Alþýðublaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 23.10.1986, Blaðsíða 1
Alþýðuflokkurinn í Reykjavík: Fimmtudagur 23. október 1986 Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi-vestra: Prófkjör á Sauðárkróki 8. og 9. nóvember ¦ Jón Sigurðsson 'úí framboð? 204 tbL 67. árg. „Margir Alþýðuflokksmenn — menn sem ég met mikils og tek mark á, hafa hvatt mig til að sækj- Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla er hafin í prófkjöri Alþýðuflokks- ins á Norðurlandi-vestra. Atkvæða- greiðslan hófst mánudaginn 20. október og stendur til 7. nóvember. Prófkjörsdagar verða laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. nóvember á Sauðárkróki. TVeir frambjóðendur eru í kjöri, Birgir Dýrfjörð og Jón Sæmundur Sigurjónsson. Væntanlega verður talið í prófkjörinu á Norðurlandi- vestra strax á sunnudagskvöld 9. nóvember. Formaður yfirkjörstjórnar er Björn Sigurbjörnsson á Sauðár- króki. Alþýðuflokkurinn — prófkjör: Eyjólfur Sigurðsson fram á Suðurlandi? „Það er rétt að ágætir meim hat'a mjög leitað eftir því að ég gefi kost á mér í próf kjöri Alþýðuflokksins í Suðnrlandskjördæmi. Ég hef ekki enn gefið ákvettð svar, en það ætíi að Hggja fyrir alveg á næstu dög- um", sagði Eyjólfur Sigurðsson, bókaútgefandi í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Fari svo að Eyjólfur gefi kost á' sér má búast við fjörugu prófkjöri Alþýðuflokksins í Suðurlandskjör- dæmi. Sem kunnugt er hefur Magnús H. Magnússon, fyrrum bæjarstjóri í Vestmannaeyjum ákveðið að taka þátt í prófkjörinu og má þvi segja að Alþýðuflokkur- inn verði síst af öllu málsvaralaus í Suðurlandskjördæmi, ef svo fer Eyjólfur Sigurðsson fram sem horfir. „Er alvarlega að hugsa um að taka þessum áskorunum," sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar í samtali við Alþýðublaðið. listann", sagði Jón. „En samkvæmt reglum flokksins er ekkert slíkt ákveðið fyrirfram, heldur ákveður fulltrúaráðið hvernig það hagar þessu vali". Blaðamaður spurði Jón, en á honum mætti skilja, að hann tæki ekki þátt í prófkjöri. „Ef ég ákveð að gefa kost á mér til framboðs mun ég, að sjálfsögðu, lúta þeini reglum sem Alþýðuflokkurinn setur um val á framboðslista", sagði Jón. „En ég hef þá einföldu skoðun, að áður en maður ákveður að taka þátt í leik þurfi maður helst að þekkja leik- reglurnar". Jón Sigurðsson ast eftir sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir næstu kosningar. — Þetta er reyndar ekki alveg ný bóla, það hefur verið rætt við mig áður, en nú finnst mér þetta vera ennþá almennara. Eitis og nú stcudur í þjóðmálum er sérstaklega mikilvægt að sjónarmið Alþýð«- flokksins fái sem nicst fylgi og að flokkurinn komist til áhrifa. Ég hef því áhuga á, að taka þátt i því starfi á næstunni. Þetta tvennt veldur því, að ég er í mikilli alvöru að hugsa um hvort ég eigi að taka þessum áskor- niium og sækjast eftir sæti á listan- um", sagði Jón Sigurðsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar í samtali við Alþýðublaðið í gær aðspurður um hvort hann stefndi að sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík fyrir næstu Alþingiskosningar. „Þetta er ekki alveg ákveðið af minni hálfu og eins og komið hefur fram annars staðar þá langar mig að vita meira um hvernig áformað er að standa að því að veija menn á Prófkjör á Vestfjörðum: Karvel og Sig- hvatur í f ramboð Framboðsfrestur í prófkjöri Al- þýðuflokksins á Vestfjörðum rann út á miðnætti sl. þriðjudag. Próf- kjörið stendur um tvö efstu sæti listans í komandi Alþiiigiskosning- um. Framb}é4endw ern tveir þeir, • Karvel Pálmason alþingismaðiir og Sighvatur Björgvmsson f ram- kvæmdastjórí Norrænafclagsins og fyrrverandi þinginaður. Stefnt er að því að prófkjörið fari fram, annaðhvort 22. næsta mán- aðar eða 