Alþýðublaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 21. október 1986 'RITSTJQRNARGREIN. Sigur Alberts er um leið ósigur flokksforystunnar Urslitin í prófkjöri sjálfstæöismanna í Reykja- vík hafavakiðmiklaathygli. Niðurstaðan hlýtur að vera áfall fyrir yngra fólkið í flokknum. For- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna, VilhjálmurEgilsson, hafnaði í 11. sæti. Konurn- ar í flokknum fláðu ekki feitan gölt; í nlu efstu sætunum eru aðeins tvær konur. En sigur Alberts Guðmundssonarereftirtekt- arverðastur. Þrátt fyrir mikla andstöðu forystu- manna flokksins og andóf gegn honum í próf- kjörsslagnum, tókst honum að ná fyrsta sæti með liðlega 200 atkvæðum umfram Friðrik Sóphusson, varaformann flokksins, sem hafn- aði í öðru sæti. Sigur Alberts er þó súrsætur. Ef heildarat- kvæðamagn hefði ráðið hefði hann hafnað i ní- unda sæti á eftir Sólveigu Pétursdóttur. Engu að síður er hann sigurvegari og flokksforystan hefur orðið undir. Þessi niðurstaða hlýtur að valda Sjálfstæðisflokknum miklum erfiðleik- um og er óséð hverjar afleiðingarnar verða. Þótt þingmönnum Reykvíkinga fjölgi í næstu Alþingiskosningum er nánast öruggt að átt- unda sætið verður baráttusæti flokksins í Reykjavík, ef miðað er við síðustu skoðana- kannanir. Jón Magnússon, sem verið hefur einn helsti talsmaðurflokksins í neytendamál- um, eygir þvi litla von um þingmannssæti. Það er umtalsvert áfall fyrir forystu kvenna- hreyfingar sjálfstæðismanna, að María Ingva- dóttir skyldi hafna í 10. sæti. Flún naut stuðn- ings margra þeirra kvenna, sem með mest völd fara í flokksstofnunum kvennanna. Þá urðu tvær ungar og vaskar konur að láta sér nægja 12. og 13. sætið. Alþýðublaðinu er kunnugt, að þessi úrslit hafa þegar valdið gífurlegum úlfaþyt innan Sjálfstæðisflokksins. Mest er umræðan um kjör Alberts Guðmundssonar, en í afstöðunni til hans virðast sjónarmiðin afskaplega mis- munandi, svo ekki sé dýpra tekið í árinni. A það er bent, að Albert hafi aðeins fengið um þriðjung greiddra atkvæða í fyrsta sætið. Þá hafi um 2500 þátttakendur ekki greitt honum atkvæði, en hann fékk samtals 4091 atkvæði í öll sætin af tæplega 6.600 greiddum. Albertsmenn benda hins vegar á það, að öll flokksmaskínan hafi barist gegn Albert Guð- mundssyni, að Morgunblaðinu meðtöldu. Þar hafi farið fremstur hópur, sem í daglegu tali gengur undir nafninu „svarta klíkan“. í þessum hópi séu menn, sem um langt skeið hafi reynt að bola Albert burtu; þoli ekki hversu illa hann rekst í flokki. Þessarumræðureigaeftirað magnast. Albert mun ekkert gefaeftirá næstunni. Vafalaust tel- ur hann sig eiga harmaað hefnagagnvart þeim forystumönnum sem létu hann einan standa á berangri þess mótlætis, er hann hefur orðið fyrir að undanförnu. Þar er ýmislegt geymt en ekki gleymt. Prófkjörið í Reykjavík hefurekki styrkt stöðu Sjálfstæðisflokksins hvernig sem á það er lit- ið. Það er aðeins spurning hversu alvarlegar af- leiðingarnar verða. Svo margir eru sárir eftir slaginn að langan tímatekur að græða sárin, ef þau náþáað gróa. — Þettaprófkjörhefurdreg- ið fram ýmsa alvarlega galla á prófkjörsfyrir- komulaginu. Guðmundur 1 þýðuflokksmanna. Þessar hug- myndir hafa vakað á Austurlandi i áratugi“. „Einmitt þarna má segja að séu vatnaskil í stjórnmálum. Það kem- ur í Ijós í nýjasta stefnuplaggi ríkis- stjórnarinnar, sem er stefnuræða forsætisráðherra sem hann flutti núna um daginn, að bæði fram- sóknar- og sjálfstæðismenn ætla sér í allt aðra átt. Ef eitthvað er þá eru þeir að herða enn meir á alls- konar miðstýringarskrúfum í land- búnaði, sjávarútvegi