Alþýðublaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1986, Blaðsíða 4
alþyóu' Miövikudagur 15. október 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmuastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 VINDURINN ER ÓTÆMANDI ORKULIND Birger Madsen. Danskar vindmyllur eru seldar um víða veröld. Orkukreppa 8. áratugarins og sú mikla umræða sem hefur verið um umhverfismál undanfarin ár hefur orðið hvati að umfangsmikilli framleiðslu á vindmyllum i Dan- mörku. Útflutningurinn í ár nemur 1,7 milljörðum danskra króna og við framleiðsluna vinna 3.500 manns. í sumar var haldin mikil sýning í Herning, þar sem Dan-Wea vind- myllur voru kynntar erlendum gest- um og sérfræðingum frá 30 lönd- um. Birger Madsen, tæknilegur ráðgjafi framleiðenda og fram- kvæmdastjóri sýningarinnar segir að reynslan sé góð af þeim vind- myllum sem hafa verið teknar í notkun, framleiðslukostnaður hafi lækkað og nýir markaðir séu að opnast. Verðsveiflur á olíumarkaðnum geta að visu sett strik í reikninginn, segir hann, en sífellt háværari kröf- ur um umhverfisvernd, ásamt ótryggu ástandi í olíusölumálum Tveir einbýlishúsaeigendur í lúx- usvilluhverfi á Stensballe Strandvej í Horsens hafa komið í veg fyrir að komið yrði á fót barnaheimili í næsta nágrenni við hýbýli þeirra, til afnota fyrir börnin í hverfinu. Andstaðan byggðist á því að hús- in í hverfinu myndu falla i verði vegna háreysti frá börnunum og aukinnar umferðar. hvetur tvímælalaust til áframhald- andi framleiðslu. í nýútkominni skýrslu frá sam- tökum framleiðenda kemur fram að þrettán af rúmlega 20 vindmyllu- framleiðendum flytja framleiðslu sína út og reiknað er með að út- flutningurinn í ár nemi um 1,7 mill- jörðum danskra króna. Það sam- svarar útflutningi á 2.900 myllum. Meðal viðskiptalanda eru Ind- land, Grænland, Bretland, Hol- land, Þýskaland, ísrael, Grikkland og Grænhöfðaeyjar, en flestar myllurnar, eða níu af hverjum tíu, fara til Bandaríkjanna. Unnið er að markaðsöflun, jafnt og þétt og t.d. eru í gangi samningar um aukna sölu til Indlands og verið er að reyna að afla markaða í Kína, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Mein- ingin er að fá leyfi til að setja upp sýnishorn af framleiðslunni í þess- um löndum til að vekja áhuga væntanlegra kaupenda. Það voru einkum tveir menn í næsta nágrenni við fyrirhugað barnaheimili sem beittu sér gegn framkvæmd málsins. í sameiningu keyptu þeir húsið sem átti að gera að barnaheimili og skutu þar með bæjaryfirvöldum ref fyrir rass. Þar að auki létu þeir þinglýsa yfirlýs- ingu, þar sem það er skýrt tekið fram að húsið megi ekki selja, né heldur nota það fyrir barnaheimili, Brautin rudd Vindmylluævintýri Dana byrjaði fyrir fjórum árum. í ágúst 1982 hóf samband vindmylluframleiðenda söluherferð í Bandaríkjunum, sem var vel tekið vegna almenns áhuga á raforkuframleiðslu án mengunar. Á því ári seldust 35 vindmyllur vest- an hafs, aðallega í Kaliforníu. Nú er þriðjungur af öllum vindmyllum í Kaliforníu dönsk framleiðsla og það má teljast góður árangur, því að 90% af öllum vindmyllum í heimi eru staðsett í Kaliforníu. Birger Madsen telur að um helm- ingur af þeim myllum sem seljast í öðrum löndum, sé dönsk fram- leiðsla, en markaður er ekki mikill lyrír þær heima í Danmörku. Þar er ekki nógu vindasamt til að það sé hægt að