Alþýðublaðið - 17.10.1986, Síða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1986, Síða 3
Föstudagur 17. október 1986 3 Byrjunartafl 4 henni, muni efnahagur þeirra end- anlega fara í rúst. Jafnmargir telja reyndar líka að svo mörg göt séu á geimvarnaráætluninni, að varla taki því að svara henni. Sé þess þörf, er líka hægt að gera það á miklu ódýrari máta. Hugmyndin einber um það, að gera kjarnorku- vopn einskis virði, er þó stórkost- leg. Sé það tæknilega hægt, er mik- ið leggjandi í sölurnar. Athafnir í stað orða Á blaðamannafundinum í Há- skólabíó benti Gorbatsjef á, að það kæmi dagur eftir þennan dag. Bandaríkin, Ráðstjórnarríkin og veröldin héldu áfram að vera til. Það voru spámannleg orð. En vilji hann raunverulega bæta ástandið í heiminum, forða þjóð sinni frá efnahagshruni og koma í veg fyrir það að þúsundum milljarða dollara Nú, að afloknum leiðtogafund- inum í Reykjavík, er hafinn slagur- inn um það hvernig túlka eigi niður- stöður fundarins. Bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn keppast um að kenna hvor öðrum um að sam- komulag náðist ekki. Ein af spurningunum sem nú er varpað fram er það hvort Mikhail Gorbatsjov aðalritari hafi leikið djarft í skjóli þeirrar fullvissu að Reagan forseti myndi ekkert gefa eftir varðandi geimvarnaráætlun- ina. Með öðrum orðum að Sovet- menn hefðu sýnt samkomulagsvilja um víðtæk og þýðingarmikil atriði, en bundin heildarsamkomulagi, þar sem skilyrði voru sett viðvíkj- andi geimvopnum, sem Sovétmenn vissu að forsetinn myndi hafna. Þessi kenning byggir á þeirri skoðun að Sovétmcnn hafi yfir höf- uð ekki einlægan áhuga á eftirliti m eð vopnum og takmörkun vopna- búnaðar, heldur sé þeim einungis mikið í mun að vinna pólitíska sigra með tilliti til almenningsálitsins á Vesturlöndum. Sigur haukanna? Á hinn bóginn er um það rætt hvort tekið hafi verið fram fyrir hendurnar á Ronald Reagan forseta á siðustu stundu af aðstoðarmönn- um hans, hinum þekktu „haukum“ í ríkisstjórn Bandaríkjanna. Það var áður vitað að aðstoðar- varnarmálaráðherrann, Richard Perle, er eindreginn andstæðingur vopnaeftirlits og allra samninga við Sovétmenn. Hann segir að Banda- ríkin muni alltaf koma illa út úr slíkum samningum, vegna þess að Bandaríkin muni halda gerða samninga, en Sovétmenn muni fara í kringum þá og afla sér þannig for- skots. Richard Perle var á meðal að- stoðarmanna Reagans á Reykjavik- urfundinum. Eins og er er harla lítið vitað um það sem fór fram að baki luktum dyrum á fundinum. Þess er að vænta að smám saman fréttist fleira um það sem rætt var á fundum bandarísku sendinefndarinnar. Þegar George P. Schultz kunngerði fréttina um að engir samningar hefðu tekist á fundinum, ítrekaði hann það hvað eftir annað að allir ráðgjafar Reagans hefðu staðið ein- huga að baki honum í því að tak- marka ekki geimvopnarannsóknir við rannsóknir á tilraunastofum. Fáir trúa því að eindrægnin hafi verið svo allsráðandi á fundum nefndarinnar. Það er óhætt að segja að and- stæðingar allsherjarsamninga við Sovétríkin um eftirlit með vopna- búnaði og forsvarsmenn geim- varnaáætlunarinnar geti nú dregið andann léttara. Forsetinn fylgdi þeim að málum. Eftir leiðtogafundinn í Reykjavík ' verði hent út um gluggann í vopna- kapphlaup, meðan helmingur járð- arbúa sveltur heilu og hálfu hungri, þá verður hann a.m.k. að kenna Politburo þá lexíu að orð og athafn- ir fari saman. Bandaríska efnahags- kerfið er helmingi sterkara en það rússneska og Vestur-Evrópa og Japan mörgum sinnum betur í stakk búin í tæknifjárfestingu í há- tækniiðnað nútíma vopnafram- leiðslu, heldur en bandamenn Rússa. Snúist vopnakapphlaupið þann- ig endanlega um efnahagsgetu verða Sovétríkin að hætta þeirri list, sem Gorbatsjef kallar sjálfur kjaft- æði. Verkin verða að tala, vopnin að þagna og mannfrelsi að ríkja. Hvað