Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.05.1985, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 1. maí 1985 9 EFTIR JÓN BALDVIN HANNIBALSSON FORMANN ALÞÝÐUFLOKKSINS Hver er huldumaðurinn? Miðvikudagur 21. nóvember 1984 3 Er tekjulaus en á eignir upp á 35 milljónir kr. Ein hjón eiga í sameiningu skuldlausar eignir fyrir 65 milljónir króna ■ Af þcim fímm íslendingum sem eij>a mestar skattskyldar eignir (á hilinu 30,8 til 38,5 mill- jónir króna hver) er einn samt svo gjörsamlega tekjulaus aö honum nýtist 29.500 króna per- sónuafsláttur við skattaálagningu að fullu upp í greiðslu eignar- skatta sinna, samkvæmt útreikn- ingum ríkisskattstjóra á eignar- skatti við álagningu 1984. Per- sónuafsláttur gengur, sem kunn- ugt er, fyrst upp í greiðslu á tekjuskatti og útsvari, pannig að viðkomandi einstaklingur virðist ekki einu sinni hafa haft hætur frá Tryggingastofnun til að telja fram sér til lifsframfæris, þar sem þær eru skattskyidar og hefðu því lækkað persónuafslátt upp í greiðslu eignarskattsins. Ævar Isberg. vararíkisskatt- stjóri. kvaðst ekki í fljótu bragði kunna skýringu á því hvernig það gæti átt scr staö að maður, sem á yfir 30 milljóna króna eignir. geti samt verið svo gjörsanilega tekju- laus. þ.e. nema að kanna þetta tilfelli sérstaklega. Samkvæmt útreikningum hjá ríkisskattstjóra eru það aðeins 8 íslendingar sem komast í skatt- skvldum eignum yfir 23.1 mill- jóna króna eignamarkið. Sarn- tals eiga þessir 8 einstaklingar eignir aö verðmæti 262 milljónir króna. eða um 32.8 milljónir króna að meðaltali liver. Al þess- um 8 eru 6 einhleypingar en ein hjón. sem í sameiningu eiga því væntanlega í kringum 65 milljónir króna skuldlausar eignir. Eignaskattur. sem lagður hefur verið á eignir þessara 8 einstak- linga í ár. nemur samtals rúmlega 1.7 milljónum króna eða um 217 þús. kr.ónum að meðaltali á mann. Þrír af þessum 8 eignamönnum hafa hins vegar svo lágar tekjur að þeim nýtist liluti persónuaf- sláttar (einum að fullu sem að framan segir) til að greiða hluta af álögöum eignaskatti. Sýnist því alls ekki fara saman að eiga sæmilegar eignir og ..vaða í pen- ingum", eins og þaö er stundum orðað. \ Kjarabót án kollsteypu Verður er verkamaðurinn laun- anna — stendur skrifað. Hvernig gengur að fullnægja þessu 2000 ára gamla boðorði? Illa. Á 95 fundum vítt og breitt um þetta vogskorna land hef ég sýnt mönnum launaseð- il ættaðan úr Vestmannaeyjum. Þar stendur skrifað, að af viku- kaupi fyrir 8 stunda vinnu í október upp á kr. 3.307 eru dregnar frá kr. 2.431 upp í tekjuskatt, útsvar, líf- eyrissjóð, orlof o. fl. Eftir standa útborguð vikulaun, kr. 876,00. Þetta átti að vera framfærslulíf- eyrir fjölskyldu frá september til áramóta. Þessi launaseðill er smán- arblettur á þjóðfélaginu. Og hann er ekkert einsdæmi, þótt ekki sé hann dæmigerður. Tvær þjóðir Á öllum þessum fundum hef ég sýnt mönnum til samanburðar frétt úr NT frá sl. hausti. Þar er spurt, hver er huldumaðurinn? Hann á skuldlausar eignir upp á 35 milljón- ir króna, en er sagður tekjulaus á skattframtalinu og borgar engan skatt. Hann er fulltrúi Stigahlíðar- þjóðarinnar, forréttindahópsins i þessu verðbólguspilavíti. Og hefur sagt sig úr lögum við vinnandi fólk á Islandi. Þetta er dæmisagan um þær tvær þjóðir sem nú byggja þetta land. Annars vegar er sá hluti þjóðar- innar, sem vinnur lengstan vinnu- dag í Evrópu, býr við hæsta verðlag í Evrópu en ber úr býtum fyrir vinnu sína þriðju lægstu laun í Evrópu. Það er þessi hluti þjóðarinnar sem greiðir af lágum launum sínum meira en honum ber í skatta og gjöld, til þess að halda uppi þessu þjóðfélagi. Það er þessi hluti þjóð- arinnar sem færir allar fórnirnar, ber allar byrðarnar — en er síðan afskiptur, þegar kemur að því að skipta afrakstrinum, þjóðartekjun- um. Hin þjóðin ber engar byrðar og færir engar fórnir. Þvert á móti hef- ur hún aukið einkaneyzlu sína, svo sem sjá má á lúxusvillum, lúxus- kerrum og lúxusferðum forrétt- indahópsins. Þess