Alþýðublaðið - 31.10.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1986, Blaðsíða 4
Föstudagur 31. október 1986 Albýðublaðið, Armúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenm Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent lif., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Það hefur ríkt styrjaldarástand í El Salvador i sex ár. Herinn heldur uppi stríðsaðgerðum á hendur íbú- um landsins og það er hinn almenni borgari sem verður fyrir mestum skakkaföllum af völdum stríðsins. Nú hafa bæst við nýjar hörmungar af völdum jarðskjáiftanna og neyð- arhjálpin sem berst erlendis f rá skil- ar sér ekki til þeirra sem hún er ætl- uð. Herinn í El Salvador er þekktur að harðneskjulegum aðgerðum. Morð, mannrán og pyntingar eru daglegt brauð. Reiknað er með að 61.000 manns hafi látist vegna styrj- aldaraðgerða. Samt er það ekki það versta. Það versta er að íbúar lands- ins eru orðnir útpíndir og merg- sognir vegna langvarandi ófriðar- ástands. Neyðin er orðin svo yfir- þyrmandi að hjálp verður að berast þegar í stað, að sögn Fransiscu Romero, sem er hjúkrunarkona í EL Á meðan bœjarbúar íSan Salvador grafa i húsarústum eftirfólki sem kynni að vera á lífi, standa alvopnaðir her- menn hjá og hafast ekki að. Alþjóðlegar hjálparstofnanir telja að milli 5000 og 6000 manns hafi týnt lífi íjarð- skjálftunum. SALVADOR San Salvador og þekkir því vel til heilsufarsástands og kjara almenn-. ings. Deyja úr sulti — Fátæktin er að gera útaf við okkur — segir Fransisca Romero. Daglega deyja börn úr hungri og ennþá fleiri deyja vegna þess að þau eru vannærð og hafa ekki mót- stöðuafl gegn sjúkdómum. Mörg börn eiga hvorki föt né skó og þau eru auðveld bráð fyrir hvers konar smitsjúkdóma. Það eru ekki aðeins börnin sem svelta. Margir eiga ekki málungi matar og úti á landi eru margir sem lifa á rótum og jurtablöðum. Ann- að er ekki að hafa. Atvinnuleysi er um 60% og þess vegna reyna margir að framfleyta sér með því að selja varning á göt- unum, jafnvel þeir sem eru starfs- menntaðir. Heilsufarsástand er að sjálfsögðu mjög bágborið. Heil- brigðiskerfið er aðeins fyrir þá sem hafa vinnu. Atvinnuleysingjar og fjölskyldur þeirra eru algerlega ut- an við hið félagslega og efnahags- lega kerfi og það eru raunar ekki nema um 10% þjóðarinfiar sem hafa tryggingu fyrir læknishjálp. Skólum lokað Auk líkamlegra þjáninga og fé- lagslegrar niðurlægingar hefur rétt- urinn til menntunar einnig verið tekinn frá fólkinu. Háskólinn í San Salvador var opnaður af tur fyrir ári síðan og þar er aðeins tekið við fá- um nemendum. Skólakerfið er svo til alveg í mol- um. Stjórnin hefur látið loka 1.500 skólum í sveitaþorpum og einnig hefur hún látið loka eina hjúkrun- arskólanum í landinu og breytt honum í herspítala. Engar viðræður Fátt eitt bendir til að breytingar til batnaðar séu í nánd. Fyrir nokkrum mánuðum leit út fyrir að aftur yrðu teknar upp viðræður milli frelsishreyfingarinnar, FMLN, og stjórnarinnar, en ekkert varð af þeim viðræðum. Andstæð- ingar forsetans, Jose Napoleon Duarte, segja að beiðni hans um viðræður hafi aðeins verið her- bragð hans til að styrkja ímynd sína sem friðelskandi forseta og liður í áróðursherferð hans um meintar úrbætur í mannréttindamálum í El Salvador. Molar Lögfræðiráðgjöf FIB Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur til skamms tíma rekið sér- staka lögfræðiráðgjöf, félags- mönnum