Alþýðublaðið - 08.10.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.10.1986, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 8. október 1986 ¦—«¦——1—.1.111-..........¦........III l| 192. tbl. 67. árg. Fjármögnun húsnœðislánakerfisins: Samkomulagi náð Lífeyrissjóðirnir og fjármálaráðuneytið hafa náð samkomulagi um kaup á skuldabréfum til næstu tveggja ára. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og lífeyrissjóðanna hafa undan- farna daga setið á fundum vegna kaupa lífeyrissjóðanna á spari- skírteinum ríkissjóðs. Samkvæmt lögunum um nýja húsnæðislána- kerfið var gert ráð fyrir að sam- komulag næðist fyrir 1. október sl. — Að sögn heimildamanna Al- þýðublaðsins hefur nokkuð greint á milli samningsaðila um vaxtavið- miðanir en um er að ræða ákvarð- anatöku um kaup og vaxtakjör til næstu tveggja ára. Þegar blaðið fór í prentun í gær var útlit fyrir að samkomulag næðist, en fundur hófst í fjármálaráðuneytinu klukk- an þrjú í gærdag. í samtali við blaðamann Alþýðu- blaðsins sl. fimmtudag sagði Sig- urður Þórðarson deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu aðspurður um drátt á samkomulagi, að hér væri um það stórt mál að ræða að eðlilegt væri að drægist að ná sam- komulagi. „Það er verið að ræða um stærsta lánasamning hér í land- inu, upp á 6—7 milljarða. Það þarí' að tala við ýmsa sem málið snertir og það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvort það er samið deginum fyrr Framh. á bls. 2 Prófkjör Alþýðuflokksins í Reykjanesi: Kosið um 5 efstu sætin 8.-9. nóv. Pessi mynd var tekin á flokksþingi Alþýðuflokksins um heígina. Þarna sitja saman við borð Asmundur Stefáns- son, forseti ASÍ, Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Skuldasöfnun erlendis: Oráðsían heldur áfram Þráttfyhr bœttar ytri aðstœður er ríkisstjórnin við sama heygarðshornið í erlendri skuldasöfn- un. Kjördæmisráð Alþýöuf lokksins i Keykjaneskjördæmi ákvað í fyrra- kvöld, að prófkjör um skipan fimm efstu sæta á framboðslista Alþýðu- flokksins í kjördæminu við næstu Alþingiskosningar skuli fara fram dagana 8. og 9. nóvember næst- komandi. Frambjóðandi er í kjöri í öll sæti, ef hann býður sig ekki fram í tiltek- ið sæti. Ef hann býður sig fram í eitthvert tiltekið sæti er hann einnig í framboði í öll sæti þar fyrir neðan. Berist hins vegar aðeins eitt fram- boð í eitthvert sæti listans, er sjálf- kjörið í það sæti. Framboðsfrestur rennur út 20. október. Auglýsing um prófkjörið birtist í Alþýðublað- inu í dag. Staða bankanna gagnvart erlend- um lánadrottnum hefur batnað um 3 milljarða fyrstu átta mánuði árs- ins. Hins vegar hafa langtímalán aukist og miðað við tölur frá Þjóð- hagsstof nun er greiðslubyrði af lán- unum áætluð á þessu ári um 19% af útflutningstekjum. Er það svipað hlutfall og í fyrra og skiptast greiðslur nokkurn veginn jafnt á vexti og afborganir. Vextir hafa þó lækkað frá í fyrra en af borganir eru hins vegar hærri. Þrátt fyrir hagstæðar ytri að- stæður hefur ríkisstjórnin ekki tek- ið á þeim vanda sem við er að glíma varðandi erlenda skuldasöfnun. Vextir hafa lækkað vegna lækkunar dollarans, olíuverð hefur ekki verið eins lágt í áraraðir. Ennþá eru samt lántökur hærri afborgunum á lán- um sem fyrir eru. Þeir hagfræðingar sem Alþýðu- blaðið leitaði upplýsinga hjá töldu erlenda skuldasöfnun hafa aukist. Þó skammtímalán hefðu minnkað þá væri einnig mikið um skuld- breytingar sem væru auðvitað ekk- ert annað en ný lán. Bættar aðstæð- ur