Tíminn - 06.06.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.06.1967, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 4. júnf 1967 TÍMINN 15 FOLKIÐ A FASKRUÐS HEFUR ORÐIÐ sem voru deiluatriðið, verið lagðir niður hafa Framhald af bls. 13 hræðir með Ijóta kallinum, eins og gert var í gamla daga. Nóg um það. Sá dómur verð ur felldur. En nú erum við komin heim í Tröð á Fáskrúðsfirði til Guð- jóns Friðgeirssonar, konu hans Ásdísar Magnúsdóttur og 6 barna. Hér skulum við hlusta á það hvað Guðjón sjálfur hof- ur til málanna að leggja, eftir alit það ryk, sem þyrlað hefur verið upp um starf hans )g honum ætlaða mannvonzku: — Þú ert borinn miklum sökum, Guðjón. — Já. — Lítur þú alvarlegum aug- um á ásökun um atvinnukúgun? - Já, ég álít ásökunina sví- /ii'ðilega og mér finnst hún koma úr hörðustu átt. Mín grundvallarskoðun er sú, að pólitískui áróður á vinnu- stað, eða við viðskiptavini í kaupfélagi eigi ekki að þekkj- ast. Og ég líð engum starfs- manni, sem starfar hjá fyrir- tækjum, sem ég á að stjóna, siikt. Alveg sama hvað hann prédikar. En ég vil taka það skýrt fram, að hvað fólkið ger ir utan virnutíma og vinnu- staðar, kemur mér ekki við. — Og hefðurðu þá engan rek ið, þó að þeir hefðu stofnað F.U.S.? - Rekið? — Þetta er fjar- stæða. Hefði ég ætlað að reka einhvern vegna þess að hann væri Sjálfstæðismaður, þá skipti það í sjálfu sér ekki máli hvort hann væri flokks- bundinn eða ekki. Og hvers vegna skyldi ég fremur reka Sjáifstæðismann en einhvern annan, ef hann á annað borð stendur í stykkinu? — En hvað um þetta stóra augnablik, sem allur loginn hef ur nú blossað upp af? — Ég var staddur hérna heima hjá mér milli kl. 5 og 6 föstudaginn í siðustu viku. Þá kom Sölvi Kjerúlf hingað heim til mfn og þurfti að hafa tai af mér. Hóf hann máls á þvl, að biðja mig afsökunar á því, að hann skyldi ekki hafa ta’.að við mig fyrr um það, n mr* hann mætti stofna félag ungra Sjálfstæðismanna hér. Ég hló að þessu, og sagði honum, að það væri hlutur sem mér kæmi ekki við. Hins vegar sagði ég honum, að hann yrði að leggja nið ir pólitískt tal og ágang við við- skiptamenn kaupfélagsins. Sæi hann sér ekki fært að aðgre ^a þessi tvö hlutverk, starfið og pólitíkina, og fyndi sig ekki í því að segja sjálfur upp starfi, þá neyddist ég til að segja i'ui- um upp. ~ Það er talað um að þú hafir hótað að reka „heilu linuna“, sem sé, að því er mér skilst af orðum hans, allt það fólk, er ynni hjá kaupfélaginu, og kynni að ganga í félagið. Þetta segir hann að hafi valdið strandinu á félagsstofnuninni. — Það er rétt að því leyti, að orðum mínum um pólitískt hiutleysi verzlunarmannsins við störf sín, sem ég hefi lýst hér að framan, er beint, ekki ein- ungis gegn Sölva, heldur h"erj- um þeim, sem hegðar sér eins og hann gerði, fram að þeim tíma, sem þetta samtal attí sér stað. Sem betur fer er flest af þvi unga fólki, sem ætlaði að ganga í þetta margumrædda té- lag — bæði það, sem starfað hefur hér um lengri tíma, og eins hitt, sem er nýbyrjað — ágætis starfsfólk, og í engu undan því að kvarta. — Hefur þá enginn verið •ekinn? — Nei, það hefur enginn verið rekinn, einfaldlega fyrir pað, að mér er ekki kunnugt um annað, en að þeir hættír, — Hvað viltu segja um með ferð orða þinna í Morgunb nð inu? - Presturinn kom, kyAnti sig frá Morgunblaðinu. Stoppiði stutt. Hann spurði tíðinda ; framhaldi af því, sem okxur Sölva hafði farið í milli