Alþýðublaðið - 31.10.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1986, Blaðsíða 3
3 Föstudagur 31. október 1986 Skýrsla formanns framkvæmdastjórnar Alþýðuflokksins á flokksþingi Aldrei meiri umsvif í 70 ára sögu flokksins Fjármál Þó gjaldkeri geri að sjálfsögðu grein fyrir fjármálum flokksins þá ætla ég hér að fara um þau mál nokkrum orðum. í upphafi kjör- tímabilsins voru ýmsar blikur á lofti í fjármálum flokksins og þó einkum hjá þeim fyrirtækjum sem flokkurinn á. Menn minnast þess, að á síðasta flokksþingi var mikil umræða um fjárhagsstöðu Alþýðu- blaðsins og höfðu 120 flokksmenn orðið að skrifa upp á skuldabréf til að bjarga blaðinu, flokknum og forystu hans. Önnur fyrirtæki flokksins stóðu á brauðfótum eink- um þó Alþýðuprentsmiðjan og Al- prent. Mikill tími fór í að ræða þessi .nál, en stjórnin samþykkti á sínum fyrsta fundi, að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll, hvort hægt væri að reka fyrirtæki flokksins hallalaust. Það er óþolandi með öllu fyrir sómakæran stjórnmálaflokk að standa í glórulausum taprekstri. Ennþá alvarlegra fyrir stjórnmála- flokk er þó, þegar forystumenn hans eru .daglegir gestir á síðum Lögbirtingarblaðsins vegna óreiðu- skulda flokksins eða fyrirtækja hans. Nú hefur framkvæmda- stjórnin bannað öllum forystu- mönnum Alþýðuflokksins að taka á sig persónulegar skuldbindingar fyrir flokkinn. Nokkrir valinkunnir flokks- menn, þeir Geir A. Gunnlaugsson, Árni Gunnarsson, Eyjólfur K. Sig- urjónsson, Ásgeir Jóhannesson og Sighvatur Björgvinsson höfðu áður íslenskir ungtemplarar: Gegn Bakkusi og Botha 28. ársþing íslenskra ungtempl- ara var haldið um síðustu mánaða- mót. Þingið sendi frá sér tvær ályktanir. Þingið hvatti til þess að tekið verði fyrir öll viðskipti við Suður- Afríku vegna kúgunarstefnu minnihlutastjórnar hvítra þar í landi. Þingið mótmælti einnig út- sölum á áfengi og auglýsingum rík- isfjölmiðlanna á þeim. „Á sama tíma og rætt er um að draga eigi úr áfengis neyslu er efnt til útsölu og aukinnar neyslu. Tímabært er að hið opinbera geri upp við sig í hvorn fótinn það ætli að stíga i þessu máli“. Söluskattur 1 ársins eru því enn óinnheimtar svo og söluskattur á tímabili greiðslu- stöðvunarinnar. Undir venjulegum kringumstæðum lætur tollstjóri loka fyrirtækjum sem ítrekað standa ekki í skilum. Virðist því m.a. að brugðið hafi verið út af þeirri reglu í þessu dæmi. „Toll- stjóri hefur sinn svarta lista og lok- ar fyrirtækjum. — Það er hans eina vopn“, sagði ónafngreindur embættismaður í samtali við blað- ið. Tollstjóraembættið hefur nú far- ið fram á, að Veitingahúsið Naust verði tekið til gjaldþrotaskipta. Málið hefur ekki enn verið tekið upp hjá borgarfógeta. Er óvíst hvort hægt verði að taka ákvörðun mjög fljótlega, því áður þarf að hafa farið fram árangurslaust lög- tak eða fjárnám. Samkvæmt heim- ildum blaðsins stefnir í að ríkis- sjóður nái aðeins inn óverulegum hluta vangreidds söluskatts, ef til skipta kemur. Alþýðublaðið veit fjölda annarra dæma um fyrirtæki sem ekki hafa staðið í skilum með söluskatt að undanförnu. verið fengnir til að fara ofan í rekst- ur fyrirtækja flokksins og leggja tillögúr fyrir framkvæmdastjórn. Stjórnin vill hér og nú færa þeim fé- lögum bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Til að reka stjórnmálaflokk þarf mikið fjármagn og þvr er nauðsyn- legt að nýta allar fjáröflunarleiðir sem til eru. Nú í tvö ár hefur flokk- urinn stöðugt verið með happdrætti í gangi, sem gefið hafa miklar tekj- ur. Aðrar tekjur sem flokkurinn hef- ur fengið, en þær eru verulegar, hafa verið notaðar í rekstur og til að vekja athygli á flokknum. Það er á engan hallað, þegar fullyrt er, að tveimur mönnum, öðrum fremur er það að þakka hve tekjuöflun hefur gengið vel, en það eru þeir Jón Baldvin, formaður flokksins, og Ámundi Ámundason. Þeir hafa verið óhemju duglegir við fjáröflun og færi ég þeim bestu þakkir. Það er óhætt að fullyrða, að Al- þýðuflokkurinn hefur aldrei í sjötíu ára sögu sinni haft eins mikil um- svif eins og hann