Alþýðublaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ nrrrnv Þriöjudagur 21. október 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík ' Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmuastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 LÍBANON — sundurtœtt heimkynni margra þjóðarbrota Frá því að Frakkar stofnuðu ríkið Libanon eftir heimsstyrjöldina fyrri hefur staðið styrr um það hvort landið skyldi lúta yfirráðum kristinna rnanna. Spurningin um skiptingu á íbúum þessa marg- klofna lands, landfræðilega og þjóðernislega, sem lægi til grund- vallar réttum valdahlutföllum, hef- ur verið svo viðkvæm að ekki hefur verið hægt að gera neitt í þeim mál- um síðan lýðveldið var stofnað og tæplega þá heldur. Ekki er til neitt nýrra manntal en frá 1932. Samkvæmt þeirri talningu höfðu kristnir menn nauman meiri- hluta eða 51% og kristnir „maron- ittar“ voru stærsti hópurinn með 28%. Þjóðarsáttmálinn Þetta manntal var raunar gert að ósk Múhameðstrúarmanna. Á dög- um frönsku embættismannastjórn- arinnar var þess krafist að Líbanon fengi stjórn í eigin málum árið 1926. Sá sem setti fram þá kröfu áleit að hann næði kjöri sem for- seti, ef meirihluti landsmanna reyndist vera Múhameðstrúar. En franski landsstjórinn leyfði engar kosningar. Manntalið kom samt sem áður að notum, þvi að niður- stöðurnar voru notaðar þegar gerð- ur var óformlegur þjóðarsáttmáli í Líbanon árið 1943, árið áður en landið fékk sjálfstæði. Þjóðarsáttmálinn er aðeins óformlegt samkomulag, en ekki löggilt plagg. Eftir honum er helstu embættum og ábyrgðarstöðum út- hlutað eftir trúarhlutföllum. Þing- sætum er t.d. úthlutað þannig að kristnir hafa 54 þingsæti, sunni- múslímar 20, shia-múslímar 19 og drúsar 6; 99 þingmenn alls. Forseti lýðveldisins á að vera úr flokki kristinna manna, forsætisráðherr- ann úr flokki sunni-múslíma og þingforseti úr flokki shia. Þótt þjóðarsáttmálinn sé þannig lagður til grundvallar stjórnskipan landsins, þá trúa því víst fæstir að manntalið frá 1932 gefi rétta mynd nú. En hann virkar ennþá sem nokkurs konar skilvinda, sem tryggir að einstakir trúarhópar haldi styrk sínum og áhrifum á kostnað hinnar opinberu réttvísi. Margir erlendis Þegar manntalið var gert, féllust Frakkar á að einnig yrðu skráðir Líbanir, sem búsettir voru erlendis. Flestir þeirra voru kristnir og juku því á tölu kristinna manna í land- inu. Síðari tíma áhrifamenn hafa einnig lagt áherslu á að skráðir yrðu þeir 600.000 kristnir Líbanir sem búsettir eru annars staðar. Áhrif kristinna manna eru einnig aukin með þeim innflytjendareglum sem í gildi eru og heimila kristnum mönnum frjálsan aðgang að land- inu, á meðan aðrir trúarhópar þurfa að sækja um sérstakt leyfi. Árið 1980 voru fleiri Líbanir bú- settir erlendis en í landinu sjálfu. Talið er að árið 1970 hafi 25% þeirra sem bjuggu í Líbanon verið útlendir ríkisborgarar og að þá hafi helmingur allra Líbana búið erlend- is. En jafnframt því sem fólk hefur flykkst burt frá landinu, hafa inn- flytjendur streymt þangað. Áætlað hefur verið að árið 1980 hafi armenar í landinu verið 250.000 talsins og 600.000 Palestínumenn. Þar eru einnig meira en 130.000 Sýr- lendingar, um 100.000 kúrdar og um 