Alþýðublaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 24. október 1986 -RITSTJQRNARGREIN- Þeir menn bjóða áfram steina fyrir brauð I umræðum á Alþingi næstliðið fimmtudags- kvöld um stefnuræðu forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannssonar, sagði formaður Al- þýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson meðai annars: „Svo leyfir hann sér að saka stjórnarand- stöðuna um yfirboð og skrum. Þeir taki til sín sem eiga. Það á ekki við um Alþýðuflokkinn, eins og staðreyndirnar sanna: Við studdum adráttarlaust nýjar leiðir í kjara- samningunum af þvl að við vissum að með þeim hætti sköpuðu launþegar sér inneign, sem ávfsa mætti á raunhæfar kjarabætur, I batnandi efnahagsástandi og minni verð- bólgu. Við lögðum til að rlkissjóður velti ekki sínum kostnaðarhlut yfir á launþega og skattgreið- endur — og næstu ríkisstjórn. í staðinn gerði hann ráðstafanir til að draga úr ríkisútgjöldum og uppræta skattsvik. Ef gengið væri hreint til verks við upprætingu skattsvika væri enginn hallarekstur á ríkis- sjóði nú. Við seinustu fjárlagaafgreiðslu lögðum við fram „ný fjárlög“. Þau voru um — lækkun ríkisútgjalda — kerfisbreytingu í ríkisrekstri — tekjuöflun gegnum húsnæðis-, lána- og tryggingakerfið — stærri hlut ríkisútgjalda til verklegra framkvæmda. Þessar tillögur okkar voru felldar af þeim sama stjórnarmeirihluta, sem hér birtist meö allt niður um sig í ríkisfjármálum. Þið, sem hafið verið að velta því fyrir ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, I trausti þess að hann sé boðberi nútfmalegra hugmynda, staldrið við: Það erum viö jafnaðarmenn, sem leggjum fram tillögur gegn embættis- og rfkis- bákni, fyrir aukinni samkeppni og valddreif- ingu f fjármálalffinu. Ekki þeir. Og við erum ekki bundnir á klafa neinna sérhagsmuna, sem knýja okkur til að ganga gegn eigin tillögum, eins og t.d. 1. þingmaðurSuðurlands, hæstvirt- ur fjármálaráðherra. Tryggingin fyrir þvf, að við stöndum við orð okkarer einföld: Það eru engir framsóknarmenn í okkar flokki — og verða heldur ekki eftir kosningar!" Svo mörg voru þau orð, — og nú vildu allir þá Lilju kveðið hafa. Og fólkið í landinu fylgdist með stefnuræðu forsætisráðherra: Húsbyggjendur og íbúðakaupendur hlust- uðu. Gamalt fólk og fatlað hlustaði. Einstæðar mæður og einstæðir feður hlustuðu. Sjómenn og bændur hlustuðu. Það hlustuðu yfirleitt all- irsem eiga um sárt að bindaeftirsverðalög for- sætisráðherra á undanförnum árum. Fólkið ætlaðist til að forsætisráðherra hefði hug á að endurgreiða það sem að láni var tekið við stjórnarskiptin, til að halda verðbólgu í skefj- um, — eins og það var orðað þá. Menn hlust- uðu á ræðu forsætisráðherra til enda í þeirri von að eitthvað gerðist, — en því miður, það gerðist ekki neitt. Aldrei voru sögð þau orð sem sönn voru: Að i einu mesta góðæri síð- ustu ára ætti fólkið í landinu að fá það í sinn hlut sem það á skýlausan rétt á og beðið hefur verið eftir lengi. Þau orð voru aldrei sögð. Kjarkinn brast og forsætisráðherra fiúinn úr sínu gamla kjördæmi út á Reykjanes. Stefnu- ræðan var einskis virði, þvl miður. Við sitjum áfram uppi með ráðalausa menn. Eða eins og Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins oröaði það svo snilld- arlega, „Þarerfátt að finnaannað en steinafyr- ir brauð ...