byggja raforkuframleiðsl- una á vindmyllum nema að litlu leyti. í Danmörku eru um 1600 myllur í notkun og framleiða samtals um orlofsheimili, eða aðrar viðlíka stofnanir. Borgarstjórinn, Henning Jensen, segir að það verði með einhverjum ráðum að hindra að slíkar yfirlýs- ingar verði ráðandi í bæjarskipu- laginu í framtíðinni. Raunar er þessi afstaða ekkert einsdæmi. Hann hefur oft orðið var við sams konar viðbrögð og segist álíta að það sé aðeins toppurinn á ísjakan- um sem kemur í ljós í þessu sérstaka máli. Allir segjast vera hrifnir af börn- um; ef þau eru ekki með hávaða, ef ekki þarf að kenna þeim eða hafa þau í pössun í næsta nágrenni. Þá kemur annað hljóð í strokkinn og upp koma hótanir og skaðabóta- kröfur til hins opinbera. í þessu umrædda hverfi eru mörg börn sem þurfa á dagvistun að halda og Henning Jensen segir að einstakir húseigendur verði ekki látnir ráða ferðinni í málefnum bæjarins. Nú hefur verið keypt ann- að hús og innréttað sem barna- heimili fyrir 30 börn. 75 megavött. Rætt er um að fram- leiða 10% af orkuþörf með vind- rafstöðvum, en það er nálægt 1100 megavöttum, svo að enn er langt í land með að því marki sé náð. Með núverandi afkastagetu væri hægt að fylla danska markaðinn á fjórum árum, en samt verður fram- leiðslan aukin heldur en hitt og reynt að afla nýrra markaða erlend- is. Ótæmandi orkulind Um strendur Evrópu blása stöð- ugt vindar. Það er löng leið frá Lofoten til Gibraltar og þar mætti framleiða mikla orku, án þess að stofna lífríki álfunnar í hættu. Og næsta stóra verkefnið verður að koma framleiðslunni á framfæri í löndum þriðja heimsins. Þar er víða mikiil orkuskortur og litlar vindmyllur gætu viða komið að góðum notum sem varaafl eða við hliðina á dísilrafstöðvum í öðrum löndum, sem þegar hafa komið upp orkuveitum, er fremur stílað upp á stórar vindmyllur sem eru tengdar því kerfi sem fyrir er. Þótt framleiðslan sé háð orku- verði, sem nú er fremur lágt vegna fallandi olíuverðs, telur Birgir Mad- sen að ekki sé ástæða til annars en bjartsýni. Orkuverð er ekki háð olíuverði nema óbeint og verð á raf- orku helst tiltölulega lítið breytt. Hitt er verra að í flestum löndum er ríkisstyrkur til raforkufram- Ieiðslu afnuminn eftir vissan reynslutíma. Eftir það verður fram- leiðslan að geta keppt við aðra orkugjafa og af því hafa framleið- endur haft nokkrar áhyggjur. Nú virðist svo sem ótti þeirra hafi verið ástæðulaus, því að salan til Banda- ríkjanna hefur ekkert dregist sam- an, þrátt fyrir minni styrkveitingar en áður. Vindmyllur geta þó ekki keppt við kolakynt orkuver, þar sem allri nútíma tækni er beitt. í þeim er hægt að framleiða mun ódýrari orku, en hins vegar hefur öll tækni verið nýtt til hins ýtrasta þar og ekki mikilla framfara að vænta. Vindrafstöðvar hafa aðeins verið í notkun í fimm ár eða svo og sífellt er unnið að endurbótum á þeim. Eftir nokkur ár er þess að vænta að afköstin verði orðin mun meiri, en allur tilkostnaður minni, segir Birger Madsen. Danmörk Barnaheimili draga úr verð- gildi húseigna Molar Björn Borg Það er nokkuð mikill munur á tennis og rakspira. Samt getur þetta farið saman í Birni Borg. Björn hef- ur lag á því að spila tennis betur en nokkur annar og er full ástæða til að velta fyrir sér hvort það geti staf- að af lyktinni af honum. Það getur vel verið, merkar