Alþýðublaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.10.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- Föstudagur 24. október 1986 Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson. Framkvæmoastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Haildóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er681866 Fleet Street líður undir lok Faglegt uppgjör, sem teljast má tímamótaatburður í sögu blaðaút- gáfunnar, hefur átt sér stað í London, nú síðast fyrir atbeina dagblaðsins Daily Telegraph. Um leið má segja að örlög heimsins elstu og frægustu dagblaðagötu, Fleet Street, séu ráðin. Á aðeins níu mánuðum hefur orðið reglulegur landflótti frá Fleet Street og nú hefur Daily Telegraph bæst í hóp þeirra sem hafa flutt sig þaðan. Það sem er óvenjulegt nú, er hins vegar að það gerist í sátt og samlyndi við stéttarfélagið, sem hélt uppi áköfum mótmælum í vet- ur, þegar Times og önnur blöð blaðakóngsins Rupert Murdock fóru þaðan og sögðu jafnframt upp 4.000 af 6.000 prenturum. Leystir frá störfum Meirihluti prentarafélagsins hef- ur skrifað undir samning, þar sem 60% þeirra sem vinna við blaðið fá lausn frá störfum, samþykkt er að hefja vinnslu blaðsins á nýjum stað með fullkominni tölvutækni, starfsfriður er tryggður og m.a. veitt heimild fyrir lengingu vinnu- tímans. Talsmaður prentarafélagsins, Bill Miles, segir að þetta sé merki þess að upphlaupið frá í vetur muni ekki endurtaka sig. Félagið átti ekki margra kosta völ. Ekki var annað sýnna en að leggja yrði niður bæði Daily Tele- graph og Sunday Telegraph, en bæði blöðin hafa verið rekin með geysimiklum halla undanfarin ár. Við nýju útgáfuna verða starf- andi 670 manns, en eins og er eru starfsmenn 1.680 talsins. Áætlað er að sparnaðurinn nemi rúmum mill- jarði ísl. kr. á ári, auk þess sem sam- keppnishæfni blaðsins eykst með betri mynd- og prenttækni. Engin hátíð Brottför Daily Telegraph er að- eins enn ein sönnun þess að ekki verður haldin nein hátíð um alda- mótin til að minnast 500 ára prent- verks og blaðaútgáfu í þessari frægu götu. En allt fram að þessu hafa reisuleg húsin, aðsetur blað- anna við Fleet Street og næsta ná- grenni staðið sem tákn um lýðræði og lýðréttindi, eins konar ríki í rík- inu og mótvægi við stjórnina og þingið. En á meðan dagblöðin um heim allan tóku nýja tækni í þjónustu sína, þau fyrstu fyrir 15—20 árum, þá héldu dagblöðin í Fleet Street áfram að nota hundrað ára gömul tæki og aðferðir við blaðaútgáfu. Aðalástæðan var eindregin and- staða prentverksmanna og blaða- manna við allar breytingar, hverju nafni sem nefndust. Mikill hagnaður Útgáfa dagblaðanna við Fleet Street á að baki sér langa hefð, þar sem mikil samkeppni ríkti og vel- gengni hafði geysimikinn hagnað í för með sér. Þau dagblöð sem stóðu vel að vígi keyptu sér því vinnufrið og trúmennsku starfsmanna sinna með mjög háum launum, sem aftur gerðu þá að nokkurs konar aðli inn- an raða starfsbræðra sinna. Nýi tíminn kvaddi svo dyra í fyrra, þegar ný stjarna birtist á himni blaðaútgefenda og Eddie Shah hóf útgáfu á ríkisblaðinu To- day. Það var ekki til húsa við Fleet Street, þar var beitt allri nýjustu tækni og blaðamenn skrifuðu