“ Ö.B. Líbýa greiðir Norð- mönnum skaðabætur Sendifulltrúi Líbana í Kaup- mannahöfn afhenti utanrikisráð- herra Noregs, Knut Frydenland, ávísun að upphæð 500.000 Banda- ríkjadollara í síðustu viku, sem bætur vegna áhafnar norska skips- ins „Germa Lionel“. Skipinu var haldið í höfn í Líbýu í 67 daga árið 1984 vegna falskrar ákæru. Ahöfn- in sætti illri meðferð, m.a. kerfis- bundnum andlegum misþyrming- um. Einn af áhöfninni var pyntaður til bana. Norska sjómannasambandið hefur gefið þá yfirlýsingu að bætur þessar séu alls ófullnægjandi og ekki í neinu samræmi við þann skaða sem skipverjar urðu fyrir, né heldur þá ábyrgð sem líbönsk yfir- völd bera. Að mati sjómannasam- bandsins hafa þessar bætur visst táknrænt gildi, en heldur ekki meir. Knut Frydenlund hefur lýst ánægju með þetta framlag svo langt sem það nær, en segir jafnframt að máli þessu sé engan veginn lokið af hálfu ráðuneytisins. Hann segir að því verði ekki lokið fyrr en fullnað- arrannsókn liggi fyrir á því hvernig dauða skipverjans á Germa Lionel bar að höndum. Fréttamaimafimdur í boði Umsjónarfélags einhverfra barna Dr. Demetrious Haracopus sem staddur er hér á landi í boði Um- sjónarfélags einhverfra barna held- ur fréttamannafund í sal Öryrkja- bandalagsins Hátúni 10 (tengibygg- ing, til hægri frá aðaldyrum) föstu- daginn 24. október kl. 13.00. Dr. Haracopos er meðal þekktustu sérfræðinga um barnaeinhverfu sem nú eru uppi. Hann hefur haldið fyrirlestra víða um Evrópu og Ame- ríku og kynnt sér málefni ein- hverfra og veitir nú forstöðu þeirri stofnun (Sofieskolen í Danmörku) sem leitað er til sem fyrirmyndar um uppbyggingu stofnana fyrir ein- hverfa víða að. Á föstudaginn mun dr. Haracopos segja frá Sofieskolen og þjónustu við einhverfa í Danmörku. Hann mun einnig fjalla um ástandið á ís- landi í þessum málum eins og hon- um kemur það fyrir sjónir eftir viku kynningu og segja skoðun sína um úrbætur. Skólar 1 í Keflavík, á ísafirði, Hólmavík, Sauðárkróki og á Dalvík. Menntun sjómanna og vélstjóra hér á landi þykir nú mjög sambærileg slíkri menntun á hinum Norðurlöndun- um. Guðjón sagði hins vegar að alltaf mætti gera betur og teldi hann mikilvægt að settur yrði á laggirnar Stýrimannaskóli, fyrir 1. stig, í hverjum landsfjórðungi. „Ég tel þó að Stýrimannaskólinn í dag sé mjög öflugur og sem deild í annarri stofnun gæti hann ekki barist fyrir því að slík starfsemi sé rekin vítt og breitt um landið, svo sem nú er gert. Það væri síður en svo spor fram á við í menntunar- málum sjómanna“, sagði Guðjón Ármann Eyjólfsson skólastjóri Stýrimannaskólans. Ol . LJOSIIM ökuljósin kosta lítið og því er um að gera aö spara þau ekki í ryki og dimmviðri eða þegar skyggja tekur. Best af ' öllu er að aka ávallt með ökuljósum. ||U^1FERÐAR KRATI” SKRIFAR: Mogginn hirtir Dagblaðið í Staksteinum Morgunblaðsins á fimmtudaginn var, segir meðal annars um hlutleysi DV vegna prófkjörshugleiðinga Moggans, þegar úrslit Iágu fyrir hjá sjálf- stæðismönnum í Reykjavík: „Hinu ættu hinir frjálsu og óháðu DV-menn ekki að vera á móti, að úrslit prófkjörsins séu vegin og metin af raunsæi, eins og gert var í forystugrein Morgun- blaðsins í fyrradag. Þar er allt byggt á staðreyndum og töluleg- um upplýsingum“. En hverjar eru þá þessar „stað- reyndir og tölulegar upplýsing- ar?“ Lítum í leiðarann sem vitnað er í. Um sigur Alberts Guðmundsson- ar segir Moggi: „í ljósi þeirrar erfiðu pólitísku stöðu, sem Albert Guðmundsson hefur verið í undanfarna mánuði, fer ekki á milli mála að hann vinn- ur umtalsverðan varnarsigur með því að ná kosningu í efsta sæti list- ans. Hitt er jafnljóst, að það at- kvæðamagn, sem hann fær í heild, er pólitískt áfall fyrir hann. Það mun óhjákvæmilega valda honum erfiðleikum við að leiða Sjálfstæðisflokkinn í kosninga- baráttunni í Reykjavík næsta vor. Erfið vígstaða Sjálfstæðisflokks- ins í höfuðborginni af þessum sökum blasir við. Varaformaður flokksins má sitja uppi með þetta: Friðrik Sophusson, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, nær hvorki þeim árangri í þessu próf- kjöri að skipa efsta sæti listans né að verða hæstur að atkvæða- magni. Það sýnir veikleika hjá öðrum helzta