Alþýðublaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 1
alþýðu-
Laugardagur 20. september 1986 180. tbl. 67. árg.
Alþýðuflokkurinn í Reykjavík:
Fulltrúar á
flokksþing
Síðast liðinn miðvikudag var
haldinn fundur í fulltrúaráði Al-
þýðuflokksfélaganna í Reykjavík.
Var það fyrsti fundurinn sem hald-
inn hefur verið eftir borgarstjórn-
arkosningar.
Á fundinum voru kosnir fulltrú-
ar á flokksþing úr Reykjavík. Rætt
var um málefni borgarinnar og
sagði Bjarni P. Magnússon borgar-
fulltrúi frá starfinu í borgarstjórn.
Auk þess ræddu menn stjórnmála-
viðhorfið almennt, væntanlegar
þingkosningar og undirbúning fyr-
ir framboð. Fulltrúaráð annast þau
mál fyrir kosningar. Formaður full-
.trúaráðsins er Björgvin Guð-
mundsson.
Eftirtaldir voru kosnir á flokks-
þing: Ásrún Hauksdóttir formaður
Félags ungra jafnaðarmanna,
Helga Guðmundsdóttir formaður
Kvenfélagsins, Ragna Bergman for-
maður Verkakvennafélagsins
Framsóknar, Björgvin Guðmunds-
son formaður fulltrúaráðsins, Grét-
ar Nikulásson og Ámundi Ámund-
son. Til vara voru kosnir, Jón
Hjálmarsson og Skjöldur Þor-
grímsson.
Væntanlegur formaður Alþýðu-
flokksins í Reykjavík mun einnig
verða fulltrúi á flokksþingi. Aðal-
fundur í félaginu verður haldinn 25.
september n.k.
Atvinna:
Góðæri í
bílabraski
„Jú, það virðist vera. Það er gíf-
urlega mikið hringt hingað, menn
sem vilja flytja inn notaða bíla. —
Það er verið að spyrja okkur um
tolla og útreikninga," sagði Jóns
Þór Steinarsson framkvæmdastjóri
Bílgreinasambandsins í samtali við
Alþýðublaðið í gær, en svo virðist
sem fleiri sjái sér hag í því að flytja
inn notaða bíla.
„Það virðist vera að menn fari út
og kaupi jafnvel fyrir nokkra ein-
staklinga í einu, eða þá að menn fari
út og kaupi kannski 10 bíla og selji
hér heima á markaðsverði. — Þú
flytur e.t.v. inn bíl sem kostar hér
heima á markaðsverði 280 þúsund
krónur og selur hann 90 þúsund
krónum dýrari. — 30% álagning og
enginn söluskattur. Menn virðast
því jafnvel hafa orðið af þessu at-
vinnuþ sagði Jónas.
Jónas sagði að auðvitað hefði
Framh. á bls. 2
Bjarni P. Magnússon, borgarráðsmaður flytur rœðu sina: Átak í þjónustuíbúðum fyrir aldraða með kaupleigu-
formi. Ljósm.: G.T.K.
43. Flokksþing Alþýðuflokksins:
Fjölmennasta þing í
70 ára sögu flokksins
Hannibal og Gylfi heiðursgestir þingsins
ÍSLAND FYKIK ALLA verður
kjörorð 43. flokksþings Alþýðu-
flokksins, sem haldiö verður að
HÓTEL ÖRK, Hveragerði, 3.-5.
október n.k.
Þetta verður langsamlega fjöl-
mennasta þing í 70 ára sögu flokks-
ins. 70 ára afmælisins verður
minnst með sérstakri afmælishátíð
að Hótel Örk laugardagskvöldið 4.
október.
Þátttökutilkynningar eru orðnar
það margar að Hótel Örk er löngu
fullbókað. 30 hús í Ölfusborgum,
orlofsheimilahverfi ASÍ við Hvera-
gerði, hafa þegar verið tekin á leigu
fyrir þingfulltrúa auk viðbótarhús-
rýmis á Hótel Selfossi og Hótel
Þórstúni. Allt bendir til að leigja
verði viðbótarhúsrými undir þing-
fulltrúa.
Meðal erlendra fulltrúa sem boð-
að hafa komu sína eru Jóhannes
Mihkelson, formaður Jafnaðar-
mannaflokksins í Eistlandi i útlegð.
