Alþýðublaðið - 14.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.10.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ nrr.ir.M Þriöjudagur 14. október 1986 4lþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmuastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er681866 Málefni barna rædd á Alþingi Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Kristín S. Kvaran og Hjörleifur Guttormsson: Guðrún Helgadóttir, Jóhanna Siguröardóttir, Kristín S. Kvaran og Hjörleifur Guttormsson, flytja á Ai- þingi frumvarp til laga um umboðs- mann barna á Alþingi. Er hér á ferð- inni hið þarfasta mál. Skyld tillaga var flutt á Alþingi fyrir nokkrum ár- um, af Árna Gunnarssyni og fleiri Alþýðuflokksmönnum. Fylgja báð- ar tillögurnar hér á eftir. 1986 Frumvarp til laga um embætti umboðsmanns barna. 1. gr. Tilgangur laga þessara er að tryggja réttindi barna í samfélaginu og að tillit sé tekið til hagsmuna þeirra við löggjöf og aðrar stjórn- valdsákvarðanir. 2. gr. Setja skal á stofn embætti um- boðsmanns barna, er starfi í dóm- smálaráðuneytinu. Ráðherra skipar umboðsmann til fjögurra ára í senn. Umboðsmaðurinn skal hafa sérþekkingu á sviði uppeldismála og málefna er varða velferð barna. 3' gr' Dómsmálaráðherra skipar 7 manna ráð til fjögurra ára í senn, sem vera skal umboðsmanni til ráð- gjafar, eftir tilnefningu eftirtalinna aðila: Barnaverndarráðs íslands, Fóstrufélags íslands, Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, Kennara- sambands íslands, Sálfræðingafé- lags íslands, Félags þroskaþjálfa og Félags uppeldisfræðinga. Kostnað- ur greiðist úr ríkissjóði. 4. gr. Umboðsmaður barna skal vinna að þeim málum, er sérstaklega snerta hagsmuni barna og hafa frumkvæði að úrbótum þar sem hann telur að á rétt þeirra sé gengið. Jafnframt skal hann fylgjast með því að samþykktir og ákvarðanir stjórnvalda er snerta hagsmuni barna séu framkvæmdar á tilsett- um tíma. Meginverkefni umboðsmanna skulu vera: a) að fylgjast með löggjöf og ákvörðunum sem stjórnvöld taka og snerta hagsmuni barna, og vekja á því athygli, sé þeirra ekki gætt, að fylgjast með fram- kvæmd laga og reglna er varða hagsmuni barna, og vekja á því athygli, sé þeirra ekki gætt, b) að fylgjast með framkvæmd laga og reglna er varða hagsmuni og réttindi barna, c) að hafa frumkvæði að úrbótum varðandi réttindi og aðstæður barna, svo að þeim séu tryggð sem best og hollust uppvaxtar- skilyrði, d) að vekja athygli á þeim árekstr- um sem kunna að eiga sér stað milli hagsmuna barna og hinna fullorðnu í samfélaginu og vinna að lausn þeirra í samráði við þá aðila, sem með þau mál fara, e) að vera opinberum aðilum og einstaklingum til ráðgjafar um allt það sem verða má til hags- bóta fyrir börn og hafa náið samstarf við alla þá aðila, sem með málefni barna fara, f) að gangast fyrir rannsóknum á aðstæðum barna í samfélaginu e.veita uDDlvsingar um stöðu eirra, jafnt til einstaklinga sem opinberra aðila. Umboðsmaður skal starfa jafnt að eigin frumkvæði sem og eftir ábendingum frá öðrum. Hann skal sjálfur meta ástæðu til ábendingar í samráði við umboðsráðið. 5. gr. Umboðsmaður barna skal eiga aðgang að öllum stofnunum sem annast málefni barna, jafnt opin- berum stofnunum sem stofnunum í einkaeign. Stjórnvöldum og stjórnendum stofnana sem fara með málefni barna ber skilyrðislaust að veita umboðsmanni barna upplýsingar um starfsemi sem lýtur að börnum án þess að þagnarskyldu sé krafist, svo að hún hindri ekki að umboðs- maður fái sinnt skyldu sinni. Jafn- framt ber umboðsmanni að veita upplýsingar um umboðsstarfið án þess að krefjast þagnarskyldu. Um- boðsmaður skal þó gæta fyllsta trúnaðar um einkamál sem hann hlýtur aðgang að . 