Alþýðublaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 2. október 1986 rRITSTJORNARGREIN- Þjóðarsómi í veði Skyndilegaer ísland komið í heimsfréttimar. Leiðtogar voldugustu ríkja heims ætla að hitt- ast á eyju í Atlantshafi, miðja vegu á milli Moskvu og Washington. Þeir ætla að ræða mikilvægustu mál heimssögunnar; friðsamleg samskipti, afvopnun og hvernig koma megi í veg fyrir pá tortímingarhættu, sem yfir mann- kyni vofir. Auðvitaðerpaðmikill heiðurfyriríslendinga, að leiðtogarnir skuli vilja hittast á íslandi. En það leggurþjóðinni mikíarskylduráherðar. Öll fjölmiðlaaugu heims munu beinast að íslandi í marga daga. Og þegar hafa heyrst raddir i út- löndum um að staðarvalið sé ekki heppilegt. Það skorti hótel og öryggisgæslu og fjar- skiptamöguleikar séu ekki nægir. tn við tökum ekki mikið mark á svona gagn- rýni. Hún hlýturað komafrámönnum, sem Iftið þekkjatil hérálandi.eðanennaekkiaðferðast hingað. Engu að síður eykur gagnrýnin kröfur um að allt fari vel úr hendi við undirbúning fundarins. Það væri lakara ef fulltrúar heims- fjölmiðlanna færu heim óánægðir með þjón- ustu og viðmót. Islendingarverðaaðhorfast íauguviðþástað- reynd, að margir þeirra manna, sem hingað koma vegna fundarins, vita sáralttið um land og þjóð og telja ísland á mörkum hins byggi- lega heims. Það er ekkert smámál að breyta þessum skoðunum og sýna og sanna með fullri reisn, að þjóðin er þeim vanda vaxin að hýsa hina voldugu gesti. Reykjavíkurfundurinn getur orðið býsna sögulegur og markað upphaf verulega bættrar sambúðar stórveldanna. Þó er því ekki að leyna, að margir sérfræðingar [ alþjóðamálum telja, að enn beri svo mikið á milli í tillögum Gorbachevs og Reagans í afvopnunarmálum, að fundurinn hér muni ekki þjóna verulegum tilgangi sem undirbúningur undir annan og veigameiri fund. tn það er af hinu góða að leiðtogarnir skuli setjast niður og ræðast við. Það væri kannski ráð að bjóða þeim í heita pottinn í Sundlaug Vesturbæjar. Þar hafa mörg vandamál verið leyst. Síðan ætti að leyfa þeim að sitja i f riði og ró I ráðherrabústaðnum á Þingvöllum, njóta náttúrufegurðar og kyrrðar svo þeir megi skynja betur tilgang þess að halda notkun kjarnorkuvopna I skefjum. Þetta eru jú bara menn. tn gamanlaust, þá er þessi fundur mikilvæg- ur fyrir alla heimsbyggðina. Til hans verður vitnað I allri stórveldaumræðunni löngu eftir að honum lýkur. Það er þvl mikilvægt, að ís- lendingar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að hann gangi snurðulaust, og að enginn trufl- un verði, sem varpar rýrð á land og þjóð. Pað er mikilvægt að íslensk stjórnvöld láti þetta tækifæri ónotað til að ræða samskipti sín við þessar stórþjóðir. Slfkt er ekki við hæfi. Mistakist undirbúningur fundarins og komi fram alvarlegir hnökrar fundardagana, getur það orðið mikið áfall fyrir álit þjóðarinnar út á við. Pess vegna er nauðsynlegt að allir sameinist um að beita kröftum sínum til að taka vel á móti þjóðarleiðtogunum og fylgdarliði þeirra.Takist vel til er ekki að efa að fleiri mun fýsa að funda á íslandi. Þessarþrjár stóðu sig best i heilsuskokkinu ísumar. Frá vinstri: Guðríður Glsladóttir, Sóiveig Kolbeinsdóttir og Anna Sigurðardóttir. Hópur afgalvöskum heilsuskokkurum. Ábyrgð h.f. og ÍR: 214 skráðu sig í heilsuskokk _ í tilefni 25 ára starfsafmælis Ábyrgðar hf., tryggingafélags bind- indismanna, hinn 18. mars 1986, ákvað stjórn félagsins að helga af- mælisárið hinum nýja lífsstíl heil- brigðis og hollustu í anda mark- miða Alþjóða heilbrígðisstofnun- arinnar um heilbrigði allra árið 2000. Eitt af verkefnum félagsins í þessum anda var að stofna til sk. heilsuskokks fyrir almenning, sem var fyrst og fremst ætlað þeim sem ekki hafa stundað líkamsrækt áður. Var fenginn til aðstoðar hinn góð- kunni frjálsíþróttaþjálfari ÍR Guð- mundur Þórarinsson. í ljós kom strax á fyrstu æfingu hinn 18. júní að mikill áhugi var fyrir þessari starfsemi, fjöldi manns skráði sig í Heilsuskokks- klúhhinn þá þegar, fólk á öllum aldri, konur, karlar og börn. Alls skráðu sig 214 í Heilsuskokkið í sumar og hafa margir tekið þátt í æfingunum á skokkbrautunum við Laugardalslaugina þrisvar í viku hverri. Flestir á æfingu voru 114 talsins, en að jafnaði sóttu 50—60 hverja æfingu. Og það kom einnig í ljós að margir, konur og karlar, höfðu aldrei stundað líkamsrækt áður, en gafst nú gott tækifæri til að reyna, þvi Guðmundur þjálfari leiðbeindi hverjum og einum með hliðsjón af aldri, líkamsstyrk og fyrri æfing- um, og gætti þess að enginn ofgerði sér. Þetta fólk hefur haft mikla ánægju af hreyfingunni og