Alþýðublaðið - 15.10.1986, Page 1

Alþýðublaðið - 15.10.1986, Page 1
Fjárlagafrumvarpið: „N ánast mark- laust plagg“ — segir Karvel Pálmason, alþingismaður alþýðu Miðvikudagur 15. október 1986 197. tbl. 67. árg. Útvarpsréttarnefnd: Nýjar útvarps- og sj ó nvarp ss tö ðvar Á síðasta fundi útvarpsréttar- nefndar lágu fyrir 6 umsóknir um leyfi til hljóðvarps- og sjónvarps- sendinga. Að sögn Þórunnar Haf- stein starfsmanns nefndarinnar var tekin efnisleg afstaða til þriggja umsókna og verða leyfisbréf send út fljótlega. Samþykkt var leyfi til reksturs þráðlauss hljóðvarps í Vestmannaeyjum umsækjandi Ragnar Sigurjónsson í Eyjum. Vil- helm Árnason, sem rekið hefur kapalsjónvarp um nokkurt skeið, fékk leyfi til reksturs þraðlauss hljóðvarps og sjónvarps í Ólafsvík og nágrenni. Frjáls kristileg fjöl- miðlun fékk einnig leyfi til hljóð- varpssendinga á Reykjavíkursvæð- inu. Á fundinum var fjallað um þrjár aðrar umsóknir. Ákveðið var að senda umsókn Eyfirska sjónvarps- félagsins, Sjónvarp Akureyri, til umfjöllunar hjá Pósti og síma. Fjallað var um umsókn Sambands ungra jafnaðarmanna um leyfi til hljóðvarpssendinga á Reykjavíkur- svæðinu og umsókn Halldórs A. Sveinssonar um hljóðvarpssending- ar í Hafnarfirði og nágrenni. Á fundinum var ekki tekin efnisleg af- staða til þessara umsókna. Útvarpsréttarnefnd hefur ekki tekið afstöðu til kapalkerfa. Nefnd- in hefur beðið Póst og síma um að skila áliti um tæknilega eiginleika sendinga um þráð. Að sögn Þórunnar lá fyrir fund- inum bréf frá embættismanni hjá Verðlagsstofnun. Fjallaði hann í bréfi sínu um útvarps- og sjón- varpsauglýsingar og hvort þær kynnu að einhverju leyti að brjóta í bága við lög um verðlag, sam- keppnishömlur og óréttmæta við- skiptahætti. í framhaldi af því var nokkuð fjallað um þau mál á fund- inum en útvarpsréttarlögin gera ráð fyrir að sérstakur aðili fjalli um auglýsingar. Fjármögnunarleiga: Mitt í fárviðri leiðtogafundarins var sett á laggirnar nýtt hlutafélag um fjármögnunarleigu, Lýsing hf. Fyrirtækið er í eigu Landsbankans og Búnaðarbankans, sem eiga 40% hvor, Brunabótafélags íslands sem á 10%, Sjóvátryggingafélags ís- lands og Líftryggingafélags Sjóvá sem eiga 10%. Áður höfðu verið stofnuð önnur fyrirtæki á þessum vettvangi, Lind í eigu Samvinnubankans og er- lendra aðila, og fyrirtækið Glittnir í eigu Iðnaðarbankans og með meirihlutaaðild erlendra fyrir- tækja. Nokkuð hefur borið á misskiln- ingi um, að hér sé um að ræða svo- kallaða kaupleigusamninga en nokkur munur er á fjármögnunar- leigu og kaupleigu. Samkvæmt þessu formi er ekki gert ráð fyrir að leigutaki eignist það sem „keypt“ er á þessum kjörum heldur skili því aftur, það eyðist eða gangi úr sér. Samkvæmt upplýsingum Al- „Þetta fjárlagafrumvarp er út af fyrir sig mjög svipað því og við höf- um fengið að sjá undanfarin ár. Meginatriðið er að frumvarpið er lagt fram með einnar og hálfrar milljóna króna halla, þannig að hallinn í ár er að minnsta kosti tveir komma tveir milljarðar. Þar að auki vita menn það að fjárlaga- frumvarpið hlýtur að taka breyting- um til hækkunar á leið sinni gegn um þingið og menn eru þá enn að tala um meiri halla en einn og hálf- þýðublaðsins sleppa tæki og vélar á þessum skilmálum inn í landið án söluskatts, vegna leigufyrirkomu- lagsins. Auk þess sé fjármögnun miklu dýrari. í fréttatilkynningu frá Lýsingu hf. segir að hér sé um að ræða starfsemi sem miði að því að auðvelda rekstraraðilum útvegun véla, tækja og tæknibúnaðar. í þessu fyrirkomulagi er ekki krafist eiginfjárframlags, né um að ræða sérstakar bankaábyrgðir sem tíðk- ast í venjulegum peningalánum. Sú gagnrýni hefur komið fram að verið sé að hleypa erlendu fjármagni bak- dyramegin inn í landið. Alþýðublaðið bar þetta undir Brynjólf Helgason framkvæmda- stjóra markaðssviðs Landsbankans en hann á sæti í stjórn Lýsingar. Brynjólfur vildi ekki meina að verið sé að hleypa erlendu