Alþýðublaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 1
alþýóu-
blaðið t
Fimmtudagur 6. nóvember 1986
Tannlœknakostnaður:
11 milljónir
á tannlækni
Ætla má að heildartannlækna-
kostnaður á árinu 1985, hafi numið
2,5 milljörðum króna, eða að með-
altali 11 milljónum á hvern tann-
lækni. Starfandi tannlæknar eru
um 220. Miðað við heildarútgjöld
almannatrygginga vegna tann-
læknakostnaðar eru greiðslur að
meðaltali 1,7 milljón króna á hvern
tannlækni. Talið er að tannlækna-
verk, sem greitt er fyrir í gegnum
tryggingakerfið, sé 10—15% allra
tannlæknaverka. Miðað við þessa
forsendu, fæst því áðurnefnd heild-
arsumma, 2,5 milljarðar, fyrir tann-
læknakostnað í landinu á síðasta
ári. Samkvæmt því sem tannlæknar
hafa m.a. sjálfir áætiað er rekstrar-
kostnaður á tannlæknastofu á nú-
gildandi verðlagi, 3 milljónir króna
á ári. — Þetta kemur m.a. fram í
greinargerð með þingsályktunartil-
lögu sem Jóhanna Sigurðardóttir
flutti ásamt þremur öðrum þing-
mönnum Alþýðuflokksins á Al-
þingi.
Tillagan felur í sér að ríkisstjórn-
in leggi fyrir næsta löggjafarþing
tillögu að endurskipuiagningu
tannlæknaþjónustu, ásamt kostn-
aðaráætlun þar sem eftirfarandi
verði lagt til grundvallar:
1. Komið verði á tannlæknaþjón-
Framh. á bls. 2
Jón Baldvin:
Rétt ákvörðun
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, hafði
þetta að segja um ákvörðun Stefáns
Benediktssonar um að gefa ekki
kost á sér til framboðs fyrir Alþýðu-
flokkinn.
„ÞAÐ ER EKKI á mínu valdi að
kveða upp úrskurð um sekt eða
sýknu varðandi sakargiftir Sjón-
varps 2 á hendur Stefáni Benedikts-
syni. Það er annarra, enda er mér
með öllu ókunnugt um fjármál
Bandalags jafnaðarmanna".
Jón Baldvin sagði jafnframt:
„Málsatvik koma Alþýðuflokkn-
um ekki við. Sakargiftir varða þann
tíma, 1984—5, þegar Bandalag
jafnaðarmanna var starfandi
stjórnmálahreyfing. Þetta mál
verður því ekki með réttu notað Al-
þýðuflokknum til ófrægingar."
Þá sagði Jón Baldvin: „Þegar
stjórnmálamaður er borinn svo
þungum sökum, er það eðli málsins
samkvæmt, burtséð frá sekt eða
sýknu, að traust hans býður hnekki.
Þess vegna var það rétt ákvörðun
hjá Stefáni Benediktssyni, að gefa
ekki kost á sér til framboðs á vegum
Alþýðuflokksins, meðan þetta mál
er til lykta leitt. Þar með hefur hann
brugðist við á réttan hátt, að láta
ekki aðila sem hér bera enga sök,
gjalda málsins að ósekju.
— Sjá lcióara —
Söluskattsmál inn á Alþingi
Skrif Aiþýóublaðsins um gjald-
fresti fjármálaráðuneytisins á sölu-
skattsgreiðslum og heimild ráð-
herra til að greiða gjaldfallinn sölu-
skatt með skuldabréfi, hafa vakið
mikla athygli. Þá hefur blaðið einn-
ig bent á misnotkun tollaivilnana,
en nú er rekið fyrir bæjarþingi
Kópavogs kærumál vegnaslíkrar
misnotkunar.
í Alþýðublaðinu hefur komið
fram, að fjármálaráðuneytið hefur
raunverulega tekið fram fyrir hend-
urnar á tollstjóraembættinu í
Reykjavík og komið í veg fyrir að
eðlilegum innheimtuaðgerðum yrði
komið við.
Ýmsir hafa ekki áttað sig á því
hve alvarleg mál eru hér á ferðinni,
en nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir
borið fram fyrirspurn á Alþingi
vegna máls þessa og von er á fleir-
um. Er ekki vafi á því að margt at-
hyglisvert mun þar koma í ljós:
Jóhanna óskar að ráðherra svari
því, hvað ríkissjóður hefur afskrif-
að miklar fjárhæðir af söluskatti,
sem ekki hefur tekist að innheimta
Á fundi miðstjórnar ASI. 29.
október s.l. var eftirfarandi ályktun
samþykkt einróma:
„Með vísan til niðurstaðna
launakönnunar Kjararannsóknar-
nefndar samþykkir miðstjórn ASÍ,
að í komandi kjarasamningúm
verði lögð megináhersla á að leið-
rétta það mikla launamisrétti sem
nú ríkir milli karla og kvenna.
