Alþýðublaðið - 14.10.1986, Blaðsíða 1
alþýöu
Þriöjudagur 14. október 1986 196. tbl. 67. árg.
Síldarsamninzar við Sovétmenn:
Kanadamenn
og Norðmenn
undirbjóða
„Við vitum ekkert hvenær við-
ræður hefjast aftur. Það er hvort
töfin verður nokkrir dagar eða
nokkrar vikur“, sagði Gunnar
Flóvenz framkvæmdastjóri Síldar-
útvegsnefndar í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær aðspurður um samn-
ingaviðræður við Sovétmenn um
sölu saltsildar. Fyrir helgi slitnaði
upp úr viðræðum og þeim frestað.
Gunnar vildi ekkert meira um mál-
ið segja að svo stöddu og vísaði til
fréttatilkynningar frá Síldarútvegs-
nefnd.
í viðskiptasamningi íslands og
Sovétríkjanna er gert ráð fyrir ár-
legri sölu á 200—250 þúsund tunn-
um af saltaðri síld til Sovétríkjanna
en sovézku samningamennirnir
hafa nú tilkynnt, að þeir hafi aðeins
heimild til að ræða um kaup á 40
þús. tunnum.
Sovézku samningamennirnir
hafa gefið þá skýringu, að ákvörð-
un um fjárveitingar vegna innflutn-
ings á árinu 1987, séu ekki teknar
fyrr en í byrjun nóvember en unnið
sé áfram að því að ákvörðun um
undanþágu varðandi frekari salt-
síldarkaup frá íslandi verði hraðað.
Ekkert samkomulag hefir tekizt
um söluverðið og vísa sovézku
samningamennirnir til þess, að þeir
hafi þegar gengið frá samningum
við Kanadamenn um kaup á salt-
aðri síld á Iangtum lægra verði en
samið var um við íslendinga á sl.
ári. Auk þess liggi fyrir tilboð frá
Noregi, Bretlandseyjum og Hol-
landi á langtum lægra verði, en út-
flytjendur í þessum löndum sækja
fast á að koma sem mestu magni af
saltaðri síld á sovézka markaðinn.
í viðræðunum undanfarna daga
hefir tekizt að fá Sovétmenn til að
falla frá sumum þeirra fjölmörgu
nýju skilyrða, sem þeir hafa í ár sett
fyrir kaupum á saltaðri síld frá ís-
landi, en um ýmsar aðrar breytinga-
kröfur þeirra hefir ekki ennþá
náðst samkomulag.
Þessi mynd var tekin á blaðamannafundinum margumrædda, sem Sovétmenn héldu eftir Reykjavikurfundinn.
Flestir eru sammála um að þar hafi sovéska leiðtoganum tekist vel upp og náð talsverðu forskoti í áróðursstríðinu.
Sjónvarpið:
Þessi mynd er tekin í Háskólabíói á blaðamannfundi Gorbachevs. Fremst á myndinni eru nokkrir sovéskir frétta-
menn. Það vakti nokkra athygli hve tœki þeirra og tól voru lítið í takt við tœkniþróunina.
Gagnlegur fundur
„Miðað við þær raunsœju vonirsem menn gátu
gert sér fyrir func/inn“, segir Jón Baldvin
Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins
„Það voru stöðugar hringingar
allan daginn og við beðnir um efni
sem við vorum að senda út. Þetta
var síðan sent í gegnum gervihnött
um víða veröld, sagði Ingvi Hrafn
Jónsson fréttastjóri á Sjónvarpinu í
samtali við Alþýðublaðið í gær. En
athygli hefur vakið feiknagóð um-
fjöllun Sjónvarpsins af fundi leið-
toga stórveldanna. Er óhætt að
segja að athyglin hafi náð langt út
fyrir landsteinana.
„Við reyndum að aðstoða þessar
erlendu fréttastofur eftir því sem
kostur var“, sagði Ingvi Hrafn.
„Þetta var bæði efni sem var endan-
lega unnið úr hjá okkur og efni sem
þeir fengu til að vinna úr“.
Sjónvarpið seldi þessa þjónustu
sína á 10 þúsund krónur mínútuna
sem þykir alls ekki mikið í þessum
bransa. Við ákvörðun gjaldskrár
„Eftir þessa helgi þá verður
sennilega búið að selja 1500 afrugl-
ara af þeim 4000 sem búið er að
panta hjá okkur“, sagði Guðrún
Helga Birgisdóttir, sölustjóri hjá
Heimilistækjum hf., í samtali við
blaðið.
„Það vefst fyrir mörgum að
tengja afruglarana við sjónvarps-
tækin og þess vegna bjóðum við
uppsetningarþjónustu. Það kostar
500 krónur að fá mann frá okkur til
að tengja tækið. Hann athugar þá
einnig loftnet og þess háttar um
leið. Hvern afruglara má aðeins
nota fyrir eina íbúð og það er til
dæmis alveg stranglega bannað að
var tekið mið af verðlagningu slíkr-
ar þjónustu erlendis.
