Alþýðublaðið - 17.10.1986, Page 1

Alþýðublaðið - 17.10.1986, Page 1
alþýöu- Föstudagur 17. október 1986 200. tbl. 67. árg. Forseti íslands hittir Craxi og Jóhannes páfa I gœr héltforseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir aðalrœðuna á sjötta alþjóða matvœladegi Matvœla- og Landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) íRóm, eins og áður hefur verið skýrt frá. Yfirskrift matvœladagsins er að þessu sinni „Fiskimenn og fiskveiði- samfélög“. Meðanforseti Islands dvelst á Ítalíu, hittir hún að máli ýmsa forvíg- ismenn. Igœr átti forseti fund með Craxi forsœtisráðherra Ítalíu. Að lokinni hátiðarathöfn í höfuðstöðvum Matvœla- og landbúnaðar- stofnunarinnar, bauð framkvœmdastjóri stofnunarinnar, Dr. Edouard Saouma forsetum íslands og Ítalíu til hádegisverðar. ídag gengur forseti íslands áfund Jóhannesar Páls II. páfa árdegis, en síðdegis á forseti fund með Cossiga forseta Ítalíu. Forseti íslands heldur frá Róm á morgun, 18. október og kemur heim aftur föstudaginn 24. október. Fjárlög: 50 milljónum kippt frá Ríkisútvarpinu „Gersamlega ótækt“ — segirMarkús Örn Antonsson, útvarpsstjóri ísamtali við Alþýðublaðið „Ég tel gersamlega ótækt að ein- um þætti tekjuöflunar verði kippt út á þessu stigi. — Það er ekki hægt að kippa S0 milljónum út án þess að aðrir þættir hljóti alia vega um- ræðu í staðinn. Það verður einnig að skoðast að til þessarar tekjuöfl- unar var stofnað til að vega upp á móti því sem Ríkisútvarpið missti af þegar til samkeppni kæmi,“ sagði Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri í samtali við Alþýðu- blaðið í gær vegna þeirrar ráðstöf- unar í fjárlagafrumvarpinu að skera niður tekjur stofnunarinnar af aðflutningsgjöldum um 50 mill- jónir króna. Markús sagði að þetta hlyti að hleypa af stað umræðu um með hvaða sniði tekjuöflun Ríkisút- varpsins yrði í framtíðinni. „Á að reka þessar svöðvar með afnota- gjöldum? Hvað er almenningur til- búinn til að greiða mikið? Þetta eru verðugar spurningar sem vert er að velta fyrir sér og ég tel ekki hafa hlotið nægilega umfjöllunþ sagði Markús Örn, „ég veit hins vegar að útvarpslaganefnd fjallaði ítarlega um þessa hluti á sínum tíma, en ég er ekki viss um að það sem þar kom fram, hafi komist nægilega vel til skila til löggjafansþ bætti hann við. Alþýðublaðið spurði Markús Örn sérstaklega um rekstur Rásar 2 og það sjónarmið sem fram kom hjá fjármálaráðherra á Alþingi að íhuga mætti þann möguleika að selja rásina. „Eg hef ekki heyrt nán- ari skilgreiningu á þessu sjónar- miðiþ sagði Markús, „en menn verða að ræða það alvarlega hvert hlutverk þjónustustofnunar, eins og ríkisútvarpsins á að vera gagn- Framh. á bls. 2 Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumaður Rásar 2: „Endalausar mótsagnir“ Ríkisútvarpið svelt frá báðum hliðum „Það er Ijóst að hér eru að gerast hlutir sem eru stórmenningarpóli- tískir. Ég er satt að segja undrandi á því að hugsandi menn hafi ekki gefið þeim meiri gaum en raun ber vitni. Viðhorfin gagnvart Ríkisút- varpinu í heild eru full af mótsögn- um“, sagði Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumaður Rásar 2 hjá Ríkis- útvarpinu. „Annars vegar segir fjármálaráð- herra, að það sé samstarf um það í ríkisstjórn að draga úr tekjum Rík- isútvarpsins, sem er athyglisverð yf- irlýsing, og hins vegar segir mennta- málaráðherra að Ríkisútvarpið muni ekki bera skarðan hlut frá borði. Það er augljós mótsögn í þessu. Ég er eins og fleiri, ég fæ ekki skilið hvað er á seyði. Og hvernig á að tryggja Ríkisútvarpinu tekju- Flokksstjórnar- fundur á mánudag Nýkjörin flokksstjórn Alþýðu- flokksins er boðuð til fundar mánudaginn 20. þ.m. klukkan 20:30 í Félagsmiðstöð jafnaðar- manna, Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Dagskrá: 1. Afgreiðsla mála frá flokksþingi. 