og á fleiri svið- um. Hvað stjórnmálin varðar, þá held ég að þetta verði stórmál og komi þvert á örfokshugmyndir stjórnarflokkanna". „Um kjördæmið sjálft er það að segja að þetta verður gífurleg vinna. Kjördæmið er geysistórt, ég býst við að séu 6 eða 700 kíiómetrar á milli syðsta og nyrsta hlutans og þarna komum við til með að halda um 16 framboðsfundi í síðustu vik- um fyrir kosningar. „Þess má einnig geta að þarna eru skemmtilegir andstæðingar, en framboðsfundir á Austurlandi eru landsfrægir fyrir þungar og léttar höggorustur. Ég hlakka sem sagt mjög til þessa verkefnis og er tilbú- inn í slaginn. Þarna er fjölbreytileg náttúra og eins mjög margvíslegir atvinnuhættir. Það er því augljóst mál að þetta verður bæði gaman og erfitt“, sagði Guðmundur Einars- son alþingismaður. Sjálfsbjargarh. 1 Blaðamaður spurði Theödór hvaða úrræði menn sæju fram á, hvort á döfinni væru einhver ný fjáröflunarstarfsemi. „Það virðist ósköp lítið hægt að gera. Þetta er og verður spurning um fjármagn og miðað við fjárlögin er slíkum sjóð- um ekki ætlaður stór hluti af kök- unni. í fjárlagafrumvarpinu er heil síða sem fer í upptalningu, þar sem segir að þrátt fyrir ákvæði hinna og þessara laga þá verði framlög ekki meiri“. Theódor sagði aðspurður að ekki væri vafi á því að íslendingar stæðu hinum Norðurlöndunum langt að baki varðandi málefni fatlaðra. „Sérstaklega á þeim sviðum sem gera einstaklinginn virkari og ham- ingjusamari. Aðstæður sem gerðu fólki kleift að búa lengur heima hjá sér. Það væri jafnframt miklu ódýr- ara en dýr rekstur stofnana", sagði Theódór A. Jónsson formaður Sjálfsbjargar, landssambands fatl- aðra. Asmundur 1 rekendur hver fyrir sig hafa gert ómerka með persónubundnum yf- irborgunum. Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á því að þetta úrelta taxtakerfi verði stokkað upp þannig að umsaminn taxti og greitt kaup séu í sæmilegu samræmi", segir Ás- mundur. í vor var ráðist í umfangsmikla launakönnun, þar sem launafólk og atvinnurekendur voru beðnir að gefa upplýsingar um laun, starf o.fl. Ásmundur lýsir vonbrigðum sínum með lélega þátttöku í könnuninni því upplysingar um raunverulegar launagreiðslur séu forsendur fyrir því að hægt sé að samræma taxta- kaupið því kaupi sem raunverulega er greitt. Ásmundur telur þó að nægilegar upplýsingar liggi fyrir um stærstu hópa. „í næstu samningum verður að afnema lægstu taxta, koma töxtum til samræmis við það kaup sem greitt er og auka hlut fastalauna í kaupaukakerfum. Markmið samn- inganna hlýtur að vera að tryggja taxtafólkinu sinn hlut í því góðæri sem gengið hefur yfir landið síð- ustu misserin. Það skiptir einnig miklu að áfram verði veitt raunhæft viðnám gegn verðbólgu og að um- saminn kaupmáttur verði tryggður þannig að traust verði á samning- um“, segir Ásmundur. I lok leiðarans segir hann að skattamál verði einnig eðlilegur þáttur í næstu samningaviðræðum. Hiklaust eigi að stefna að réttlátu og einföldu staðgreiðslukerfí tekju- skatts. Nauðsynlegt sé að fækka frádráttarmöguleikum þeirra sem stunda atvinnurekstur og herða skattaeftirlit þannig að þeir beri eðlilegri hlut i skattbyrði lands- manna. „Einfaldasta leiðin væri ein skattprósenta fyrir bæði tekjuskatt og útsvar með föstum frádrætti. Einnig kæmi til greina staðgreiðslu- kerfi að færeyskri fyrirmynd, en þar greiðast öll laun yfir banka- reikning og bankinn reiknar skatt- inn út m.v. tekjur það sem af er ár- inu“, segir Ásmundur og lýkur leið- aranum með þessum orðum: „Um fram ailt verður að uppræta skatt- svik og vekja skattsiðgæði með þjóðinni. Það veldur flestum mestri reiði að horfa á fólk sem allt getur en borgar enga skatta. Ef fólk vissi að aðrir greiddu sinn skerf greiddu þeir skattinn flestir með gleði“. Vinnumálaskrifstofa Féiagsmáiaráðuneytisins: Atvinnuástandið í septembermánuði s.I. voru skráðir $700 atvinnuleysisdagar á landinu öllu, sem er 3400 dögum færra en í mánuðinum á undan.