vísindalegar upp- götvanir hafa verið gerðar á hinum fáránlegustu hlutum, hví ekki Birni Borg? Rakspírinn hans er e.t.v. lyk- illinn að leyndarmálinu. Fyrir ári síðan markaðssetti Björn Borg herrasnyrtivörur sínar á Norðurlöndunum að íslandi und- anskildu. Nú seinni hluta október er hins vegar að hefjast markaðs- setning á þessum snyrtivörum hér á landi, á sama tíma og þær eru markaðssettar í Þýskalandi, Hol- landi og Belgíu. Þarna er um að ræða tvær ilm- tegundir byggðar upp á ólíkum ilrni sem þó báðir endurspegla persónu- leika Björns Borg. Annar ilmurinn er einfaldlega nefndur „Björn Borg“ hann er frískur og sportlegur á meðan hinn ilmurinn nefndur „Björn Borg 6—0“ er klassískur og hlýr, en báðir eiga það sameiginlegt að vera sér- staklega glæsilegir. Hinir mismunandi ilmar eru framleiddir af tveim eftirsóttustu nöfnum meðal ilmefna-framleið- enda heims, Takasako i París hann- aði „Björn Borg“ og Givaudan í Gefn hannaði „Björn Borg 6—0“ Til að halda hönnunargæðunum í hámarki var hinn frægi franski hönnuður Pierre Dinand fenginn til að hanna umbúðirnar. En hand- bragð hans er auðþekkjanlegt á hinni glæsilegu hönnun og litasam- setningu - steingrátt, silfur og vín- rautt með tvöföldu B og eigin- handaráritun tennisstjörnunnar Björn Borg á klassiskum flöskum með fínlegum hliðarrákum, sem líkjast haldi á tennisspaða. Bæði „Björn Borg“ og „Björn Borg 6—0“ innihalda: Aftershave, Aftershave Skin Conditioner, Eau de Toilette, Deo Stick, Deo Spray, sápu í öskju, baðsápu í bandi sem er í laginu eins og tennisbolti og herra snyrtitöskur. Fyrir jólin verða svo á boðsstól- um fallegir gjafakassar sem henta herrum á öllum aldri, en innihald þeirra er Aftershave og sápa í öskju. Umboðsaðili fyrir Björn Borg herrasnyrtivörurnar á íslandi er heildverslunin Arctic Trading Company, Iðnbúð 5, Garðabæ. • . . .hvurs er hvurs. . .? Það er mál manna að auðvelt sé að far „yfirum" á því að reyna að átta sig á öllum þeim innlánsreikning- um, sem hinir ýmsu bankar bjóða uppá. Gaman væri einnig að fá að vita hvað allt auglýsingafárið, í kringum þetta kröftuga innláns- reikningaflóð hefur kostað þegar allt er talið. Sem dæmi um æðibunuganginn í samkeppninni um sparifé lands- manna- (ekki neitt), er Iðnaðar- bankinn nú farinn að auglýsa Al- reikning. Ekki verður séð hvernig þeir geti brugðist við þessu hjá Al- þýðubankanum öðruvísi en að opna IÐN-reikning! • Ferðaskrifstofa Gengið hefur verið formlega frá stofnun hlutafélags um rekstur Ferðaskrifstofunnar Sögu hf. Ferðaskrifstofan mun hefja starfsemi sína innan skamms. Skrifstofan mun verða í nýinnrétt- uðu húsnæði að Tjarnargötu 10 við hliðina á Happdrætti DAS, á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Ferðaskrifstofan Saga hf. mun veita alla alhliða ferðaþjónustu, annast útgáfu flugfarseðla, pöntun á hótelum, bílaleigubílum, járn- brautarfarseðlum og annarri fyrir- greiðslu fyrir ferðamenn. Ferða- skrifstofan Saga hf. mun einnig annast skipulagningu á hópferðum og móttöku erlendra ferðamanna. Framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofunnar Sögu hf. er Örn Steinsen, sem í rúma tvo áratugi hefur starfað að ferðamálum. Sölu- og markaðs- stjóri er Pétur Björnsson, sem einn- ig hefur að baki langa starfsreynslu á sviði ferðamála.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.