Alþýðublaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.08.1986, Blaðsíða 1
alþýdu- blaóiö I Þriðjudagur 19. ágúst 1986 156. tbi. 67. árg Bankaafgreiðsla á 200 stöðum — á landinu. Fjöldi afgreiöslustaöa óbreyttur frá fyrra ári. Svo virðist nú sem afgreiðslu- stöðum banka og sparisjóða sé hætt að fjölga, a.m.k. í bili. Af- greiðslustaðirnir eru nú alls 201 á landinu, þegar allt er talið og er sú tala óbreytt frá síðasta ári. Þessar upplýsingar er að finna í nýrri skýrslu bankaeftirlitsins, sem út kom i síðustu viku. Af einstökum bankastofnunum, hefur Landsbankinn yfir að ráða flestum afgreiðslustöðum, eða alls 42, en afgreiðslustaðir sparisjóða eru þó fleiri, eða 44. Búnaðarbank- inn ræður nú 31 afgreiðslustað, en aðrir bankar mun færri. Af- greiðslustaðir Samvinnubankans eru nú 20, Útvegsbankans 14, Iðn- aðarbankans 10, Verslunarbankans 8 og síðastur í röðinni kemur svo Alþýðubankinn með 3 afgreiðslu- staði. Þess má þó geta að Alþýðu- bankinn mun á næstunni opna nýja afgreiðslu á Akranesi. Auk þess sem að framan hefur verið talið eru svo innlánsdeildir samvinnufélaga, en þær eru nú alls 27 og þegar Póstgíróstofnunni og Söfnunarsjóði íslands hefur verið bætt við, verða þessir afgreiðslu- staðir alls 201, eins og áður segir. Á síðasta ári fjölgaði að vísu af- greiðslustöðum Landsbankans um einn, enþarámótikemuraðein af innlánsdeildum kaupfélaganna var iögð niður. Listaverk, blóm og tré — meðal afmcelisgjafa sem borginni hafa borist að undanförnu Afmælisgjafir hafa að undan- förnu streymt til höfuðborgarinnar frá ýmsum aðilum. Hæst ber að sjálfsögðu afmælisgjöf ríkisins, landareign og mannvirki þess í Við- ey, sem Sverrir Hermannsson, menntamálaráðherra afhenti Davíð Oddssyni, borgarstjóra Reykjavík- ur á laugardaginn. Meðal annarra gjafa sem borg- inni hafa borist, má nefna Þing- vallamálverk eftir Kristján Magnússon, sem starfsmannafélag borgarinnar færði henni, málverk af Ingólfi Arnarsyni með öndvegis- súlur sínar, sem málað var árið 1850 af danska málaranum Johan Peter Raadsig, gefið af Eimskipafélagi ís- lands og ágrafinn skjöld, unninn af Friðrik Friðleifssyni. Þá hafa 58 fyrirtæki og stofnanir í borginni tilkynnt að þau muni sameinast um að gefa borginni eir- afsteypu af höggmyndinni „Úr álögum“, eftir Einar Jónsson. Þessi mynd hefur verið talin eitt af höf- uðverkum listamannsins og er vinna við eirafsteypuna þegar haf- in, en hún verður formlega afhent næsta vor. Einnig hafa íbúasamtök Vestur- bæjar afhent borginni verðlaunatil- lögu ásamt líkani að listaverki eftir Jón Gunnar Árnason, en listaverk þetta verður síðan stækkað og reist úr stáli í Vesturbænum. Blómamið- stöðin gaf borginni 200 rósir, auk þess sem blómabændur skreyttu Austurstræti með blómum í gær. Þá má ennfremur nefna úti- klukku sem Þýsk-íslenska hf. hefur gefið og reist verður við Sundlauga- veg í nágrenni sundlaugarinnar í Laugardal og trjálund í nágrenni Þjóðarbókhlöðunnar frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Og að lokum má nefna fjölmörg tré sem gróðursett voru í borgarlandinu í vor á vegum samtakanna „Lif og land“ og fleiri aðila. Þetta bandaríska strandgœsluskip var hér í heimsókn á dögunum. Ljósmyndari Alþýðublaðsins tók þessa mynd af skipinu þar sem það lá í Sundahöfn. Vilhjálmur Ketilsson, bœjarstjóri í Keflavík: Menn verða að sníða sér stakk eftir vexti Ekki fer á milli mála að kostn- ingasigrar Alþýðuflokksins i bæj- arstjórnarkosningunum í vor hafa farið fyrir brjóstið á mörg- um ef marka má þau skrif sem birst hafa að undanförnu í hinum ýmsu blöðum landsmanna. í Keflavík skipar Aiþýðuflokkur- inn hreinan meirihluta í bæjar- stjórn. Alþýðublaðið hafði sam- band við Vilhjálm Ketilsson ný- kjörinn bæjarstjóra í Keflavík og