( Skráðir atvinnuleysisdagar í sept- embermánuði jafngilda því að 300 manns hafi verið á atvinnuleysis- skrá allan mánuðinn, en það svarar til 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Samkvæmt þessum tölum var at- vinnuástandið í nýliðnum septemb- ermánuði betra en í nokkrum öðr- um mánuði til þessa. Þá voru skráð- ir atvinnuleysisdagar nú þriðjungi færri en að meðaltali í september- mánuði sl. 3 ár. Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi: Prófkjör 23. nóvember Á fundi Kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins í Vesturlandi, sem hald- inn var í Borgarnesi laugardaginn 18. október var ákveðið að láta fara fram bindandi prófkjör um skipan tveggja efstu sæta á framboðslista flokksins í komandi Alþingiskosn- ingum. Prófkjörið fer fram sunnudaginn 23. nóvember á eftirtöldum stöð- um: Akranesi, Borgarnesi, Búðar- dal, Grundarfirði, Hellissandi, Ólafsvík og Stykkishólmi. Þátt í prófkjörinu geta tekið allir stuðningsmenn Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi, 18 ára og eldri. Þátttakendur raða frambjóð- endum í fyrsta og annað sæti list- ans. Frambjóðendur í prófkjöri Al- þýðuflokksins á Vesturlandi skulu vera flokksbundnir Alþýðuflokks- menn, vera 18 ára eða eldri og full- nægja skilyrðum um kosningarétt og kjörgengi. Þeir skulu skila fram- boði ásamt meðmælendalista með minnst 25 en mest 50 undirskriftum stuðningsmanna Alþýðuflokksins í kjördæminu. Skilafrestur er til 8. nóvember 1986. Gögnum skal skila til formanns prófkjörsstjórnar eða formanns kjördæmisráðs. Viftureimar, platínur, kveikju- hamar og þéttir, bremsuvökvi, varahjólbaröi, tjakkur og nokkur verkfæri. Sjúkrakassi og slökkvitæki hafa hjálpaö mörgum á neyöarstundum. ji FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ |jÁ AKUREYRI Óskar aö ráöa sjúkraþjálfara til starfa. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember nk. Upplýsingar veitir yfirsjúkraþjálfari i sima 96— 22100. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Laus staða Staöa starfsmanns rannsóknarnefndar sjóslysa, sem skipuð var samkvæmt lögum nr. 21/1986 um breytingu á Siglingalögum nr. 34/1985, er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa sérþekkingu á þeim málum sem nefndin fjallar um. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknirásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 31. október 1986. Reykjavik, 10. október 1986. Samgönguráðuneytið. DANSKA — NORSKA — SÆNSKA Námskeið fyrir 6—10 ára böm, sem þurfa að halda þessum málum viö, en eru ekki komin á þann aldur aö þeim séu kennd norræn mál I skóla, Námskeiðið verður haldið (Námsflokkum Reykjavlkur f Miðbæjarskólaog hefjast sem hér segir: Norska — miðvikud. 22. okt. kl. 17.30. Danskaog sænska — föstudag 24. okt. kl. 17.00. Upplýsingar i símum 12992 og 14106 Forstöðumaður hönnunardeildar Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða verkfræðing til að veita forstöðu hönnunardeildar við embætti Bæjar- verkf ræðingsins (Hafnarfiröi. Um kaup og kjör fer sam- kvæmt samningi við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast Bæjarskrifstofunni I Hafnarfirði fyrir 29. þ.m. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.