vegna er þetta þjóðfélag að gliðna í sundur. Hinar tvær þjóðir hafa sagt sig úr lögum hvor við aðra og berast á banaspjót. Meðan órétt- lætið er jafn hróplegt og þessi dæmi sýna, verður ekki friðvænlegt í okk- ar þjóðfélagi. Verkamaðurinn úr Vestmanna- eyjum fékk 24% kauphækkun í krónutölu sl. haust. Svipað fengu opinberir starfsmenn, eftir mánað- arverkfall. Fjórum mánuðum síðar var þessi kauphækkun að engu orð- in. Gengislækkun ríkisstjórnarinn- ar og verðhækkanaflóðið sem sigldi í kjölfarið, sá um það. Nú er hratt gengissig. Verðhækkanir næstu mánaða þýða allar beina kaupmátt- arskerðingu. Hvað kennir þetta okkur? Þetta kennir okkur það endan- lega, að hefðbundnar baráttuað- ferðir verkalýðshreyfingarinnar duga EKKI LENGUR. Okkur vantar pólitískt afl á Alþingi til þess að breyta skiptakjörunum, upp- ræta óréttlætið, breyta þjóðfélag- inu. Alþýðuflokkurinn er nú eina stjórnmálaaflið, sem hefur lagt fyr- ir þjóðina skýra stefnu um það, hvernig tryggja megi kjarabætur í ósvikinni mynt — án nýrrar verð- bólguholskeflu. Aukinn kaupmátt- ur, án nýrrar kollsteypu — það er málið. Hvað á að gera? Það á að gera skammtíma samn- inga strax til að afstýra fyrirsjáan- legu kaupmáttarhruni næstu mán- uði. Það á að afnema tekjuskatt á al- menn laun og lækka útsvar strax á þessu ári. — Það þýðir kjarabót í ósvikinni mynt án verðbólgu. Það á að verja 3,5 milljörðum króna á fjárlögum á ári hverju, næstu 10 ár, til húsnæðislána. Það á að afnema með lögum sér- eignarkerfi lífeyrissjóða, sameina hundrað lífeyrissjóði í einn sameig- inlegan lifeyrissjóð fyrir alla lands- menn. — Þannig eiga allir vinnandi menn að greiða sama hlutfall af launum í lífeyrissjóð. Allir sem lok- ið hafa lífsstarfinu eiga að fá í sinni hlut sama hlutfall af launum — og geta þannig átt áhyggjulaust ævi- kvöld í efnahagslegu öryggi. Það á að hækka ellilaun og tekjutryggingu þegar í stað. Hvert á að sækja peningana? Höfum við efni á þessu? Já, við höfum það. Við erum þrátt fyrir allt meðal efnaðri þjóða heims. Þjóðar- auð okkar og þjóðartekjum er hins vegar svo misskipt, að ekki verður lengur við unað. Hvernig getum við gert þetta? Með því að — þurrka út söluskattssvikin, með því að innheimta söluskatt af innflutningi strax í tolli og skera niður undanþágufarganið. Þetta mundi stórauka tekjur ríkissjóðs. — Leggja eignarskattsauka á skattsvikinn verðbólgugróða stóreignafyrirtækja og stór- eignamanna Stigahlíðarþjóðar- innar. — Skila launaskattinum aftur til húsnæðislánakerfisins. — Herða skattlagningu á banka, innlánsstofnanir og verðbréfa- markað. — Þjóðnýta hagnað Seðlabank- ans, og taka seðlabankahöllina af Nordal og nýta hana undir stjórnarráðið. — Þjóðnýta Aðalverktaka, og Ieggja hagnað þeirra í ríkissjóð. — Bjóða olíuverzlunina út, og lækka þannig olíu- og benzín- verð. — Herða eftirlit með innkaups- verði heildsalanna, svipta þá verzlunarleyfi sem svindla á löndum sínum, og tryggja þannig lækkað vöruverð. — Hætta 600 milljóna matargjöf- um til ríkra útlendinga. — Sneiða fitulagið af ríkisbákn- inu, og afnema velférðarkerfi fyrirtækjanna á fjárlögum. Þetta eru nokkrar af tillögum okkar jafnaðarmanna um það, HVERNIG eigi að jafna eigna- og tekjuskiptinguna og tryggja þjóðfé- lagslegt réttlæti. Og þar með vinnufrið í þjóðfé- laginu. Við þurfum sterkt umbótaafl til að hrinda þessum tillögum í fram- kvæmd. Við treystum á liðsinni þitt. Vertu með. Jón Baldvin. Barnakrossgátan r 4a7T I. - fjrs/ir //jK x SrÚ-LKh Sfl MHU 'RE/K4F VÆ.L SIT WM ÉH MILLI 1 BIL MftHUÐ UR h - SftNHU •A FÆT1 ORCrfí, C/EUi- OK.V SAVHU HbVAtn SERHU i 1 1 r i jFLSKfí I 1 i i ! ; ?INNI FREIST' ING STÖRT TRQíCB 1 úr- KLÍNft 1 s, HURT 60 w* SBSS i ORLOF 'a Fæti / /S i ■ 1 þuRRKI ClT JATJ_ 5ÉKHIJ- HOIJ). uou M/ 50NGLfl Hl'fí Jli ftUK B'ftRft y/IRM SfíMHlJ r ' VATNS- HOLft — SftMUlj' HVftÐl SQUÐt| HAR / SÉRHl) tfiýju TÖNV STftFlR looo ST'lQA VfiNS AÐ SÉRHLJ. L EKK/ FRÍSkft T>EU- INGft

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.