Alþýðublaðið - 31.10.1986, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 31.10.1986, Qupperneq 1
alþýðu- Ly| Föstudagur 31. október 1986 210 tbl. 67. árg. Alvarleg söluskattsmál: Veitir fjármálaráð- herra óeðlilegan greiðslufrest? Vaxtafrelsið: Ekkert „big bang — sagði Geir Hallgrímsson, seðlabankastjóri, aðspurð- ur um breytingar sem yrði að vænta í kjölfar „vaxtafrels- is“ bankanna 1. nóvember, er nýju bankalögin taka end- anlega giidi. U Alþýðublaðiö hefur eftir óstað- festum heimildum, að Veitingahús- ið Naust hafi, að tilhlutan fjár- málaráðuneytisins, fengið umtals- verðan frest á að skila söluskatti í ríkissjóð, og tollstjóraembættið hafi ekki getað sinnt eðlilegum inn- heimtuaðgerðum vegna þess. Al- þýðublaðið bar þetta undir Snorra Ólsen í söluskattsdeild í fjármála- ráðuneytinu og vildi hann ekki tjá sig um málið, né einstaka þætti þess og vísaði á Björn Hermannsson tollstjóra. „Hefurðu leitað eftir svari við þessu í ráðuneytinu. — Þú ættir að gera það. Ég get ekki tjáð mig um þann þátt, þú verður að spyrja þá að því“, sagði tollstjóri, þegar blaðið spurði hann hvort ráð- herra hefði hlutast til vegna sölu- skattsskulda Nausts. Alþýðublaðið leitaði aftur til ráðuneytisins og ræddi við embætt- ismann sem ekki vildi láta nafns síns getið. „Það er viðkvæmt að gefa upp stöðu einstakra gjaldenda gagnvart kerfinu. — Slíkt getur þýtt fangelsi, vatn og brauð í allt að 6 ár“ Sem kunnugt er fékk veitinga- húsið Naust greiðslustöðvun í sum- ar. Það gerði að verkum að fyrir- tækið var ekki aðfarahæft vegna skulda í nokkra mánuði. Greiðslu- stöðvun er hins vegar veitt að því til- skildu að fyrirtæki greiði skuldir sem stofnað er til meðan á henni stendur. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins greiddi Naust sölu- skatt fyrir aðeins einn mánuð á tímabili greiðslustöðvunarinnar. Verulegar upphæðir frá fyrrihluta Framh. á bls. 3 í síðustu viku tóku fimm íslensk útflutningsfyrirtæki þátt í alþjóð- legu matvælasýningunni SIAL í Frakklandi. Þessi fyrirtæki voru Sölustofnun lagmetis, SÍF, S.H., Sambandið og Síldarútvegsnefnd. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins kom m.a. fram mikill áhugi fyrir niðurlögðium kavíar, sem Sölustofnunin kynnti á sýningunni. Sem stendur eru ekki til birgðir hrogna í landinu til að sinna þeim óskum sem þarna komu fram. Alþýðublaðið hefur m.a. sannfrétt að Niðursuðuverksmiðja K. Jónsson á Akureyri, hafi selt í vor 1400 tunnur af óunnum hrogn- „Ég tel að ástandið í peningamál- um og staða bankanna almennt gefi ekki tilefni til, að ætla, að um stór- vægilegar breytingar verði að ræða þó bankarnir ákveði sjálfir sína vexti,“ sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri á blaðamanna- fundi í Seðlabankanum í gær er helstu breytingar varðandi vaxta- ákvarðanir Seðlabankans voru kynntar. En 1. nóvember ákveða viðskiptabankarnir sjálfir vexti á inn- og útlánum. „Nei, ég held það verði ekkert „big bang“, sagði Geir Hallgríms- son á fundinum. Blaðamaður spurði hann, hvort þetta ýtti ekki við þeirri þróun að bönkum fækk- aði og þeir yrðu stærri. „Ég er þeirr- ar skoðunar, að bankakerfið verði skilvirkara og hagkvæmaraþ sagði Geir, — „Bankarnir munu sjá sér um úr landi. Talið er að fengist hefði allt að þrefalt hærra verð fyrir vöruna fullunna. „Þetta dæmi sem þú ert að tala um á sínar eðlilegu skýringarý sagði Theodór S. Halldórsson fram- kvæmdastjóri Sölustofnunar lag- metis í samtali við Alþýðublaðið í gær. „við reynum að áætla á hverri vertíð hvað við seljum mikið eitt ár fram í tímann, þannig að við eigum nægilegt hráefni. í þessu tilfelli var um að ræða umfram birgðir, um- fram sölu, sem voru seldar. Síðan höfum við á nýrri vertíð, frá mars fram í júní verið að afla nýs hráefn- is, nýrra birgða sem unnið