29. Nokkur breyting hefur orðið á prófkjörsreglum frá því sem áður var, síðast var öllum heimiluð þátttaka en nú er stuðningsmönn- um einum heimiluð þátttaka og gert ráð fyrir því að þeir undirriti yfir- lýsingu þess efnis að þeir séu ekki stuðningsincnn í öðrum flokkum, opinberir stuðningsmenn annarra flokka né taki þátt í prófkjöri hjá öðrum flokkum. Öngþveiti í málefnum aldraðra í Reykjavík: „Úrbóta er þörf 44 — segir ÞórirGuðbergsson, deildarstjóri hjá Félagsmálastofn un Reykjavíkur „Það er mjög erf itt að f á fólk til starfa við heimilishjalpina og ástæðan er mcðal annars alltof lág laun, en einnig hitt að fram- boð af annarri vinnu, sem er betur launuð, virðist vera nokkurt. Það er of t erfitt starf og vandasamt að vera að vinna inn á heimilum hjá öldruðu fólki og er alls ekki metið sem skyldi." sagði Þórir Guð- bergsson, deildarstjóri hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar í samtali við blaðið. „Það virðist ekkert tillit tekið til þess, að þessi störf eru þau sem aldraðir geta ekki annast sjálfir og eru þess vegna í erfiðari kant- inum, þvottar, skúringar o. þ. h. Það hefur vissulega verið reynt að fá þetta leiðrétt og sums staðar hefur það náð fram að ganga, eins og til dæmis í Kópavogi. Þar breyttu þeir samningunum við sitt fólk og settu á lágmarksdag- vinnulaun. En að hækka launin og gera eitthvað aukalega fyrir starfsfólkið er mjög aðkallandi. Það þarf að hafa kynningarfundi og fræðsluerindi á. vinnutíma þannig að fólkið menntist betur í þessum störfum. „Ég held að það komi að því fyrr eða síðar að önnur bæjarfé- %^ f-> lög taki sömu afstöðu og Kópa- vogsbúar hafa gert, við erum orðnir á eftir í þessu. í sambandi við það hvort við höfum fengið hljómgrunn, þá hefur það verið margsinnis rætt í félagsmálaráði, en þar virðist hræðslan vera mikil gagnvart fordæminu. Menn segja sem svo, að ef þessi armur Sókn- arkvenna fær hærri laun þá verða hinir að koma á eftir og þá er þetta svo gífurlegur fjöldi sem um er að ræða að þetta yrði miklu víðtækara að mörgu leyti, heldur en í minni bæjarfélögunum. En það er ckki nokkur efi á því, að það er þörf á endurskipulagningu og endurmati á öllu þessu starfi. Og ég held að meirihluti félags- málaráðs sé mjög hlynntur úrbót- um" sagði Þórir Guðbergsson, deildarstjóri hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Sóknar: „Eins og að tala við grjót" þegar launalagfœringu ber á góma „Þetta er allt of lágt kaup, það er satt. Og það sem við rekum okkur alltaf á er þessi hugsunar- háttur, að ekki sé hægt að lyfta laununum hjá þessum konum þar sem aðrir kæmu þá á eftir. Við megum heldur ekki gleyma því að hér er um erfið störf að ræða og konurnar sem vinna þau eiga vel skilið að fá verulega launahækk- un. Ég er búin að margþrasa í þessu, en mér finnst stundum að ég sé að tala við grágrýtishnull- unga frekar en fólk, þegar launa- lagfæringu ber á góma", sagði Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, for- maður Starfsmannafélagsins Sóknar í samtali við Alþýðublað- ið. „Það er talað um tímakaup í sambandi við þessa vinnu, en það er okkur hjá Sókn afar illa við, þar sem þær konur sem eru á tímakaupi hafa alls ekki þau rétt- indi sem konur á mánaðarlaunum hafa. Er þó ekki gustuk að klípa af því sem lítið eða ekkert er. Kon- ur sem eru á tímakaupi fá heldur ekki desemberuppbótina svo- nefndu, því að þó hún sé ekki mikil þá borgar hún ef til vill jóla- matinn". Ég mun nú á næstunni reyna aftur og enn að taka á þessu máli. Ég trúi ekki öðru en að menn séu tilbúnir að laga þetta eitthvað. Ástandið eins og það er í dag er ekki hægt að kalla annað en öm- urð, sagði Aðalheiður Bjarnfreðs- dóttir, formaður Starfsmannafé- lagsins Sóknar að síðustu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.