Alþýðublaðið - 17.10.1986, Page 4

Alþýðublaðið - 17.10.1986, Page 4
alþýðir Föstudagur 17. október 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmuastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er681866 Guðlaugur Tryggvi Karlsson um leiðtogafundinn BYRJUNARTAFL Persónutöfrar Gorbatsjef slá ekki rykií augu manna. Orð og athafnir verða að fara saman. Leiðtogafundirslaka áspennu. Geimvarnaáætl- un Bandaríkjanna dýr. Veruleiki alþjóðastjórn- málanna og afvopnun fari saman. Ágreinings- efnin hafa óumdeilanlega skýrst. Allir gerðu sitt besta. Þjóðin, fjölmiðlarnir og sjálfsagt leiðtogar stórveldanna líka. Samt varð út- koman vonbrigði. í rauninni voru þessi vonbrigði bundin við sunnu- daginn. Framlenging þriðja fund- arins og aukafundurinn sem dróst á langinn kveiktu vonir í brjóstum manna að nú væri að draga saman með stórveldunum. Síðan birtist Schultz utanríkisráðherra á skján- um og vonir manna urðu að engu. Rússarnir áttu líka sinn þátt í vonbrigðunum, því fréttaleki þeirra um mögulegt samkomulag um langdræg flugskeyti ýtti undir bjartsýni. Talsmaður Hvíta hússins Larry Speaks, brást ókvæða við og taldi Rússana hafa brugðist sam- komulaginu um fréttaleynd. Þetta var í rauninni fyrsta vísbending um að snurða væri hlaupin á þráðinn. Guðlaugur 'fí'yggvi Tilgangur Rússanna var auðsær með þessum fréttaleka. Kveikja vonir í brjóstum manna, sem þeir gætu síðan kennt Bandaríkja- mönnunum um að eyðileggja. Kattarþvottur Að öðru leyti var þessi fundur ekki ástæða til, að binda gífurlegar vonir við. Hann átti upphaflega aldrei að vera annað en vinnufund- ur, með fréttaleynd og haldinn á af- viknum stað. „Hugsið ykkur ef þetta hefði skeð í Washingtoný sagði Gorbatsjef á blaðamanna- fundinum í Háskólabíó um kvöld- ið. Þau orð benda til þess að þessi svokallaði vinnufundur hafi verið einhverskonar kattarþvottur á þeim stórveldafundi sem var ákveðinn í framhaldi af fundinum í Genf, þar sem leiðtogarnir hittust fyrst. Eng- inn dagsetning liggur fyrir um fund í Washington og líklega þarf ekki að búast við honum í bráð. Stórveldafundir leiðtoganna, sem þessi hér í Reykjavík, hefur al- mennt mikil áhrif á Vesturlanda- búa. Almenningur slakar á, leiðtog- arnir eru að hittast og allt er í lagi. Við búumst við einhverju góðu. Á margan hátt getur þó svona hugsanagangur verið hættulegur fyrir Vesturveldin. T.d. á síðasta áratug, þegar Vesturveldin voru komin langt aftur úr Rússum í vopnabúnaði og þó sérstaklega eld- flaugum. Almenningsálitið gat þannig unnið gegn öryggi hins vest- ræna heims. Núna, þegar jafnvægi hefur verið náð, er hægt að slaka á klónni. Hættan er þó auðvitað sú, að viss vinstri öfl nái það miklum tökum á stórþjóðum Evrópu, að þessi ávinningur í öryggi verði að engu gerður. Leiðtogafundurinn kann þó að hjálpa til. Stríðshrjáðir Evrópubú- ar eru nefnilega fyrst og fremst á móti eldflaugum og geymvarnará- ætlun Reagans vegna hræðslu við það, sem Rússarnir kynnu að taka til bragðs sem mótleik. Þegar leið- togarnir eru að hittast, slakar fólkið á og stendur ekki að mótmælum, gegn framkvæmdum, sem raun- verulega tryggðu öryggi þess. „Politburo“ Rússarnir bundu svipaðar vonir við leiðtogafundinn. Að vísu skipti almenningur ekki máli, heldur her- foringjarnir. Gorbatsjef vill nefni- lega hrista upp í rússneska hagkerf- inu, sem er eins mölétið og hann sagði tillögur Bandaríkjamann- anna hafi verið á fundinum í Reykjavík, ef ekki verri. Herfor- ingjarnir hlusta ekki á neitt efna- hagshjal, þeir heimta fé til þess að ná bættri hernaðaraðstöðu gegn Atlantshafsbandalagsríkjunum. Með engri niðurstöðu á Reykjavík- urfundinum er Gorbatsjef kominn í vörn í Politburo eða fram- kvæmdastjórn æðsta ráðsins og pólitískri framtíð hans er stefnt í voða. Á íslandi vann Gorbatsjef þó mikinn áróðurssigur, hann þótti opinn og greinilega reyndi að ná áfanga í einhverskonar afvopnun. Sjálfsagt yrði það slæmt fyrir ver- öldina ef hann hrökklaðist frá völd- um og herforingjarnir yrðu einráðir í Politburo. En maðurinn er ekki fæddur í gær, nema síður væri og margs er að gæta áður en slakað er á fyrir Rússunum til þess að halda Gorbatsjef við völd. Gorbatsjef er skilgetið afkvæmi kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna, sem hefur ráðið þessu víðlendasta ríki veraldar einn og ekki liðið nokkrum öðrum flokki að koma þar nærri, í nærfellt 70 ár. Gorbatsjef var skjólstæðingur Yuri Andropov, þegar sá síðarnefndi stjórnaði KGB — alríkislögregl- unni og var náinn vinur Mikaels