texta sína beint inn á setjaratölvur. Today sló ekki í gegn og Shah neyddist til að selja blaðið til eig- enda Observer, sem voru fyrst og fremst á höttunum eftir hinni nýju tækni. Observer dreifir nú starfseminni í fjóra staði. Guardian flytur í hafn- arhverfi Lundúnaborgar í janúar. Daily Mail og önnur útgáfurit þess hafa einnig í hyggju að flytja þang- að og sama er að segja um Daily Ex- press og fylgiblöð þess. Financial Times mun ætla að fylgja dæmi þeirra. Mirror enn á sama stað t;að er aðeins Mirror-útgáfan sem enn er kyrr á gamla staðnum, en einnig þar munu menn vera farn- ir að hugsa sér til hreyfings. Ef og þegar af því verður hljóðnar prent- verkið í Fleet Street fyrir fullt og allt og engin örtröð verður lengur í göt- unni vegna vörubíla sem flykkjast þangað og keppast um að fá fyrstir afgreiðslu svo hægt sé að hefja dreifingu á þeim 15 milljón eintök- um af dagblöðum sem eru gefin út þar daglega, en 18 milljón eintök á sunnudögum. Þrátt fyrir það mun Fleet Street lifa í minningunni enn um langa hríð og óefað munu flykkjast þang- að blaðamenn til að fá sér hressingu á einhverri blaðamannaknæpunni í því rétta andrúmslofti sem hefðin hefur skapað. Þar verða heimsmál- in rædd og skipst á skoðunum og sagðar sögur frá blómaskeiði göt- unnar sem á engan sinn líka. Náðarsprautur gefnar á dönskum sjúkrahúsum Það er siðferðilegt álitamál hve lengi á að halda lifinu í dauðvona sjúklingi. Á myndinni er verið að rannsaka hvort heili sjúklingsins starfar ennþá. Danskur sjúkrahússlæknir, sem óskar nafnleyndar, hefur upplýst að á dönskum sjúkrahúsum sé ekki óalgengt að dauðvona sjúklingum sé gefin „náðarsprautan“, þ.e. of stór skammtur af deyfilyfjum til að binda enda á vonlaust dauðastríð sjúklingsins. Mikil leynd hvílir yfir þessum málum, en að sögn læknisins liggur fyrir leyfi frá stjórn heilbrigðismála um að gefa kvalastillandi lyf ef sjúklingurinn þjáist, þótt það kunni að flýta fyrir dauða hans. Að sjálfsögðu á þetta aðeins við um þá sjúklinga sem eiga enga batavon, en lífinu er haldið í með lyfjum. Hins vegar er það ekki á valdi heilbrigðisyfirvalda að gefa Ieyfi fyrir stórum morfínskömmtum sem eru gefnir beinlínis til að binda enda á þjáningar sjúklings í eitt skipti fyrir öll. Það kann að vera af góðum huga gert, en varðar við lög. Læknirinn, sem starfar á sjúkra- húsi í Kaupmannahöfn, segir að al- gengasta aðferðin sé hraðvirk morfíninngjöf. Morfínið, sem eru venjulega 300 milligrömm í einn lítra saltvatns, er gefið hratt í æð og sjúklingurinn deyr venjulega innan þriggja daga. Þessi skammtur er þrisvar sinnum sterkari en venjuleg kvalastillandi morfíngjöf. Þetta er gert í þeim tilvikum þeg- ar sjúklingur hefur verið úrskurð- aður dauðvona og aðstandendur bíða aðeins eftir því að hann gefi upp öndina. Þá lætur læknirinn stundum til leiðast og skrúfar frá morfínslöngunni, einkum þegar um er að ræða sjúklinga með krabbamein, sem hvorki er hægt að lækna með lyfjum eða skurðað- gerð. í þeim tilvikum hefur sjúkl- ingurinn venjulega kvalir, sem rétt- læta það að hluta til að honum sé gefinn ríflegur skammtur af mor- fíni. Refsivert athæfi Allir sjúkrahúslæknar þurfa ein- hverntíma að standa