Alþýðublaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 1
1363 heildverslanir: Fimmtudagur 30. október 1986 209 tbl. 67. árg. Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík:_______________________________ Nef nd til að und- irbúa framboð „Starfsumhverfið hvetur til smárra rekstrareininga" Stjórn fulltrúaráðs Alþýðu- flokksfélaganna í Reykjavík kom saman til fundar sl. mánudags- kvöld. Stjórnin kaus nefnd til að annast undirbúning mála við val á frambjóðendum á lista Alþýðu- flokksins í Reykjavik. Formaður nefndarinnar var kosinn Björgvin Guðmundsson, formaður fulltrúa- ráðsins. Varaformaður ráðsins, Kristinn Grétarsson, gegnir fyrst um sinn formannsstörfum í fjar- veru Björgvins. Að öðru leyti er nefndin þannig skipuð: Jón Armann Héðinsson, for- maður Alþýðuflokksfélags Reykja- víkur, Helga Guðmundsdóttir, for- maður Kvenfélags Alþýðuflokks- ins, Ásrún Hauksdóttir, formaður FUJ í Reykjavík, Karl Th. Birgis- son, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, Ásgerður Bjarna- dóttir, gjaldkeri fulltrúaráðsins, Jón Hjálmarsson, í stjórn fulltrúa- ráðsins. Hlutverk nefndarinnar er tví- þætt: í fyrsta lagi að kanna með óformlegum hætti tillögur og ábendingar um frambjóðendur í efstu sæti framboðslista Alþýðu- flokksins. I öðru lagi: Að fengnum tillögum og ábendingum að gera til- lögu til stjórnar fulltrúaráðsins um það, hvaða aðferð verði viðhöfð við endanlegt val frambjóðenda í efstu sæti listans. Nefndin vill þess vegna hér með Framhald á bls. 2. „Til langs tíma hefur það starfs- umhverfi sem stjórnvöld hafa boð- ið upp á, hvatt til þess að rekstrar- einingar í heildverslun væru frek- ar smærri en stærri", sagði Árni Arnason framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands í samtali við Al- þýðublaðið í gær aðspurður hvort mikill fjöldi heildverslana hér á landi væri ekki óeðlilegur. í at- vinnuvegaskýrslu sem Þjóðhags- stofnun gaf nýlega út fyrir árið 1984 kom fram að fyrirtæki í heild- verslun eru 1363, þar af 1008 í al- mennri heildverslun. Af þessum rúmlega 1000 fyrirtækjum eru rúmlega 800 með fimm starfsmenn eða færri. Fyrirtæki í útflutnings- verslun eru 36. Árni segir ýmislegt sem snýr að innflutningsversluninni hafi átt þátt í þessari þróun. Nefndi hann einnig að hér á Iandi væru mjög fjölþættar þarfir eftir innfluttri vöru. „Ég tel t.d. að bankastimpl- aðir tollpappírar geri það að verk- um að erlendis geri menn ekki eins stífar viðskiptakröfur, og geri ekki eins upp á milli hér í viðskiptakjör- um eftir stað og áreiðanleika og víða annars staðar. — Fyrirtæki hér þurfa e.t.v. ekki að opna ábyrgðir og fleira sem þau þyrftu annars að gera". Árni sagði að hér á landi þyrftu fyrirtæki að staðgreiða að- flutningsgjöld strax við tollinn meðan víða erlendis væru innflytj- endur í reikningsviðskiptum. „Eg held að þetta auðveldi mönnum að reka mjög lítil fyrirtæki, með lítið á bak við sig. Þ.e. að stóru fyrirtækin standa ekkert betur að vígi en þau smáu gagnvart tollinum, nema í sambandi við „græna hliðið" sem sett var upp. Árni sagði að lánafyrirgreiðslan hafi líka, til langs tíma ekki tekið Framh. á bls. 3 Kæra Bandalags jafnaðarmanna: „Grípa í tómt n Aukning dagvistunarrýmis í Reykjavík: Áætlanir úr skorðum segir Kolbrún Jónsdóttir, þingmaður Al- þýðuflokksins Á fjárhagsárinu 1986 gerði Reykjavíkurborg ráð fyrir 56,2 milljónum til bygginga dagvistun- arheimila. Kostnaðurinn 6. þessa mánaðar var hins vegar ekki orðinn meiri 27,4 milljónir eða 49% af þeirri upphæð sem gert er ráð fyrir f járhagsáætlun. Upplýsingar þessa efnis komu f ram á borgarráðsfundi í gær í svari við fyrirspurn frá Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur full- trúa Kvennalistans. Borgarstjórnarmeirihlutinn gerði ráð fyrir að ljúka fram- kvæmdum og hefja starfsemi tveggja dagvistunarheimila á árinu, í Foldaborg í Grafarvogi og í Nóa- Framh. á bls. 2 „Þessir menn sem nú rjúka til og kæra Iðnaðarbankann, Stefán Benediktsson og ef til vill einhverja fleiri, hafa allir sagt af sér sinum störfum á vegum Bandalags jafn- aðarmanna. Daginn eftir standa þeir síðan upp og segjast vera bandalagið sjálft. Ég skil ekki hvað fyrir mönnunum vakir, sagði Kol- brún Jónsdóttir, þingmaður Al- þýðuflokksins i samtali við blaðið. „Reikningar Bandalagsins liggja allir frammi og enginn hefur neitt að fela í þeim efnum. Nú gera þessir menn tilkall til þeirra peninga sem við áttum eftir og var á sínum tíma úthlutað þingmönnum Bandalags- ins til blaðaútgáfu o.fl" „Það er merkileg umræða í sjálf u sér, að á sama tíma og kvartað er um hvað stjórnmálaflokkar séu lít- ið styrktir af því opinbera, þá