Alþýðublaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.10.1986, Blaðsíða 2
Föstudagur 17. október 1986 'RITSTJQRNARGREIN. Alþýðuflokkurinn í sókn I þeim skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið á undariförnum vikum og mánuðum, hef- ur fylgi Alþýðuf lokksins stöðugt farið vaxandi. Þettaerflokknum fagnaöarefni, þótt rétt sé að taka niðurstöður allra skoðanakannana með nokkurri varúð. Á þv( leikur hins vegar enginn vafi að Alþýðuflokkurinn er nú (verulegri sókni og að jafnaðarstefnan nýtur aukins stuðnings landsmanna. w I skoðanakönnun, sem Helgarpósturinn birti í gær og gerð er með 800 manna úrtaki, fær Al- þýðuflokkurinn 21,2% og bætirvið sig 2,2% frá skoðanakönnun, sem blaðið gerði ( ágúst. Staða flokksins virðist sterkust á Reykjanesi þar sem hann fær 25%, en slökust ( Reykjavík þar sem hann fær 18,8%. Hins vegar er staða hans almennt sterk á landsbyggðinni, en þar hefur hann 21,3%. Samkvæmt þessari könnun er Alþýðuflokkur- inn tvímælalaust annar stærsti flokkur lands- ins. Sjálfstæðisflokkurinn hefur langmest fylgi, eða40,3%. Fylgi hans hefur þó minnkað verulega frá slðustu könnun Helgarpóstsins og myndi hann samkvæmt þessari niðurstöðu tapa þremur þingmönnum miðað við ágúst könnunina. ...-'¦ - % ;..;•/ Það virðist svo að Framsóknarflokkurinn hafi hirt eitthvert fylgi fráSjálfstæðisflokknum, en hann hefur tvöfaldað fylgi sitt I Reykjavlk og á Reykjanesi frá slðustu könnun. Þó hefur Fram- sókn ekki nema 11,4% í Reykjavlk og 10,2% á Reykjanesi. Pað vekur mikla athygli l þessari könnun hve mikiðAlþýðuflokkurinnhefurstyrktstöðuslna á landsbyggðinni og hve styrkur hans er mikill I Reykjanesi, en þetta er staðfesting á fylgis- aukningu flokksins I síðustu sveitarstjórnar- kosningum. — Allteruþettaánægjulegtlðindi fyrir (slenska jafnaðarmenn og hvatning til að herða enn róðurinn. Það eru ekki nema rúmir fimm mánuðir til næstu Alþingiskosninga og mikið starf og barátta framundan. Eiga launamenn sök á fjárlagahallanum? Pegar fjármálaráöuneytið sendi fjölmiðlum nú I vikunni frumvarp til fjárlagaog frumvarp til lánsfjárlaga fyrir árið 1987, fylgdi sendingunni fréttatilkynning, þarsemsagterberumorðum, aðsökinaágífurlegumfjárlagahallamegi rekja til verkalýðshreyfingarinnar. m I fréttatilkynningunni segirorðrétt: „Samhliða gerð kjarasamninga í febrúar sl. voru ákveðnar ýmsaraðgerðir, sem áhrif höfðu á fjárhag rfkis- sjóðs, frá því sem ráðgert var við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1986 I desember 1985. Fjár- málaráðherra var m.a. heimilað að lækka ríkis- útgjöld um 860 milljónir króna og tekjur ríkis- sjóðs um 2.510 milljónir króna. Þetta hafði þau áhrif að 163 milljón króna rekstrarafgangur á ríkissjóði, samkvæmt fjárlögum samþykktum í desember 1985 breyttist I 1.486 milljón króna rekstrarhalla." M eð berum orðum er þarna sagt, að rúmlega 1,6 miljarða af halla ríkissjóðs megi rekja til verkalýðshreyfingarinnar og slðustu kjara- samninga. Þettaerekki stórmannleg afsökun- arbeiðni á lélegri afkomu rlkissjóðs. Þarna er með öðrum orðum sagt, að verkalýðshreyfing- in, sem tekið hefur á sig byrðamar til að kveða, verðbólgunaniður.eigisökáfjárlagahallanum. Ef sá skilningur verður ekki lagður 1 þessi orð, verða þau ekki útskýrð á annan veg en þann, að rlkissjóðurhafi greitt niðurverðbólguna. Og þá er illt í efni! Prófkjörin unni. Og ég get alveg sagt þér, aö bæði Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson hafa sagt við mig, að um leið og Sjálfstæðis- flokkurinn legði niður prófkjör, mundu þeir óska hins sama í Al- þýðuflokki og Alþýðubandalagi. Þess vegna m.a. held ég að það sé komin þreyta í þessa prófkjörsað- ferð og aðrar aðferðir notaðar um