Alþýðublaðið - 31.10.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1986, Blaðsíða 2
Föstudagur 31. október 1986 'RITSTJQRNARGREIN' Breiðfylkingartal úr skotgröfum Nokkrir íorystumenn Alþýðubandalagsins, Paðerfrumskilyröi,aöAlþýöubandalagiötaki undir ieiðsögn Ölafs Ragnars Grímssonar, hafa undanfama daga boðað kenningu um breiðfylkingu Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista. ÓlafurRagnarhefurýtt málinu svo rösklega á flot, að hann hefur þegar rissað upp ráðherralista. SvavarGestsson hefur tekið undir þessar hugmyndir með semingi, en jafn- framt riotað hvert tækifæri til að hreyta stráks- legum ónotum (Alþýðuflokkinn, og þó einkum formann hans. Alþýðublaðið hefði þótt það beturvið hæfi, að I þessu sambandi hefði Ólafur Ragnar notað orðið samfylking, þegar hann sat í hugmynda- smiðju sinni og bruggaði ráð. En hér er hafinn námkvæmlegasami leikurinnogfyrirkosning- arnar 1978, þegar Alþýðuflokkurinn hafði mik- inn meðbyrog Alþýðubandalagið notaði tæki- færið og sigldi ( kjölfar hans. Cn það er mikill munur á Alþýðubandalaginu 1978 og nú. Upplausnin er slík innan flokksins að enginn veit lengur í hvaða átt byssunum skal miðað. Óvinir felast (hverju horni og f ram- undan er eitt mesta uppgjör f síðari tíma sögu flokksins. Á það mun reyna ( eitt skipti fyrir öll hvort verkalýðshreyfingin hefur einhver um- talsverð ítök í flokknum, eða hvort allt taliö um verkalýðsflokk og verkalýðsbaráttu er orðin tóm. ákvörðun um eigin framtíð í (slenskum stjórn- málum, áður en það blæs til samfylkingar með öðrum flokkum. Eins og nú standa sakir er Al- þýðubandalagið sundurtætt af innri átökum og erekki efnilegt til samstarfs. Hugleiðingarog staðhæfingarum illt ástand í Alþýðubandalaginu eru ekki runnar undan rifj- um vondra manna úti ( bæ. Hver Alþýðubanda- lagsmaðurinn á fætur öðrum hefur að undan- förnu vitnað um innanhússástandið, og hefur raunar ekki þurft til, því vandinn hefur verið borinn á torg. Pannig birtist fróðlegt viðtal við Einar Karl Haraldsson, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans og framkvæmdastjóra Alþýðubandalagsins, í Helgarpóstinum fyrir nokkru. Þar segir hann meðal annars orðrétt: „Hins vegar er það vandi Alþýðubandalagsins að flokknum hefur.ekki tekist að sýna fram á að deilunum innan hans sé lokið." Þetta segir Einar Karl í framhaldi af frægum orðum Ólafs Ragnars um kreppuna í Alþýðubandalaginu. Og Einar Karl segir jafnframt: „Ég held aðfólk finni, að því sé ekki treyst. Fólk er orðið þreytt áaðberjastviðpólitískalanghlaupara. íflokks- átökum gilda ákveðnar óskráðar reglur. Það eru ákveðin mörk, sem ekki mástígayfir, því þá erflokkurinn íhættu. Deilurnarí Alþýðubanda- laginu eru komnar langt yfir þessi hættumörk." Einar Karl gefur margar fleiri yfirlýsingar af þessu tagi. Það sem gefur viðtalinu við hann gildi umfram önnúr svipuð, er þekking hans á innviðum Alþýðubandalagsins og reiðilaus frá- sögn. Einar Kari er greinilega orðinn dauðupp- gefinn á slagsmálunum, og getur litið yfir víg- völlinn á hlutlægan hátt frá skrifstofu sinni í Stokkhólmi.Sjálfursegisthannmunusnúasér að einhverju öðru, ef ástandið í Alþýðubanda- laginu fari ekki að lagast. Með þessar