Alþýðublaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 15. október 1986 3 Borgarljóð eftir Gunnar Dal Það hlýtur að teljast til tíðinda þegar út kemur ný bók eftir Gunnar Dal. Að þessu sinni er það ljóða- bók, Borgarljóð, — og er það nafn vel til fundið á 200 ára afmæli höf- uðborgar okkar allra. í þessari bók, eins og reyndar í öllu þvi sem frá Gunnari kemur, tekur hann upp hanskann fyrir hið smáa og máttarminna og gefur gaum að lítilmagnanum, hvort sem hann er lítið borgarbarn, fugl sem krafsar í snjó eftir æti eða einmana útigangsmaður, örvæntingarfullur í ringulreið borgarlífsins. Spörfugl Tíst mitt vegur ekki þungt fremur en Ijóð þitt, sem þú bangar saman þar sem þú situr í lilýju horni þínu á Hressingarskálanum og sötrar kaffi. Horfir á mig gegnum gler, úr hlýju horni þínu, þar sem ég hoppa til og frá í strætinu. Gestur í borginni, spörvi af ætt háðfugla rænir molum af borðum okkar, drekkur sig fullan úr pollum borgarinnar. Hvað veist þú um smáfugla úti í kuldanum? Hvað veist þú um smáfugl sem krafsar í snjóinn með skjálfandi klóm? Þú ert inni. Ég er úti. Aðeins lítill fugl og tíst mitt vegur ekki þungt fremur en Ijóð þitt. Langferð Þú leggur í langar ferðir litla barnið mitt. Hinum megin við hornið er húsið þitt. Heimurinn er frjáls og fagur þér fagnandi mætir nú. I vatninu vaðið þið saman vorið og þú. Barnið mitt í bæinn berðu Ijós og yl. Við skulum hjálpa vorinu að verða til. Utangarðsmenn Hér ennþá menn í einsemd lifa og deyja. Þeir utangarðs í skammdeginu þreyja. Leitandi að húsaskjóli hlýju og yl, heimili sem þó raunar hvergi er til. Þessi þrjú Ijóð eru að mínu viti mjög einkennandi fyrir þá samúð sem Gunnar Dal sýnir öllu lífi, en hann er einnig fullur bjartsýni fyrir hönd léttadrengsins, sem á sína björtu drauma inn i Sundahöfn: Léttadrengur í Sundahöfn Það vorar fremur seint í Sundahöfn. Til sólarlanda stefnir hugur minn., í leit að því sem á sér engin nöfn. Ég út í heiminn sigli i fyrsta sinn. í leit að ungri og fegri veröld fer með fullan poka af vonum, stíg um borð. Úr Sundahöfn mitt skip á burt mig ber. LJr bláum fjarska heyri ég söng og orð, og sunnanvindur segir mér frá því að sumar nálgist, gefi fyrirheit um betri menn sem okkar veröld í loks eyðimörkum brcyti í sælureit. Og þeirra vegna held ég út í heim. Um höfin sjö ég fer í leit að þeim. En allt er falið gæsku guðs og það veit Gunnar manna best. Hér er lítil lofgjörð hans til almættisins: Dögun Nú sól um stræti morgunbirtu breiðir og bjartir geislafingur snerta mig semhendur guðs. er heimi öllum stjórnar, sem hendur guðs cr lækna og blessa þig. Það er ástæða til að óska Gunn- ari Dal til hamingju með þessa nýju bók, ljóðabók sem þykir svona vænt um lífið. Ljósmyndir í bókina tók Sigurjón Jóhannsson, leik- myndateiknari. Örn Bjarnason. Flugleiðir: Aukning í Evrópufluginu í nýju fréttablaði Flugleiða kem- ur fram að fyrstu átta mánuði árs- ins jukust farþegaflutningar Flug- leiða í Evrópuflugi um 11;1% frá því á sama tíma í fyrra. í innan- landsflugi varð aukningin 4,8°/o en í Atlantshafsfluginu fækkaði far- þegum um 8,1% á þessu sama tíma- bili. Þess