að kostnaðarlausu. Það fer ekki hjá því að í jafn al- gengum viðskiptum og bifreiða- viðskiptum komi upp alls konar lögfræðileg vandamál. Reynslan hefur sýnt, að þar eru aðallega tveir málaflokkar, sem skera sig úr. Annarsvegar kvartanir vegna galla í notuðum bifreiðum og hins vegar ágreiningur við vátrygg- ingafélög vegna sakarskiptingar í árekstursmálum. Lögfræðiþjón- usta FÍB er aðallega fólgin í munnlegum ráðleggingum, og eftir atvikum skriflegum til fé- lagsmanna varðandi réttarstöðu þeirra. Hins vegar koma fjöl- margir aðrir málaflokkar einnig til kasta félagsins á ári hverju, en vandamál í viðskiptum við aðra bifreiðaeigendur svo og við vá- tryggingafélög, verkstæði og op- inbera aðila eru yfirgnæfandi. Þjónusta þessi er félagsmönn- um að kostnaðarlausu og er persónulega veitt hverjum félags- manni sem þess óskar á mánudög- um og fimmtudögum á skrifstofu FÍB í Reykjavík og á miðvikudög- um á Akureyri. Hægt er að ná sambandi við lögfræðingana með því að hringja, koma á staðinn eða skrifa sendibréf. Elín Ósk Á föstudagskvöldið syngur Elín Ósk Óskarsdóttir hlutverk Toscu í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu. Þær Elísabet F. Eiríksdóttir munu síð- an skiptast á að syngja hlutverkið, þegar sýningar hefjast að nýju s.hl. nóvember. Söngkonan Floria Tosca er að- alpersónan í óperunni og þetta hlutverk hefur verið mörgum sópransöngkonum eitt af óska- Sú áróðursherferð hefur þegar skilað nokkrum árangri í fjölmiðl- um. Þó nokkrar sjónvarpsstöðvar, þ. á m. danska sjónvarpið hafi birt fréttir af umbótum í mannréttinda- málum í El Salvador, þótt ekkert hafi breyst og herinn haldi öllu í járngreipum á sama hátt og fyrir 4—5 árum. Duarte forseti leitar eftir auknum fjárstuðningi frá Bandaríkjunum til að geta staðið straum af kostnaði við herinn og í þinginu var nýlega til umræðu stríðsskattur, lagður á í sama tilgangi, svo að ekki virðist neitt vopnahlé vera í nánd. Fjöldaaftökur Þeir peningar sem þannig safnast til hermála munu aðeins auka á þjáningar fólksins í landinu. Þeir verða m.a. notaðir til að fremja fjöldaaftökur í hverju þorpinu á fætur öðru, eins og oft hefur borið við á undanförnum árum. Heilum þorpum er eytt með loftárásum og innrás fótgönguliða í kjölfarið, sem sýna oft ótrúlega grimmd, höggva t.d. höfuðin af börnum sem verða á vegi þeirra. Gegn slíkum aðgerðum á FLMN engin svör. Þeir geta ekki verndað hlutverkunum, enda býður það jafnt upp á mikinn söng og mik- inn leik. Af frægum söngkonum í hlutverki Toscu má nefna Renate Tebaldi, Mariu Callas, Mariu Jeritza, Ljubu Welitsch, Birgit Nilson og fyrstu Toscuna, Hariclea Darclée. Tosca er fyrsta óperuhlutverk Elínar Óskar. Hún hóf nám í Söngskólanum haustið 1979 og var Þuríður Pálsdóttir kennari hennar þar. Hún lauk ein- söngvaraprófi 1984 og hélt þá til framhaldsnáms hjá Pier Miranda Ferraro í Mílanó. Fyrir nokkrum árum hlaut hún önnur verðlaun í keppni ungra einsöngvara í sjón- varpinu og hélt sína fyrstu ein- söngstónleika í Gamla bíói á liðnu hausti. Hún söng í G-dúr messu Schuberts í Mílanó og víðar á ítalíu, auk þess að taka þátt í tón- leikahaldi þar. En frumraun Elín- ar Óskar á óperusviðinu verður í Þjóðleikhúsinu á föstudagskvöld. þorpin, allra síst gegn loftárásum og þeir hafa viðurkennt að þeir geti ekki unnið vopnaðan sigur í barátt- unni. Þeir vilja semja, en ekki um algera uppgjöf. Stjórnin hefur hins vegar ekki gefið