Auk hans mæta til þingsins m.a.
fulltrúi Alþjóðasambands jafnað-
armanna, fulltrúi Samstarfsnefnd-
ar jafnaðarmannaflokkanna á
Norðurlöndum og fulltrúi sænska
jafnaðarmannaflokksins.
Þingið verður sett við hátíðlega
athöfn kl. 17 síðdegis föstudaginn
3. október. Jóhanna Sigurðardótt-
ir, varaformaður Alþýðuflokksins,
setur þingið.
Sérstakir heiðursgestir þingsins
verða tveir fyrrverandi formenn
flokksins, þeir Hannibal Valdi-
marsson og Gylfi Þ. Gislason. Er
búist við að þeir ávarpi þingfulltrúa
og gesti þeirra við þingsetninguna.
Benedikt Gröndal, sendiherra, gat
ekki þegið boð flokksins um að
sitja þingið vegna skyldustarfa
sinna erlendis.
Auk heiðursgestanna mun Ás-
mundur Stefánsson, forseti AI-
þýðusambands íslands, ávarpa
þingið. Alþýðusambandið minnist
einnig 70 ára afmælis síns sama
daginn, þar sem Alþýðusambandið
og Alþýðuflokkurinn voru ein og
sama hreyfingin fyrsta aldarfjórð-
unginn.
Setningarathöfninni lýkur með
ræðu Jóns Baldvins Hannibalsson-
ar, fromanns AlþýðuPokksins. Að-
almál þingsins verða skv. boðaðri
dagskrá, tillögur undirbúnings-
nefnda, sem llestar hafa þegar verið
sendar flokksfélögum til umfjöll-
unar. Þessar tillögur eru um:
* Nýtt skattakerfi.
* Nýtt húsnæðislánakerfi.
* Einn lífeyrissjóð fyrir alla
landsmenn.
* Nýja atvinnustcfnu.
* Samræmda launastefnu.
Flokksþinginu er ætlað að
Framh. á bls. 2
t
Kvótakerfið:
Ofstjórnunartæki kontórista
— segir Jón Baldvin Hannibalsson formaður
Alþýðuflokksins. Sjávarútvegsráðherra vill
kvótakerfi til frambúðar. Jón Baldvin and-
mœlir kvóta í samtali við Alþýðublaðið:
„Sjávarútvegsráðherra hefur
nú boðað, að hann muni beita sér
fyrir framlengingu kvótakerfis til
ársins 1990. — Hann er því við
sama heygarðshornið og í fyrra.
Fljótsagt er ég algjörlega and-
vígur því, að kvótakerfið festist í
sessi. Þingmenn Alþýðuflokksins
voru þeirrar skoðunar í fyrra, og
ég treysti'því að svo sé. En hafi
eitthvað breyst, þá hefur andstað-
an harðnað. Rökin fyrir því eru
margvísleg.
1) Kvótakerfi, sem byggir á út-
hlutun afla á skip fyrir meðaltal
margra ára, mun til frambúðar
leiða til stöðnunar fyrir sjávarút-
veginn. Það er andstætt sjálfu eðli
allrar veiðimennsku. Það útrýmir
að lokum allri hvatningu til þess
að skara fram úr. Það dregur nið-
ur aflamenn og úrvals skipshafnir
og lögleiðir meðalmennsku. Það
úthlutar fáeinum útgerðarmönn-
um í raun og veru eignaraðild að
aðalauðlind þjóðarinnar og er því
andstætt anda, ef ekki bókstaf
stjórnarskrárinnar.
Kvótakerfið dregur úr fram-
leiðni og eykur tilkostnað við
veiðarnar, þegar til lengdar lætur,
af því að það byggir á þeim grund-
vallarforsendum að úthluta of
mörgum skipum takmörkuðum
afla. Ella væri það augljóslega
óþarft.
2) Rökin fyrir kvótakerfi
hljóta að lokum að byggjast á nið-
urstöðum fiskifræðinga um veiði-
þol nytjastofna. Það eru engin
fiskifræðileg rök fyrir því að
handfæri og lína ofbjóði veiði-
þoli. Það er tvímælalaust nauð-
syn að hafa strangar reglur um
netaveiði og eftirlit með settum
reglum. Sérstaklega á það við um
fjölda neta i sjó og að þeirra sé
reglulega vitjað. Til þess þarf ekk-
ert andskotans kvótakerfi heldur
almennilega landhelgisgæslu.
