Alþýðublaðið - 02.10.1986, Síða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1986, Síða 1
alþýöu- blaðiö 1 Fimmtudagur 2. október 1986 188. tbl. 67. árg. Skólaakstur; „Verið að taka peninga úr jöfnunarsjóði“ — segir Björn Friðfinnsson formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Vaxtalœkkun Þorsteins Pálssonar: Hávaxtastefnan lifir Lækkun vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs hefur ekki leitt til alhliða vaxtalækkunar, sem búist var við. En það var m.a. forsenda þess að lífeyrissjóðirnir gengu að kaupum spariskírteina með 6,5 °7o vexti, í stað 8% áður. „Það er eingöngu verið að taka peninga frá jöfnunarsjóði. — Með því er verið að láta sveitarfélögin jafna aðstöðu manna til búsetuskii- yrða. Ég hefði haidið að það ætti að vera hlutverk ríkisins en ekki sveit- arfélaga," sagði Björn Friðfinnsson formaður sambands sveitarfélaga í samtali við Alþýðublaðið í gær að- spurður um ákvörðun þá er tekin hefur verið í ríkisstjórn að hætta við niðurskurðarhugmynd mennta- málaráðherra Sverris Hermanns- sonar um lækkuð framlög ríkisins til reksturs mötuneyta, heimavista Ólafur Egilsson sendiherra í London I utanríkisráðuneytinu hafa verið ákveðnar eftirfarandi tilfærslur í utanríkisþjónustunni: Einar Benediktsson, sendiherra í London, tekur við embætti sendi- herra í Brussel 1. nóvember n.k. Ólafur Egilsson, skrifstofustjóri utanríkisráðuneytisins, tekur við embætti sendiherra í London 1. nóvember n.k. og skólaaksturs. Ríkisstjórnin mun hins vegar hafa ákveðið, að gera ráð fyrir í fjárlagafrumvarpinu til- færslu á fjármagni til sveitarfélaga að upphæð 200 milljónir króna sem er sama upphæð og niðurskurðar- hugmynd ráðherrans gekk út á. Hugmyndir ráðherrans hafa mætt mikilli andstöðu sveitar- stjórnarmanna, sem meðal annars hafa talið ráðherrann sniðganga al- mennar vinnureglur þar sem sam- ráð er haft við aðila er málið snertir. „Greiðslurnar til skólaakstursins mun leiða til lækkunar almennra framlaga úr jöfnunarsjóði" sagði Björn, „stærri sveitarfélögin verða látin greiða fyrir þau minni!‘ Björn telur málið alls ekki út- kljáð og segir að það muni verða rætt á samráðsfundi ríkis og sveit- arfélaga. Blaðamaður spurði hann hvort ráðherra hefði ekki einmitt hundsað þann samstarfsvettvang fram að þessu og hvort ástæða væri til að ætla að hann gerði breytingu á. „Hann hefur haft þann stjórnun- arstíl, að senda sveitarstjórnar- mönnum orðsendingar í gegnum fjölmiðla. Það verður bara að koma í Ijós hvort hann vill halda því áfram" sagði Björn Friðfinnsson. „Hún hefur að mínu mati ekki komið fram, vegna þess að m.a. hefur ennþá verið haldið áfram að endurkaupa skírteini á gömlum vöxtum. Þeir hættu að kaupa ný en endurkeyptu á háum vöxtum. — Á sama tíma hefur spennan á pen- ingamarkaðnum aukist gifurlega”, sagði Þröstur Ólafsson fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar í samtali við Alþýðublaðið í gær inntur álits á vaxtalækkun þeirri er búist var við í kjölfar ákvörðunar fjármála- ráðherra, að lækka vexti á spari- skírteinum ríkissjóðs úr 8% í 6,5%. Lífeyrissjóðirnir gengu meðai ann- ars að þeim skilmálum við fjár- mögnun nýja húsnæðislánakerfis- ins á þeim forsendum að aðgerðin leiddi til almennrar vaxtalækkunar. Þröstur telur að aðgerð Þorsteins Pálssonar hafi engan veginn dugað ein og óstudd. „Það hafa önnur öfl kippt í spottann um leið, þessi gíf- urlega spenna er til komin m.a. vegna ástandsins í ríkisbúskapnum. Ætli hallinn á ríkissjóði sé ekki Sem kunnugt er af fréttum var nýlega gengið frá kaupum KRON á versluninni Víði í Mjóddinni. Nýir eigendur tóku síðan formlega við rekstrinum í gær og