verður úr hag í því að sameinast og verða þess betur umkomnir að sinna stærri verkefnumí' „Ég hef þá trú að bankakerfið verði viðkvæmara fyrir sveiflum. Vextir verði betur í takt við verð- bólgu, til hækkunar eða lækkunar í samræmi við hanaý sagði Tómas Árnason. „Jú, til lengri tíma litið verði bankarnir eflaust færri og stærri, enda er það í anda þessara nýju almennu laga um bankastarf-' semiþ sagði Tómas Árnason að- spurður. Seðlabankinn mun áfram ákveða eigin vexti svo og dráttarvexti bæði innan innlánsstofnana og utan. Ráðgert er að endurskoða dráttar- vexti mánaðarlega og tengja þá al- mennum útlánsvöxtum. Bankinn mun einnig gefa mánaðarlega út upplýsingar um vexti á markaðn- á næstunnií* Theodór sagði rétt að mikill áhugi hefði komið fram fyrir hinni ýmsu framleiðslu fyrirtækisins. Sagði hann margt hafa áunnist á síðustu árum á erlendum mörkuð- um. Nefndi hann t.d. að fyrir um 10 árum síðan hefðu um 95*% af grá- sleppuhrognum verið flutt út óunn- ið. í ár myndu hins vegar 45% hrognanna verða fullunnin. „Hlut- ur fullvinnslunnar hefur því aukist gífurlega mikið siðustu ár og út- flutningur á kavíar aukist rnikið," sagði Theodór S. Halldórsson framkvæmdastjóri Sölustofnunar lagmetis. um, hæstu, lægstu og svo meðal- vexti. Jóhannes Nordal sagði að með því móti væri nokkuð við að miða varðandi, svokallaða breyti- lega vexti. En oft er tekið fram á skuldabréfum að miða skuli við hæstu gildandi vexti. Jóhannes sagði að nokkur óvissa yrði eflaust í sambandi við þetta atriði, það er hvort miða skyidi við hæstu vexti eða meðalvextina. Dómstólar gætu þó skorið úr um þetta atriði ef ágreiningur kæmi upp. Benti hann einnig á að nauðsynlegt væri að skilgreina nákvæmlega við hvað skuli miðað varðandi skuldabréf eftir 1. nóvember. Samkvæmt nýju Seðlabankalög- unum hefur bankinn heimild til að taka í taumana, að fengnu sam- þykki ráðherra og getur sett tak- markanir við vaxtatöku innláns- stofnana. í lögunum segir að bank- inn hafi þessa heimild, ef raunvextir verði hærri en að jafnaði í við- skiptalöndum íslands eða ef vaxta- munur verði óhæfilega mikill. Jó- hannes sagði aðspurður, að það yrði að koma í Ijós eftir á og meta hvert tilvik fyrir sig ef kæmi upp. Hann sagðist hins vegar ekki eiga von á því, bankarnir sæju sér hag í því að ekkert færi úr böndum. Blaðamaður spurði hvernig litið yrði á samninga sem gerðir yrðu á „óeðlilegum“, vöxtum, hvort samn- ingurinn væri sjálfgefið ógildur. Jóhannes svaraði því til að Iíkast mundi Seðlabankinn gripa mjög fljótt inn í, en ef samningar hefðu verið gerðir myndu þeir líklega standa. Nokkuð hefur verið rætt að bankar hækki hina ýmsu þjónustu- gjöld í kjölfar laganna. Á blaða- mannafundinum í Seðlabankanum kom fram að bankinn telur sig geta hlutast til varðandi einstaka gjalda- liði ef þeir fara úr böndunum. Þetta atriði virðist þó vera nokkuð óljóst, sem og önnur atriði varðandi fram- kvæmd á grundvelli laganna á næstunni. 50% grásleppuhrogna flutt út óunnin Málefni fanga á íslandi: Félagasam tökin VERND: Málefni fanga í ólestri — afplánunarstaðir eiga að vera betrunarhús en ekki tugthús Málefni fanga á íslandi hafa löngum verið í hinum mesta ólestri. Forsendurnar fyrir því eru allnokkrar: Ein er sú að einstakl- ingur sem gerst hefur brotlegur við lög samfélagsins á sér að jafn- aði formælendur fáa, þar sem aldagamall og löngu úreltur hugs- anaháttur kveður svo á um að „glæpamaðurinn eigi að fá á baukinn“, — eins og það er stund- um orðað. Auðvitað er hér á ferðinni þjóð- hættulegur misskilningur. Af- plánunarstofnanir fyrir afbrota- fólk eiga að vera betrunarhús í þess orðs bestu merkingu, en ekki þjáningarkompur samkvæmt uppskrift rannsóknarréttar mið- alda. Við sem byggjum þetta fá- menna land höfum hvorki efni á né nokkurn minnsta