Alþýðublaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1986, Blaðsíða 4
: Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórí: Árni Gunnarsson (ábm.) I alþýðu- Áskriftarsíminn er 681866 T1 FT'TT'M Fimmtudagur 2. október 1986 Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmaastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir 1 Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf„ Síðumúla 12 Kynferðisafbrot gegn börnum NÚ VERÐUR AÐ LÁTA TIL SKARAR SKRÍÐA — Anna Guðmundsdóttir, sem lengi hefur starfað hjá barnaréttarfélagi í Örebro í Svíþjóð, hyggst beita sér fyr ir stofnun sams konar félags hér á landi. Árið 1962 birtist fyrsta rosafrétt- in um barnamisþyrmingar í banda- rískum blöðum. Fram að þeim tíma höfðu slík mál legið í algeru þagn- argildi, eins og um væri að ræða trúarlegt „tabú“ hjá frumstæðum þjóðum. Það voru hjónin Ruth og Henry Kempe, bæði geðlæknar og ráku meðferðarstofnun fyrir taugaveikl- uð börn, sem vöktu opinbera at- hygli á því að um væri að ræða út- breitt, þjóðfélagslegt mein, en ekki einangruð tilvik eins og almennt var talið. Þau veittu því athygli að börn- in sem þau fengu til meðferðar voru oft með áverka sem ekki samræmd- ust þeim skýringum sem gefnar voru og eftir að hafa fengið stað- festingu á fjölmörgum afbrotum gegn börnum, birtu þau niðurstöð- ur sínar opinberlega. Síðan hafa fjölmargir aðiljar á Vesturlöndum fetað í fótspor þeirra og hafið baráttu, sem nú síðustu ár- in hefur dregið fram í dagsljósið annað tabú, sem er kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Hvar liggja mörkin? Þegar rætt kynferðislegt ofbeldi vaknar fyrst spurningin; hvar liggja mörkin? Hvenær telst vera um of- beldi eða misnotkun að ræða? Þá eru mörkin venjulega sett við kyn- ferðislegar athafnir sem börn eða unglingar hafa ekki skilning á eða eru dregin inn í gegn vilja sínum, þótt þau sýni e.t.v. ekki mótþróa vegna þess að þau þora það ekki, eða skilja ekki hvað er að gerast. í Svíþjóð er skilgreiningin eitt- hvað á þessa leið: „Kynferðislegt of- beldi er sálræn og/eða líkamleg vanvirðing við kynferðisrétt barna og unglinga, framin af einhverjum sem barnið er háð. Oftast er það stjúpfaðir, náinn ættingi eða fjöl- skylduvinur“ Að sjálfsögðu gildir það sama ef um einhvern utanaðkomandi er að ræða, en kannanir sýna að það er algengast að verkanaðurinn sé framinn inni á heimilum barnanna. Það hefur einnig komið í ljós að oft eru börnin tæld eða keypt til at- hafna sem eru þeim ógeðfelddar og í leiðinni er höfðað til sektarkennd- ar þeirra sjálfra, eða óttans við að missa það öryggi sem þeim finnst þau ekki geta án verið. Það sem í fyrstu virðist sakleysislegt þukl eða leikaraskapur þróast svo smám saman upp í annað og verra. Sem dæmi um þessa aðferð má nefna sænskan mann sem sótti bróður- dóttur sína daglega í skólann, gaf henni sælgæti og gjafir — og not- aði hana kynferðislega frá 7 ára aldri. Hversu algengt er ofbeldið? Bandaríkjamenn eru komnir lengst allra þjóða I því að kanna og skrásetja tíðni kynferðislegs of- beldis gegn börnum. Þar hafa um- ræður og athuganir verið í gangi Algengustu einkenni á börnum sem verða/yrir kynferðislegu ofbeldi eru þunglyndi, taugaveiklun og ótti. fremur samband við hlutlausa hjálparstofnun en lögreglu ef grun- ur leikur á um misferli gegn börn- um. Reynt er að leysa vandann, án íhlutunar dómstólanna, með sál- fræðimeðferð og fjölskylduráð- gjöf, en að sjálfsögðu fer það eftir eðli máls hvaða ráðum er beitt. Að- alatriðið er að leynt misferli upp- götvast og þagnarmúrinn er rofinn. Hvernig er ástandið á ís landi íslensk kona, Anna Guðmunds- dóttir, er nýlega komin til landsins eftir margra ára dvöl í Svíþjóð. Hún hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá BRIS í Örebro og verið starfsmaður Kvennaathvarfsins þar. Þar fékk hún fyrstu vitneskju um kynferðis- glæpi gegn börnum á íslandi og þar var um svo gróft brot að ræða að meira að segja Svíum brá í brún. Þangað leitaði íslensk kona, sem hafði flutt til Sviþjóðar ásamt fimm börnum sínum og stjúpföður þeirra. í ljós koma að maðurinn hafði framið kynferðisafbrot á öll- um fimm börnum konunnar og það hafði gengið svo til í mörg ár. Heima á íslandi hafði konan reynt að leita hjálpar hjá opinberum að- iljum, en hvergi fengið neina úr- lausn. Maðurinn var á sakaskrá hjá lögreglunni. Þegar hann hélt uppteknum hætti eftir að þau komu til Sviþjóð- ar leitaði konan til Kvennaathvarfs- ins og félagsmálayfirvöld þar á staðnum skárust í léikinn og fjar- lægðu manninn. Samt hlaut hann ekki dóm, því að konan var niður- brotin á líkama og sál og treysti