heitir stór- markaðurinn nú Kaupstaður. í til- efni af opnuninni auglýstu þeir í blöðunum sérstaka Kaupstaðar- veislu, undir yfirskriftinni: Til gam- ans á virkum degi! Og höfðu víst margir gaman af og nutu góðs af því vegna misskilnings milli nýju eigendanna og auglýsingastofunn- ar slæddist inn sú meinlega villa að lambakjöt af nýslátruðu væri á sér- stöku „veislutilboði“ kr. 198,- per kg. Á þessu verði gátu menn valið núna um 4 milljarðar króna. — Hallinn á viðskiptum við útlönd Á flokksstjórnarfundi Alþýðu- flokksins í fyrrakvöld var einróma samþykkt að veita Félagi frjáls- lyndra jafnaðarmanna aðild að Al- þýðuflokknum. í ræðum fundar- manna kom fram mikill stuðningur við þessa aðild. Fundinum barst eftirfarandi bréf frá hinu nýja félagi: „Hið nýstofn- aða Félag frjálslyndra jafnaðar- manna sækir hér með um aðild að Alþýðuflokknum. Félagið skuld- bindur sig til að hlíta stefnuskrá Al- 'þýðuflokksins og undirgangast lög hans. Meðfylgjandi eru lög félags- sér, læri, hrygg eða bóg af nýslátr- uðu fjallalambi, villikryddað og beint í ofninn. Þarna átti að standa 298 krónur og hefðu margir verið ánægðir með slíka lækkun, sem hefði þýtt 60 króna afslátt. Hins vegar varð afslátturinn 120 krónur vegna þessa „prentvillupúka". Púkinn hitti hins vegar í mark og var strax troðið út að dyrum þegar Kaupstaður opnaði í gærmorgun. Forráðamenn fyrirtækisins sem hugðust leiðrétta verðið hættu snarlega við allar slíkar hugmyndir og var verðið látið halda sér fram eftir degi. um 2—3 milljarðar og yfirdráttur viðskiptabankanna hjá Seðlabank- anum um 2 milljarðar. Þetta er um- fram eftirspurn upp á um 10 mill- jarða króna!‘ „Jú menn vonuðust eftir meiri ins og yfirlýsing fyrrum trúnaðar- manna Bandalags jafnaðarmanna!* í lögunum kemur m.a. fram, að tilgangur félagsins sé að vinna að framgangi upplýstrar jafnaðar- stefnu í anda valddreifingar, lýð- ræðis og frelsis. Þetta skuli gert með útgáfustarfsemi, ráðstefnum og öðrum þeim aðferðum sem væn- legar þykja stefnunni til framdrátt- ar. í yfirlýsingu þingflokks, lands- nefndar og framkvæmdastjórnar Bandalags jafnaðarmanna segir m.a.: „Á undanförnum árum hefur Alþýðuflokkurinn tekið miklum stakkaskiptum. Áherslur hans í stjórnmálum eru nútímalegri og frjálslyndari en áður. í sveitar- stjórnakosningunum s.l. vor stað- festi Alþýðuflokkurinn að hann hefur möguleika og vilja til að beita sér fyrir róttækum breytingum í ís- lenskum stjórnmálum. Því hefur nú myndast grundvöllur fyrir sam- vinnu þessara tveggja stjórnmála- hreyfinga. Þess vegna ákveða þeir, sem gegna trúnaðarstörfum á vegu Bandalags jafnaðarmanna nú að segja af sér þeim störfum. Þess í stað hafa einstaklingar úr röðum þess myndað með sér Félag frjáls- lyndra jafnaðarmanna sem gengur til liðs við Alþýðuflokkinn á næstu dögum. Þar munu þeir vinna að framgangi stjórnmálaskoðana sinna á nýjum vettvangi" Eins og fyrr sagði var einróma samþykkt, að veita þessu nýja félagi aðild að Alþýðuflokknum. Kjarabœtur: Villa í auglýsingatexta lækkaði lambakjötsverð Framh. á bls. 2 Félag Frjálslyndra jafnaðarmanna: Aðildin einróma sam- þykkt í flokksstjórn Aldrei meiri þörf fyrir kvennaathvarfiö en nú „Kvennaathvarfið var opnað 6. desember 1982 og ekkert lát hefur verið á aðsókninni síðan, en aðal- breytingin sem orðið hefur á þessu ári er sú, að í stað tveggja „toppa“ sem við höfum haft á hverju ári fram að þessu, þá var mikil aðsókn hjá okkur þegar í upphafi þessa árs og hélst hún al- veg þangað til leið á sumarið, en þá dró aðeins úr henni,“ sagði Álfheiður Ingadóttir, gjaldkeri Samtaka um kvennaathvarf í samtali við blaðið. „Það er óendanlegt hvað við getum