Alþýðublaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 24. janúar 1985
'RITSTJORNARGREIN'
Traustið fer þverrandi
,,ÞettasýniraðþingflokkiSjálfstæöisfiokKs-
ins er ekki treystandi fyrir neinu plaggi, en ég
vil þó taka fram að ég ber fullt traust til for-
manns flokksins og ráðherra hans,“ sagði
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra í
samtali við NT í gærog ræðir þar um lekann úr
þingflokki Sjálfstæðisflokksins í síðustu viku,
þegar Morgunblaðið hafði nær samstundis
fengið allar helstu upplýsingar um innihald tii-
lagnaforsætisráðherra, sem þó voru vendilega
skráðar sem trúnaöarmái.
Hún er ekki há einkunnin, sem allur megin-
þorri þingmanna Sjálfstæðisflokksins fær frá
forsætisráðherra. „Þeim er ekki treystandi,"
hljóðar einkunnargjöfin upp á. Að vísu undan-
skilur Steingrímur ráðherrana sex og Þorstein
Pálsson, en hinir 16 þingmenn flokksins fá
sneiðina. Það er ekki burðugt ástandið hjá rík-
isstjórninni, þegar forsætisráðherra getur ekki
treyst 16 þingmönnum af þeim 37, sem stutt
hafa ríkisstjórnina. Kominn er fúi og þverbrest-
ur í stjórnarsamstarfið.
Og Geir Hallgrímsson fyrrum formaður
Sjálfstæðisflokksins og núverandi utanrfkis-
ráðherra tekur að nokkru leyti undir með Stein-
grími og segist ekkert skilja í því hvemig tillög-
ur Steingríms hafi lekið frá þingflokknum í
Morgunblaöið.
En auðvitað sér hver maður tilganginn með
Moggalekanum. Stór hluti þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins vill út úr stjórninni og notar
því hvert tækifæri til að grafa undan henni.
Moggafréttinni um tillögur forsætisráðherra
var fyrst og fremst komið á framfæri til að
drepa tillögurnar í fæðingu og koma á enn
meiri ókyrrð á stjórnarheimilinu. —GÁS.
Ekki má hrófla við óréttlætinu
Alþýðublaöið hefur oftsinnis gert að umtals-
efni hina óréttlátu tekju- og eignaskiptingu
sem rlkir í fslensku þjóöfélagi. Á sama tíma og
almennt launafólk lepur dauðann úr skel þá lif-
ir umtalsverður hópur einstaklinga við alls-
nægtir og hreinan lúxus. Um það er ekki deilt
að það eru til peningar f þjóðfélaginu. Hins veg-
arerþeim mjög svo misskipt. Sumirberalángt-
um meira úr býtum en eölilegt er, en megin-
þorri þjóðarinnar er settur hjá garði og verður
að búa við afspyrnu lök kjör.
í tíð núverandi ríkisstjórnar hafa skilin milli
forréttindastéttanna og almenns launafólks
orðiö skarpari. Með aðgerðum sínum hefur rík-
isstjórnin fært fjármagn úr vasa hinna mörgu
til hínna fáu stóru. Það hefur átt sér stað um-
talsverð tekjutilfærsla í landinu; hinir ríkari
hafaorðið ríkari ákostnað hins vinnandí fjölda. hreyfa við tekju- og eignaskiptingunni.
Það er þvf einkar fróðlegt við þessar aðstæð-
ur að lesa yfirlýsingu Þorsteins Pálssonar for-
manns Sjálfstæðisflokksins á fundi á Horna-
firði sl. sunnudag. Þar segir hann orðrétt:
„Verkefni næstu ára miðast ekki við það hvern-
ig eigi að skipta kökunni, heldur hvernig eigi að
stækka hana.“ — Þessi orð Þorsteins eru um
margt lýsandi fyrir það hugarfar, sem einkennt
hefur vinnubrögð núverandi rfkisstjórnar. Nú,
þegar rikisstjórnin hefur komið þannig málum
fyrir að almenn laun f landinu eru fyrir neðan
ailt velsæmi og launafólk á þess ekki kost að
geta lifað mannsæmandi lífi, en milliliðir, fyrir-
tækjaeigendurog fjöldi „huldumanna" í Stiga-
hifðarforréttindastéttinni malagull, þámáekki
Vitaskuld eru allir um það sammála að keppa
eigi að því markmiði að stækka þjóðarkökuna
þannig, að hægt sé að búa þegnum þessa
lands betri lífsskilyrði. En það er aðeins annar
hluti þessa máls. Ekki síður er mikilvægt og
nauðsynlegt að skipta kökunni á réttlátan og
sanngjarnan hátt. En formaður Sjálfstæðis-
flokksins hefurengan áhugaáslfku. Þáyrði að
hrófla við stöðu of margra í forréttindahópn-
um. Að slíku vili Sjálfstæðisflokkurinn aldrei
standa. Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Þar er
m. a. að finnaeitt af mörgum grundvallaratrið-
um, sem skilja á milli jafnaðarmanna og frjáls-
hyggjupostulanna í Sjálfstæðisflokknum.