sér ekki til — eða þorði ekki að leggja fram opinbera ákæru. í Svíþjóð byrjaði almenn um- ræða um þessi mál ekki fyrr en upp úr 1980 og Svíar áttu bágt með að trúa að þvílíkt og annað eins gæti gerst i landi þeirra. Flestum íslend- Framh. á bls. 3 því að hafa misnotað báðar dætur sínar kynferðislega. Af skiljanleg- um ástæðum var ekki hægt að kæra verknaðinn. Hins vegar benda rannsóknir til þess að börn sem verða fyrir líkam- legu ofbeldi, verði í 20% tilvikum einnig fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þeir sem fremja verknaðinn hafa oft sjálfir orðið fyrir sams konar reynslu í bernsku. Oft eru þessir menn hlaðnir vanmetakennd og hafa siðferðis- og félagsþroska á lágu stigi, en greina sig lítt eða ekki frá öðrum mönnum dagfarslega. Afleiðingar Börn upplifa kynferðislegt of- beldi sem eitthvað voðalegt og alveg óbætanlegt. Og það getur valdið varanlegum skaða á tilfinningalífi þeirra og þroska, sérstaklega ef þau geta ekki sagt neinum frá því sem kom fyrir — og það er oft. Stund- um reyna þau að tjá sig með öðru móti, með teikningum eða tilburð- um þegar um ung börn er að ræða, en venjulega fá þau aðeins ávítur fyrir það. Samt geta foreldrar, kennarar og aðrir sem umgangast börnin áttað sig á ýmsum einkennum, sem eru sameiginleg með þeim börnum og unglingum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Börn: Algengustu einkennin eru hræðsla, taugaveiklun og þung- lyndi. Börnin eiga erfitt með að ein- beita sér að aðlaga sig. Þau skrópa í skólanum, fá martröð á nóttunni og leiðast gjarnan út í áfengis- og eiturlyfjaneyslu. Unglingar: Hjá þeim eru ein- kennin mikið til þau sömu og hjá yngri börnum að því viðbættu að sjálfsmorðshugleiðingar og sjálfs- morð eru tíðari. Þeim gengur mun verr í skóla en öðrum og hætta snemma námi. Algengt er að þau neyti áfengis og eiturlyfja og/eða stundi vændi. Um það bil 70% þeirra sem eru í meðferð vegna eit- urlyfja og um 80% vændiskvenna hafa orðið fyrir kynferðislegu of- beldi innan við 18 ára aldur. Helstu langtímaáhrif eru hjá stúlkum kynferðisleg vandamál og geðræn vandamál með stóraukinni sjálfsmorðstíðni (40%), en hjá drengjum kemur fram ofbeldis- hneigð af öllu tagi. Allar tölur sem hér hefur verið vitnað til eru skv. niðurstöðum frá SIFO, sem er virt, sænsk rann- sóknastofnun (sams konar stofnun og Hagvangur hér) og eins og áður segir hafa fengist mjög svipaðar niðurstöður í öðrum löndum Evrópu, í Ástralíu og á Nýja-Sjá- landi. BRIS Þótt Svíar séu þekktir fyrir að sinna vel félagsmálum, þá hefur ríkt þögn um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum þar sem annars staðar. Síðustu 14 árin hefur samt verið unnið markvistt að því að kanna og kynna fyrir almenningi eðli og umfang þessara glæpa. Árið 1972 voru stofnuð samtök sem nefna sig BRIS (Barnens rátt i samhállet). Þetta eru lögvernduð samtök, sem starfa ekki á vegum hins opinbera, en hafa náið sam- starf við Félagsmálastofnun og önnur félagasamtök sem berjast fyrir réttindum barna. Þau hafa haldið sýningar og fræðslufundi, skrifað blaðagreinar og haldið út- varpserindi til að kynna almenningi ástandið, sem var verra en nokkurn gat órað fyrir. Á vegum samtakanna er neyðar- hjálp og neyðarsími fyrir börn, sem eiga ekki í önnur hús að venda. Þangað geta þau hringt eða skrifað og létt á hjarta sínu, án þess að eiga það á hættu að málið verði látið ganga til dómstólanna eða annarra opinberra aðilja. Mörg börn óttast málarekstur og röskun á högum meira en allt annað. Einnig hefur komið í ljós að nágrannar hafa síðustu 15—20 árin og hlutfallstöl- ur eru miklu hærri þar en annars staðar. Samkvæmt þeim verður fimmta hver stúlka fyrir einhverri Anna Guðmundsdóttir. tegund af kynferðislegu ofbeldi í æsku. Piltar verða síður fyrir því, en tölurnar hækka ört hvað þá snertir. Á norðurlöndunum, í Vestur- Evrópu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi Iiggja fyrir tölulegar upplýsingar- skv. könnunum sem gerðar hafa verið og tölurnar eru mjög svipaðar í öllum þessum löndum. Sam- kvæmt þeim verður 8.—12. hver stúlka fyrir kynferðislegu ofbeldi innan við 18 ára aldur, en einn drengur af hverjum 30—50. Al- gengast er misferli gegn börnum á aldrinum 8—12 ára. Þeir sem tæla eða neyða börn til fylgilags eru í 85—95% tilvikum karlmenn, en í 10% tilvika eru það konur. Það er útbreiddur misskilningur að það séu einungis börn lágstéttar- foreldra sem verða fyrir kynferðis- legu ofbeldi. Það kemur fyrir í öll- um stéttum og starfsgreinum. Til dæmis varð yfirdómari í einu af fylkjum Bandaríkjanna uppvís að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.