þá fóru olíufélögin reyndar fram
á mun meiri hækkun og virðast
þau vera að reyna að ná fram mis-
muninum með hækkunarbeiðni
sinni nú.
Þegar síðasta hækkun náði
fram að ganga var áætlað að hún
kostaði útgerðina einar 400 millj-
ónir króna á ársgrundvelli og ef
þessi hækkun bætist ofan á mun
hún auka útgjöld flotans um 370
milljónir á þessu ári. Þetta eru
stórar upphæðir þegar litið er á
það að sífellt er verið að tala um
slæma stöðu útgerðarinnar og
verið að leita ráða til að leysa þann
vanda.
En það er ekki bara útgerðin,
sem þarf að borga bensínbrúsann.
Bifreiðaeign landsmanna er ein sú
mesta í heimi. Ástæðurnar fyrir
því eru margar. ísland er stórt og
strjálbýlt land og almenningssam-
göngur alls ekki nógu góðar. Þessi
hækkun mun því létta enn frekar
á laufléttri pyngju launþega.
Bensínverðið hér er nú 25,90 á
Iítrann og mun hækka upp í 27,45
fái olíufélögin vilja sínum fram-
gengt. Þetta er lang hæsta bensín-
verðið í Evrópu og með því hæsta
sem gerist í heiminum. Að sögn
Jónasar Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra FÍB, er bensínverð
í Danmörku 22,37 íslenskar kr. á
lítra, í Svíþjóð 18,32 kr. ísl. , í
Noregi 22,45, í Finnlandi 22,44, í
Bretlandi 18,32 kr., í Frakklandi
21,54 kr., í Þýskalandi 17,02 kr.
Þessar tölur eru frá 1. desember
1984 og sýnir svo ekki verður um
villst að bensínverð hér er mun
hærra en í nágrannalöndum okk-
ar.
Jónas sagði að það væri ekki
nóg með að bensínverð væri mun
hærra, heldur væru bifreiðaskatt-
ar á íslandi þeir hæstu í Evrópu,
auk þess sem bifreiðar væru mun
dýrari í innkaupum hér en annars
staðar. Ofan á þetta bættist svo
það að við búum við versta vega-
kerfi í hinum siðmenntaða heimi,
og það næst versta í öllum heimin-
um.
Samkvæmt könnun sem FÍB
gerði nú í þessum mánuði á út-
gjöldum vegna eignar og notkun-
ar meðal-fólksbifreiðar, kemur í
ljós að kostnaður af bifreið, sem
ekið er 10.000 km á ári, er
119.460,- kr„ á ári. Sé bifreiðinni
ekið 15.00 km fer hann upp í
150.021,- kr„ og aki eigandinn
20.000 km á ári kostar það hann
rúmar 180 þúsund krónur.
Bensínkostnaðurinn vegur
einna þyngst í þessu eða 25.900,-,
kr. sé ekið 10 þúsund km en
51.800,-, séu eknir 20 þúsund km.
Þá er miðað við að bílinn eyði 10
lítrum á hundraðið.
Næst stærsti liðurinn eru af-
skriftir sem eru reiknaðar tæpar
32 þúsund á ári og skiptir þá ekki
hversu mikið er ekið. Trygging-
arnar eru samtals rúm 15 þúsund
og er þá bæði reiknað með
ábyrgðartryggingu og húftrygg-
ingu (kaskó). Vextir reiknast
13.450,-; ár ári og ýmis annar
kostnaður þ. m. t. bifreiðaskattur,
skoðunar- og skrásetningargjöld,
bón, frostlögur og ýmislegt fleira,
er að bilinu 5.000,-, 7.500,; eftir
því hversu mikið bílinn er keyrður.
Viðhaldskostnaður bifreiðar er
að mati FÍB samtals 27.823,-, kr. á
ári sé ekið 10 þúsund km en rúmar
47 þúsund séu 20 þúsund km ekn-
ir. Inn í þetta reiknast smurning,
hjólbarðar, varahlutir og viðgerð-
ir.
Einsog sjá má á þessu þá kostar
það einstaklinginn á bilinu 120
þúsund til 180 þúsund að reka bíl
á íslandi. Ef við tökum meðaltal-
ið af þessu, sem eru 150 þúsund
kr„ fyrir að aka 15 þúsund km þá
kostar það 12.500,-, kr. á mánuði.
Jónas sagði að þessi beiðni um
hækkun frá olíufélögunum núna
kæmi mönnum spánskt fyrir
sjónir, einkum þegar tekið er tillit
til þess að olíuverðið hækkaði
mjög mikið fyrir tveim mánuð-
Framh. á bls. 2.