hefur haft á síð- ustu tveimur árum. Aukaflokksþing Siðasta flokksþing samþykkti að afgreiða ekki breytingar þær er lágu fyrir á stefnuskrá flokksins, heldur átti að boða til aukaþings árið 1985 til að endurskoða stefnuskrána. Á flokksstjórnarfundi2. febrúar 1985 voru eftirtaldir kosnir í nefnd til að vinna frekar úr fyrirliggjandi drög- um milliþinganefndar og leita eftir tillögum frá flokksfélögunum. Hörður Sóphaníasson formaður, Eiður Guðnason, Jóna Ósk Guð- jónsdóttir, Tryggvi Jónsson Mér er ekki kunnugt um störf þessarar nefndar en fyrirliggjandi gögnum var komið til flokksfélag- anna. Þegar líða tók á árið 1985 og engin athugasemd hafði komið frá flokksfélögunum um stefnuskrár- drögin, þótti sýnt, að engin ástæða var að halda aukaflokksþing þá um haustið. Stjórnin ákvað þá, að fresta þinghaldi fram í mars og reyna að tengja það 70 ára afmæli flokksins 16. mars 1986. í upphafi þessa árs tók flokks- stjórn þá ákvörðun að fresta þingi um stefnuskrána, þar sem engin álitsgerð var komin frá stefnuskrár- nefnd og ekkert væntanlegt. Allt þetta mál, hefur sýnt undirrituðum það, að í framtíðinni beri að varast þá málsmeðferð á flokksþingum, að afgreiða mál með því að boða til aukaflokksþings. 70 ára afmæli flokksins Alþýðuflokkurinn varð sjötugur þann 16. mars s.l. og í tilefni þess ákvað framkvæmdastjórn að minnast þess sérstaklega með veg- legum hætti. Skipuð var hátíðar- nefnd, sem skipuleggja átti hátíð- ina. Gunnar Eyjólfsson og Elín Harðardóttir tóku strax til starfa en fulltrúi frá Sambandi Alþýðu- flokkskvenna tók aldrei sæti í nefndinni. Fjölmargar hugmyndir komu fram um dagskrá hátíðarinnar, bæði hvað snerti skemmtiatriði, ræður og heiðursgesti. Eins var ákveðið að láta gera myndband um sögu flokksins, þar sem talað væri við gamla flokksmenn og sýndar gamlar myndir sem í næðist. Ann- ars er algjör óþarfi að lýsa þessu myndbandi hér, því væntanlega hafa allir hér inni séð myndbandið. Ef ekki, þá geta menn fengið keypt eintak hér á þinginu. Bryndís Schram og Helgi Skúli Kjartansson eru höfundar myndarinnar, og vil ég hér og nú færa þeim báðum bestu þakkir framkvæmdastjórnar fyrir vel unnið verk. Geysimikil vinna var við undir- búning afmælishátíðarinnar og þar mæddi mest á Elínu Harðardóttur. Elín stóð sig með mikilli prýði og henni er það öðrum fremur að þakka, hversu vel þessi hátíð fór fram. Framkvæmdastjórnin færir Elínu og öllum þeim er unnu við af- mælishátíðina sínar bestu þakkir. Síðari hiuti Sveitarstjórnar- kosningarnar 31. maí s.l. Undirbúningur kosninganna var oft til umræðu í framkvæmda- stjórninni. Strax í fyrra haust sendi formaður flokksins flokksfélögum um land allt umburðarbréf, þar sem hann bendir á ýmis mál sem hljóti að verða ofarlega á baugi í kosn- ingabaráttunni. Á einum stað í bréfinu segir Jón Baldvin m.a. „Við tökum völdin jafnt í sveitarstjórn- um sem í landsstjórninni á næstu misserum, ef vel er að verki staðið“ Þar reyndist formaðurinn sann- spár, því Alþýðuflokkurinn varð ótvíræður sigurvegari kosning- anna, og er nú kominn í meirihluta aðstöðu í sveitarfélögum vítt um landið. Þáttur skrifstofunnar var fyrst og fremst fólginn í því, að senda gögn og upplýsingar til flokks- manna út um allt land, og hafa um- sjón með utankjörstaða atkvæða- greiðslu. Staðbundin mál eru jafn- an ofarlega í hugum fóiks í sveitar- stjórnarkosningum. og þess vegna er erfitt að setja fram heildar stefnuskrá fyrir stjórnmálaflokk í sveitarstjórnarmálum. Þó skipu- lagði framkvæmdastjórn funda- seríu um kaup/leigu-íbúðir, og gerði þannig húsnæðismálin að sameiginlegu baráttumáli flokksins um allt land í kosningunum. Rás—A FM 103 í byrjun apríl s.I. samþykkti framkvæmdastjórnin að setja á stofn útvarpsstöð vegna sveitar- stjórnarkosninganna. Örn Karls- son var prímus mótor í þessu máli fyrst í stað, en síðar voru þeir Birgir Dýrfjörð og Bjarni Pálsson ráðnir umsjónarmenn stöðvarinnar. Þessi nýjung í flokksstarfinu vakti mikla athygli, og ég er ekki í nokkrum vafa um, að Rás—A varð flokknum að liði hér