40.000 útlendir verkamenn. Flestir þessara innflytjenda hafa ekki ríkisborgararétt í landinu. Múslímar í meirihluta Það er ekki auðvelt að ímynda sér hvernig áreiðanlegu manntali yrði komið við í Líbanon nú. Þær til- raunir sem hafa verið gerðar bera þess merki að vera liður í baráttu innbyrðis stríðandi hópa. Hvað sem því líður er það augljóst að múslím- um fer hlutfallslega fjölgandi. Það má m.a. ráða af því að fæðingar- talan er mjög há meðal þeirra og ekki er fyrirsjáanlegt annað en að sú þróun haldist. Sama þróun hefur orðið í nágrannaríkinu, ísrael. Þar eru barnsfæðingar mun tíðari með- al múslíma en kristinna manna. Það þykir varlega áætlað að hlut- fall íbúanna sé 60/40 eins og er og margir telja að ekki líði mörg ár þar til múslímar hafi náð meirihluta sem nemur 'A eða jafnvel !4. Blandað ríki Seinni tíma saga þessa landsvæð- is er í stórum dráttum þannig: Kristnir íbúar í fjallahéruðum Líbanon höfðu fengið e.k. sjálfs- stjórn undir yfirráðum Tyrkja eftir að Evrópumenn, einkum Frakkar, höfðu skorist í leikinn og hindrað fjöldamorð drúsa á kristnum mönnum. Meðal annars sendi Napóleon III gæslusveitir á vett- vang til að koma í veg fyrir borgara- styrjöld. Þegar ríki Ottómana leið undir lok eftir heimsstyrjöldina fyrri tóku Frakkar við yfirráðum á því svæði Sýrlands, sem Tyrkir höfðu ráðið yfir. Frakkar afmörkuðu Líbanon frá Sýrlandi þannig að r Aður óþekktar lífverur finnast við Noreg Nokkrar tegundir sjávardýra, sem vísindamenn hafa ekki vitað um fram að þessu, hafa fundist úti fyrir Noregsströndum. Um er að ræða sérstök afbrigði af krabbadýr- um og sjávarormum, sem lifa á miklu dýpi. Einnig hefur fundist mikið magn af rækju, krossfiski og sjávarbjúga (botnfiskur) nærri hafsbotni. Það var rannsóknarskip sem fann hinar nýju fisktegundir í rann- sóknarleiðangri sem var farinn í sumar. Þegar er hafin rannsókna á sjávardýrunum og lifnaðarháttum þeirra. Af sýnunum er hægt að fá upplýsingar um það á hverju dýrin nærast, hver æxlunartími þeirra er og hve lengi þau lifa, segir Thorleif Brattegard líffræðingur við sjávar- líffræðistofnun háskólans í Björg- vin. Við veiðarnar var notuð ný teg- und af sjávarbotnssköfu sem gerði leiðangursmönnum kleift að safna miklu af allskonar djúpsjávardýr- um. Skafan var á 2.500 metra dýpi, þar sem hitastigið er mínus 0,9 gráður Celsíus. kristnir íbúar yrðu innan marka þess, en á því sama svæði bjuggu einnig ýmsir hópar Múhameðstrú- armanna. Stuðningur við flokk Shia Ekki voru allir trúflokkar ánægðir með þessa skipan mála. Sunni-múslímski trúarhópurinn hafði uppi mótmæli og krafðist þess að vera sameinaður Sýrlandi, sem þetta trúfélag leit á sem sitt föð- urland. Shia-múslímar í suðurhluta landsins voru hins vegar undirok- aður trúarhópur, sem óskaði frem- ur að verða hluti af blönduðu ríki en að lúta ofríki sunni-múslímanna í Sýrlandi. Þeir tóku höndum sam- an við kristna menn um stofnun ríkisins og hlutu að launum trúar- legt sjálfstæði og stofnuðu form- lega sitt eigið trúfélag árið 1926. Shiar í meirihluta Dr. Moojan Momen, sérfræðing- ur í málefnum Mið-Austurlanda segir í nýútkominni bók um shia- trúflokkinn að kristnir menn hafi Iengi vitað að upptaka á svæðum múslíma gæti