forystumanni Sjálf- stæðisflokksins, sem er umhugs- unarefni fyrir hann og forystuna. Loksins í 7. og 8. sæti birtast „veröugir fulltrúar“: Þau Geir H. Haarde og Sólveig Pétursdóttir, sem náðu 7. og 8. sæti í prófkjörinu, eru verðugir fulltrúar nýrrar kynslóðar í Sjálf- stæðisflokknum og eiga veruleg- an þátt í að veita væntanlegum framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins þann ferska svip, sem mörgum hefur þótt skorta á seinni árin. Þá „unnu“ fulltrúar flokkseig- enda sannfærandi: Tveir gamalreyndir forystu- menn Sjálfstæðisflokksins unnu sannfærandi sigra i þessu próf- kjöri. Eyjólfur Konráð Jónsson, sem verið hefur þingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Norður- landskjördæmi vestra frá 1974, tók ákvörðun um að leita eftir framboði í Reykjavík. Árangur hans sýnir að Eyjólfur Konráð hefur áunnið sér mikið traust með störfum sínum á Alþingi og á vett- vangi stjórnmálanna. Guðmund- ur H. Garðarsson verður að kosn- ingum loknum óumdeildur tals- maður launþega í þingflokki sjálfstæðismanna og arftaki Pét- urs Sigurðssonar. . . . en frjálshyggjan reyndist ekki vera í tisku: Vilhjálmur Egilsson, hagfræð- ingur, hefur verið skeleggur mál- svari ungs fólks í Sjálfstæðis- flokknum síðustu misseri. Þess vegna kemur það á óvart að hann nær ekki betri árangri í þessu prófkjöri en raun ber vitni. Hann hefur jafnframt verið einn helzti talsmaður harðrar frjálshyggju- stefnu á vettvangi Sjálfstæðis- flokksins. En skv. skoðanakönn- unum í landinu á slík stefna undir högg að sækja og mikill meiri- hluti er á bak við þá velferðar- stefnu, sem fylgt hefur verið, ekki sízt í sjálfstæðisflokknum. Hitt er svo annað mál, að sú stefna mætti í sumum tilfellum hafa meira að- hald, eins og Vilhjálmur Egilsson og félagar hans hafa lagt áherzlu á. Og raunir flokksins eru nokkr- ar: Þrátt fyrir góða málefnastöðu í landsmálum og verulegan árang- ur af störfum ríkisstjórnarinnar er hætta á að Sjálfstæðisflokkur- inn nái ekki þeirri sóknarstöðu í kosningabaráttunni í Reykjavík sem vænta mætti vegna pólitískra sviptibylja, sem búast má við á tindinum, eftir það, sem á undan er gengið. Albert Guðmundsson hefur sýnt að hann hefur mikið pólitískt þanþol. Hitt er annað mál, hvort það dugar Sjálfstæðisflokknum í næstu kostningum. Sem sagt: Staðreyndir og tölu- legar upplýsingar! Iðnaðarbankinn stofnar verðbréfamarkað Iðnaöarbanki íslands hf. mun í næsta mánuði stofna nýtt fyrir- tæki, Verðbréfamarkaö Iðnaðar- banka íslands hf. Eins og nafnið bendir til mun fyrirtækið starfrækja verðbréfa- markað og með honum leitast við að efla viðskipti með skuldabréf og hlutabréf, stuðla að aukinni fjöl- breytni á sviði sparnaðar og taka þannig aukinn þátt í þeirri öru þró- un sem hefur verið í viðskiptum með verðbréf á síðustu misserum. Fyrirtækið mun bjóða upp á fjár- málaráðgjöf og verðbéfavörslu og einnig veita alla alhliða þjónustu sem tengist viðskiptum með verð- bréf. Iðnaðarbankinn hóf verðbréfa- miðlun fyrir rúmu ári og hefur sú starfsemi vaxið ört. Veðdeild bank- ans hefur gefið út 4 skuldabréfa- flokka, samtals að verðmæti 375 milljónir. Einnig hefur bankinn séð um útgáfu og sölu á skuldabréfum fyrir Glitni hf. og verið með ýmis önnur skuldabréf í umboðssölu. í september sl. hóf bankinn sölu á óverðtryggðum skammtímaskulda- bréfum, Bankabréfum, sem hafa verið til sölu í öllum útibúum bank- ans. Bankabréfin hafa fengið góðar viðtökur. Iðnaðarbankinn er aðili að Verðbréfaþingi íslands. Fyrirtækið mun flytja í nýtt hús- næði að Ármúla 7 og mun hefja starfsemi þegar húsnæðið verðurtil- búið um miðjan næsta mánuð. Framkvæmdastjóri verður dr. Sig- urður B. Stefánsson hagfræðingur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.