sem um Reykjavíkurfund- inn verður annars sagt, þá er eitt ljóst, ágreiningsefnin hafa skýrst. Enginn getur lært nema að þekkja lesefnið. Það er upphafið. Vonandi verður Reykjavíkurfundarins minnst í sögunni, sem upphafstafli að varanlegum friði. leikur ekki vafi á því að Sovétleið- toginn óttast geimvarnaáætlun Bandarikjamanna. Henni fylgir slík óvissa, bæði um það hvort hún muni virka, hvort hægt sé að koma henni upp og hvort hægt sé að af- nema hana eða búa við hana ef og þegar hún verður að veruleika, að hún hlýtur að virka bremsandi á all- ar viðræður um aðra þætti. Sennilega er Gorbatsjov efins um að SDI verði nokkru sinni komið upp og virki eins og menn dreymir um. En hann er þess fullviss að tækniþekking Bandaríkjamanna gefur þeim forskot á þessu sviði. Ef geimvarnaáætlun verður hrundið í framkvæmd verður það í Banda- ríkjunum, ekki í Sovétríkjunum. Trygging Schultz utanríkisráðherra kallaði SDI nauðsynlega tryggingu á tím- um sem þeim þegar verið væri að fækka kjarnorkuvopnum. Hann sagði einnig að hún myndi virka sem trygging fyrir því að gerðir samningar yrðu haldnir. Hins vegar gat hann ekki um það að sá sem hefur vörn gegn kjarn- orkuvopnum, getur hervæðst af skyndingu með kjarnorkuvopnum, í skjóli þessara varna og beitt and- stæðing sem er án varna og með Iít- inn vopnaforða hvers kyns þving- unum, eða ráðist til atlögu án þess að eiga nokkuð á hættu. Það er varla nokkur vafi á því hvaða afstöðu samningsaðilinn í vestri hefði tekið ef skipt hefði verið um hlutverk í samningunum í Reykjavik. Reagan forseti setti fram þá kröfu að hafa heimild til að þróa varnarkerfi í geimnum gegn kjarn- orkuvopnum, þannig að kerfið megi taka í notkun ef nauðsyn kref- ur. Þetta vildi Gorbatsjov ekki sam- þykkja, samhliða því að kjarnorku- vopnum yrði að öðru leyti fækkað verulega. Það er ómögulegt að vita hvort Gorbatsjov lék aðeins djarfa Ieiki í Reykjavík í þeim tilgangi að spilla samkomulaginu milli Evrópu og Bandaríkjanna. Hafi það verið ætl- unin má segja að ætlunarverkið hafi heppnast, en sá sigur verður dýrkeyptur ef hann leiðir til áfram- haldandi vopnakapphlaups bæði á jörðu niðri og í geimnum. Hins vegar er því ekki að leyna að betra samhengi er í málflutningi Sovétmanna varðandi geimvopnin, en í rökum Bandaríkjamanna fyrir því að vilja ekki takmarka tilraunir á þeim við rannsóknastofur, heldur byggja upp heilt kerfi vopnabúnað- ar. Ágreiningur um þetta atriði virð- ist eins og sakir standa vera það sem mest hætta stafar af og það sem helst kemur í veg fyrir að samningar takist um önnur atriði. Ólafur Ólafsson, landlœknir. Þingað á Hótel Sögu: Tóbaksnautn og reykingavarnir Föstudaginn 17. október næst- komandi gangast G. Ólafsson hf. og AB LEO í Svíþjóð fyrir málþingi á Hótel Sögu um tóbaksnautri og reykingavarnir undir yfirskriftinni „Tobacco dependence and its treat- ment“. Frummælendur eru: Sveinn Magnússon heimilislæknir, sem fjallar um skaðsemi reykinga, Karl Ólaf Fagerström dósent fjallar um tóbak sem ávanaefni, Ásgeir Helga- son fræðslufulltrúi Krabbameins- félags Reykjavíkur fjallar um upp- byggingu og árangur námsskeiða í reykbindindi og Þorsteinn Blöndal yfirlæknir lungna- og berklarann- sóknardeildar Landspítalans sem kynnir tóbaksvarnarnámskeið sem hugmyndin er að verði haldin á heilsugæslustöðvum úti á landi. í lokin verða almennar umræður og fyrirspurnir. Fundarstjóri verður Ólafur Ólafsson landlæknir. Atvinnumál kvenna Laugardaginn 18. október veró- ur haldin ráðstefna í Hafnarfirði um atvinnumál með sérstöku tilliti til kvenna. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á hlutdeild kvenna í 'hinum ýmsu atvinnugceinum og efla frumkvæði þeirra og virkni við mótun stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. Það eru Kvennalistakonur í Hafnarfirði sem unnið hafa að undirbúningi ráðstefnunnar, og er dagskráin í aðalatriðum eftirfar- andi: Kristín Halldórsdóttir alþingis- maður setur ráðstefnuna, sem hefst kl. 10. Dr. Alda Möller matvæla- fræðingur hefur framsögu um nýj- ar leiðir í fiskvinnslu, Unnur Stein- grímsdóttir efnafræðingur fjallar um líftækni, Úlla Magnússon fram- kvæmdastjóri varpar ljósi á það sem mætir konum, sem vilja stofna fyrirtæki. Hallgrímur Jónasson forstöðumaður nýiðnaðarrann- sókna hjá Iðntæknistofnun íslands fjallar um nýiðnað, Lovísa Christi- ansen innanhúsarkitekt ræðir um ferðaþjónustu í Hafnarfirði, Björk Thomsen kerfisfræðingur ræðir um konur og hugbúnað, Guðrún Sæmundsdóttir skrifstofustjóri fjallar um atvinnu- og launamál kvenna. Færi gefst til fyrirspurna og frjálsra umræðna milli framsöguer- inda. Ráðstefnan verður haldin í húsi Slysavarnarfélagsins, Hjallabraut 9, Hafnarfirði. Þátttakendurh gefst kostur á léttri máltíð í hádeginu, en ætlunin er að ljúka ráðstefnunni um kl. 16:00. Ráðstefnustjórar verða Ingibjörg Guðmundsdóttir og Ragnhildur Eggertsdóttir. Leiðtoga.fundurinn í Reykjavík Hugleiðingar Norðmanna Laus staða safnakennara viö listasöfn Hér er um að ræða Vi stöðu safnakennara er þjóni Listasafni íslands, Listasafni Einars Jónssonarog Ás- grímssafni en verði með aðstöðu ( Listasafni íslands. Starfiðfelst i listfræðslu fyrirnemendurgrunnskólaog aðra hópa eftir þvi sem þurfa þykir. Umsækjendur hafi próf í listasögu eða aðra sambæri- lega menntun og er reynsla á sviði kennslu æskileg. Hér er um mótunarstarf að ræða sem reynir á frum- kvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Laun samkvæmt launakerfi starjsmanna rfkisins. Umsóknir ásamt upp. um námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 105 Reykjavík, og skulu þær hafa borist fyrir 10. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið, 10. október 1986. Menningarsjóður Norðurlanda Hlutverk Menningarsjóös Norðurlanda er að stuölaað norrænni samvinnu á sviði menningarmála. í þessum tilgangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfs- verkefna á sviði visinda, fræðslumála og almennrar menningarstarfsemi. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag styrkveitinga úr sjóðnum eru birtar ( Lögbirtingarblaðinu. Umsóknar- eyðublöð og frekari upplýsingar má fá frá skrifstofu sjóðsins: Nordisk kulturfond. Nordisk ministerrads sekretariat, St. Strandstræde 18, DK-1255 Köbenhavn K (slmi: (1) 11 47 11), svo og f menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavfk. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS Austfirðingar Kjördæmisráðsfundur Austfjarða verður haldinn laug- ardaginn 18. okt. kl. 14 e. h. f Valhöll Eskifirði. Allir Alþýðuflokksmenn veikomnir. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins I Vesturlandskjördæmi heldur fund laugardaginn 18. þ.m. kl. 10 árdegis í Hótel Borgarnesi. Fundarefni: 1. Tekin afstaða til prófkjörsreglna vegna prófkjörs sem haldið skal fyrir lok nóvember. 2. Önnur mál. Stjórn kjördæmisráðs. Ritgerðar- samkeppni um jafnaðarstefnuna I tilefni 70áraafmælis Alþýðuflokksins hef- ur verið ákveðið, að efna til ritgerðarsam- keppni um efnið „Jafnaðarstefnan“. Rétt til þátttöku hafa allir á aldrinum 15 til 25 ára. Skilafrestur er til 1. desember næst komandi, og skal ritgerðin vera 6 vélritaðar síður. Þrenn verðlaun verða veitt í ritgerðarsam- keppninni. Fyrstu verðlaun er hálfs mánaðar dvöl í Bommersvik í Svíþjóð, en þar er ráð- stefnumiðstöð sænskra jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar. Önnur og þriðju verðlaun eru bókaverðlaun. í dómnefnd eru dr. Gylfi Þ. Gíslason, Helgi Skúli Kjartansson og Jón Baldvin Hannibals- son. — Frekari upplýsingar um samkeppnina verðaveittarí skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 29244.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.