2. Stjórnmálaástand í þingbyrjun. 3. Önnur mál. Formaður. stofn, það fæ ég ekki ráðið í heldur. Mér finnst þetta jaðra við yfirlýs- ingu um að reksturinn eigi að vera einhvers staðar annars staðar en í höndum ríkisins. Maður veit ein- faldlega ekki hversu mikil alvara liggur að baki þessara orða fjár- málaráðherra. Hvort hér er verið að gefa einhverjum undir fótinn vegna Framh. á bls. 2 Sigtúnshópurinn hyggst grípa til harðra aðgerða „Blekkingarvefurspunninn ihúsnœðismálum“, segir Ögmundur Jónasson einn forsvarsmanna Sigtúnshópsins. „Við erum núna að gera úttekt á þessum málum, kanna orð manna annars vegar og hins vegar athafnir síðustu missera“, sagði Ögmundur Jónasson fréttamaður og einn af forsvarsmönnum Sigtúnshópsins í sanrtali við Alþýðublaðið í gær. „Við munum sjá til þess að ekkert fari á milli mála í þessu sambandi og það mun örugglega eitthvað heyrast frá okkur mjög fljótlcga", sagði Ögmundur. Blaðamaður spurði Ögmund hvort hann gæti sagt eitthvað nánar frá því sem verið væri að gera. Sagði hann að það yrði að bíða. „Við telj- um að á okkur hvíli í raun viss upp- lýsingaskylda og við munum sjá til þess að það verði örugglega ekki þagað um þessi mál. — Það hefur verið spunninn ótrúlegur blekking- arvefur um húsnæðismálin og við höfum ekki sagt okkar siðasta orð“. „Blaðamaður spurði Ögmund hvað hann ætti við með blekkingar- vef í húsnæðismálum. Þeir sem hafa lent í þessum vanda þekkja það best á sínum eigin skrokki“, sagði Ögmundur Jónasson. fAlit nokkurra sjálfstœðismanna á eigin prófkjöri:\ „Ýmsir vilja ekki vera með - tapa peningum og mannorði Umræður verða nú sífellt há- værari um gildi prófkjara, í Ijósi þess hvaða áhrif prófkjör sjálf- stæðismanna í Reykjavík, fyrir næstu Alþingiskosningar, virðist hafa haft á allan almenning. Alþýðublaðið hafði samband við nokkra sjálfstæðismenn og fer skoðun þeirra hér á eftir í sam- antekt. „Prófkjör er sú aðferð sem við notum til þess að velja okkur frambjóðendur, en það er alltaf spurning hvaða aðferð á að nota. Eg held að þegar prófkjör voru ný á sínum tíma og gáfu fólki tæki- færi til að velja um frambjóðend- ur og margir fengu að taka þátt, þá held ég að prófkjörin hafi haft þýðingu, en það er eins með þessa aðferð eins og aðrar, þær renna sitt skeiðý sagði einn. „Menn verða að gera ráð fyrir því, að þeir menn sem eru nýir og ekki eru þingmenn, verði að eiga kost á því að auglýsa sig með ein- hverjum hætti. Það er hins vegar alveg rétt, að þegar menn sem hafa verið í sviðsljósinu og jafnvel ráðherrar, eru farnir að eyða mörg hundruð þúsund krónum í aug- lýsingar, þá spyr maður sig að því hvort þetta sé rétta leiðin. Sú spurning hlýtur að vaknaþ sagði annar. Hann bætti við: „Menn mega ekki misskilja þetta og halda að þessar auglýsingar séu borgaðar úr vasa frambjóðendanna. í kringum frambjóðendur er yfir- leitt stofnaður hópur stuðnings- manna, og það er sá hópur sem tekur að sér að safna fjárframlög- um. Það sem vekur athygli er að það virðist vera mjög létt að ná inn peningum til þess arna“ Enn annar sagði: „Einhvern veginn verða menn að fá að kynna sig. Fólk sem er óþekkt, ekki þing- menn ráðherra o.s.frv. Þegar það fólk, þ.e. þingmenn og ráðherrar, er hins vegar orðið hvað harðast í auglýsingaslagnum, þá er þetta allt saman farið að missa sinn upprunalegatilgang. Ég hef alltaf talið að opin prófkjör væru rétta leiðin, en ég hef smám saman ver- ið að átta mig á því, að það er komið að því að þessi prófkjör verða hvíld um sinn og notaðar einhverjar aðrar aðferðir á næst- Framh. á bls. 2 FARSÆLL FOPvSTUMAfM tn < £ VlV er okkar maóur Sóivetgu Pétursdóttur ti*Aal<*au ntírrv ítnA/úrin/

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.