væru ekki nýttar til að greiða niður, heldur væri samið um frest á lausnum. Viðskiptahalli á hverju ári er nokkurs konar mælikvarði á þá auknu skuldasöfnun sem þjóðar- búið hefur tekið á sig. í ár er talað um viðskiptahalla upp á 2,2 mill- jarða sem þýðir þá áukningu skulda sem því nemur. Fyrri hluta ársins var talað um mun meiri viðskipta- halla. Því þarf ekki glöggskyggha til að sjá það að aðstæður til að stöðva óráðsíuna ættu að vera enn be.tri. Anna Kristjánsdóttir, formaður Lögvemdar: Réttarstaða íslendinga á steinaldarstigi Anna Kristjánsdóttir „Samtökin Lögvernd voru stofn- uð 16. mars 1985, með það að markmiði að færa réttarfarið á ís- landi fram til nútímans. Einnig að reyna að hamla gegn kunningja- þjóðfélaginu og koma réttarfars- málum okkar öllum af steinaldar- stiginu, sem meðal annars kemur í veg fyrir það að fólk nái rétti sínum. Eins þarf að fá fram viðhorfsbreyt- ingu á því að lögin í landinu séu fyr- ir fólkið, en ekki fyrir lögmennina sjálfa," sagði Anna Kristjánsdóttir, formaður Lögverndar, í samtali við blaðið. Eitt af markmiðum Lögverndar er að sjálfsögðu einnig að vekja al- menna umræðu um mál sem nánast aldrei eru nefnd og þar á ég við dómsmálin. Þau mál höfðu aldrei verið rædd opinberlega fyrr en Lög- vernd var stofnuð. Almenningur virtist ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann ætti einhvern rétt. Skuldarinn hefur alltaf staðið í þeirri meiningu að hann væri rétt- laus, af því að hann er skuldari. Sá réttur hefur verið þverbrotinn af innheimtulögmönnum til dæmis. Og það má alveg koma fram, að það eru miklu meiri kvartanir á til- tekin embætti frekar en önnur. Mér vitanlega hefur til dæmis aldrei komið fram kvörtun á embættið í Kópavogi, sem bendir til þess að þeir vinni eins og menn. Það er til réttarstaða fyrir skuldara „Fólk er farið að gera sér grein fyrir því að það á rétt, þótt það sé skuldarar. Því var löngum haldið fram, að það hefði verið platað í viðskiptm og þess vegna ætti það engan rétt og ætti einfaldlega að glata sínum peningum, en þetta er að sjálfsögðu hörmulega rangt. Og ég held að fólk sé farið að átta sig á þessu loksins. Réttarfar á Norðurlöndum „Það sem við erum að vinna í núna er að kynna okkur réttarfarið á hinum Norðurlöndunum og það kemur í ljós, það erum við búin að kynna okkur, að það er alstaðar á öllum hinum Norðurlöndunum og einnig í Þýskalandi, réttarhjálp fyr- ir láglaunafólk. Maður sem er í vissum launastiga og þar fyrir neð- an fær ókeypis Iögfræðiaðstoð. í Finnlandi gerist þetta stig af stigi, þannig að ef þú ferð yfir ákveðinn launaflokk, þá færðu hluta greiddan af lögfræðihjálp- inni. Svíarnir eru þó þróaðastir í þessu réttarfari. í þessum löndum eru einnig til fastar reglur um það hvernig eigi að gera verðtryggðan verksamning og þar eru ströng við- urlög við brotum á samningagerð, en því er ekki að heilsa hér upp á ís- landi og þetta er eitt af því sem við viljum kippa í lag. Við höfum verið að reyna að vinna i þessu hér heima, talað við þingmenn og aðra ráðamenn, en það gerist hreint ekki neitt, þrátt fyrir að þeir virðist vera okkur sam- mála í orði. Þess vegna gripum við Framh. á bls. 2 WF OFFFR FXPFRTTSF TT J—i \J1l 1 J—/±V l^ilW i-fXV J. \xjJ—4 FOREIGN EXCHANGE SERVICES Branch Oftlces in two major Reykjavík hotels Hotel Sága Branch Hotel Esja Branch BtiNAÐARBANKI ÍSLANDS The Agricultural Bank of Iceland Head Office - Austurstræti 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.