Alþýðublaðið - 20.09.1986, Blaðsíða 4
alþýöu-
■ n rntm
Laugardagur 20. september 1986
\lþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Rilstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Danielsson, Ása Björnsdótlir, Kristján
Þorvaldsson,
Framkvæmoastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
Sálræn áföll í
herþjónustu
Það er algengt að þeir menn sem
gegna herþjónustu þola ekki álagið
og brotna saman. Gorm Odden
Petersen hefur haft marga þeirra til
meðferðar og í flestum tilvikum er
ekkert athugavert við geðheilbrigði
þeirra. Að sögn hans er eitt af því
mikilvægasta að ryðja burt for-
dómum sem menn eru haldnir
gagnvart stofnunum þar sem unnið
er að geðlækningum, því mörgum
finnst þeir ekki eiga viðreisnar von
ef þeir hafa þurft að leggjast inn á
geðsjúkrahús.
En það þarf ekki að vera slæmur
hlutur í sjálfu sér að komast í tíma-
bundna sálarkreppu. Fái menn að-
stoð sérfræðings læra þeir að
þekkja sjálfa sig og takmörk sín og
eru betur færir um að hefja nýtt og
betra líf.
Um það bil 2% danskra her-
manna lenda í þeim kringumstæð-
um að læknar og sálfræðingar
þurfi að taka til sinna ráða. Kring-
um Vt af þeim hópi eru síðan leystir
frá herþjónustu áður en tími þeirra
er útrunninn. Venjulega er það gert
að ráði viðkomandi læknis. Að vísu
fjallar sérstök nefnd innan hersins
um málið, en það er fátitt að sú
nefnd ógildi dóm læknanna.
Að sögn Gorm Odden Petersen er
hlutfall heimsendra hermanna
lægra í Danmörku en nokkurs stað-
ar annars staðar. Það þakkar hann
mannúðlegum herlögum og virkri
aðstoð við þá sem eru hjálpar þurfi.
Til dæmis eru sjálfsmorð nærri
óþekkt fyrirbrigði meðal danskra
hermanna, en það er næsta algengt
í herþjónustu yfirleitt.
Ekki gengur herþjónustan þó al-
gerlega snurðulaust fyrir sig og það
er m.a. hlutverk sálfræðinganna að
benda yfirmönnum hersins á það ef
óeðlilega mörg vandamál koma
upp á tilteknum stöðum. Það veld-
ur þeim nokkrum áhyggjum að
ungt fólk í Danmörku hefur vax-
andi tilhneigingu til að krefjast og
beita sjálft ströngum aga og þess
gætir jafnt í hernum sem annars
staðar í samfélaginu. Hins vegar
hafa margir þeirra sem nú gegn her-
þjónustu verið aldir upp við mikið
frelsi. í skólanum vöndust þeir hóp-
vinnu og rökræðum með þátttöku
allra og það veitist þeim erfitt að
sætta sig við að ganga i takt og
hlýða skilyrðislaust. Af því skapast
ýmsir árekstrar þegar kemur að því
að gegna herskyldu, en þau vanda-
mál er vanalega hægt að leysa ef
nógu fljótt er brugðist við þeim.
Karlmannshlutverk
Eitt af algengustu vandamálum
sem Gorm Odden Petersen hefur
rekið sig á í starfi sínu, eru erfiðleik-
ar danskra hermanna að aðlagast
þeirri karlmennskuímynd sem ætl-
ast er til af þeim. Margir þeirra sem
koma til meðferðar hafa ekki haft
föðurímynd til fyrirmyndar í upp-
vextinum og eiga því erfitt með að
ganga inn í það karlmennskuhlut-
verk sem af þeim er krafist í hern-
um. Við að koma í umhverfi þar
sem líf og starf er byggt á mjög rót-
gróinni hlutverkaskiptingu að hætti
karlmanna, missa þeir fótfestuna
og tekst ekki að komast á réttan
kjöl af eigin rammleik. Margir
skilja alls ekki af hverju erfiðleikar
þeirra stafa og það er meginástæð-
an fyrir vanda þeirra. Margir leita
trausts og halds í þessu fastákveðna
hegðunarmynstri, en öðrum verður
það um megn, hafi þeir ekki vanist
því áður.
Önnur tilfelli eru líkari því sem
gerist í samfélaginu yfirleitt. Það
eru samskiptaörðugleikar af ýmsu
tagi, menn sem eru hafðir utanveltu
og eru hafðir að skotspæni þar til
þeir missa móðinn. í öllum tilvik-
um þykir það gefast vel að koma á
hópfundum manna með ýmiss kon-
ar vandamál, þar sem þau eru rædd
opinskátt og hreinskilnislega.
Margir eru haldnir þeirri grillu að
þeirra vandamál séu einsdæmi og
að þeir séu öðruvísi en allir aðrir.
Það er ótrúlega mikil hjálp í því
einu að komast að því að svo er
ekki, segir Gorm Odden Petersen.
Geðlækningar markaðssettar
— ágóðanum varið til að auka og bœta þjónustuna
A ríkisspítalanum í Kaupmanna-
höfn hefur verið tekin upp sú ný-
breytni að láta viðskiptavini greiða
sérstök gjöld fyrir sumt af þeirri
þjónustu sem þar er látin í té. Á
neyðarvakt geðdeildarinnar sem
komið var á fót s.l. vor hefur að-
sóknin verið svo mikil, en fjármun-
ir til rekstrarins af svo skornunt
skammti, að sjúklingar hafa verið
látnir greiða allt að 720 Dkr. (um
3000 ísl.) fyrir einnar klst. læknis-
þjónustu.