fjármagni bak- dyramegin inn í landið. Vísaði hann til reglugerðar sem viðskiptaráð- herra setti í vor þar sem tilgreind Framh. á bls. 2 an milljarð, eins og frumvarpið ger- ir rað fyrir“, sagði Karvel Pálma- son, alþingismaður í samtali við Al- þýðublaðið í gær. „Og það eru stórir hlutir að ger- ast í þessu frumvarpi. Það eru ótrú- legar hækkanir á fjárveitingum til yfirstjórnar ráðuneytanna, allt upp í 50%. Annað hvort hlýtur að eiga að fjölga starfsfólki ráðuneytanna eða að hækka laun þeirra sem fyrir eru. Þar að auki sýnist mér frum- varpið komi þvert á þá launastefnu sem menn hafa verið að tala um og hljóti að verða verðbólguvaldandi, ef það nær fram að ganga lítið breytt. Eins virðast ekki vera uppi neinar tillögur um að stoppa upp í þetta mikla fjárlagagat sem blasir við. Ég gat ekki betur heyrt á fjár- málaráðherra en að þessi halli ætti að vera áfram“. „Þeir ætla að fella niður þrjú hundrúð milljónir í tekjuskatti, en setja í staðinn aukaskatt á olíur og bensín upp á sex hundruð milljónir. Hvað gera á við mismuninn veit enginn. Það er aðeins vísað til þess að koma eigi frumvarp á næstunni, það er allt og sumt. Ekki eru heldur sjáanleg nein merki þess að taka eigi upp virðisaukaskatt núna“. „í stefnuræðu fjármálaráðherra er ýjað að því að fara eigi með aðrar Iandbúnaðarafurðir inn í hinar hefðbundnu afurðir landbúnaðar- ins. En hvað átt er við, — það veit enginn maður. Á því er ekki skýring gefin. Þetta fjárlagafrumvarp er einhvers konar tannlaus beina- grind, sem gefur afskaplega litla vísbendingu um það, hvað kann að gerast í fjármálum á næsta ári.“ „í fyrsta lagi, þá ganga menn út frá kaupgjaldi og verðlagi eins og það var um áramótin síðustu, áður en nokkrir samningar hafa verið gerðir. Samningar verða hins vegar gerðir, það er nokkuð Ijóst mál“ „Þetta eru nánast marklaus plögg sem þarna er verið að leggja fram. Við skulum gera okkur grein fyrir því, að það er búið að veita yfir níu hundruð milljónir í aukafjár- veitingu, það sem af er árinu. Það skiptir hundruðum milljóna króna, sem ríkið skuldar sveitarfélögunum út um allt land, fyrir sinn hlut í framkvæmdum sem þegar eru komnar í gagnið. Það á allt eftir að borga. Sveitarfélögin verða að velta þessum ósköpum á undan sér og trúa því alltaf að nú muni ríkið loksins borga. En það gerist bara ekki neitt. Þessu er einungis safnað upp. Ríkið er reyndar byrjað að semja við einstök sveitarfélög um að greiða þetta niður, en það er ekki mikið um það, enn sem komið er, — því miður. Þetta eru hins vegar það stórar upphæðir að það er ekki vit- að hvernig fer og alltaf heldur áfram að bætast við. Ef þú tekur þetta inn í dæmið núna, þá ertu strax kominn með fjárlagahallann upp í þrjá milljarða" „Menn eru reyndar ekkert end- anlega búnir að átta sig á þessum doðrant, en við Alþýðuflokksþing- menn verðum á fundi síðdegis og munum þá reyna að brjótast í gegn um þetta. En þetta er fyrsta tilfinn- ingin gagnvart þessum fjárlögum, eftir að hafa heyrt stefnuræðu fjár- málaráðherra og flett í gegnum doðrantinn“, sagði Karlvel Pálma- son alþingismaður. Enginn söluskattur — Dýrara fjármagn? Bakdyrnar opnaðar fyrir erlendu fjármagni? Flokksþing Alþyðuflokksins um átak gegn neyslu og útbreiðslu vímuefna: Fræðsla aukin, viðurlög hert, upp- lýsingamiðstöð og Fíkniefnaráð Hinn 19. maí 1983 var skipuð sérstök nefnd til að marka opin- bera stefnu í áfengismálum. Nefnd þessi var skipuð í fram- haldi af samþykkt Alþingis á til- lögu Alþýðuflokksins um sama efni. Nefnd þessari var einnig fengið það hlutverk að gera tillög- ur um átak gegn neyslu og út- breiðslu annarra vímuefna. Nefndin skilaði tillögum sínum til viðkomandi ráðherra í febrúar-_ mánuði 1984, en ekkert hefur ver- ið með þær gert. Áður hefur verið samþykkt til- Iaga á Alþingi, sem Alþýðuflokk- urinn hafði frumkvæði að, um skipulagðar aðgerðir gegn inn- flutningi og dreifingu ávana- og