Alþýðublaðið - 24.01.1985, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 24. janúar 1985
3
Festum ræturnar í
sessi á Þingvöllum
Fyrri hluti útvarpserindis um daginn og veginn, eftir
Sigurð E. Guðmundsson, flutt 14. janúar 1985.
Góðir hlustendur.
Enn er nýtt ár gengið í garð með
öllum þeim vonum og draumum,
sem einatt fylgja. Enginn veit hvað
hið nýja ár ber í skauti sér, hvorki
fyrir hann persónulega né heldur
fyrir land og þjóð. En öll hljótum
við að vona, að það verði farsælt og
gjöfult til lands og sjávar og lands-
mönnum öllum farnist sem best. En
velfarnaður mannanna er ekki að-
eins undir höfuðskepnunum kom-
inn og margvíslegum öðrum óvið-
ráðanlegum aðstæðum, heldur er
jafnframt hver og einn sinnar gæfu
smiður, innan þeirra marka, sem
honum eru sett. Það er ætíð hollt að
hafa í huga.
Safn Jóns forseta á
Hrafnseyri til fyrirmyndar
Þótt enn sé aðeins miður janúar
hefur hálfgert vorveður farið mild-
um höndum um flesta landsmenn
undanfarnar vikur. Ekki er ólík-
legt, að þetta hafi Ieitt til þess, að
sumir séu þegar komnir í apríl-skap
og hugurinn tekinn að leita á sum-
arslóðir. Svo er um mig, að minnsta
kosti. í því sambandi verður mér oft
hugsað til ógleymanlegrar viku-
dvalar að Hótel Flókalundi í Vatns-
firði fyrir tæpum tveimur árum,
bæði vegna prýðilegs viðurgjörn-
ings og fegurðar landslagsins og þó
fremur vegna heimsóknar að
Hrafnseyri við Arnarfjörð, þar sem
Jón Sigurðsson forseti fæddist og
ólst upp. Ég hafði ekki komið þar í
nokkur ár og heimsótti því fyrsta
sinni forkunnar vandaða kapellu,
sem þar hefur verið byggð og safn
það um Jón forseta Sigurðsson og
frú Ingibjörgu konu hans, sem sam-
tímis var reist. Þar gefur að líta
margt muna og minja, sem Hrafns-
eyrarnefnd hefur safnað saman og
komið fyrir af einstakri alúð og
smekkvísi. Það er ekki aðeins hið
ytra, sem safnið er verðug umgjörð
um líf og starf Jóns Sigurðssonar
forseta, heldur eru safnmunirnir
allir einstaklega áhugaverðir. Marg-
ir þeirra eru einstakir í sinni röð og
er hvergi annars staðar að sjá; safn-
ið lætur ef til vill ekki mikið yfir sér,
þegar að er komið, en togar sterkt í
hjartaræturnar þegar þaðan er far-
ið.
Reisum sambærilega
stofnun á Þingvöllum
Á leið minni frá Hrafnseyri varð
mér hugsað til þess hve æskilegt
væri að tengja landsmenn viðar
með þessum hætti við landið og
söguna. Stórkostleg uppbygging
Skálholtsstaðar á síðustu áratugum
er af þeim toga spunnin og hefur
mikið gildi. Á Kirkjubæjarklaustri
hefur líka verið gert myndarlegt
átak með byggingu þeirrar fallegu
kirkju, sem þar stendur. Þá stendur
nú yfir endurreisn Nesstofu á
Seltjarnarnesi og einnig Viðeyjar-
stofu í Viðey. Væri hægt að auka
hraða þeirra framkvæmda, einkum
hinnar síðarnefndu, og koma þar
fyrir verðugri starfsemi, væri að því
mikill fengur. En umfram allt varð
ÖKU-
LJOSIINl
Ökuljósin
kosta lítið og þvi
er um að gera að
spara þau ekki í ryki og
dimmviöri eða þegar
skyggja tekur. Best af
öllu er aö aka ávallt
með ökuljósum.
||UMFERÐAR
mér þó hugsað til þess hve æskilegt
gæti verið að reist yrði á Þingvöll-
um, og þó frekar í næsta nágrenni
þeirra, stofnun, sem hefði sam-
bærilegu hlutverki að gegna og
safnið um Jón forseta og Ingi-
björgu á Hrafnseyri.
Aðgengilegt fróðleiks-
setur fyrir fjölskyldufólk
Þar myndi saga Þingvalla sögð í
máli og myndum, bæði með hefð-
bundnum- og nýjum -hætti. Þar
yrði þjóðarsagan rakin, sem á rætur
sínar að rekja til Þingvalla, þar yrði
starfi Alþingis við Öxará gerð
verðug skil, þar yrði saga kristni-
tökunnar sögð og allir þeir miklu
atburðir, sem með beinum eða
óbeinum hætti tengjast þessum
hjartastað landsins. Þetta yrði
menningarstofnun í eigu og umsjá
Alþingis, þó ekki þurrt fræðasetur,
eingöngu ætlað vísindamönnum,
heldur umfram allt afar aðgengilegt
og opið fróðleikssetur, sem legði
kapp á að vera lifandi og aðlaðandi
fyrir fjölskyldufólk á öllum aldri.
Þar ættu að vera sýningar og dag-
skrár um þá miklu atburði, sem
gerst hafa á Þingvöllum, bæði á
Alþingi sjálfu við Öxará, við
kristnitökuna og síðar, um löggjaf-
arstarfið og Þingvelli sjálfa. En þar
ætti líka að vera fyrir hendi aðstaða
til þess að hafa smærri og stærri
fundi um margvísleg mikilvæg
menningar- og þjóðmál og jafn-
framt litla norræna og jafnvel al-
þjóðlega fundi. Að því er varðar
fjölbreytni starfseminnar mætti ef
til vill einna helst hafa hliðsjón af
starfsemi Norræna hússins í
Reykjavík, a. m. k. þegar hún hefur
verið hvað rishæst.