—GÁS.
Búseti 1
grundvelli ef allt á að vera skriflegt
sem á milli þeirra fer“
í DV í gær er reynt að etja saman
Búseta og Stjórn verkamannabú-
staða með því að stilla Guðjóni
Jónssyni, stjórnarformanni verka-
mannabústaða upp við vegg og
biðja hann um að tjá sig um hvernig
honum Iítist á að skipta kökunni
með Búseta. Sem von er líst Guð-
jóni ekkert á að hlutur verka-
mannabústaða verði skertur og seg-
ir að til þurfi að koma nýtt viðbót-
arfjármagn því annars sjái hann
engan ávinning af þessu. Fáist það
fagnar hann þessari lánveitingu til
Búseta.
I þriðjudagsblaði NT er því sleg-
ið upp að stúdentar óttist að
ákvörðun félagsmálaráðherra um
að gefa Búseta heimild til að byggja
yfir námsmenn, skerði það fé, sem
rennur til Félagsstofnunar stúd-
enta. Þetta var haft eftir Finni Ing-
ólfssyni, formanni Félagsmála-
stofnunar stúdenta.
Af orðum þeirra Finns og Guð-
jóns að dæma, virðast þeir báðir
hlynntir búsetakerfinu, hinsvegar
vilji þeir ekki að lánveiting til Bú-
seta komi niður á þeim sem síst
mega við því, þ. e. verkamannabú-
stöðum og byggingu Félagsmála-
stofnunar á námsmannaíbúðum.
Er sú afstaða mjög skiljanleg en
varla ástæða til að gera moldviðri
út af því og reyna að etja þessum
aðilum í hár saman. Enda verður að
segja sem er að þetta reyndust hálf-
gerð vindhögg hjá DV og NT.
Bttlinn l
um. Auk þess hefði marga rekið i
rogastans að sama dag og fréttir
bárust af fyrirhugaðri hækkun
voru einnig fréttir um að tvö olíu-
félaganna hefði verið að kaupa
nýtt og veglegt oliuskip sem kost-
aði litlar 123 milljónir. Einnig
blöskraði fólki allar litlu bensín-
hallirnar, sem rísa einsog gorkúl-
ur í borginni og út á landsbyggð-
inni, t. d. væri nú verið að byggja
tvær bensínstöðvar á Vesturlands-
vegi, sinhvorumegin við götuna,
skammt frá Höfðabakka. Fólk
skilur þetta einfaldlega ekki. Og
svo berast fréttir utan úr heimi að
olíuverð fari lækkandi. í útvarps-
fréttum í gær var sagt frá því að
bensínverð hefði lækkað um alla
Evrópu.
Sagði Jónas að þegar síðasta
olíuhækkun var í bígerð þá hefði
FÍB mótmælt kröftulega og sent
viðskiptaráðherra bréf þar að lút-
andi. Sagði hann að þeir myndu
einnig mótmæla nú.
Þessi hækkun nú, einsog hin
fyrri, er sögð vera vegna fjár-
magnsskorts í innkaupasjóði
olíufélaganna. Ekki vildi Jónas
dæma um hvort sá fjármagns-
skortur væri raunverulegur eða
tilbúinn en hann benti okkur á
það ef bensínið hækkar um 6%
þá hækkar jafnframt sköttunin á
bensíninu, en þessu vildi FÍB fá
breytt þannig, að skattar ríkisins
af bensíni ættu að vera föst
krónutala á lítra, en ekki
prósenta.
Að lokum birtum við hér
nokkrar málsgreinar úr bréfi FÍB
til iðnaðarráðherra, dagsettu 16.
nóv. 1984: „Bifreiðin er eitt al-
gengasta heimilistækið á íslandi.
Tii dæmis eru eldavélar sjald-
gæfari tæki heldur en bifreiðar.
Bifreiðin er því ekki munaðarvara
— og ekki séreign hinna efnuðu.