staðreyndir í huga um Alþýðu- bandalagið virkar það eins og brostin rödd, þegar forystumenn flokksins hrópa á breið- fylkingu. Það bætir ekki úr skák þegar höfð er I huga framkoma margra forystumanna Al- þýðubandalagsins gagnvart verkalýðshreyf- ingunni og sú hugsun, að launþegar á íslandi eigi annað betra skilið en Alþýðubandalagið. Alþýðublaðið vill í mestu vinsemd benda þeim breiðfylkingarmönnum á að koma reiðu á vopnabúr sitt áður en þeir hvetja aðra til að ganga undir gunnfánum þeirra. Breiðfylkingar- talið er hljómlaust, enda verður varla sagt að mikil alvara liggi að baki, þegar leiðari Þjóðvilj- ans í gær hefurverið lesinn. Hann ereitt dæmi um þær tungur tvær, sem talað er með á þeim bæ; hrottaleg árás á Jón Sigurðsson, þjóð- hagsstjóra, fyrir það eitt að vera nefndur sem hugsanlegur frambjóðandi Alþýðuflokksins í Reykjavík. Alþýðublaðið vill hnykkja á eftirfarandi: Al- þýðuflokkurinn gengur einn og óbundinn til næstu Alþingiskosninga undir merkjum jafn- aðarmanna. Hann mun halda uppi sjálfstæðri baráttu fyrir hugssjónum sínum. Villuljós munu ekki hrekja hann af leið. Málefni Margir sýnilegir kostir eru við að hrinda þessari hugmynd í framkvæmd eins og t.d.: a. að skapa hinu unga fólki tæki- færi til að laga líf sitt og mögu- leika í framtíðinni, b. að flýta fyrir afplánun dóma og draga úr dreifingu hennar, c. að spara ríkissjóði að byggja betrunarhús, d. að staðurinn er vel í sveit settur til að hindra þangað vímu- efnaflutninga, e. að skapa atvinnu á staðnum og þjónustu og heilsugæslu í fjórðungnum, f. að skapa jafnvægi í byggð landsins. Þannig mætti lengi telja og endurraða eftir vild og áherslu- þunga. Með starfrækslu betrunar- stofnunar yrði að endurskoða refsilöggjöfina almennt en þó sér- staklega varðandi vímuefnaneyt- KRATI" SKRIFAR: Er beðið eftir að börnin brenni inni? f Alþýðublaðinu þriðjudaginn 28. okt. s.l. var frétt um gamla Vesturbæjarskólann, þar sem fullyrt er að þetta gamla hús sé augljós dauðagildra. Eru þau um- mæli höfð eftir Hugo Þórissyni, formanni Kennara- og foreldrafé- lags Vesturbæjar. í fyrradag fór fram brunaæfing í skólanum. Mun æfingin hafa gengið greið- lega, — nema hvað eitt barnið komst ekki út sökum ofsahræðslu sem greip það við æðibunugang- inn sem að sjálfsögðu fylgir svo snaggaralegum aðgerðum. endur. Það nær engu tali að loka inni óþroskuð ungmenni án þess að setja þeim eitthvert verðugt verkefni til að vinna að. Eftir af- eitrun myndi margur frekar taka dómi um að ljúka skyldunámi en að fara í tukthússvist. Ef hægt er að tala um jákvæða og uppbyggi- lega dóma, þá yrði nauðsynlegt að gera dómurum mögulegt að dæma brotafólk í betrun í stað refsingar. Það er því kominn tími til að stíga skref í nýtískulegri áttir í dómskerfinu, en til þess þurfa Er það mat slökkviliðsmanna að ef komi upp eldur í húsinu, muni það fuðra upp á 10—15 mín- útum. Það er því ekki aðeins kom- inn tími til að börnin f ái öruggara húsnæði, heldur afdráttarlaus krafa Vesturbæinga og reyndar Reykvíkinga allra. Þaðer hart að horfa annars vegar uppá dauða- gildru sem egnt er f yrir fjölda sak- lausra barna og hins vegar uppá steinsofandi ráðamenn borgar- innar ár ef tir ár, — eða öllu heldur