Alþýðublaðið - 08.10.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.10.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. október 1986 3 Ályktun flokksþings Alþýöuflokksins um verkalýös og kjaramál; VÖRN SNÚIÐ í SÓKN * Sérstaklega verði tekið á kjaramálum kvenna * Samningar á vinnustaði í meira mæli. * Varað við afnámi verkfallsréttarins. Flokksþing Alþýöuflokksins lcggur áherslu á þann þýðingar- mikla árangur, sem verkalýðshreyf- ingin náði með gerð kjarasamning- anna í febrúar sl. Þá tókst aö knýja ríkisstjórnina til breyttrar stefnu í efnahagsmál- um, lífeyrismálum og húsnæðis- málum. Mikilvægasti árangur kjarasamninganna er að nú sjá landsmenn til sólar í baráttunni við verðbólguna. Fyrir íslenskt lág- launafólk geta þessi umskipti markað þáttaskil. Þau eru forsenda þess að vörn verði snúið í sókn. Alþýðuflokkurinn telur að verkalýðshreyfingin verði að laga sig að örum breytingum í þjóðfélag- inu með því m.a. að hafa starfs- hætti sína og skipulag allt sem sveigjanlegast. Mismunandi upp- bygging stéttarfélaga sem grund- vallast á vilja félagsmanna og að- stæðum á hverjum stað er veiga- mikill þáttur í þessa átt. Auknum sveigjanleika í samningamálum er hægt að ná með því að beina samn- ingum í meira mæli að vinnustöð- unum sjálfum. Þannig fæst aukið forræði og áhrif starfsfólks og möguleikar hvers fyrirtækis til að greiða góð laun eru nýttir. Alþýðuflokkurinn er þess hvetj- andi að verkalýðshreyfingin sam- ræmi kröfugerð og móti skýra sam- ræmda Iaunastefnu, sem tekur til alls þjóðfélagsins. Launastefnan verður að byggja á samstöðu en víkja sérgæsku til hliðar. Með slíka stefnu að vopni getur verkalýðshreyfingin náð þeim styrk, sem nauðsynlegur er til þess að hafa úrslitaáhrif á efnahags- stjórn og efnahagsmótun á næstu árum. Á þessu ári hefur flótti úr kvennastéttum verið mjög áberandi enda þeim störfum almennt skipað í lægstu launaflokka. Sumar konur geta aukið tekjur sínar nokkuð með kaupauka sem jafnframt hefur leitt til ómannúðlegs vinnuálags. í næstu kjarasamningum verður að taka sérstaklega á þessum atriðum, færa kauptaxta nær greiddu kaupi og hækka verulega timakaupstaxta bónusfólks. Þetta þarf að gerast án þess að verulegar almennarbreyting- ar fylgi í kjölfarið. Það er grund- vallaratriði að Iægsta kaup geti nægt til mannsæmandi fram- færslu. Það svigrúm sem nú er til kjarabóta verður að nýta af réttsýni og skynsemi án þess að mikilverð- asta ávinningi febrúarsamning- anna, lækkun verðbólgunnar, verði stefnt í hættu. Væri þá verr af stað fa'rið en heima setið ef afleiðingar næstu kjarasamninga yrðu ný koll- steypa og uppvakning verðbólgu, sem ógna myndi atvinnuöryggi og efnalegri afkomu launafólks. Alþýðuflokkurinn varar við því að launafólk fallist á að takmarka eða afnema grundvallarréttindi s.s. verkfallsréttinn. Alþýðuflokkurinn lýsir ein- dregnum stuðningi við þá kjara- baráttu sem hlýtur að vera fram- undan um sérstaka hækkun lægstu launa. — að yfirborganir komi inn í taxta. — að fastakaup hækki samhliða Jón Baldvin um, að á þessari stundu hefur sól myrkvast yfir íslandi. Á þessari stundu mun tungl hylja meira en 99% af þvermáli sólar. Eftir stjörnufræðingum hef ég það að slík tíðindi gerist sárasjaldan á hverjum stað á jörðinni. „Þetta er eitt mesta náttúruundur sem við sjáum og þykir því að sjálfsögðu sæta miklum tíðindum:1 Slíkir fyrirburðir minna á Völu- spá: Sól tér sortna sökkr fotd i mar hverfa af himni heiðar stjörnur. Sér hón upp koma öðru sinni jörð ór œgi iðjagrœna. Falla forsar flýgr örn yfir, sá er á fjalli fiska veiðir. Munu ósánir akrar vaxa. Böls mun alls batna mun Baldr koma. Framboðsfrestur vegna