„Við hefðum eflaust getað selt
þessa þjónustu miklu dýrara verði“,
sagði Ingvi Hrafn. „Við höfðum
forskot á þessa menn, því hér erum
við öllu kunnugir. Vitum hvernig
við eigum að afla fréttanna og við
hverja á að tala“.
Ekki er vitað hve kostnaður var
mikill hjá Sjónvarpinu þá daga sem
fundurinn stóð yfir. „Nei, ég hef
ekki hugmynd um það“, sagði Ingvi
Hrafn aðspurður. „Það er hins veg-
ar ekki vafi á því að það er langt frá
því að við höfum náð upp í þann
kostnað sem við lögðum í. Yfir-
völdum var kunnugt um að það yrði
mikill kostnaður vegna þessarra
beinu útsendinga og þeirra tækja
sem við leigðum. — Það er greini-
Framh. á bls. 2
nota einn og sama afruglarann fyrir
heilan stigagang í blokk. Fólk þarf
að skrifa undir samning þar sem
það lofar að misnota ekki tækið á
nokkurn slíkan hátt“.
„Þetta fer þannig fram, að mynd-
in er send skekkt út sem afruglarinn
leiðréttir svo aftur. Þegar þú kaupir
tækið hjá okkur, þá færð þú tíu
stafa kvótanúmer sem er stimplað
inn í tækið og þegar það er komið
inn, þá hreinsast trufíunin frá. Og
það eru engin tvö kvótanúmer eins.
Eins eru tækin sjálf númeruð og
kvótanúmerið virkar aðeins á við-
komandi tækjanúmer. Síðan borg-
„Menn verða að reyna að gera
greinarmun á innihaldi stórvelda-
samninga og fjölmiðlafári í kring-
ar þú áskrift til dæmis fyrir næsta
mánuð og færð þá nýtt kvótanúm-
er. Áskriftin að Stöð 2 fyrir einn
mánuð eru 950 krónur, tækið kost-
ar 11.200 og uppsetningin 500.
Upphafskostnaóur er sem sagt
12.650 krónur“.
„Fólk hefur sýnt þessu geysilegan
áhuga. Það stoppar ekki síminn hjá
okkur og við höfum verið að vinna
til kl. tíu undanfarin kvöld til þess
að reyna að anna þessu öllu. Við fá-
um enn u.þ.b. 100 pantanir á dag,
þannig að eftirspurninni er ekkert
að linna", sagði Guðrún Helga
Birgisdóttir, sölustjóri hjá Heimil-
istækjum hf.
um þessa fundi. Það mátti öllum
Ijóst vera fyrir fundinn að til hans
var ekki stofnað með von um ein-
hverja meiriháttar endanlega samn-
inga“, sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson formaður Alþýðuflokksins
í samtali við Alþýðublaðið í gær að
loknum fundum Gorbatsjovs og
Reagans.
„Það var ljóst að ekki var von um
endanlega samninga hér“, sagði
Jón Baldvin. „í fyrsta lagi var fund-
urinn kynntur sem fyrst og fremst
undirbúningsfundur fyrir raun-
verulegan Ieiðtogafund. Menn töl-
uðu um að mjög gott mætti þykja
ef næðist samkomulag um dagskrá
næsta fundar. Skilgreiningu á þeim
markmiðum sem stefnt væri að í af-
vopnunarmálum.
Þetta var staðfest með samkomu-
lagi um algjört fréttabann, þess
vegna var ég frá upphafi þeirrar
skoðunar, eins og ég lét koma fram
í útvarpsviðtali fyrir fundinn, að
það mætti þykja viðunandi árangur
ef samkomulag tækist um fram-
haldið.
Ástæðan fyrir því að menn lýsa
þessum fundi sem svörtum sunnu-
degi í hrikalegum vonbrigðum, er
fyrst og fremst ein: Á seinustu
stundu rufu Sovétmenn samkomu-
lagið um fréttabann og létu að
Alþingi:
Fjárlögin lögð
fram í gær
Frumvarp til fjárlaga var lagt
fram á Alþingi í gær. Mikil leynd
hefur verið yfir þessari fjárlagagerð
og hafa Þorsteinn Pálsson, fjár-
málaráðherra og samstarfsmenn
hans við fjárlagagerðina, varist
allra fregna af innihaldi fjárlaga-
frumvarpsins þegar það hefur bor-
ist í tal.
Karvel Pálmason alþingismaður
hafði þetta að segja: „Þrotlaust
hefur verið unnið að gerð fjárlaga-
frumvarpsins alveg frá því í vor og
verður fróðlegt að vita t.d. hvort
taka á upp virðisaukaskatt eða ekki
frá og með næstu áramótum. Einn-
ig er búist við tillögum um frekari
skattlagningu á landbúnaðarafurð-
ir. Spurst var fyrir um fjárlaga-
frumvarpið í fjárveitinganefnd fyr-
ir stuttu, en þá voru alls engar upp-
lýsingar gefnar".
Nú vilja allir afruglast:
4000 pantanir komnar
Önnur sending á leið til landsins
Sló í gegn