6. gr. Umboðsmaður hefur rétt til að gera athugasemdir við hvaðeina, sem brýtur í bága við hagsmuni barna í samfélaginu, og tekur sá réttur til skipulagsmála dagvistar og kennslumála, umhverfismála, umferðarmála, heilbrigðismála, menningarmála og hverra þeirra málefna er varða uppvaxtarskilyrði barna. Umboðsmaður ákveður sjálfur hvert hann beinir ábendingum sín- um. 7. gr. Dómsmálaráðherra setur nánari reglur um framkvæmd þessara laga með reglugerð að fengnum tillögum umboðsráðsins. Að öðru leyti starfa umboðsmaður og ráðið sem sjálfstæður aðili. Gefin skal út skýrsla um starfsemina ár hvert, sem lögð skal fyrir Alþingi. 8. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 1987. Greinargerð. Hugmyndin að stofnun embættis barnaumboðsmanns er ekki ný. Ár- ið 1978 fluttu þingmenn Alþýðu- flokksins tillögu til þingsályktunar um umbætur í málefnum barna, og í greinargerð með henni var m.a. lagt til að slikt embætti yrði stofn- að. Árni Gunnarsson var fyrsti flutningsmaður tillögunnar, en hún varð ekki útrædd. Árni Gunnarsson ásamt fleiri þingmönnum A Ibvðuflokksins: 1978 Tillaga til þingsályktunar um úrbætur ímálefn- um barna. Flm.: Árni Gunnarsson, Jó- hanna Sigurðardóttir, Bragi Níels- son, Bragi Sigurjónsson, Finnur Torfi Stefánsson, Eiður Guðnason, Gunnlaugur Stefánsson, Karí Steinar Guðnason, Jón Baldvin Hannibalsson, Ágúst Einarsson, Vilmundur Gylfason. Alþingi ályktar að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún skipi samstarfsnefnd stjórnmálaflokka og félagasamtaka, er fjalli sérstak- lega um málefni barna í tilefni af ári barnsins 1979. Samstarfsnefnd þessi geri tillögur um nýja lagasetn- ingu og umbætur í málefnum barna og liggi þær fyrir 101. löggjafar- þingi haustið 1979. í greinargerð með tillögu til þingsályktunar þess- arar er bent á allmarga málaflokka, sem nefndin gæti hugað að. Greinargerð Ár barnsins er á næsta ári, 1979. Til þess er ætlast, að á því ári verði börnum og málefnum þeirra sér- stakur gaumur gefinn, enda ekki vanþörf á. Á þessu ári hafa átt sér stað talsverðar umræður um barnið og samfélag þess. Þetta er ekki síð- ur mikilvægt á íslandi en í öðrum löndum. Það er ekki fátækt né hungur er steðjar að íslenskum börnum. Það er miklu frekar um- hyggjuleysi, sem stafar af hinni gíf- urlegu vinnu, er foreldrar og um- ráðamenn barna leggja af mörkum. Fyrir þetta líða börn stórlega, og má segja, að nokkurt málmhljóð hafi mátt heyra í umræðu um lausn á uppeldismálum barna undanfarin ár. Nútímaþjóðfélagið virðist í „framfara“-vilja sínum hafa gleymt hinum mannlega þætti í uppbygg- ingu þjóðfélagsins. Það hefur verið andsnúið börnum að vissu leyti. Má til dæmis benda á þá öfugþróun, að í flestum tilvikum eiga fjölskyldur og foreldrar barna í mestum fjár- hagsörðugleikum þegar börnin eru yngst og þurfa á mestri umhyggju að halda. Þetta á við um þá, er stofna heimili, standa í íbúðarbygg- ingum eða ibúðarkaupum. Á því tímabili er mest vinna lögð af mörkum og minnstur tími gefst til að sinna barnauppeldi. Þjóðfélagið hefur ekki reynt að létta byrði þessa samfélagshóps, og er vert að gefa þessum þætti gaum á ári barnsins. Þeir málaflokkar, sem flutnings- menn þessarar tillögu leggja mesta áherslu á, eru í samræmi við niður- stöður Sambands Alþýðuflokks- kvenna, sem hefur fjallað mikið og ítarlega um málefni barna. Sam- band Alþýðuflokkskvenna hefur gefið út sérstaka stefnuskrá um barnið í þjóðfélagi jafnaðarstefn- unnar og er einu stjórnmálasam- tökin, sem það hafa gert. Verður nú getið þeirra mála, sem flutnings- menn óska að samstarfsnefndin hugi að. Auðvitað kemur margt annað til greina, en nauðsynlegt er að afmarka starfssvið nefndarinnar eftir mætti. 1. Sett verði löggjöf um allt að 10 daga leyfi á ári á fullum launum fyrir hvort foreldri, sem er frá störf- um vegna veikinda barns. 