prófkjörs Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi Prófkjör um skipan fimm efstu sæta á framboðslista Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi við næstu Al- þingiskosningar fer fram dagana 8. og 9. nóvember 1986. Kjörgengir til prófkjörs eru þeir sem uppfylla ákvæði laga um kjörgengi við Alþingiskosningar og hafa skrif- leg meðmæli minnst 50 flokksbundinna Alþýðuflokks- manna í Reykjaneskjördæmi 18 ára og eldri. Frambjóðandi sem býður sig fram í 1. sæti framboðs- listans er auk þess í kjöri í 2., 3., 4. og 5. sæti, — sá sem býður sig fram i 2. sæti er auk þess i kjöri í 3., og 4. og 5. sæti, sá sem býður sig fram í 3. sæti er auk þess í kjöri í 4. og 5. sæti, sá sem býður sig fram í 4. sæti er einnig í kjöri I 5. sæti. Ef ekki ertekið fram í hvaðasæti frambjóðandi býður sig fram telst framboðið vera í öll fimm sætin. Berist aðeins eitt framboð ( eitthvert sæti listans er sjálfkjörið ( það sæti. Niðurstöður prófkjörsins eru bindandi um skipan sæt- is áframboðslista, ef frambjóðandi hlýtur í viðkomandi sæti og sæti þar fyrir ofan minnst 20 af hundraði kjör- fylgis Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi við síð- ustu Alþingiskosningar. Kosningarétt (prófkjörinu hafaallirþeirsem lögheimili eiga i Reykjaneskjördæmi og orðnir verða 18 ára 30. april 1987 og eru félagar í Alþýðuflokknum eða stuðn- ingsmenn hans. Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 20. október 1986 klukkan 24.00. Framboðum skal skila til formanns Kjördæmisráðs i Reykjaneskjördæmi Harðar Zóphaniassonar, Tjarnar- braut 13, Hafnarfirði. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. því að dregið verði úr mikilvægi bónusgreiðslna. Um leið og Alþýðuflokkurinn mun heilshugar styðja verkalýðs- hreyfinguna í baráttunni sem fram- undan er, mun hann beita stjórn- málaafli sínu til hins ítrasta til að ná fram eftirtöldum markmiðum sín- um íslenskri alþýðu til hagsbóta: — Nýtt og réttlátara skattakerfi. — Nýtt húsnæðiskerfi, sem gerir öllum kleíft að búa sér og sínum öruggan samastað, án þess að stofna heilsu sinni og heilbrigðu fjölskyldulífi í hættu. — sömu lífeyrisréttindi fyrir alla landsmenn. — Nýrri atvinnustefnu er treysti jafnvægi byggðar. — Og siðast en ekki síst nýrri lög- gjöf, sem tryggi eign alþjóðar á auðlindum lands og land- grunns. Eða hvað finnst ykkur um þessa framtíðarsýn? Sal sér hún standa sólu fegra, gulli þakðan, á Gimléi Þar skulu dyggvar dróttir byggja ok oaldrdaga yndis njóta. Það er ekki amaleg framtíðarsýn. Við jafnaðarmenn erum að vísu lítt trúaðir á einfaldar formúlur fyrir hinu fullkomna þjóðfélagi hér á jörðu. Hitt vitum við af hversdags- legri lífsreynslu okkar, að þó dragi fyrir sólu, þá styttir öll él upp um síðir. Sl. tvö ár höfum við barist undir kjörorðinu: „Hverjir eiga ísland?“ Nú höldunr við flokksþing okkar undir kjörorðinu: „ísland fyrir alla.“ Það vekur upp hugmyndatengsl við kjörorð aldamótakynslóðarinn- ar: „Islandi allt“ Undir þessum gunnfánum sækj- um við nú sameinuð fram til nýrrar sóknar, í komandi kosningum: ís- landi allt. ísland fyrir alla. íslendinga. Slys á gangandi vegfarendum: Draga þarf úr ökuhraða „Það er áhrifaríkasta leiðin til að minnka tíðni þessara slysa. — Há- markshraði í borgum og bœjum œtti að vera 30—35 km á klukkustund “ segir Ólafur Ólafsson landlœknir. „Ég vil leggja áherslu á hraða- takmarkanir. — Það er náttúrlega hægt að lesa yfir börnunum, en þau bara gleyma sér greyin,“ sagði Ólafur Olafsson landlæknir í samtali við Alþýðublaðið. En Ólafur og Böðvar Bragason lög- reglustjóri hafa sent foreldrafé- lögum og skólum bréf þar sem þeir hvetja til aðgæslu og eftirlits í umferðinni. „Ég sé