andspænis þeirri erfiðu ákvörðun að meta hve stóran lyfjaskammt er hæfilegt að gefa sjúklingi sem á enga batavon. Hann á það sífellt á hættu að vera ásakaður um refsivert athæfi, um að hafa gefið sjúklingi stóran lyfja- skammt, vitandi það að það drægi hann til dauða. Hins vegar er það álit margra lækna að það sé stórt siðferðilegt álitamál, hvort það eigi að nota þá fullkomnu tækni sem nú er til stað- ar á sjúkrahúsum til að halda líf- færum fólks gangandi í langan tíma, þegar útséð er um það að sjúklingurinn geti komist til með- vitundar eða náð heilsu aftur. Læknavísindin eru orðin svo há- þróuð að það er hægt að halda líf- inu í múmíum, segir sjúkrahúss- læknirinn, sem ekki vill láta nafns síns getið. Hann hefur ærnar ást- æður fyrir því. Samkvæmt hegn- ingarlögunum á hann það á hættu að vera kærður fyrir manndráp og sæta a.m.k. 5 ára fangelsisvist og vera þar að auki sviptur læknisleyf- inu. Molar . . . dýrt er það . . . Mikið harðræði gengur yfir Akureyrar„borg“ um þessar mundir. Er mál norðanmanna að ódýrara sé að halda á sér hita með Brennivíni en heitu vatni frá hitaveitu staðarins, enda mun styttra á milli augn- anna á mörgum bæjarbúum nú en verið hefur lengi, þrátt fyrir óáran af ýmsu tagi, — sérstaklega þó í atvinnumál- um. Þrautalendingin var svo að reka hitaveitustjórann úr starfi nánast fyrirvaralaust. Segja bæjarbúar að vitlaus maður hafi verið rekinn, en bæjarstjórn að „vitlaus11 mað- ur hafi verið rekinn. Það er nú það? Og vist er að Sjálfstæðis- menn hjá bænum láta ekki deigan síga. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar bar sig mannalega í fréttatima sjónvarps hér um kvöldið og Sigurður J. Sigurðsson (kú leika hlutverk Ketils skræks), tók hraustlega undir heima í héraði. Af tilefni þessu vóru yrtar vísur: Auglýsir nú eign og völd Akureyrarstjórnin köld. Skekur klaufir, horn og haus hita veitustjóralaus. Herra Drottinn hjálpi mér! Hœtta störfum Vilhelm kaus. Höfuðborgin heimsins er hitaveitustjóralaus. Það er því mikil örtröð á barnum á hóteli kaupfélags- ins. Kemur það líka til af því að málefni Sjallans eru ekki heldur í sem bestu lagi . . . • Ný ættfræðinámskeið Bráðlega hefjast ný ættfræði- námskeið í Reykjavík á vegum Ættfræðiþjónustunnar. Hér er um átta vikna grunnnámskeið að ræða eins og þau, sem farið hafa fram í þremur námshópum nú í haust. Hámarksfjöldi þátttak- enda í hverjum námsflokki er sjö manns. Markmið þessara námskeiða er að gera hverjum sem er kleift að rekja ættir sínar og annarra af ör- yggi og kunnáttusemi. Leiðbeint verður um ættfræðileg vinnu- brögð, heimildir, gildi þeirra og meðferð, hjálpargreinar ættfræð- innar, aðferðir við gerð ættartölu og niðjatals, uppsetningu o.s.frv. Þátttakendum eru útveguð þau frumgögn, sem til þarf, s.s. ættar- tré, heimildaskrár og aðrar leið- beiningar. Kennslan fer að hluta fram í fyrirlestrum, en umfram allt í eiginlegri vinnu með frum- heimildir um ættir þátttakenda sjálfra (kirkjubækur, manntöl o.fl.). Námskeiðin hefjast undir lok október (þ.e. í næstu viku) og standa fram undir miðjan desem- ber. Skráning fer fram alla daga og kvöld í síma 27101.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.