áratug eftir áratug. Skólinn var dæmdur óhæfur fyrir 30 ármn. Þess má og geta að lög um þjónustu við skólabörn eru þver- brotin í Vesturbæjarskólanum. Hjúkrunarfræðingur kemst hvergi fyrir í skólanum sökum plássleysis. Þar er sem sagt ekki lögboðin heilsugæsla. Niður- greiddu mjólkinni er heldur ekki hægt að úthluta, þar sem hvergi er pláss til að koma fyrir kæliskáp- um. Börnin eru upp á annari hæð þessa eldfima húss, — og kennar- arnir á þeirri þriðju! Ábyrgð þeirra manna er mikil sem gera ekki eitthvað í slíku máli umsvifalaust. Allir þurfa að taka höndum saman um að leysa úr þessum voða strax. Hér er ekki á ferðinni sérpólitískt mál, heldur sampólitískt. Meðfylgjandi mynd, sem tekin var á brunaæfingunni í fyrradag er fengin að láni af forsíðu Tímans í gær. oddvitar í ríkisstjórn að koma sér saman um aðgerðir og vera ein- huga um þær. Á meðan við ausum gjöful úr sjóðum okkar til hjálparstarfs innanlands og utan er okkur ekki sæmandi að sinna ekki þessum olnbogabörnum í okkar eigin samfélagi. Okkur er líka hollt að hafa það í huga, að vímuefna- neyslan eykst sé ekki tekið á henni þar sem hennar gætir mest, enda' er það mjög fyrirbyggjandi að- gerð að hjálpa þeim hópi, sem hér hefur verið fjallað um, út úr þess- um ógöngum og gera hann að fyr- irmynd í líki regluseminnar og sanna þar með, að batnandi fólki sé best að lifa. íslendingar geta látið meira gott af sér leiða, þó ekki væri nema vegna þess möguleika, að þeirra bíði dómur hinum megin" Svo mörg voru þau orð. LEIICVIKA 11 L*»iklr 1. nóvembei 19P6 K 1 X 2 1 Astort Villn - teiccslcr 2 Chnrllon - Arsonal 3 Che|p"n - W.ttlnrd / 1 / - — 4 Livctpool • Norwich 5 Lulon-O.P.n. G Man. Unilnd - Covontty l 1 1 — — 7 Nowcnstlo - Oxford t 0 Nottm rorcst - Rhclf. Wod. 0 West Mam - Everton \ - — 10 Oltlhant - Porlsmoulh 11 Shotl. Unitcd - Sunriorland 12 W.B.A. - Ðirmlnnliam 1 — Getraunir Alþýðublaðið hefur enn forystu í keppninni við Helgarpóstinn. HP lék af sér eina ferðina enn og náði fimm réttum. Það gerði Alþýðu- blaðið reyndar líka. (en bara til að jafna leikinn. Þetta er jú leikur.) Af öðrum fjölmiðium í síðustu umferð er það að segja, að Ríkisútvarpið náði 6 réttum. Tilkynning frá framboðsnefnd fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík. Stjórn fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna I Reykjavfk hefur kosið nefnd til að undirbúa val frambjóðenda á lista Alþýðuflokksins í Reykjavlk. Hlutverk nefndarinnar er m.a.: Að leita eftir tillögum og ábendingum um frambjóö- endur I fjögur efstu sæti framboðslista Alþýðu- flokksins. Að gera tillögu til stjórnar fulltrúaráðsins um það, hvaða aðferð verði viðhöfð við endanlegt val fram- bjóðenda ( efstu sæti listans. Hér með lýsir nefndin eftir tillögum um skipan I efstu sæti á framboðslista Alþýðuflokksins við næstu al- þingiskosningar. Tillögunum skal komið áframfæri við formann nefndar- innar, Kristinn Grétarsson, Kambaseli 51 (s. 78077) eða framkvæmdastjóra Alþýðuflókksins, Jón Baldur Lorange, Alþýðuhúsinu, Hverfisgötu 8—10 (s. 29244) fyrir kl. 21:00 mánudag 3. nóv. n.k. f.h. framboðsnefndar fulltrúaráðsins Kristinn Grétarsson formaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.