ekki aðra leið en að full- orðna fólkið leggi sig fram um að minnka hraða og auka aðgæslu í umferðinni,“ sagði Ólafur. „Það hefur sýnt sig t.d. að hraðatbk- markanir gefa góða raun“ f bréfinu kemur fram að á árun- um ’81—84 hafi heldur dregið úr dauðsfölluin vegna umferðar- slysa, en nú virðist heldur sækja i sama farið á ný ef dæma megi af slysafregnum. Minnt er á að oft megi gera að- gerðir gegn slysum, þó því miður sé oftast um skammtímaárangur að ræða. Benda þeir á aðgerðirn- ar gegn umferðarslysum haustið ’85 sem hafi tekist vel því að um tíma hafi slysatilfellum á Slysa- deild Borgarspítalans stórfækk- að. — Með hliðsjón af góðum skammtímaárangri leggi þeir því til að aftur verði hafist handa um aðgerðir í svipuðum mæli og haustið ’85 en með öðrum áhersl- um. Um hugsanlega framkvæmd segja þeir í bréfi sínu: „í hverjum grunnskóla verði t.d. 12—15 ára nemendur sendir út á götur í nágrenni viðkomandi skóla einn dag eða dagstund í hverjum mánuði eða annan hvern mánuð. Nemendur fylgist með umferðinni og því hvort umferð- arreglum sé fylgt, en flest slys verða vegna þess að of hratt eða ógætilega er ekið. Líklegt er að þessi aðgerð verði til þess að bif- reiðastjórar auki aðgæslu og þá má búast við árangri. Kostur er að álag eykst sáralítið á kennsluskrá þar eð nemendur verða ekki i skólanum meðan á tilrauninni stendur. Vel mætti líta á þessa að- gerð sem umferðarkennslu og mætti gjarnan gefa nemendum einkunn fyrir. Sjúkrahús og heilsugæslu- stöðvar (í Reykjavík Slysadeild Borgarspítalans) geta síðan fylgst með því hvort slysatilvikum fækkar þá daga sem athugun fer fram. Hér væri því um að ræða til- raun af hálfu æskufólks til þess að draga úr hættu á umferðarslysum á heimasíóðum. Vel má vera að þeim takist það sem mörgum op- inberum nefndum hefur ekki tek- ist. Þess ber að geta að þessi stefna er mjög í anda stefnumörkunar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar, sem telur að árangursríkasta aðferðin til þess að draga úr heilsuvá sé að virkja fólkið til að- gerða. Landlæknir lét á sínum tíma gera skýrslu um meiðsli á gang- andi vegfarendum í umferðinni á árunum 1981 og 1982. I skýrslunni kemur fram við flokkun í meiri- og minniháttarmeiðsl, að helm- ingur meiðsla bæði árin flokkast undir meiri háttar meiðsl. Sam- kvæmt skýrslunni virðist vera al- gengara að börn hljóti meiri hátt- ar meiðsl en minniháttar. Geta má þess að algengustu meiriháttar meiðslin hjá gangandi vegfarend- um reyndust vera handleggs- og fótleggsbrot ásamt áverka á heila ogmænu. í skýrslunni segir að erfitt sé að leggja mat á orsakir umferðar- slysa. í lögregluskýrslum sé reynd- ar gerð grein fyrir vitnisburði bæði þeirra sem lenda í slysunum og vitna. Samkvæmt lögreglu- skýrslum valda börn flestum slys- um sem þau lenda í, en bent er á að hafa verði hugfast að oftast sé stuðst við vitnisburð ökumanns- ins og mat hans á orsökum um- ferðarslyssins. Ljóst sé að atburðarrás og or- sök umferðarslysa á gangandi sé oftast óljós. Mörg slysanna séu vegna óvarkárni og því erfitt að tilgreina þau sem brot á umferðar- reglum. Ennfremur sé umhverfi umferðarinnar oft ófullnægj- andi, s.s. ástand gatna, gang- stétta, gangbrauta o.s.frv. Algengustu orsakirnar virðast því vera að börn ani út á götu og reyndar fullorðnir líka. Götu- og gangbrautarljós séu ekki virt og ölvun fullorðinna vegfarenda. í lok skýrslu sinnar segir Land- læknir. „Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr tíðni þessara slysa er vitaskuld að draga úr ökuhraða. Börn gleyma sér í umferðinni. — Hámarkshraði i borgum og bæj- um ætti að vera 30—35 km/klst“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.