2. Sett verði lög, þar sem fram- leiðsla, innflutningur og sala á „stríðsleikföngum" verði bönnuð, einnig að hert verði allt eftirlit með kvikmyndum, útvarps- og sjón- varpsdagskrám, sem ætlaðar eru börnum. 3. Komið verði á fót embætti barnaumboðsmanns með eftirfar- andi starfssvið m.a.: — fræðsla fyrir almenning um réttarstöðu barna, — eflingu áhugamála og rétt- indamála barna, — úrskurðarvald í ágreinings- málum um börn, — eflingu réttaröryggis barna á heimilum og uppeldisstofn- unum, — til að koma á framfæri og fylgja eftir hagsmuna- og áhugamálum barna við skipulagningu á sviði um- hverfismála og íbúðahverfa, — eflingu samvinnu, jafnréttis og gagnkvæmrar virðingar milli barna og annarra ald- ursflokka, án tillits til kyn- ferðis og annarra sérástæðna, — sem verði opnber áfrýjunar- aðili, þegar grunur leikur á, að barn hafi verið órétti beitt. 4. Tryggt verði, að allar konur njóti fæðingarprlofs, og sett verði löggjöf þar um. 5. Stefnt verði að launalausu leyfi vegna fæðingar barna í allt að eitt ár fyrir hvort foreldri sem er, án réttindaskerðingar, einnig að gefa foreldrum ungra barna kost á styttri eða breytilegum vinnutíma. 6. Að endurskoðuð verði tolla- álagning á ungbarnafæðu, barna- vögnum og á öðrum nauðsynjavör- um fyrir börn. 7. Sett verði löggjöf um foreldra- fræðslu og fjölskylduráðgjöf, er felur í sér fræðslu fyrir foreldra í formi kynlífsfræðslu, hjónabands- ráðlegginga, heimilisfræðslu, barnasálfræði og fræðslu um barnaumönnun og barnauppeldi. 8. Að komið verði á fót fjöl- skylduráðgjöf um allt land í umsjá hins opinbera. 9. Að börnum, sem eru foreldra- laus eða vanrækt, verði samfélagið að sjá fyrir nægum fjölda aðlað- andi lítilla heimila með traustu starfsfólki af báðum kynjum. 10. Að stofnsett verði fóstur- heimili undir eftirliti sérhæfðs starfsliðs fullorðinna, sem sé nægi- lega vel Iaunað fyrir vandasamt starf. 11. Ríkið taki að nýju þátt í rekstri dagvistarstofnana. 12. Þroskaheft börn fái aukna heilsugæslu á vegum heilsugæslu- stöðva. Staða þeirra í skóla- og dag- vistarmálum verði endurskoðuð í samræmi við félagasamtökin Þroskahjálp. 13. Að um allt land verði starf- andi kunnáttufólk og sérfræðingar, Framh. á bls. 3 Molar Greenpeacedollan Forsvarsmenn Granda tóku þá ákvörðun, að láta mála togara fyrirtækisins nýjum litum. Mælt- ist sú ákvörðun vel fyrir fyrst í stað, en nú eru farnar að heyrast nokkrar efasemdaraddir. í fréttabréfi Granda segir að eftir að búið var að mála b/v Ottó N. Þorláksson í nýju Iitunum og hann var á leið á miðin og kominn á Skerjadýpi, að hvalbátur sem þar var, hafi allt í einu sett á fullt og siglt í burtu. í talstöðinni heyrðist skipstjóri hvalbátsins kalla skelfingu lostinn í talstöð- ina: „Greenpeace dollan er að koma“. Bersýnilega hafa nýju hvítu strípurnar á síðum Ottós vilt um fyrir hvalamönnum og þeir haldið að skip Greenpeace væri mætt á miðinn. Valgerður Valgerður Bjarnadóttir forstöðu- maður markaðsrannsókna hjá Flugleiðum hefur verið ráðin til starfa hjá AEA, Association of European Airlines í Brussel frá miðjum nóvember. Staða Valgerðar er ný hjá Evrópusamtökunum og er deildar- stjórastaða á sviði hagrannsókna og áætlana sem nýtast öllum þeim 20 flugfélögum sem eiga aðild að AEA en Flugleiðir eru meðal aðild- arfélaga. Flugleiðir hafa veitt Val- gerði þriggja ára leyfi frá störfum hjá félaginu. . . . tunga um tönn . . . Vönum útvarpsmönnum getur orðið á mismæli eins og öðrum. Einhverju sinni var Ragnheiður Ásta að kynna næsta dagskrárlið. Komst hún þannig að orði: „Næst á dagskránni er samtals- þáttur, Jónas Jónasson spjallar húsmæður!**

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.