upp alla von um að vinna hernaðarlegan sigur og leitar þess vegna eftir stuðningi Bandaríkja- manna til að kveða niður skæru- hernað „vinstrisinnaðra byltingar- manna", eins og þeir kallast vana- lega í f jölmiðlum. En enginn virðist gera sér það ljóst að stríðið bitnar fyrst og fremst á börnum og varnar- lausu fólki, sem annaðhvort fellur fyrir byssukúlum eða verður hungr- inu að bráð. Jarðskjáiftar Eftir jarðskjálftana í El Salva- dor, sem stóðu yfir óslitið í heila viku, er ástandið vægast sagt hörmulegt. Höfuðborgin, San Salvador, er sögð enn verr útleikin en Mexico City í fyrra. Það hafa komið a.m.k. 1000 skjálftar og af þeim 10 mjög kröftugir. Algen ringulreið varð í borginni og yfir- völd höfðu enga stjórn á'hlutunum. Sprengjum varpað Skæruliðar hafa lýst yfir vopna- hléi vegna jarðskjálftanna, en yfir- völd halda styrjöldinni áfram. Flugherinn varpaði sprengjum á þremur stöðum í landinu, aðeins fá- um dögum eftir að jarðskjálfta- hrinan var gengin yfir. I höfuðborg- inni eru hermenn með alvæpni, sem einungis er ætlað að standa vörð, en hreyfa ekki hönd til hjálpar þeim sem reyna í örvæntingu að ná þeim sem enn eru á lífi út úr rústunum. Sagt er að einn verkalýðsforingi hafi verið skotinn til bana úti á götu, sakaður um gripdeildir. Erki- biskupinn, Rivera Y Damas, hefur beðið ríkisstjórnina að virða vopnahlé skæruliða, en Duarte for- seti svaraði því til að stríðið yrði að hafa sinn gang. Hver flugvélafarmurinn eftir annan af hjálpargögnum, berst til herflugvallarins Ilopangi, en nú þegar hafa margar kvartanir borist um að herinn leggi hald á vörurnar til eigin þarfa. Þeir nota tækifærið til að birgja sig upp af tjöldum, lyfj- um og matvöru. Lyfjabirgðir hafa borist til hersjúkrahússins, en ekki til almennra sjúkrahúsa. Forsetinn segir að á sjúkrahúsin vanti nauð- ^synleg gögn vegna náttúruhamfar- anna, en það sanna er að sjúkrahús- in hefur vantað allt til alls í langan tíma. Sendingar með hjálpargögnum erlendis frá hafa sést í og við stöðv- ar hersins, en erfitt er að hafa eftir- lit með sendingum vegna þess að flugvöllurinn er stranglega vaktað hersvæði. Duarte forseti hefur gefið þau fyrirmæli að hjálpargögn erlendis frá skuli afhenda aðiljum atvinnu- lífsins, sem „hafi mesta reynslu af dreifingu". Nú þegar hafa borist all- margar tilkynningar um að erlend hjálpargögn séu seld fullu verði. Hvert sem vörurnar lenda, þá er það a.m.k. staðreynd að heil bæjar- hverfi í San Salvador, sem urðu mjög illa úti í jarðskjálftunum, hafa enga aðstoð fengið, hvorki vörur né björgunarfólk. Það var fyrst fjórum dögum eftir að ósköp- in byrjuðu, sem það uppgötvaðist að 200 fjölskyldur lágu grafnar í einu af fátækrahverfunum. Stór hluti bæjarins er án vatns og raf- magns og mikill matarskortur. Það er ekki gott að segja hver verða langtímaáhrif þeirra hörm- unga sem nú hafa bæst við það slæma ástand sem fyrir var. Mönn- um er enn í fersku minni jarð- skjálfti í höfuðborg annars Mið- Ameríkuríkis, Managua, en eitt af því sem stuðlaði að byltingunni í Nicaragua var einmitt það hvernig Somoza misnotaði hjálpargögn sem bárust erlendis frá. Haft er eft- ir stjórnarandstæðingum í El Salva- dor að jarðskjálftarnir verði til þess að enn fjölgar í röðum hinna blá- snauðu, efnahagsstaða landsins versnar og óánægjan sem kraumar undir niðri kunni að brjótast út fyrr en varir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.