3) Það eru togararnir, sem eru
hin stórtæku veiðitæki, er geta of-
boðið veiðiþoli nytjastofna og
þurfa þess vegna að vera undir
stjórn. Sér í lagi þarf að afstýra
hefðbundnum aflatoppum sem
eru langt umfram vinnslugetu í
landi. Þessir aflatoppar eru
venjulega á sama tíma og þjálfað
fiskvinnslufólk er í leyfi. Með-
ferðin á þessum afla hefur því ver-
ið forkastanleg. Þar hafa mill-
jarðar verið látnir fjúka út í veður
og vind. — Þessu þarf að afstýra.
Það á að gera á grundvelli til-
lagna, sem Farmanna- og fiski-
mannasambandið samþykkti á
siðast liðnu hausti í staðinn fyrir
kvótakerfið.
Til greina kemur lika ný út-
færsla á „skrapdagakerfinu“
gamla og sóknarkvóta, sem togar-
arnir hafa tekið upp í vaxandi
mæli. Það segir sína sögu um
þetta ofstjórnarkerfi, kvóta per
skip, að hefðu ekki verið á því ör-
yggisventlar, sem eru sóknarkvóti
togaranna og kvótasalan, þá væri
þetta kvótakerfi löngu sprungið
og ekki fyndist einn einasti maður
í greininni sem mælti því bót.
4) Staðreyndin er sú, að for-
sendur fyrir spám fiskifræðinga
hafa engar staðist í reynd. Það er
ekki sagt fiskifræðingum til lasts.
Þeir eru nauðsynlegir, meira að
segja lífsnauðsynlegir. En það er
aðalsmerki allra manna, sérstak-
lega fræðimanna, að þekkja tak-
mörk sín og ætti að styrkja okkur
í trúnni á forsjónina Þrátt fyrir
allt er það enn svo að skapari allra
góðra hluta ræður meiru um nátt-
úruskilyrði sjávar en kontóristar
kvótakerfisins — Guði sé lof.
5) Það þarf ekki nema líta til
afleiðinga kvótakerfis Framsókn-
ar í landbúnaðinum til þess að sjá,
hvernig þetta verður ef þetta hel-
viti heldur áfram.
Sjávarútvegsráðherra telur að
hagur útgerðar hafi batnað, og
allt sé það kvótanum að þakka.
„Þetta er bara rugl í ráðherran-
um“ segir Jón Baldvin. „Hagur
útgerðar hefur batnað af því að, í
fyrsta lagi er landburður af fiski
undir handleiðslu Guðs almátt-
ugs, þrátt fyrir Halldór. í öðru
lagi vegna þess að útgerðin hefur
brotist undan miðstýringavaldi
söluhringanna og farið að selja
ferskan gæðafisk beint á markað.
Annars væri trúlega öll útgerð á
hausnum. — Þannig að þetta er
misskilningur hjá ráðherranum.
Við þurfum nú að endurskoða
grundvallarþætti útgerðar og
fiskvinnslu á íslandi út frá nýjum
viðhorfum. — í fyrsta lagi að því
er varðar veiðarnar, þurfuni við
að aflétta kvótakerfinu. í öðru
lagi er áhrifaríkasta tækið til að
auka gæði að innleiða aukna sam-
keppni um gæði, sem gerist ekki
nema það borgi sig að skila góðri
vöru. Til þess að það borgi sig
þurfum við að gera hið snarasta
tilraun til þess að koma hér upp
raunverulegum uppboðsmarkaði
á fiski. Þá mundi það gerast af
sjálfu sér að kaupendur mundu
borga meira fyrir góðan fisk en
vondan. í öðru lagi; við þurfum
að losa um miðstjórnarvald stóru
söluhringanna og stórauka frjáls-
ræði i útflutningi á fiskafurðum.
Það gerist ekki nema með því
móti að þeir, sem eru að stjórna
þessum hundrað frystihúsum, fái
aukið sjálfræði um framleiðsluna
og reksturinn og hafi hver og einn
milliliðalaust samband við mark-
aðinn. Aðeins með því móti getur
frystiiðnaðurinn losnað úr þeirri
kreppu sem hann er nú í. Hún lýs-
ir sér í háum tilkostnaði, stöðnun
Framh. á bls. 2