á föstu daginn. Sagði ég honum í færi-i orðum en kröftuglegri það ::em jtckur Sölva hafði farið á mil’.i Hann skrifaði eitthvað á Dl-nð. kvaddi síðan og fór. ,i£jsteinskan“? — Það er sagt að Eysteien hafi skipað þér að reka fólkið — Ég hef aldrei spurt aðra hverja ég eigi að ráða til starfa eða segja upp, Eystein Jónsson ekki fremur en aðra, enda hefur harm aldrei ymprað einu ein- asta orði á sliku við mig. Aft lokum: — Ég hefi hér að framan leitazt við að draga skýr skil milli stjórnmálaþátttöku og starfs við ópólitískt fyrirtæki. Ég undirstrika þá skoðun mína, að starfinu og pólitíkinni e:gi eski að blanda saman. Sé þetta atvinnukúgun þá verður hún sjálfsagt jafngömul mér hér á þessum stað. Oft verður Ijót saga af iitlu efni. DJUPVEGURINN Djúpvegurinn er eitt mesta nauðsynjamál ísafjarðarkaupstað- ar, og kauptúnanna vestan til við ísafiarðardjúp, svo og þeirrar byggðar, sem liggur meðfram hin um óiagða vegi. Allt frá þvi að ísland bygðist, hefur það verið aðalatriði hvers byggðarlags, hvort sem er eveitabær eða þorp, að vegur lægi að því og frá, því það er nú einu sinni svo, að byggð hefur og mun aldrei þrífast án vegar Tímarnir hafa breytzt og er þdö því bílvegur, en ekki hesta gata, eða troðningur sem sérhver búandi krefst. Mér er ekki kunn- ugt um, að þeir menn, sem búa á hinu veglausa svœði, séu meiri búskussar en aðrir bændur. En hve -*- eiga þeir þá að gjalda ára- tugum saman, að komast ekki í vegasamband? Það sem meistu máli skiptir, ef þessi vegur væri til, er að hann yrði opinn a.m.k. einum ársfjórð- ingi iengur heldur en vesturleið- in með lítilli lagfæringu á Þorska- fjarðarheiði. Hafa ráðamenn þess- ara mála gert sér grein fyrir, hvað þessi samgöngubót yrði mikils virði fyrir þessi afskekktu byggð arlög. Nó orðð fer megin þorri allra flut.ninga fram á bílum, og er það sýn' ð svo mun verða í náinni framíið. en hvort það er þjóðhags legö -ezta lausnin á flutningakerf inu. eða ekki. skal ég ekki deila um L.eiðin á milli ísafjarðar og Rv.yvavíkur styttist að vísu litið i kíl-.metra rab með Djúpveginum, en f'dllestaðai flutningabill myndi spara sér 0—2 tíma í ferð. mið i' vif hina leiðina þvi eins og kmnugt ei þarf af klifra yfir allt nð i heiðai. þegar vesturleið- ,n “i tarin, >%, þar a meðal marga af f- iiðustu fiallvegum landsins Nú -uundi margui ókunnugur spyna rivað hamlar þessari vega lagnirgu?" Og það er von að spurt sé. Sfnnleikurinn ei sá. að við höfu.i. verið svo óheppin. að fyrir þetta kjördæmi hefur valizt sam- safn af þingmönnum, sem ekki virðdsr hata getu eða vilja til að leysa þetta nauðsynjamál. Mesta sökin er hjá þeim, sem lengst hafa starfað sem þingmenn þessara byggðarlaga, og hinir yngri hafa fetað * fótspoi þeirra Bæði bæjar stjó~n ísafjarðarkaupstaðar, og sýslunefnd Norður-ísafjarðarsýslu hafa skorað á bingmenn kjördæm- isins að beita. sér fyrir lausn máls þessi. Samt "sem áður hafa þeir daufneyrzt við að vinna að því. En fyrir kosningar koma svo þess ir menn og segja: „Kjósið okkur á þing“. Og þá stendur ekki á lof- orðunum. Þeir segjast vera með allan hugann við að vinna fyrir okkur Jú, við kjósum þá, og þeir hreiðra um sig í höfuðborginni, en lítiS heyrist frá þeim, og við j gleymumst fljótt. Okmir er minnisstætt, þegar fengxr.r, var Norðmaðurinn góði fyrir um það bil þremur árum, til af segja, að fyrrnefnd vega- lagning væri tóm vitleysa. En hvað vlssi hann hvað þessum