rétt til að láta það henda okkur, að fólk sem samfélagið neyðist til að ýta til hliðar um tíma vegna afbrota, komi út af afplánunarstöðum verri manneskjur en þegar það fór þangað inn. Með núverandi fyrir- komulagi er hins vegar allmikil hætta á þvi. í blaðinu Vernd, sem er mál- gagn fangahjálparinnar, segir í ritstjórnargrein 3. tbl. 1986 meðal annars: „Það er dæmi þess að sumir hverjir koma verr í stakk búnir út úr fangelsum til að takast á við líf- ið, heldur en í öndverðu fyrir af- plánun. Hún á auðvitað ekki að vera fótakefli fyrir framtíð. Marg- ir hverjir koma inn í fangelsin eftir að hafa verið langan tíma frá venjulegum störfum — námi eða vinnu. Það er raunalegt að vita til þess, að lítið betra taki við, eftir að menn komast undir „handa- jaðar“ ríkisvaldsins. Enda þótt sjá megi viðleitni til betri vega á undanförnum árum í þessu efni, þá er enn þörf fyrir að átak verði gert. Jóna Gróa Sigurðardóttir, for- maður Verndar. „Á Litla-Hrauni gista ólíkir menn með ólík viðhorf á ólíkum aldri og með ólíkan bakgrunn. í refsivörslukerfinu verður að vera fyrir hendi möguleiki á deildar- skiptingu. Það getur ekki verið réttlætanlegt að ægja saman betr- anlegum mönnum og óforbetran- legum, sálsjúkum mönnum og heilbrigðum. Það þarf ekki endi- lega að ráðast I fjárfrekar nýbygg- ingar til þess að leysa úr umrædd- um vandamálum. í landinu eru til ónýttar byggingar sem nota má til göfugra hluta“. Hrafn Pálsson, sérfræðingur í áfengisvarnarmálum, segir í ágætri grein í sama tölublaði: „Allflestir afbrotamenn á ís- landi eru úr hópi þess unga fólks, sem ánetjast hefur áfengi og öðr- um vímuefnum. Hér er oft um að ræða einstaklinga, sem átt hafa slaka bakhjarla í uppvextinum og því ekki verið örvað til jákvæðra dáða í námi og starfi. Það sannast á því, að þeir eiga ekki létt með að fóta sig í lífi og vinnu, enda reynsla takmörkuð og skólagang- an lítil. Það gefur auga leið að fólk í slíkum sporum á erfitt með að söðla um og hafa sig upp úr magnleysi og deyfð til að takast á, við lífið. Þessu til viðbótar reynist engin stofnun til í landinu, sem getur mætt þessum þörfum svo vel sé. Fangelsin eru gömul og úr- elt, svo hvorki fangar né starfs- menn hafa góða aðstöðu. Hér er sennilega ekki við neinn að sakast, enda mannlegt að ætla þeim vandamálin, sem sitja uppi með þau. Engu að síður verður þjóðin að mæta hverjum vanda þó hver hugsi sitt. Margt af því sem gert er ber vott um yfirklór, en í annan stað, er svo margt í gangi, að rugla má leitandi „sálir“ með of mörgum tilboðum um leiðir til hjálpar. Hrafn Púlsson, áfengisvarnarfull- trúi. Það myndi örugglega spara ríki og sveitarfélögum útgjöld, ef reynt yrði að samræma aðgerðir þeim til handa, sem hrasað hafa. í gamla daga var talað um betr- unarhús og manni fannst eins og þar hlyti fólk að vera betra en í sumum öðrum vistarverum. Ef til vill er það vegna betrunarinnar í nafninu að þetta virkaði svona já- kvætt, þó ekki væri öllum ljóst, hvað í því fólst, og sé það ekki enn. Auðvitað hafa stofnanir af þessari gerð lagað sig að þörfum og ástandi á hverjum stað og hverjum tíma og vonandi eru það orð I tíma töluð, að við mættum fara að hyggja að slíkri stofnun einmitt núna. Það var nú í sumar að hugrenn- ingar varðandi þetta mál tóku að gera vart við sig í kolli undirritaðs, þó um nokkurt skeið hafi verið nokkuð stöðugt hugboð á sama stað um þörfina fyrir betrunar- hús. Hús, sem tæki við fólki með lífsvanda. Þar yrði því kennd und- irstöðuatriðin í viðurkenndum leikvenjum samfélagsins og búið undir starf með námi. Ekki myndi það saka, að leiðbeinendur á staðnum væru svo færir, að þeim tækist einnig að kveikja von og trú á það góða í tilverunni svona í leiðinni. 'Framh. á bls. 2

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.