Suslov, hins fræga hugmyndafræð- ings kommúnistaflokksins. Hvor- ugur þessara höfðingja var nokkurt lamb að leika við, enda komst Andropov á toppinn, varð aðalrit- ari kommúnistaflokks Ráðstjórn- arríkjanna og æðsti herforingi. Herir Sovétríkjanna Gorbatsjef er frábær áróðurs- maður, eins og staðfest er hér í Reykjavík og við hlið sér hefur hann gáfaða og frambærilega konu, sem fær að njóta sín út á við. Það er reyndar alveg nýtt í Sovét- ríkjunum. Hann reynir af miklum sannfær- ingarkrafti að fá það staðfest, að hann sé ný gerð af sovétleiðtoga og verður býsna mikið ágengt í því efni. Á hinn bóginn er það ekkert nýtt að því sé haldið fram að nýir leiðtogar Sovétríkjanna séu „öðru- vísi“ menn. Reyndar hefur því verið haldið fram um alla Sovétleiðtoga og af öllum forsetum Banda- ríkjanna á þessari öld, nema Richard karlinum Nixon. Hann átti aldrei von á því að Sovét leiðtogar breyttust neitt, hann þekkti vel hinn pólitíska heim — kannski pínu lítið af sjálfum sér líka. Gorbatsjef forðast greinilega sem heitan eldinn að minnast á það, að herir hans eru í Afganistan og i Vietnam og hann styður leynt og Ijóst hermenn Kúbu í Angóla, Eþíópíu og Nícaragua, ásamt skæruhernaði vítt og breitt um ver- öldina og hryðjuverkamenn. Ekkert þessara mála fæst rætt af hálfu Sovétstjórnarinnar, en þeir gera kröfu á að umræðan snúist eingöngu um afvopnun. Þegar ár- angri væri náð í því efni, væri svo hægt að reyna að ná einhliða samn-' ingum við nágrannalöndin Kína, Japan og Pakistan og færa þau fjær Bandaríkjunum. Meðan Sovét- stjórnin fer öllu þessu fram er þó varla að búast við miklum árangri í afvopnunarviðræðum. Innrásin í Afganistan varð t.d. til þess að Salt II sáttmálinn náði aldrei fram að ganga. Kínverjar fara ekkert dult með það að þeir telja afvopnun án póli- tísks veruleika einskis virði. Skil- yrði þeirra fyrir bættum samskipt- um við Moskvu eru einfaldlega þau að Rússar fari frá Afganistan, ásamt Mongólíu og hjálpi til við að koma Víetnömum frá Kambódíu. „Friður á okkar tímum“ Gorbatsjef hefur alltaf lagt mikla áherslu á mikilvægi leiðtoga- funda. Þar nýtir hann persónutöfra sína og mælsku til hlítar og fær um- ræðunni snúið um menn meira en málefni. Friður, afvopnun og frið- samleg samskipti leika honum á tungu, en utanríkisstefna Sovétríkj- anna býður því miður uppá annað. Kannski ráða herforingjarnir of miklu um ferðina en lærisveinn Yuri Andropov kann líka sitt fag. Sérstaklega nær áróðurinn um afvopnun eyrum allskonar friðar- hópa, sem forðast allan skilning á því, að þrátt fyrir allt hefur tilvera mannkynsins byggst á valdajafn- vægi. Hversu ömurleg sem sú stað- reynd er. „Peace in our time“ — friður á okkar tímum —, kallaði Chamberlain garmurinn fyrir tæp um fimmtíu árum og ári seinna réð- ust Þjóðverjar á Pólverja og heims- styrjöldin síðari byrjaði. Kostaði 40 milljónir mannslífa og vantaði þó ekki bjartsýnina eftir Múnchen. Bandaríkjamenn hafa lagt 1500 milljarða dollara í varnir á síðustu árum og valdajafnvægið er nokkuð tryggt núna. Evrópa og Bandaríkin hafa notið friðar, en hann hefur sannarlega verið dýr. Geimvarnar- áætlun Reagans er þó mörgum sinnum dýrari. Margir telja að reyni Rússar að nokkru gagni að svara Framh. á bls. 3 Molar ______. J . . . byr undir báða . . . Þátttakendur í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra hafa gefið sig fram. Þar á meðal er auðvitað þungavigtarmaðurinn Halldór Blöndal og þarf það ekki að koma neinum á óvart. Halldór er til dæmis þekktur fyrir að kunna að yrkja sonnettur, en þar fyllir hann flokk manna á borð við Vilhjálm Skakspjót. Það sem vekur hins vegar nokkra athygli í prófkjörslistan- um fyrir norðan, er að í hringinn er mættur Tryggvi Helgason flug- maður, en hann hefur verið bú- settur í Kanada um nokkurra ára skeið samkvæmt heimildum Mola, en það eru engin tíðindi þar sem maðurinn er flugmaður! Hitt þykja fréttir að Tryggvi skuli vera kominn upp í pólitíska orustuflugvél á nýjan leik. Hann hefur áður þreifað fyrir sér í próf- kjörum, bæði hjá framsóknar- og sjálfstæðismönnum. Og nú er bara að vita hvort Tryggva tekst það sem svo margir hafa gefist TYyggvi Helgason, flugmaður, Þingvallastrœti 4 . Akureyri, 54 ára. upp við, sem sagt það að komast í gegnum hinn pólitíska eyrna- hljóðmúr kjósenda Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandi eystra. Halldór Blöndal, alþingismaður, Tjarnarlundi 13h Akureyri, 48 ára. Maki: KristrúEymunds- dóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.