byggð arlögum var fyrir beztu. Við höf- um líka heyrt því fleygt, að hon- um bafi verið gefnar taikmarkað- ar upplýsingar um staðhætti. Ef svo væri, gæti það haft mikið að segja cjm hans álitsgerð, sem ekki hefur birzt almenningi En eitt er víst pð þetta hefur orðið þing- mönnum vel að liði, og kærkomin yfirbreiðsia, sem þeir hafa eksi skriðið undan ennþá. Eo nú voru góð ráð dýr, því éitthvað þurfti að gera til að sýna að sa norski hefði ekki farið erindisleysu. Var þá orðið „byggð- arhve x,“ sett á svið, sem eips mærc' kalla urðargreni í þvi fólst m.a. að byggja vegi. sem ekki snoáaði á. gera göng i sexhundruð mef.r-i hæð o.s.frv. En pað var eitt sem gleymdist, ien b" hefði tófan aldrei gleymt. jÞað "oru útgöngudymar úr gren- | inu. Tófan er vitanlega sögð mjög i gáfað dýr. en '-erðum við ekki að ætlas* til, að pingmenn okkar hafi tófuvit, og byggi ekki greni án útgóngudyra? Eitt af þvi sem haft er til af- sökjnar á seinagangi Djúpvegar- ins, ei að land það, sen, veginum er ætíað að liggja um, sé svo erfitt til vsgagerðar, að ekkert vit sé í að leggja fé í það Heyrzt hefur frá málsmetandi mönnum, að aldrei kæmi til mála, að le^gja veg eftir Fossahlíð, þótt vegur yrði lagður inn að Borg í Skötu- firði að vestan, og að Hjöllum að dustan. Og þvi trúa margir ókunuugir, að á Fossahlíð sé ein- BÆNDUR Nú er rétti timinn til að skrá vélar og tæki, sem á að selja; Traktora Múgavélar Blásara Sláttuvélar Amoksturstaeki VIÐ SELJTJM TÆKIN — Bíla- og búvélasalan v Miklatorg Sími 23136 hver sérstök torfæra, á borð við Óshltð sem flestir þekkja. En ég skal seg;a ykur, að hún Fossa- hlíð ei engin forátta, heldur bara ósköp venjuleg hlíð á Vestfjörð- um, 'rekar grösug, en grýtt, og hinar Ijótu ljóðlínur, sem um hana hafa verið kveðnar „Fjandinn ríði Fossahlíð. ég fyrirbýð það mönn- umgefur okkur ekki rétta hug- mynd um hana. Sá hluti Fossahlíð ar, sem verið er að básúna, er ca. 3 km. Eftir því sem ég hef heyrt, eru likur til að vegurinn kæmi meðiram sjónum, og er þá stór- grýt' urð, sem farið yrði eftir. Það hef t: sýnt sig, að einmitt urðirnar hér á Vestfjörðum, hafa reynzt góð vegactæði, og er það trú min, að eins gæti verið með Fossahlíð. Gæti þá svo farið að snúa mætti ljóðlínunum við, og segja: „Bless uð vm þú Fossahlíð“ o.s.frv. Gððir ísfirðingar og Norður-ís- firðmgar. Ef þessar línur gætu orð ið th þess, að sem flestir af ykkur sem ehuga hafið á þessu máli, .ét- uð til ykkar heyra, þá væri ekki óhugsandi að hægt væti að losa þetí-a mál úr þeirri sjálfheldu, sem það er nú komið í. Það er gamall málsiháttur, að hægt sé að brýna deigt rárn svo það bíti, og tæp lega væri vestfirzkt blóð í æðum þingmanna okkar, ef ekki i;ær’ hægr að brýna þá svo, að þeir fengiu dug til að koma þessu máii fram á skömmum tima. í apríl 1967 Sig. Hj. Sigurðsson. JÓN AGNARS FRIMERKJAVERZLUN Simi 17-5-61 Ki. 7,30— -cjCO e.h. HAGSTÆTT VERÐ Ef þiS viljið lækka bvgpingakostnað á íbúðinni ykkar þá skulið þið líta á sýnishorn af fata- og eldhússkápum, sem við í'lytjum inn frá Svíþjóð. Verðið er ótrúlega hagstætt Fimm iítir að velja um. B Y G G I R H. F. Laugavegi 103, 3. hæð. Sími 34069 og 17672. Nýkomið Thailand Teak — Utile Mahogany — Jap eik. — KrossviSur 4, 5 og 6 mm — Plastdúkur með flókaundirlagi. — Spónn: Eik, Mahogany og Teak. B Y G G I R H. F. Leugavegi 103 3. hæð. Sími 34069 og 17672

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.