ber að geta að þar var dregið úr sætaframboði miðað við sama tíma í fyrra. Bókanir frá september og út desember á þessu ári lofa góðu. Samkvæmt tölum fengnum 22. september er þar um að ræða 28,6% heildaraukningu bókana í millilandaflugi miðað við sama tímabil í fyrra. Fraktflutningar Flugleiða hafa alls staðar aukist nema 1 innan- landsflugi. Á N-Atlantshafinu juk- ust fraktflutningar um 21,6% á tímabilinu jan. til júlí. í Evrópu- /,-flygi varð aukningin 26,2%. Nokk- uð minna var um fraktflutninga í innanlandsflugi á þessu tímabili, eða 4,9% minnkun. Nýting hótela var mjög góð í ágústmánuði. Að Hótel Loftleiðum var nýtingin 97,3% í ágúst miðað við 92,6% sama mánuð í fyrra. A Hótel Esju var nýtingin 97,1% mið- að við 93,1% í ágúst 1985. Því mið- ur er ekki sömu sögu að segja af Bílaleigu Flugleiða. Þar var nýting- in nokkru lægri en í fyrrá, eða 69,3% á móti 76,2%. Fleiri útlendingar hafa komið til íslands það sem af er árinu en á sama tímabili sl. ár. Nemur aukn- ingin 14,6%. Háskólaerindi í minningu Sigurðar S. Magnússonar prófessors Föstudagur 17. október Sir Malcom Macnaughton, prófessor í kvensjúk- dómafræðum við háskólann í Glasgow mun flytja erindi í boði læknadeildar Háskóla íslands er hann nefnir: „THE ETHICS OF ARTIFICIAL REPRODUCTION" Fyrirlesturinn verður fluttur í kennslusal Hjúkr- unarskóla íslands á Landspítalanum, og hefst kl. 13:15. Öllum er heimill aðgangur. Sir Malcolm Macnaughton er forseti samtaka breskra fæðing- ar- og kvensjúkdómalækna, Royal College of Obstetricians and Gynaecologists. Hann er þekktur fyrir rannsóknir á sviði kvensjúkdóma- fræði, einkanlegavarðandi ófrjósemi. Fyrirlestur- inn fjallar um siðfræðivandamál sem tengjast tæknifrjóvgun. Framkvæmdastjóri Heilsugæslustööin Borgarnesi óskar aö ráða fram- kvæmdastjóra frá og með 1. jan. nk., eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða Vz stöðu. Nánari upplýsingar veitir formaður stjórnar Heilsu- gæslustöðvarinnar EyjólfurT. Geirsson, simi 7224. Umsóknarfrestur er til 10. nóv. 1986. Heilsugæslustöðin Borgarnesi. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi heldur fund laugardaginn 18. þ.m. kl. 10 árdegis ( Hótel Borgarnesi. Fundarefni: 1. Tekin afstaða til prófkjörsreglna vegna prófkjörs sem haldið skal fyrir lok nóvember. 2. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráös. Ritgerðar- samkeppni um jafnaðarstefnuna í tilefni 70 áraafmælis Alþýðuflokksins hef- ur verið ákveðið, að efna til ritgerðarsam- keppni um efnið „Jafnaðarstefnan". Rétt til þátttöku hafa allir á aldrinum 15 til 25 ára. Skilafrestur er til 1. desember næst komandi, og skal ritgerðin vera 6 vélritaðar síður. Þrenn verðlaun verða veitt í ritgerðarsam- keppninni. Fyrstu verðlaun er hálfs mánaðar dvöl í Bommersvik í Svíþjóð, en þar er ráð- stefnumiðstöð sænskra jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar. Önnur og þriðju verðlaun eru bókaverðlaun. í dómnefnd eru dr. Gylfi Þ. Gíslason, Helgi Skúli Kjartansson og Jón Baldvin Hannibals- son. — Frekari upplýsingar um samkeppnina verðaveittar í skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.