tekið á móti mörgum kon- um og við úthýsum engri konu sem þarf á okkur að halda. Við er- um með sex svefnherbergi með ellefu rúmum, en það hafa verið tuttugu og fimm manns í húsinu" „Hefur reynslan leitt í ljós þörf- ina fyrir kvennaathvarf?" „Já, það er alveg ljóst að Kvennaathvarfið er komið til þess að vera. Við erum búnar að reka athvarfið í bráðum fjögur ár og þetta er komið í nokkuð fastar skorður, það vita orðið flestir, ef ekki allir landsmenn um tilvist þessa kvennaathvarfs, og það er greinilega mjög mikil þörf fyrir það. Til okkar leita konur orðið hiklaust úr öllum landshlutum. Á síðasta ári voru hjá okkur konur úr átján sveitarfélögum og á fyrri hluta þessa árs höfðu komið til okkar konur úr fimmtán sveitar- félögum!* „Finnst þér aðsóknin aukast frá ári til árs?“ „Það er ekki hægt að fullyrða um það, en aðsóknin á fyrri hluta þessa árs var langt um meiri en hún hefur nokkurn tímann verið.“ 90°7o þessara kvenna beittar ofbeldi „Hverjar eru helstu ástæður þess að konur leita til ykkar?“ „Það eru mjög margar ástæður tilgreindar. Tæplega 90% kvenna tilgreina ofbeldi á heimilunum og 40% þeirra kvenna sem til okkar koma eru með áverka. Andlegt ofbeldi er nefnt í 80% tilfella, 15% nefna ofbeldi gegn börnum og það eru uppi morðhótanir og fleira og fleira. Það er þó athyglis- vert að það er ekki nema um það bil helmingur kvennanna sem gef- ur upp aö átengi, lyf eða að hvort tveggja sé með í spilinu hjá öðru hjóna eða báðum.“ „Verður Kvennaathvarfið stofn- að víðar á landinu?" „Við bjuggumst alltaf við því í upphafi að það væri þörf fyrir meira en eitt kvennaathvarf á ís- landi, enda hefur þróunin verið sú á hinum Norðurlöndunum. Ef við tökum dæmi af Noregi, þá var opnað þar kvennaathvarf'í Osló 1978, en það var fyrsta kvennaat- hvarfið á Norðurlöndum, og nú eru kvennaathvörf í Noregi orðin yfir þrjátíu talsins. Þau eru rekin með mjög svipuðu formi og þetta kvennaathvarf hér og það eru sveitarfélögin á hverju svæði fyrir sig sem standa undir kostnaðin- um. Við bjuggumst við því í upphafi að þróunin yrði svipuð hér, sem sagt sú að hér myndu rísa upp fleiri kvennaathvörf. Eftir að gerð var tilraun með kvennaathvarf á Akureyri á síðasta ári, þá er ljóst að það verður einhver bið á þvi vegna þess að það athvarf var ekki notað að því marki sem í rauninni var þörf fyrir. Konur frá Akur- eyri, Eyjafirði og reyndar frá Norðurlandi öllu, komu frekar hingað til Reykjavíkur heldur en að leita til kvennaathvarfsins á Akureyri. Ástæðan er líklega sú að Akureyri er ekki nægilega fjöl- mennur staður, enn sem komið er!‘ Stórviðgerð á húsinu „Og hvað er helst á döfinni hjá ykkur núna?“ „Við stöndum í stórræðum með viðgerðir á húsinu okkar, sem við keyptum fyrir söfnunarfé árið 1983, en við höfum ekki getað sett eina einustu krónu í viðhald á húsinu í þrjú ár. Það eru að hefj- ast núna viðgerðir sem munu kosta áreiðanlega hátt í eina mill- jón króna. Við höfum notið mjög góðs stuðnings frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum og það hefur þegar safnast í þenn- an viðgerðarsjóð okkar urn það bil ein milljón króna, þannig að bráðasta viðhald á þessu ári er tryggt. þ.e.a.s. nýtt þak, nýir gluggar og utanhússviðgerðir!* Sveitarfélögin bregðist vel við „Reksturinn út árið er hins veg- ar ekki tryggður ennþá og rekstur- inn á næsta ári er vissulega nokk- uð sem við erum þegar farnar að hafa áhyggjur af. Við förum svona hvað úr hverju að banka uppá hjá sveitarfélögunum og leita fyrir okkur með fjárveitingar fyrir næsta árý sagði Álfheiður Ingadóttir, gjaldkeri Samtaka um kvennaathvarf að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.