höf- um við farið mjög sparlega með þessa fjármuni og eigum afgang. Þessum afgangi er auðvitað rétti- lega skilað til baka til Ríkisféhirðis, þegar við handhafar þessara pen- inga erum ekki lengur þingmenn Bandalags jafnaðarmanna. Pen- ingunum er skilað til þeirrar stjórn- skipuðu nefndar sem á sínum tíma úthlutaði þessu fé. Þessir menn sem nú rjúka í blöð og Rannsóknarlög- reglu eiga að sjálfsögðu ekkert til- kall til þessara fjármuna, þar sem ekki er úthlutað neinu fé nema til þingflokka, en þingmenn B.J. hafa eins og allir vita kosið að hverfa frá Bandalagi jafnaðarmanna. Þessu fé er sem sagt úthlutað til þing- Kolbrún Jónsdóttir flokkanna og Bandalag jafnaðar- manna hlýtur því að grípa í tómt úr því sem komið er, sagði Kolbrún Jónsdóttir, þingmaður Alþýðu- flokksins. Málefni aldraðra í Köpavogi: Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bœjarstjórnar Kópavogs: yið gerum allt það sem við möguleg fyrir aldraða a getum" Skjóta Reykvíkingum ref fyrir rass í öldrunarmálum! „í Kópavogi hefur verið félags- legur meirihluti í bæjarstjórn síð- ast liðin átta ár og hefur Alþýðu- flokkurinn haf t þar sterk ítök. Frá síðustu bæjarstjórnarkosningum hafa Alþýðuflokkur og Alþýðu- bandalag haft þrjá bæjarfulltrúa hvor flokkur og mynda meiri- hluta í bæjarstjórn Kópavogs". „Rauði þráðurinn í sambandi við öldrunarmál hjá okkur í Kópavogi, er að gera sem allra flestum öldruðum kleift að búa heima eins lengi og kostur er og viðkomandi óskar eftir. Þessu höfum við komið í kring með ýmsum félagslegum aðgerðum, — og í því sambandi er rétt að nefna Heimilishjálpina sem við höf um alltaf lagt áherslu á að efla og nú síðast í vor með því að bætt voru verulega kjör þeirra sem við Heimilishjálpina starfa í tengsl- um við kjarasamningana. Þá var til dæmis gerð sérstök starfslýsing yfir það hlutverk sem Heimilishjálpinni er af markað og annast á heimilum. Þar var tekið inn í dæmið starfsaldur og reynsla þeirra kvenna sem þarna starfa við sambærileg störf, þó að þau hafi átt sér stað inni á heimilum, til dæmis við umönnun aldraðra og þarna var samið um 14—21% hækkun til þessara kvenna og þetta hafði auðvitað mjög mikið að segja upp á það að geta mann- að þennan þátt vel því hann er að sjálfsögðu undirstaða góðra öldr- unarmála í samfélagi okkar", sagði Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjórnar Kópavogs. „Fyrirkomulaginu hjá okkur var einnig breytt, þannig að það eru haldnir fundir reglulega, sem er í raun stuðningsfyrirkomulag gagnvart þessu starfsfólki sem starfar í mikilli einangrun. Það fer Rannveig Guðmundsdóttir, forseti bœjarstjórnar Kópavogs. heiman að frá sér og fer inn á heimili hjá öldruðum og síðan heim til sín aftur og býr ekki við þann félagslega þátt á vinnustað þar sem fólk deilir málum sínum með öðrum. Þetta fyrirkomulag hefur mælst mjög vel fyrir". Allir fá heimilishjálp „Ég þarf vonandi ekki að nefna það, að það fá allir heimilishjálp sem á þurfa að halda og ég vil líka nefna það, að hér hefur verið lögð mikil áhersla á það að tengja vel mat á heimilishjálp og annarri heimaþjónustu, svo sem heima- hjúkruninni og hér hefur sam- kvæmt lögunum um málef ni aldr- aðra starfað í nokkur ár svokall- aður stýrihópur sem er tengiliður félagsmálanna og heilbrigðismál- anna. Sá hópur samanstendur af félagsmálastjóra, formanni fé- lagsmálaráðs og formanni stjórn- ar heilsugæslustöðvar og hjúkr- unarforstjóra. Reynt hefur verið að leggja sameiginlegt mat á hin ýmsu mál sem koma upp í þessum mjóg svo tengdu málum. Við höf- um mikinn hug á að samræma þetta mat eins og unnt er, en það hefur held ég hvergi verið gert ennþá" Þjónustuíbúðir „Við erum núna með í svoköll- uðum Bogatungureit, en það er hverfi sem hefur verið hannað undir byggingar fyrir aldraða, lítil trébýlishús, sem standa ýmist tvær, þrjár, fjórar eða fimm íbúð- ir saman. Þetta eru svokallaðar þjónustuíbúðir, en það er gerður mismunur á þessu tvennu, þjón- ustuíbúðum og vernduðum þjón- ustuíbúðum. Og núna er verið að byggja 15 íbúðir af 28 í fyrri áfanga. Þessar íbúðir eru leigu- íbúðir á svokölluðu efra svæði. En á neðra svæðinu, sem við köll um svo, er gert ráð fyrir að komi jafn margar íbúðir í einkaeign. Það hefur hins vegar farið seinna af stað og má ef til vill kenna því um hvað hefur verið mikið misvægi á milli markaðs- verðs eigna þessa fullorðna fólks og svo byggingarkostnaðar. Þess- ar leiguibúðir, þær eru ýmist hefðbundnar leiguíbúðir eða svo- kallaðar hlutdeildaríbúðir. Þá hefur fólk getað keypt sig inn í þær með því að borga um það bil helming íbúðarverðs en verið Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.