Þvert á móti borga þeir efnuðustu
í þjóðfélaginu engan rekstrar-
kostnað bifreiða sjálfir. Hinir
efnaminnstu, öryrkjar og aldraðir
verða að taka þátt í hækkuðum
bensínkostnaði, beint eða óbeint“
Jón Baldvin 1
vinnuleysisvandans. Að sögn Jóns
var stefnuyfirlýsingin nokkuð
gagnrýnd, hún þótti ekki nægilega
vel unnin, og þá sérstaklega varð-
andi tillögu um verðstýringu. Fyrri
daginn hélt Jón ræðu þar sem hann
Iýsti efnahagsástandinu á íslandi í
ljósi norrænnar samvinnu, en Jón
gagnrýndi Norðmenn harðlega fyr-
ir aðför að íslenskum sjávarútvegi
með stórfelldum niðurgreiðslum í
norskum sjávarútvegi. Þá lýsti Jón
þeim breytingum er orðið hafa á
forystu og stefnumörkun íslenskra
jafnaðarmanna, markmiðum er
flokkurinn hefði sett sér.
Þá sagði Jón að þau tíðindi
hefðu gerst að Anker Jörgensen
hefði flutt tillögu um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd, þó þau mál
hafi ekki verið á dagskrá.
Ég lýsti því yfir að ég gæti ekki
samþykkt þessa tillögu eins og hún
lægi fyrir. Niðurstaðan var sú að
bæta við tillöguna kafla þess efnis
að hugmyndin um kjarnorku-
vopnalaus Norðurlönd ætti að vera
liður í gagnkvæmum samningum
milli Atlantshafsbandalagsins og
Varsjárbandalagsins um afvopnun í
þessum heimshluta og að taka
skyldi fullt tillit til sérstöðu þeirra
ríkja á Norðurlöndunum er ættu
aðild að Atlantshafsbandalaginu"
sagði Jón.
Síðar efndi Jón Baldvin til funda
með íslendingum í Osló og Kaup-
mannahöfn, þar sem námsmenn
voru í miklum meirihluta og sagði
Jón að þessir fundir hafi verið mjög
gagnlegir.
Þá tók við þriggja daga heim-
sókn í Færeyjum. Atti Jón þar við-
ræður við Atla Dam, sem nýorðinn
er lögmaður (forsætisráðherra)
Færeyja, og aðra forystumenn jafn-
aðarmanna. Ásamt vinnustaða-
fundum var haldinn einn opinn
fundur í Þórshöfn, þar sem frum-
mælendur voru auk Jóns þeir Atli
Dam og Willem Johannesen, iðn-
aðar- og húsnæðismálaráðherra.
Fundinn sóttu um 70 manns og var
afbragðs skemmtilegur að sögn
Jóns.
Utboð
Tilboð óskast í smíði og uppsetningu á stálrömmum
undir þak Borgarleikhúss fyrir byggingardeild.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi
3, Reykjavík, gegn kr. 500,— skilatryggingu. Tilboðin
verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 14. febrúar nk.
kl. 11 f. h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Utboð — matur
Tilboð óskast i sölu á mat til Fangelsisins v/Sfðumúla
og Hegningarhússins v/Skólavörðustíg. Áætlað magn
er c.a. 16.000 máltiðir á 1 ári.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri. — Tilboð
verða opnuð kl. 11:00 f.h., 8. febrúar n.k.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borcartuni 7. sim 76844
FÉLAGSSTARF
ALÞÝÐUFLOKKSINS
Hafnfirðingar —
Spilakvöld
Spilakvöld I Alþýðuhúsinu við Strandgötu
fimmtudagskvöldið 24. janúar klukkan 20.30. Veg-
leg verðlaun. Spiluð hin hefðbundna félagsvist.
Þarnæst verður svo spilað í Alþýðuhúsinu
fimmtudaginn 7. febrúar og síðasta lotan í þess-
ari þriggja kvölda keppni verður svo fimmtudags-
kvöldið 21. febrúar. Veitt verða heildarverðlaun fyr-
ir bestu frammistöðuna samanlagt öll þrjú kvöld-
in, en auðvitað verða sigurvegarar heiðraðir hvert
kvöld fyrir sig.
Verum öll með í spennandi og skemmtilegri
keppni.
Alþýðuflokksfélögin Hafnarfirði.
Árshátíð
Hafnarfirði og Garðabæ
Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði og
Garðabæ verður haldin laugardaginn 2. febrúar
næstkomandi og hefst klukkan 19.30.
Mikil stemmning. — Mætum öll.
Nánar síðar.
Nefndin.