á árunum 1983, 1984, 1985 og
fyrstu 9 mánuði ársins 1986. Jó-
hanna óskar einnig eftir að fá svar
við hvernig upphæðirnar skiptast
eftir skattaumdæmum.
I því sambandi leggur miðstjórn
áherslu á að vægi bónuss í launum
minnki og að tímakaup hækki.
Bónusinn hefur á undanförnum ár-
um haldið almennum launatöxtum
fyrir neðan allt velsæmi, þannig að
þeir sem ekki eiga þess kost að auka
tekjur sínar með bónusvinnu sitja
eftir. Þá leggur miðstjórn einnig
áherslu á að það mikla misrétti sem
ríkir milli landshluta verði leiðrétt.
Ályktun miðstjórnar ASÍ.:
Leiðrétta verður launamis-
rétti milli karla og kvenna
Karvel Pálmason og fleiri alþingismenn:
Aflakvótinn vágestur í
íslensku atvinnulífi
Tillaga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða
Karvel Pálmason, Ólafur Þ.
Þórðarson, Jón Baldvin Hanni-
balsson og Hjörleifur Guttormsson
hafa lagt fram á Alþingi frumvarp
til laga um breytingu á lögum um
stjórn fiskveiða.
Er þar lagt til að við úthlutun á
aflamarki og sóknarmarki til ein-
stakra skipa beri ráðherra að taka
sérstakt tillit til þess ef skip er gert
út i byggðarlagi þar sem að minnsta
kosti 35% vinnuafls starfar við
fiskveiðar og fiskvinnslu og skal
aflamark og sóknarmark þeirra
skipa, verði eftir því leitað, aukið
um a.m.k. 25% frá því sem það
hefði ella orðið eftir almennri út-
hlutunarreglu.
I greinargerð með frumvarpinu
segir svo:
Engum, sem til þekkir, þarf að
koma á óvart hve þungum búsifjum
kvótinn svokallaði hefur valdið í
velflestum sjávarplássum þar sem
flestir íbúar byggja afkomu sína á
fiskveiðum og fiskvinnslu. Ótal
dæmi eru þess að bátar geta ein-
vörðungu stundað veiðar 3—4
mánuði úr árinu.
Þetta frv. er flutt með það í huga
að lina á þeirri miðstýringu sem rík-
ir við stjórn fiskveiða. Breyting í átt
til þess, sem hér er lagt til, hefði í för
með sér að þau sjávarpláss, sem
nær einvörðungu byggja afkomu
sína á fiskveiðum og fiskvinnslu,
nytu einhvers forgangs við kvóta-
skiptingu umfram aðra og að veiðar
með línu og handfærum yrðu utan
kvótaskiptingar sem stjórnað er frá
skrifborði úr Reykjavík.
Efnislega líkar tillögur voru
fluttar af flm. þessa frv. og fleirum
við meðferð kvótamálsins á Alþingi
haustið 1984. Þessar tillögur voru
þá felldar. Vonandi hefur síðan
fjarað undan þeim kvótamönnum,
enda Ijóst að helfjötrar kvótastefn-
unnar hafa lamað atvinnulíf víða á
landsbyggðinni og heft sjálfsbjarg-
arviðleitni manna.
Frv. þetta er flutt í von um að
augu fleiri þingdeildarmanna hafi
opnast og að þeir sjái nú betur hví-
líkur vágestur kvótinn er í íslensku
atvinnulífi.
r
Málefni fanga á Islandi:
Séra Árelíus Níelsson fjallar um líknarmál á íslandi — horf ir til baka og fram á veg
Athvarf fyrir allslausa
Félagasamtökin Vernd, fanga-
hjálpin, hafa á undanförnum ár-
um unnið geysigott starf til að-
stoðar föngum sem samfélagið
„kann ekki að umgangast" eftir
að þeir koma út úr fangelsi eftir
úttekt. Aðeins það að slík samtök
skuli vera til í landinu og hafi auga
með málefnum fanga eftir bestu
getu, hlýtur að létta andlegar
þjáningar þeirra sem verða að
sitja af sér mistök sín og yfirsjón-
ir, um lengri eða skemmri tíma, i
íslenskum fangelsum.
En þótt eitthvað hafi áunnist í
baráttunni gegn aldagömlum for-
dómum og vanþekkingu, þá
breytir það ekki því, að grein Árel-
íusar sem birtist í tímaritinu
Vernd í desember 1984, er enn í
fullu gildi. Og það er hið dapur-
lega við þessi mál, að hægt er að
taka skrif sem eru nokkurra ára
gömul og birta þau aftur, þar sem
vinnugleði yfirvalda í hinum
ýmsu málum er ekki meiri en svo,
að svo lítið hefur verið gert í flest-
um „manneskjulegum" málum,
að halda mætti að greinarnar
hefðu verið skrifaðar í gær!