innti hann eftir því hvað hann segði um linnulausar árásir Ámunda Einarssonar á þá í blað- inu Reykjanes. Vilhjálmur sagði að þessar árásir kæmu til vegna þess að ein- staka menn sættu sig einfaldlega ekki við kosningaúrslitin. Þessi umrædda gagnrýni væri ekki byggð á málefnalegum grundvelli heldur hreinar svivirðingar og óhróður. Sem dæmi nefndi hann að í blaðinu Reykjanesi væri þeim líkt við fasista eins og þeir hefðu verið á tímum Hitlers. Umræða i þessum stíl væri í raun ekki svara- verð. — Kom þessi mikli sigur ykkur á óvart? „Já, við bjuggumst við að fá 3—4 menn en ekki hreinan meiri- hluta. Fyrir bragðið eru nú í bæj- arstjórn fjórir af fimm sem ekki hafa setið í bæjarstjórn áður. Þessir tveir mánuðir hafa því farið í að kynna sér starfsemina og komast inn í málinþ — Hverju þakkar þú þennan sigur? „Það má segja að þar hafl kom- ið þrennt til. í fyrsta lagi urðu breytingar á listum allra flokk- anna og varð því fólk að gera upp hug sinn á ný. í öðru lagi vorum við lang duglegastir í kosninga- baráttunni og í þriðja lagi er mikil fylgisaukning hjá Alþýðuflokkn- um á landsvísu. Þar kemur til að vegna versnandi kjara lítur fólk til Alþýðuflokksins í von um meiri skilningþ — Hver eru stærstu verkefnin hjá ykkur í Keflavík? „Fjárfrekustu framkvæmdirn- ar eru gatnagerðin, sundmiðstöð- in, lagning gangstétta og vatns- veitan." — Er búið að gera nýja fjár- hagsáætlun? „Nei, við erum nú að endur- skoða núverandi fjárhagsáætlun. I Ijós hefur komið að hún mun ekki standast og verður því að draga úr framkvæmdum. Aætlað var að leggja 12 milljónir í sund- miðstöðina á þessu ári, en það verður líklega eitthvað dregið úr því“ — Þið eruð aðilar að Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum. Hvaða verkefni eru það helst sem tengja sveitarfélögin saman? „Það er Dvalarheimili aldr- aðra, Sorphreinsunarstöðin og Heilsugæslustöðin“ — Það urðu mikil blaðaskrif í vor vegna þess að miklir erfiðleik- ar eru hjá ykkur í sjávarútvcgin- um. Voruð þið í einhverjum póli- tiskum leik? „Á fyrsta fundi í bæjarráði skrifuðum við bréf til forsætis- ráðherra og báðum um fund til að ræða þessa sérstöðu okkar í sjáv- arútvegi. Sérstaða okkar er í því fólgin að allmörg skip hafa verið seld út úr byggðarlaginu og með þeim mikill kvóti. Þegar við erum að fara fram á að fá meiri kvóta þá erum við að fara fram á að eitt- hvað af þeim kvóta sem fór með þessum skipum verði skilað til okkar aftur. Halldór Ásgrímsson veit alveg hvernig í málinu liggur. Eitt af þeim fyrirtækjum sem hafa farið fram á aðstoð er Hrað- frystihúsið í Keflavík sem er í eigu kaupfélagsins og S.Í.S. Þannig að málið er honum í raun það ná- kontið að hann hlýtur að vita um hvað það snýst. Við þökkum Vilhjálmi fyrir spjallið og óskum honum velfarn- aðar í starfi. v_r/_ HOTEL KRISTINA NJARÐVÍK NÝTT HÓTEL - við bæjardyrnar! Alþjóðaflugvöllurinn á Keflavíkurflugvelli er í landi Njarðvíkur. HÓTEL KRISTÍNA er staðsett að Holtsgötu 47, Njarðvík.og er því í aðeins 5 mín. akstursleið frá flugstöðinni. í fyrsta skipti gefst landsmönnum nú kostur á að njóta 1. flokks hótelþjónustu „við bæjardyrnar" á ferðum sínum að heiman - og heim og þykir víst mörgum æði tímabært. OKKAR ÞJÖNUSTA: ■Ókeypis flutningur til og frá hóteli og flugstöð í nýjum hópferðabílum. HTveggja manna herbergi á kr. 2.100.- pr. nótt. ■ Eins manns herbergi á kr. 1.650.- pr. nótt. (Öll herbergi með fullkominni snyrtiaðstöðu, og hægt er að fá sjónvarp og síma inn á herbergin án endurgjalds.) BMorgunverður á kr. 200.-. BHóp- ferðaþjónusta. ■Bílaleiga. ■ Öll almenn hótelþjónusta. Ferðaþjónusta, sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. HOTEL KRISTINA SIMAR: 924444 92-3550

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.