fíkniefna. Þessum tillögum var fylgt að einhverju leyti. Neysla hverskonar vímuefna hefur farið mjög vaxandi hér á landi á undanförnum árum. Vegna vilja- eða áhugaleysis ríkis- valdsins hafa einstaklingar og fé- lagasamtök gripið til sinna ráða gegn þessum vágesti. En það dug- ar skammt, ef einhver verulegur árangur á að nást. Hér er á ferð- íiini svo alvarlegt mál, svo alvarleg hótun gegn yngri kynslóða þess- arar þjóðar, að allra ráða verður að leita til að andæfa gegn þeirri þróun, sem íslendingar hafa orðið vitni að og hefur þegar haft skelfi- legar afleiðingar. Á þessum vettvangi gegnir rík- isvald og Alþingi á hverjum tíma veigamestu hlutverki. 43. flokksþing Alþýðuflokks- ins leggur til, að þegar í stað verði gripið til eftirfarandi aðgerða: (í þessum tillögum er m.a. stuðst við álit nefndar þeirra, sem fyrr var getið, og starfaði undir stjórn Páls Sigurðsson, ráðuneytisstjóra). 1. Leitast verði við að eÉa í land- inu almenningsálit gegn notkun vímuefna, m.a. með fræðslu fyrir foreldra og kennara. 2. Aukinn verði stuðningur við störf áhugamannahópa, t.d. foreldrafélög, íþróttafélög og æskulýðsfélög, sem hafa þessi mál á stefnuskrá sinni eða vilja starfa að þeim. 3. Endurskoðuð verði öll viður- lög við ólöglegum innflutn- ingi og dreifingu vímuefna með það fyrir augum að herða til muna allar refsingar frá því sem nú er. 4. Starf fíkniefnalögreglu og fíkniefnadómstóls verði styrkt til muna með fjölgun starfsmanna og eflingu þeirr- ar tækni, sem fyrir hendi er til baráttu gegn innflutningi og dreifingu vímuefna. 5. Tollgæslan verði styrkt í þeim tilgangi að koma í veg fyrir smygl á vímuefnum. 6. Komið verði á fót upplýsinga- miðstöð um fíkniefnamál. 7. Skipað verði Fíkniefnaráð. Heilbrigðisráðherra skipi for- mann, sem jafnframt er framkvæmdastjóri upplýs- ingamiðstöðvarinnar. Fjórir fulltrúar aðrir verði kosnir hlutfallskosningu á Alþingi að afstöðnum almennum þingkosningum. 8. Efld verði útgáfa hverskonar náms- og fræðsluefnis um vímuefni til notkunar í skól- um og á námskeiðum. Náms- gagnastofnun verði falið að hafa forgöngu um þetta verk- efni. 9. Heilbrigðis- og fræðsluyfir- völd gangist fyrir sérstökum námskeiðum fyrir kennara og heilbrigðisstéttir og ófaglært fólk, sem starfar að því að koma i veg fyrir fíkniefna- notkun og tekst á við afleið- ingar hennar. 10. Bæklingar um hættur af neyslu fíkniefna liggi frammi í heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, læknstofum og félagsmálastofnunum. Auk þess skulu hjúkrunarfræð- ingar hafa slíka bæklinga undir höndum. 11. Fjölmiðlar verði hvattir til að fræða fólk á hlutlægan hátt um skaðsemi vímuefna. Lög- fest verði ákvæði um skyldur Ríkisútvarpsins til að sinna upplýsingum og fræðslu á þessu sviði, líkt og gert er varðandi umferðarmál. 12. Brýnt er að koma á fót afeitr- unardeild eða sérhæfðri með- ferðardeild fyrir ungt fólk. Geðdeild Landspítalans verði falið að kanna hvernig best verði séð fyrir aðstoð við sjúklinga og hvernig bæta megi úr þörfum þeirra fyrir afeitrunardeild. 13. Á Unglingaheimili ríkisins verði kannaðir möguleikar á því að koma á fót „endurupp- eldi“ fyrir unga vímuefna- neytendur, sem þarfnast um- önnunar allan sólarhringinn. 14. Sérstökum upplýsingasíma verði komið fyrir í geðdeild Landspítalans, og leiðbein- ingarstöð Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkurborgar og SÁÁ í Síðumúla. Þar verði fíkniefnaneytendum og að- standendum þeirra veittar upplýsingar um það hvernig hægt sé að bregðast við vand- anum. 15. Ríki og sveitarfélög hafi sam- vinnu um að gera vímuefna- neytendum kleift að komast í fæði og húsnæði að meðferð lokinni. Sjá verður þessu fólki fyrir vinnu eða starfs- þjálfun að meðferð lokinni ef með þarf. 16. Ákveðinn hundraðshluti af söluverði áfengis og tóbaks renni til þeirra aðgerða, sem hér hafa verið nefndar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.