Sé litið til baka hér í Reykjavík
og á íslandi yfirleitt um nokkra
áratugi, einkum með tilliti til líkn-
arstarfa, er munurinn mikill. Vel
mætti segja, að þar væru tveir
ólíkir heimar til samanburðar, svo
mikil breyting er til hins betra.
Og allt hefur þetta gerst síðan
kirkjan vék frá aldagamalli
þröngsýni og bókstaifsdýrkun og
vaknaði til vitundar um lifandi
kristindóm í verki og fórnum.
Sérstaklega samt eftir að frelsi og
réttindi kvenna í félagsmálum
tóku að njóta sín í samfélaginu.
Þá voru beinlínis stofnuð kvenfé-
lög í söfnuðum, sem tóku að sér
hjálp og aðstoð við örbirga og
særða á sál og líkama, sem enginn
sinnti áður. Þar urðu elliheimili
fyrst og fremst til að vísa leiðina
og sýna hvað unnt væri að gera
fyrir aldraða og einmana, sem um
aldir höfðu með lítilsvirðingu ver-
ið nefndir „sveitarómagar“ og
„hornkerlingar". Sem betur fór
leið ekki á löngu áður en þessi
vorblær frelsis og fórnarlundar,
sem fyrst reisti Holdsveikraspítala
í Laugarnesinu, Landspítalann,
Elliheimilið Grund og síðar
Reykjalund, Sólheima í Gríms-
nesi og margt fleira, tók einnig að
líta til þeirra, sem voru kannski
aumastir allra. En það voru fang-
ar og drykkjusjúklingar. Þar urðu
svonefndir útigöngumenn fyrst til
að vekja athygli á þeim hryllingi,
Fyrri hluti
sem átti sér stað fyrir allra augum.
En enginn taldi sér þó skylt að
sýna annað en fordæmingu og
fyrirlitningu. Svipað mátti segja
um afbrotamenn og olnbogabörn
samfélagsins. Allt var fordæmt.
Og meira að segja börn sem sögð
voru getin í synd áttu fátt gott
skilið.
Þar dæmdu þeir oft harðast,
sem helgastir þóttu. Drykkju-
menn urðu utangarðs og hópur
manna átti naumast nokkurt af-
drep i hríð og vetrarstormum. Ár-
um saman var útataður togara-
skrokkur vestur við Grandagarð
einasta þakið sem veitti þessum
vesalingum, sem margir voru fyrr-
verandi fangar, nokkurt afdrep.
Þeir sem þangað komu gætu
aldrei gleymt þeim sóðaskap og
mannlegri niðurlægingu, sem
blasti við augum og mætti nefna
mannlegan skíthaug, sorpþró og
forarvilpu. Aldrei virtist Dóms-
málaráð sjá sjálfsagðar skyldur
sínar til úrbóta.
Það var raunar, sem betur fór,
sjálfur þáverandi biskup, sem
vaktir fyrstur opinberlega athygli
á útigöngumönnum Reykjavíkur-
borgar, sem einmitt hann nefndi
svo.
En til var, og til er enn,
drykkjufólk og fyrrverandi refsi-
fangar, sem óhamingjan hefur
dæmt úr leik í samfélaginu, sem
eiga vart nokkurs staðar höfði
sínu að halla. Það hófst smám
saman markvisst starf og mikil
sigurganga á þessum voðans veg'-
um. Læknisfrú, fyrrverandi,
gekkst fyrir því fyrst, ásamt
nokkrum vinum og vinkonum, að
gefa þessum einstæðingum hlýja
og helga stund, með sannkallaðri
kærleiksmáltíð, eins og á dögum
postulanna á aðfangadagskvöld
ár hvert. Og svo hefur nú verið
gjört hátt á þriðja áratug og tekist
vel mörgum til ánægju.
Prestskona stofnaði til hinna
áhrifamestu samtaka á þessu
sviði. Það voru félagasamtökin
Vernd. Þau hafa efst á sinni
stefnu- og starfsskrá, að liðsinna
föngum og fyrrverandi föngum á
ýmsan hátt. Nú er svo komið, að
fangelsin hafa fengið sérstakt
prestsembætti. Fjöldi fanga starf-
ar nú og lifir utan allra múra og
gaddavírsgirðinga, með tilkomu
refsiúrræða utan stofnana og
Skilorðseftirlits ríkisins, en það
var eitt stærsta spor dómsmála á
íslandi í rétta átt frá upphafi.
Vernd veitir föngum hjálp, húsa-
skjól og alla aðstoð eftir megni.
En mjótt er bil fangans og hins
allsiausa drykkjusjúklings. Oft er
það sami maður. Verður því hjálp-
arstarf þar vart aðgreint í mörgum
tilvikum. Það veit best fólkið, sem
starfar að þessum líknarmálum.
En þótt margt hafi gerst já-
kvætt fyrir brotabörn hins is-
lenska samfélags þessa síðustu
Framh. á bls. 2