Alþýðublaðið - 18.10.1986, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.10.1986, Qupperneq 1
Smánar- blettir á þjóð- félaginu — Punktar úr rœðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur, varaformanns „Það er smánarlegur blettur á þessu þjóðfélagi að láglaunafólk þurfi að gefa alla sína krafta og orku atvinnurekendum á kostnað barna og fjölskyldu og þiggja fyrir það molana af borðum atvinnu- rekenda. Það hefur of lengi — alltof lengi verið troðið á sjálfsvirð- ingu þessa fólks. Það er skylda okk- ar stjórnmálamanna pg aðila vinnumarkaðarins að leggjast nú á eitt og bæta kjör þessa fólks. — Það er ábyrgðarhluti að láta þetta fólk þurfa að lifa á sultarkjörum", sagði Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður og varaformaður Al- þýðuflokksins m.a. í niðurlagi ræðu sinnar í útvarpsumræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld að lok- inni stefnuræðu forsætisráðherra. Nokkur dæmi úr ræðu Jóhönnu: # Hvaða svar á ráðherra við því að þrátt fyrir háar þjóðartekjur og góðæri þá eru laun á íslandi mun lægri en i nálægum Evrópuríkj- um. Afhverju þarf fólk hér á landi líka að kaupa nauðþurftir miklu hærra verði en í nálægum löndum. #Hvaða skýringu gefur forsætis- ráðherra verkafólki á því að verkamannakaup á íslandi er næstum þrisvar sinnum lægra en í Færeyjum. # Afhverju þarf sextándi hver Reykvíkingur þrátt fyrir háar þjóðartekjur og góðæri að leita aðstoðar félagsmálastofnunar. — Afhverju á fjórða hvert heimili í landinu ekki fyrir nauðþurftum þrátt fyrir langan vinnudag. ^ Afhverju er árlegur undandráttur undan skatti 7—10 milljarðar og tekjutap ríkissjóðs 4 milljarðar af þeim sökum. Afhverju eiga 80 einstaklingar eignir að meðaltali hver uppá 30 milljónir króna og 28 þeirra tekjuskattslausir. Af- hverju voru tekjur launþega sam- kvæmt skattframtölum 351 þús- und krónur að meðaltali á sl. ári en sjálfstæðra atvinnurekenda 214 þúsund krónur. # Spyrja má hæstv. heilbrigðisráð- herra: Er það eðlileg skipting á háum þjóðartekjum að búa 9000 ellilífeyrisþegum og 2000 öryrkj- um þau kjör að hafa einungis sér til framfærslu lífeyri almanna- trygginga. — Var ástæða til að hækka lyfja- og lækniskostnað þessa hóps á sama tíma og ríkis- stjórnin hafði efni á því að veita fjármagnsöflunum í þjóðfélag- inu stórfelldar skattaívilnanir. # Þannig er veitt rúm ein milljón til aðgerða gegn fíkniefnum og önn- ur milljón til allrar fullorðins- fræðslunnar í landinu. Á sama tima fær ráðherra 1.2 milljónir á ári til að reka ráðherrabíl. Ræða Jóhönnu verður birt í heild sinni í Alþýðublaðinu eftir helgi. Efni fra 43. flokksþingi Alþýöuflokksins ATTU GODANAD FRIFNDIS BJÁTIEITTHVAÐ Á ? Einhwern sem kemur strax til hjálpar, gefur góð ráð og útwegar peninga og læknishjáip? JÁ. REYNDAR sértu korthafi hjá okkur. 5érhwer handhafi Eurocard HreditHorts fær ÖryggisHortið weitir öryggisHortið (Trawel assistance) sér að Hostnaðar- lausu. Þetta gildir líHa unn handhafa auHaHorta. aðgang að aðstoðar- þjónustu 0E5A, hvar í heimi sem er. GESA gefur þær upplýsingar sem þarf til að gera viðeigandi ráðstafanir vegna taps eða stuldar skilríkja, peninga, farseðla eða ámóta óhapps. GESA lætur i té gagnlegar upplýsingar, visar t.d. á lækna, sórfræðinga, tannlækna eða heilsugæslufólk i næsta nágrenni, sem og sjúkrahús, heilsugæslustöð, lyfjabúð, sjúkrabíl eða annað. GESA gefur einnig ráð um til hvers megi grípa, án þess að sjúkdómsgreining liggi fyrir. GESA getur líka sent lækni á staðinn. GESA annast og borgar flutning sjúks eða slasaðs rétthafa aðstoðar á næsta sjúkrahús og á milli sjúkrahúsa ef þörf krefur, einnig heim til íslands, ef heimferðarmiði hans gildir ekki lengur vegna afleiðinga slyss eða bráðasjúkdóms. Einnig heimferð annarra sem eru tengdir rétthafa og tefjast af sömu ástæðu. GESA lánar rótthafa allt að kr. 30.000 til að mæta óvæntum kostnaði: a) vegna áríðandi innlagnar hans á sjúkrahús, b) í óvæntu neyðartilviki, þegar ekki er hægt að nota Eurocard kreditkort, hafi það tapast eða því verið stolið. Þurfi rétthafi skyndilega að halda heim úr ferðalagi vegna alvarlegs heilsubrests eða láts skyldmennis og geti hann ekki notað heimferðarmiöa sinn, þá skipuleggur GESA heimferð hans og greiðir óumflýjanlegan aukakostnað af henni. "J i Sggpi —TMí ÚiJUUL Látist rétthafi erlendis, annast og kostar GESA heimflutning hins látna. GESA leggur út allt að kr. 43.000 og skipuleggur lögfræðiaðstoð fyrir rétthafa ef mál er höfðað gegn honum þegar hann er á ferðalagi erlendis. Þessi aðstoð veitist þó ekki ef krafa berst á hann vegna notkunar, eigu eða vörslu á vélknúnu farartæki (s.s. hraða- eða stöðumælasektir). Ef rótthafi liggur á sjúkrahúsi erlendis í meira en 10 daga, borgar GESA farseðil frá íslandi og heim aftur, fyrir eitthvert skyldmenni hans eða annan sem hann óskar að fá í heimsókn. Auk þess greiðir GESA allt að kr. 1.300 á sólarhring vegna gistikostnaðar í allt að 10 daga. GESA tekur á móti og kemur áleiðis skilaboðum, hafi rétthafi aðstoðar lent í svo alvarlegum vandkvæðum að GESA þurfi að greiða úr þeim. fiánar um þetta allt í bæklingi sem þú færð í Útvegsbankanum, Verzlunarbankanum, Sþarisjóðl uélstjóra og í afgreiðslu okkar í Ármúla 28

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.