leitt til þess að þeir yrðu í meirihluta í landinu. Það kom fyrst áþreifanlega i ljós 1932. Þess vegna leggja þeir svo ríka áherslu á að skrá alla þá sem búsett- ir eru erlendis. Ef nákvæm talning færi fram á öllum þegnum landsins, heima og erlendis, gæti ýmislegt óvænt komið í ljós og svo virðist sem enginn vilji taka þá áhættu. í manntalinu 1932 reiknuðust íbúar landsins vera 785.000. Nú er áætlað að nærri fjórar milljónir manna búi í þessu stríðshrjáða og sundurtætta landi, þar sem inn- byrðis stríðandi öfl lama allan varn- armátt landsins gegn utanaðkom- andi átökum og hryðjuverkum. Molar Strax Verið að ljúka klippingu kvik- myndar Stuðmanna sem tekin var í Kína á dögunum. Búist er við að myndin verði sýnd í sjónvarps- stöðvum víða um lönd og raunar þegar búið að ganga frá sölu til nokkurra stöðva. Myndbandið þeirra sem fram- leitt var vegna leiðtogafundarins við lagið sem dubbað var sérstak- Iega upp í tilefni hans hefur þegar verið sýnt í nokkrum sjónvarps- stöðvum. — Að sögn Jakobs Frí- manns, hljómborðsleikara og er- indreka hljómsveitarinnar, gera þeir sér ekki miklar vonir um að slá í gegn með laginu. Hins vegar hugsi þeir það sem ágætis kynn- ingu á Kínamyndinni. Þegar Stuðmenn, eða Strax eins og þeir kjósa að kalla sig í útlönd- um, ákváðu að skella sér út í fram- leiðslu á myndbandi og lagi vegna fundarins voru þeir að vinna að mynd fyrir þýska sjónvarpsstöð, og verður haldið áfram með það verkefni. Nú er að bíða og sjá hvort Stuð- manna-menningin á upp á pall- borðin hjá útlenskum neytendum popptónlistar eða hvort Stuð- mannahúmorinn er bara sérís- lensk vara . . . Lín Þorbjörn Guðjónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Lána- sjóðs íslenskra námsmanna. Þorbjörn lauk viðskiptafræði- prófi frá Háskóla íslands árið 1967 og stundaði framhaldsnám í hagfræði við Minnesótaháskóla á árunum 1967—1971. Á árunum 1971 til 1975 var Þor- björn við framkvæmdastjórn og sérfræðistörf hér á landi. Frá ár- inu 1975 hefur Þorbjörn Guð- jónsson starfað við sérfræðistörf í Afríku fyrst hjá DANIDA og síð- an hjá SIDA. Frá árinu 1983 veitti hann forstöðu verðlags- og tekju- þróunardeild í einni stofnun stjórnarráðsins í Zambíu. Þorbjörn er kvæntur Margréti Svavarsdóttur, lyfjafræðingi og eiga þau tvo syni. Skák og mát Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skákfélag Hafnarfjarðar efna til fjölteflis fimmtudaginn 30. októ- ber 1986 og hefst taflið kl. 20.00 og teflt verður í íþróttahúsinu við Strandgötu, þar mun Margeir Pétursson nýbakaður íslands- meistari tefla á 40 borðum. Sparisjóður Hafnarfjarðar og Skákfélag Hafnarfjarðar standa einnig sameiginlega að helgar- skákmóti sunnudaginn 2. nóvem- ber nk. Tefldar verða 11 umferðir, 15 mínútna skákir. 7 vegleg pen- ingaverðlaun verða, þau hæstu kr. 35.000.00. Bestu skákmenn lands- ins eru þegar búnir að tilkynna þátttöku. Teflt verður í íþrótta- húsinu v/Strandgötu og hefst tafl- ið kl. 10.00 f.h. Mótið er helgað minningu Guðmundar Guð- mundssonar, sparisjóðsstjóra. Skákdómari verður Sigurberg Elentínusson. Mótið verður sett af Matthíasi Á. Mathiesen for- manni stjórnar Sparisjóðs Hafn- arfjarðar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.