tíma. Spurningin er hins vegar hvort prófkjörin komi ekki upp aftur seinna. En það er nú einu sinni þannig með allar aðferðir, að smám saman læra menn þann- ig á þær, að þeir sem að eru í bestu aðstöðunni, hafa mestu mögu- leikana" „Mér finnst ekkert óeðlilegt að nýtt fólk auglýsi og geri grein fyrir Tilkynning frá landbúnaöarráöuneytinu tii þeirra sem stofnuöu félagsbú fyrir 1. janúar 1985 í samræmi við ákvæði 2. mgr. 28. gr. jarðalaga nr. 65/1976, sbr. 1. nr. 90/1984, skal senda ráðuneytinu skriflegan félagsbúsamning til samþykktar fyrir 15. nóvember nk. Landbúnaðarráðuneytið, 13. október 1986. sjálfu sér, en það hefur þingmað- ur getað gert í gegn um störf sín á Alþingi og í pólitíkinni. Þegar það svo kemur í ljós að þingmenn og jafnvel ráðherrar eru stærstir í því að auglýsa, þá fer maður að spekúlera, hvernig í ósköpunum ætla aðrir að fara að þessu?" „Það er mikil spurning hver áhrif þessar auglýsingar hafa. Það á alveg eftir að meta það. Það hefur aldrei verið sýnt fram á neitt í því efni, en þetta mætti rannsaka og væri mjög vel hægt t.d. eftir þetta prófkjör núna, eftir að úrslit liggja fyrir. Nú vitum við að það eru fimm frambjóðendur sem hafa pantað fimm sæti og hafa beðið stuðningsmenn sína um að kjósa sig í þessi sæti. Það ætti að vera auðvelt að rannsaka hversu hátt hlutfall hver og einn fær í við- komandi sæti. Eftir þá rannsókn liggur fyrir hvort máttur auglýs- inganna er mikill eða fitill. Ýmsir, menn vilja hins vegar ekki taka þátt í prófkjöri, vegna þess að þeir tapa bæði peningum og mann- orði!" /ZéLi O Óskað er tilboða vegna kaupa á eftirtöldum vöruflokk- um árið 1987 vegna Innkaupanefndar sjúkrahúsa: Bleiur (dag-nætur-barna) WC-papplr Eldhúsrúllur Miðaþurrkur Papplr (rúllur) á skoðunarbekki Útboðsgögn eru seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, á kr. 300.- hver flokkur. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7. simi 25844 spurn Eiðs Guðnasonar, þar sem hann bendir á að landsbyggðin eigi ekki að greiða niður árshátíðina hérna á höfuðborgarsvæðinu" „Ríkið er látið ryðja veginn og þegar það er búið að byggja upp þá koma frjálshyggjumenn og segja: — Nú get ég!" „Ég hef stundum undrast um- ræðuleysið í kringum þessa hluti sem legið hafa í loftinu um þessi grundvallarmál landsbyggðarfólks. Eg er þeirrar skoðunar, að Ríkisút- varpi á hverjum tíma eigi að vera tryggður tekjustofn, samkvæmt lögum þar um, til þess að sjá fyrir skylduverkefnum og einnig í menn- ingarlegu tilliti í víðustu merkingu þess orðs. Við megum ekki gleyma því að útvarpið hefur skyldur við vissa aðila eins og Almannavarnir, tilkynningarskyldu skipa og margt fleira. Því verður að tryggja Ríkis- útvarpinu tekjustofn. Þetta skiptir alla landsmenn máli, — ekki bara þá sem búa á höfuðborgarsvæð- inu". „Við vitum að þar sem afnota- gjöld eru bundin vísitölu, þá gætir alltaf vissrar tregðu til þess að hækka þau. Það er hægt að skilja að vissu marki og núna nýverið hef- ur ríkisstjórnin hafnað beiðni um hækkun afnotagjalda, sem fær okkur sem við þetta störfum auð- vitað til þess að snúa okkur enn frekar að þeim tekjustofni sem við teljum okkur hafa aðgang að, en það eru auglýsingar. Ef á síðan að hamra það í gegn, að Ríkisútvarpið eigi ekki að vera með auglýsingar, þá er ekki hægt að skoða málið öðruvísi, en að þarna sé á ferðinni aðför að stofnuninni af einhverra hálfu, þegar dæmið er lagt upp. Þá er vegið að stofnuninni frá báðum hliðum og allir ættu að geta séð hvað það táknar" Það er einnig mótsögn í því þegar það er bundið í útvarpslögum að Ríkisútvarpið eigi á landsvísu að út- varpa á tveimur rásum. Þetta er svo fullt af mótsögnum, að ég átta mig alls ekki á þessu. Þetta