á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst sjálfsagt, að hugsa frek- ar um þennan þátt fyrir þingkosn- ingarnar næsta vor. Erlend samskipti Á hverju ári kemur mikill fjöldi bréfa og ýmissa gagna frá bræðra- flokkum Alþýðuflokksins alls stað- ar að úr heiminum. Einnig koma boð um að senda fulltrúa á flokks- þing og ráðstefnur víða um heim- inn. Hér er rétt og skylt að nefna ferð Jóns Baldvins til Líma í Perú s.l. sumar, þar sem hann sat aðal- fund Alþjóðasambands jafnaðar- manna. Á þessum aðalfundi, var samþykkt stefnuyfirlýsing Al- þjóðasambandsins og mun vonandi verða gefin út fljótlega hér á landi. Einnig er rétt að geta um samantekt Helga Skúla Kjartanssonar á þátt- um úr 70 ára sögu Alþýðuflokksins, sem flutt var á Arbeterkongressen, sem haldinn var í Gautaborg í sept. s.l. Þessi þáttur flokksstarfsins er vissulega mikilvægur og full ást- æða til að halda góðu sambandi við skoðanabræður hvar sem er. Árni Gunnarsson hefur verið einskonar „utanríkisráðherra“ framkvæmda- stjórnarinnar, því hann hefur séð um að svara þeim bréfum og erind- um sem borist hafa, auk þess sem hann hefur reynt að fá flokksfólk til að sækja þá fundi og ráðstefnur, sem talin var þörf á að sækja. Auðvitað er alltaf matsatriði hve miklum fjármunum flokkurinn á að verja til þessa þáttar en auðvelt væri að koma þar fyrir stórum fjár- hæðum. Ýmsir forystumenn flokksins hafa sótt fundi erlendis á þessum tveimur árum og tel ég næsta víst, að allir hafi staðið sig með sóma, þó þær ferðasögur séu ekki til á prenti. Lokaorð Þessi skýrsla er nú orðin nokkuð lengri en ég ætlaði, en mér finnst nauðsynlegt, að flokksþingsfulltrú- ar fái yfirlit yfir störf fram- kvæmdastjórnar á þessum tveimur árum sem hún hefur setið. Vissu- lega er margt ósagt, og sjálfsagt margt sem ástæða væri til að fjalla betur um en hér er gert, en undirrit- aður ber einn ábyrgð á því. Þessi framkvæmdastjórn hefur margt vel gert og hún hefur þurft að taka á fjölmörgum „heitum“ mál- um. Vafalaust finnst sumum að öðruvísi og meira hefði þurft að gera, en það verður bara að hafa það. Hvaða skoðun sem menn hafa á störfum þessarar stjórnar, þá er eitt alveg víst, að hún skilar af sér góðu búi, bæði fjárhagslega og ekki síst flokkslega. Alþýðuflokk- urinn er nú næst stærsti flokkur þjóðarinnar, og gengur heill og sterkur til þessa flokksþings. Ósk mín er sú, að þetta þing staðfesti styrk flokksins í hugum allra. Ég vil hér og nú þakka öllum meðstjórnendum mínum gott sam- starf, og óska næstu stjórn velfarn- aðar, en minni um leið á, að það er mikil vinna framundan og þess vegna mjög mikilvægt, að þeir sem taka við hafi nægan tima og góðan vilja til að vinna saman af fullum heilindum. Það er aðalatriðið. Guðmundur Oddsson. Breiðafjarðarferja Útboð á tækjum og búnaði Bygginganefnd Breiðafjarðarferju hefur falið Skipa- tækni hf. að annast útboð á tækjum og búnaði fyrir Breiðafjaröarferju, sem ráðgert er að hefja smíði á á næsta ári. Óskað er eftir tilboðum I eftirtalinn búnað: — Tvær aðalvélar ásamt skrúfubúnaði, ásrafölum og tilheyrandi búnaði. — Eina hjálparvélasamstæðu. — Eina bógskrúfu. — Tvö stýri ásamt tilheyrandi búnaði. — Einn afgasketil. — Tvær akkerisvindur og tvær hjálparvindur. — Einn þilfarskrana. — Fjarskipta- og siglingatæki. Gerðar hafa verið útboðslýsingar af þeim búnaði, sem aðofan greinirog fást þærafhendarhjáSkipatækni hf., Grensásvegi 13,108 Reykjavfk, 3. hæð á milli kl. 9.00 og 17.00. Fresturtil að skilatilboðum í aðalvél, skrúfubún- að og ásrafala er settur til 28. nóvember, en til 25. nóvember að því er varðar annan búnað. Skipatækni hf. Ríkisendurskoðun sem samkvæmt lögum nr. 12/1986 starfar á vegum Alþingis frá 1. janú- ar 1987, óskar að ráða til starfa: Endurskoðendur Viðskiptafræðinga Hagfræðing Lögfræðing Fulltrua Annað skrifstofufóik. Umsóknir um störfin ásamt upplýs- ingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar Ríkisendur- skoðun, Laugavegi 105,105 Reykja- vík, fyrir 1. desember 1986.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.