Full þörf á starfsemi
af þessu tagi
Nú kann vel að vera, að einhverj-
um finnist sem ðþarfi sé að fitja
upp á hugleiðingum af þessu tagi á
sama tíma og hægt gangi að tosa
áfram byggingu ýmissa mikilvægra
menningarstofnana, svo að ekki sé
nú minnst á þær, sem þurfa nauð-
synlega á úrbótum að halda, án
þess að á þeim bóli. Og tæpast séu
nú efni til þess að halda áfram fjár-
festingu og spennu, sem gefi lítinn
arð í aðra hönd, nóg sé komið af
slíku í bili. Auðvitað eru rök fyrir
slíkum skoðunum, sem ég skal ekki
andmæla. En „maður hefur þó
leyfi til að láta sig dreyma“, eins og
stúlkan sagði, og orð eru til alls
fyrst. Slíka byggingu væri unnt að
reisa í áföngum, ef menn vildu
standa þannig að verki. Mestu máli
skiptir þó, að full þörf er á starf-
semi af þessu tagi.
Engilsaxnesk áhrif eru
í sókn
Þingvellir eru hjartastaður lands-
manna. Þangað koma tugþúsundir
manna árlega. En þótt fegurðin sé
mikil, og helgi staðarins óvefengj-
anleg, myndu miklu fleiri stað-
næmast þar, hálfan eða heilan dag,
ef fyrir hendi væri starfsemi af því'
tagi, sem ég hef gert hér að umtals-
efni. Undanfarna daga hefur
stundum mátt lesa það í víðlesnum
blöðum, að engilsaxnesk áhrif séu i
meiri sókn hér á landi um þessar
mundir en um langt skeið áður. Ég
er alveg sammála því. Mér finnst
menningin og tungan eiga í vök að
verjast fyrir þessum áhrifum, sem
fyrst og fremst eru rakin til þeirrar
öflugu fjölmiðlunar, sem sífellt
færist í aukana. Ég held reyndar, að
viðskiptalífið sé líka stór þáttur í
Iþessari þróun, einkum sú hlið þess,
sem snýr að unglingunum og ungu
fólki. Éngar horfur eru á, að úr
þessu dragi. Því verður við að
bregðast og það má gera með
margvíslegum hætti. En öll hljóta
þó viðbrögð okkar að eiga sér sama
upphaf og stefna að sama marki.
Við hljótum að efla tungu okkar og
meriningu, hlú að rótum þeirra,
styrkja og gera hana sem aðgengi-
legasta, ekki síst fyrir yngra fólkið í
landinu. Aðlaðandi fróðleikssetur
á ÞingvöIIum, sem aðgengilegt væri
og áhugavert fyrir fjölskyldur al-
mennt, gæti átt sinn þátt í að
styrkja rætur manna til þessa
hjartastaðar þjóðarinnar, skýra
nánar mikilvæga atburði í sögu
þings og þjóðar og styrkja þar með
í sessi þennan lífsmeið þjóðarinnar.
Hugmyndin um þjóðarhús
er ekki ný af nálinni
Hugmynd af þessu tagi er ekki ný
af nálinni. Ég veit ekki betur en um
og fyrir 1970 hafi einn merkasti
stjórnmálamaður þjóðarinnar sett
hana óformlega fram við fram-
kvæmdanefnd þjóðhátíðarinnar á
Þingvöllum 1974. Þá mun hafa ver-
ið lagt til, að hér yrði fyrst og fremst
um samkomu- eða fundahús að
ræða og það yrði reist innan þjóð-
garðsins. Frá því verður væntanlega
nánar sagt í sögu hátiðarinnar er
hún kemur út áður en langt um
líður. Mín skoðun er hins vegar sú,
að þessa starfsemi eigi ekki að reisa
innan þjóðgarðsins, þvert á móti sé
auðvelt að finna henni stað víða í
næsta nágrenni hans þannig, að
fyrir mönnum sé allt sem ein heild.
Félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík:
Stjórnir félagsins frá 1982
Stjórn FUJ í Reykjavík 1984-1985. Frá vinstri: Elín Guðjónsdóttir, ritari. Erling Viðar Guðlaugsson, rit-
stjóri. Sigurður Guðmundsson, formaður. Svana Steinsdóttir, gjaldkeri. Eiríkur Uermannsson, meðstjórn-
andi. Friðrik Þ. Guðmundsson, varaformaður. Á myndina vantar Örn Karlsson, meðstjórnanda.
Stjórn FUJ í Reykjavik 1983-1984. Frá vinstri: Erling Viðar Guðlaugsson, meðstjórnandi. Elín Guðjóns-
dóttir, ritari. Vigfús Ingvassson,varaformaður. Viðar J. Scheving, formaður. Gylfi Þ. Gíslason, gjaldkeri.
Arna Dungal, ritstjóri. Svana Steinsdóttir, meðstjórnandi.
Stjórn FUJíReykjavík 1982-1983. Frá vinstri: Björn Valdimarsson, meðstjórnandi. Guðrún Helga Sigurð-
ardóttir, ritari. Karl Th. Birgisson, ritstjóri. Kristinn H. Grétarsson, formaður. Viðar J. Scheving, varafor-
maður. Gylfi Þ. Gíslason, gjaldkeri. Sigurður Guðmundsson, meðstjórnandi.