kann að vera einhver pólitískur leikur sem ég kann ekki leikreglur í, en það eina sem ég sé sterklega út úr þessu eru þessar endalausu mótsagnir", sagði Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumað- ur Rásar 2. Markús Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi Ákveöið hefur verið að hafa prófkjör um skipan fjögra efstu sæta framboðslista Alþýðuflokksins ( Suður- landskjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga. FramkvæmdprófkjörsinsverðursamkvæmtreglumAI- þýðuflokksins. Framboöum skal skila fyrir 25. október til formanns stjórnar kjördæmisráðs, Ágústs Bergssonar llluga- götu 35, 900 Vestmannaeyjar. Stjórn kjördæmisráðs. vart samkeppnisaðilum" — Mark- ús benti á að samkvæmt lögum ætti Ríkisútvarpið að halda úti rekstri tveggja hljóðvarpsrása og einnar sjónvarpsrásar. Markús sagði aðspurður að það væru auðvitað margar skyldur sem stofnunin þyrfti að rækja sem hvíldu ekki á samkeppnisaðilum. í því sambandi nefndi hann veður- fréttir sem senda þarf út á tiltekn- um tímum. Flytja þurfi fréttir af málum þjóðfélagsins svo sem bein- ar útsendingar frá Alþingi sem bundið væri í þingskaparlögum. Einnig væri fjölþætt menningarleg starfsemi sem Rikisútvarpið þyrfti að gera skil auk öryggisþátta, svo sem Almannavarna. „Af spjöldum sögunnar" í Ásmundarsal: Stórmerk sýning gamalla mynda Þorgeir komandi kosninga, veit ég ekki. Mér finnst samt liggja í loftinu og hafa gert lengi, að þar sem að nýjar stöðvar eru komnar til, þá hefur vissulega skapast andrúmsloft óró- leika,- og að auki hápólitískt mál. Það virðist vera að koma í ljós ein- hver ný menningarpólitík, sem meiningin er að fylgja fast eftir. „Þó er í þessu mikil mótsögn, eins og kom fram á Alþingi á mið- vikudag, annars vegar þessi yfirlýs- ing um að aðflutningsgjöld renni beint í ríkissjóð og hins vegar fyrir- Athygli skal vakin á sýningunni AF SPJÖLDUM SÖGUNNAR, sem nú stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu. Sýningin er yfirlit gamalla mynda úr blöðum The Illustrated London News frá árunum 1860— 1866. Myndirnar eru úr safni Friðriks A. Brekkan. Myndunum er skipt í ýmis áhugasvið, svo sem list, tækni, stjórnmál, sýningar og tízka. Sýningin er opin daglega milli kl. 18.00 og 22.30 en um helgar frá kl. 14.00 til 22.30. Sýningin stendur til sunnudags- kvölds 19. október kl. 22.30. Spjöldum sógunnar hefur svo sannarlega verið flett á íslandi und- anfarna daga og er sýning þessi sannarlega vel tímasett. „Ég hef verið að safna slíkum myndum í u.þ.b. 20 ár og þetta sem er í sýningunni er ekki nema brot af því safni", sagði Friðrik Á. Brekkan í samtali við Alþýðublaðið. „Það er mjög ánægjulegt að geta skýrt frá því, að fólk sem komið hefur á sýninguna er upp til hópa mjóg ánægt. Menn hafa dvalið miklu lengur við myndirnar en þeir upphaflega ætluðu sér þegar þeir komu. Einn daginn kom á sýning- una gamall maður og skoðaði myndirnar í marga klukkutíma. Fannst honum mikið til koma, en kvartaði samt yfir því að geta ekki séð nægilega vel hið allra smágerð- asta í myndunum. Ég ákvað þá að láta liggja frammi stækkunargler eftirleiðis. Þetta segir ef til vill nokkuð um það hversu fínleg vinn- an er á mörgum myndunumí' „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þarna séu margar stórmerkar myndir. Sumir sem koma, hafa haft á orði að þeir hafi dottið inn í Viktoríutímabilið alveg óvart og gleymt sér gersamlega. Það er gam- an að vita til þess hvað fólk er heill- að af myndunum. „Það er langt síðan að mér datt í hug að gaman væri að koma á slíkri sýningu, en ég hef ekki haft peninga né aðstæður til þess fyrr en núna", sagði Friðrik Á. Brekkan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.