Að sögn yfirlæknisins, Gorm
Odden Petersen, sem jafnframt er
forstöðumaður deildarinnar, eru
uppi áætlanir um að markaðssetja
meðferðina gegnum auglýsingar í
fagblöðum. Rekstur deildarinnar
yrði þá sjálfstæður, með eigin síma-
þjónustu og starfsliði, aðgreindur
frá annarri starfsemi stofnunarinn-
ar.
Tilgangurinn með starfseminni
er að sögn yfirlæknisins ekki ein-
göngu sá að koma þvi fólki til að-
stoðar, sem hefur fengið taugaáfall
eða orðið skyndilega fyrir andlegri
truflun, heldur í og með að afla fjár
til að halda uppi annarri starfsemi
sjúkrahússins. Með þeim tekjum
sem aflast er ætlunin að auka og
bæta þjónustuna á öðrum sviðum.
Meðferðin ber árangur
Nú þegar hafa ýmsar stofnanir,
t.d. bankar og sparisjóðir gert
samning við sjúkrahúsið um að
starfsmenn þeirra fái meðhöndlun
á deildinni í neyðartilvikum, t.d.
eftir rán eða morðhótanir og ætla
fyrirtækin að greiða allan kostnað.
Þetta starf er nú þegar hafið.
Neyðarhjálpin ber árangur. Um
það er Gorm Odden Petersen ekki í
nokkrum vafa, en hann hefur langa
reynslu af að meðhöndla fólk með
tímabundna, sálræna erfiðleika,
einkum þau sálrænu áföll sem
menn varða fyrir á meðan þeir
gegna herþjónustu. í sumum tilvik-
um getur eitt einasta viðtal nægt til
að koma fólki yfir erfiðasta hjall-
ann.
Ástæðurnar fyrir því að menn
leita sálfræðilegrar aðstoðar eru
margar og mismunandi, en með-
ferðin byggist í grundvallaratriðum
á því sama; að rifja upp atburðinn
sem upphaflega kom þeim úr jafn-
vægi. Þá skiptir ekki meginmáli
hvort menn hafa orðið fyrir líkams-
árás, sprengjuárás, fengið slæma
reynslu í herþjónustu eða verið
teknir sem gíslar. Flestir þurfa á að-
stoð að halda til að geta náð and-
legu jafnvægi eftir að hafa lent í
slíkum hörmungum.
Það er mikilvægt að komast und-
ir læknishendur sem allra fyrst.
Stundum nægir að sjúklingurinn
komi í viðtöl á göngudeild, en þeir
sem eru sérlega illa haldnir eru
lagðir inn um stundarsakir, sérstak-
lega þeir sem búa einir og hafa eng-
in fjölskyldu- eða vinatengsl.
Gorm Odden Petersen, yfirlœknir
við Ríkisspítalann í Kaupmanna-
höfn.
Molar
Landslög
Nokkuð hefur verið óljóst upp á
síðkastið hverjir fara með löggjaf-
arvald í landinu. Fram að þessu
hefur verið talið að það sé fyrst og
fremst Alþingi, og má reikna með
að sú skoðun sé enn nokkuð al-
menn. Einnig hefur ekki verið á
hreinu hver lögsagan er né hvort
einhverjir íslendingar á íslandi
kunni að vera undanþegnir lög-
um.
Fulltrúar minnnihlutans í borg-
arstjórn hafa séð ástæðu til að út-
skýra þessi mál fyrir ríkjandi
meirihluta í borgarstjórn. Mun
það tilkomið vegna ákvörðunar
meirihlutans um að setja á lagg-
irnar í Reykjavík sérstakt skóla-
málaráð. En samkvæmt landslög-
um, nánar tiltekið grunnskólalög-
um er það fræðsluráð Reykjavík-
ur sem fara skal og farið hefur
með þau mál sem skólamálaráði
er ætlað að sinna. Fulltrúar
minnihlutans vilja að Skólaskrif-
stofu menntamálaráðuneytisins
verði falið að kveða á um lög-
formlegan úrskurð. í greinargerð
reyna síðan fulltrúarnir að út-
skýra málið fyrir lögfræðingnum
Davíð Oddssyni og öðrum lög-
lærðum sem ólöglærðum fulltrú-
um meirihlutans.
„Landslög gilda fyrir alla
landsmenn. Þau gilda því fyrir
meirihlutann í Reykjavík jafnt
sem aðra.
Lög um grunnskóla eru lands-
lög, sem gilda fyrir alla þá sem
undir þau falla. Þau gilda fyrir
börn og ungmenni í grunnskólum
Reykjavíkur og ákvæðin í kaflan-
um um stjórn grunnskóla gilda
auðvitað á sama hátt um þá, sem
um þau mál fjalla hér í Reykja-
vík...“
•
Slys
í nýútkominni skýrslu Umferðar-
ráðs kemur í Ijós að ágústmánuð-
ur er slysaflesti mánuður
ársins fram að þessu.
Alls urðu 69 slys með meiðslum
og 2 dauðaslys. Þetta er töluverð
fjölgun frá því í júlí, en þá urðu 51
slys með meiðslum og 2 dauða-
slys. Þá eru þetta líka fleiri slys en
urðu í sama mánuði 1985, en þá
urðu 52 slys með meiðslum, en
ekkert dauðaslys.
Þegar á heildina er litið hefur
umferðarslysum fækkað, frá því í
fyrra, á tímabilinu janúar —
ágúst, en 1985 höfðu orðið 397
slys með meiðslum, en á árinu
1986 hafa orðið 327 slys. Dauða-
slysum hefur fjölgað úr 13 í 17 og
er það ógnvænleg þróun.
Þa skal á það bent að enn stend-
ur yfir umferðarátak lögreglu og
Umferðarráðs gegn hröðum
akstri og ölvunarakstri.