útivist- inni og hefur fundið, hvernig því hefur jafnt og þétt vaxið þróttur og þol, bæði til líkama og sálar. Síðasta heilsuskokksæfingin var mánudaginn 22. september sl., sem var sk. samæfing þar sem allir hlupu saman rúmlega þriggja kiló- metra vegalengd. Að því loknu kom allur hópurinn saman í hinum nýju húsakynnum ÍSÍ í Laugardal þar sem þátttakendum voru veitt viður- kenningarskjöl fyrir þátttökuna og þeim þrem heilsuskokkurum, sem best sóttu æfingarnar, var að auki færðar gjafir fyrir frábæra ástund- un og elju. Þótt hinum reglubundnu æfing- um á vegum Ábyrgðar hf. og ÍR sé lokið í ár er fullur hugur í heilsu- skokkurum að halda áfram í vetur og hefur Guðmundur þjálfari boð- ist til að leiðbeina mönnum við inni og útiæfingar í vetur. Háskóli íslands: Oskabarn eða Oskubuska Bandalag háskólamanna efnir til fundar í tilefni 75 ára afmælis Háskóla ís- lands. Háskóli íslands — óskabarn eða öskubuska, er yfirskrift fundar sem Bandalag háskólamanna gengst fyrir á 75 ára afmælishátíð Háskóla íslands. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 5. október kl. 14 í stofu 101 í Odda, og er öllum opinn. Frummælendur á fundinum eru, Ingjaldur Hannibalsson, forstjóri Álafoss og Þorsteinn Gylfason dósent. Að loknum framsöguerind- um verða pallborðsumræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari og fyrrverandi háskólarekt- or. í tilefni afmælisins verður ýmis- legt annað að gerast í október. Gert er ráð fyrir nokkuð samfelldri dag- skrá vikuna 4—11 október með fundum, fyrirlestrum og sýningum á starfi skólans. 66 Vinsamleg tilmœli til ráðherra: „Nauðsynlegt að ákvæðum laga sé fylgt Menntamálaráðherra hefur ráðið Hannes Hólmstein í stöðu rannsóknarlektors, án þess að auglýsa stöðuna svo sem lög mæla fyrir. — Kennarar í sagnfræði við Há- skóla íslands senda frá sér ályktun. Embættisfærsla menntamála- ráðherra hefur um nokkurt skeið verið vinsælt fréttaefni. Sverri hef- ur tekist að skapa hina ýmsu um- ræðu um allt og ekki neitt i kringum hitt og þetta sem hann hefur gert, en hefði e.t.v. betur látið ógert. A.m.k. að sumra álili. Kennarar í sagnfræði við Háskóla íslands hafa séð ástæðu til að ræða gerræðisleg vinnubrögð ráðherrans. Hér fer á eftir ályktun sem samþykkt var á fundi þeirra nýverið. „Fundur kennara í sagnfræði við Háskóla íslands, 19. september 1986, fagnar þeirri ákvörðun menntamálaráðherra, Sverris Her- mannssonar, að Iáta endurreisa stöðu rannsóknarlektors í sagn- fræði. Það er mikilvægt fyrir sagn- fræðirannsóknir að til séu stóður rannsóknarlektora í tengslum við Sagnfræðistofnun Háskóla ís- lands, og þá helst fleiri en ein. Árið 1981 ákvað þáverandi menntamálaráðherra að neita að auglýsa lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlektors í sagnfræði, sem þá var ekki skipuð, og hefur þessari óheppilegu ákvörðun ekki verið haggað enn þá, þótt ákveðið skref hafi nú verið stigið til að endurreisa stöðuna. Fundurinn harmar að ráð- ið skuli hafa verið í stöðuna án þess að hún hafi verið auglýst eins og lög mæla fyrir. Aðstæður geta varla réttlætt undantekninguna, sem hér var gerð. Eins og málum var háttað fengu hvorki dómnefnd né heim- spekideild tækifæri til að meta hæfi manna til að gegna stöðunni líkt og lög og reglugerð háskólans segja til um. Það er sérstaklega mikilvægt að ákvæðum laga um auglýsingu stöðu sé fylgt við haskóla til að standa vörð um reisn fræðigreinar og frelsi hennar til að þróast eðli- lega. Jafnframt bendir fundurinn á að staða kennslumála í sagnfræði við Háskóla íslands breytist á engan hátt við stofnun eða endurreisn rannsóknarlektorsstöðu í greininni. Eftir sem áður er meir en helmingur allrar kennslu í sagnfræði í höndum stundakennara. Þörfin á fleiri kennarastöðum í sagnfræði er þannig brýn." Vextir viðbrögðum en verið hafa. En þetta kerfi er seinvirkt og það gerist ekk- ert einn, tveir og þrír", sagði Hrafn Magnússon framkvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða í samtali við Alþýðublaðið í gær að- spurður um áhrif vaxtalækkunar- innar á spariskírteinum ríkissjóðs á almenna vexti. Hrafn benti hins vegar á að þegar hefði aðgerðin Ieitt til lækkunar á verðbréfamarkaði á spariskirteinunum og bankatryggð- um bréfum. Líkast til um 1—1,5%. FELAGSSTARF Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna Reykjavík Flokksþing Fulltrúar Alþýðuflokksfélaganna I Reykjavfk á flokks- þingi Alþýðuflokksins eru boðaðir á fund fimmtudag- inn 2. okt. kl. 17 í félagsmiðstöð jaf naðarmanna Alþýðu- húsinu. Fulltrúaráðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.