Alþýðublaðið - 06.11.1986, Blaðsíða 4
Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Síini: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.)
Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján
Þorvaldsson,
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóbannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Álprent hf., Ármúla 38
Fimmtudagur 6. nóvember 1986 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12
alþýðu-
w
Askriftarsíminn
er 681866
Franskir og spánskir baskar
sameinast í einum flokki
Vandamál baska einskorðast ekki við aðgerðir ETA-skœruliða. Þróun mála í Navarra hefur einnig pólitíska þýð-
ingu.
Klofningsmenn úr þjóðernis-
flokki baska á Spáni (PNV) hafa
undir forystu fyrrverandi leiðtoga
baska, Carlos Garaikoetxea, mynd-
að fyrstu formlegu samtökin með
samherjum handan frönsku landa-
mæranna.
Þetta var nýlega tilkynnt opin-
berlega, þegar Garaikoetxea og fé-
lagar hans hittust í höfuðborg
baska til að velja hinu nýja félagi
nafn og skipa í stjórnarstöður. Að
sögn talsmanns nýja flokksins mun
þessi gagnrýni armur framvegis
kallast „basknesk samstaða“ og því
Carlos Garaikoetea hefur myndað
nýjan flokk með þátttöku franskra
baska.
til staðfestingar munu þrír franskir
baskar taka sæti í stjórninni.
Raunar hefur verið talað um það
í áraraðir að franskir baskar ættu í
raun réttri að sameinast spánska
hlutanum, en sú staðreynd að
franskir menn skuli nú hafa tekið
sæti i stjórn spánsks stjórnmála-
flokks er nýlunda í stjórnmálum
Spánar.
Aldagamlir draumar
Garaikoetxea, lítur greinilega svo
á að nú sé runnin upp rétta stundin
til að láta aldagamla drauma um
sameiningu baskneska þjóðar-
brotsins rætast. Um er að ræða 2,2
milljónir í baskahéruðum Spánar
og um 300.000 baska sem búsettir
eru í Suður-Frakklandi. Kreppuást-
andið innan þjóðernisflokks baska
hefur sennilega ýtt á eftir þessari
þróun mála, sem er tilraun
Garaikoetxea til að finna nýjar leið-
ir að framtíðarlausn í málefnum
baskanna á Spáni.
Carlos Garaikoetxea hefur verið
leiðandi maður í málefnum baska í
•10 ár, úr hægfara armi baskneska
þjóðernisflokksins og var flokks-
formaður frá 1979—1985, þegar
upp komu deilur innan flokksins
sem leiddu til afsagnar hans. Hann
hefur þó hreint ekki í hyggju að
draga sig í hlé, en ætlar að gefa kost
á sér sem foringi í kosningunum
sem verða haldnar í nóvember.
Hann treystir á hið mikla persónu-
fylgi sem hann hefur og nú hefur
hann sem sé stuðning hins nýstofn-
aða flokks, sem reiknað er með að
dragi til sín um 15.000 manna fylgi
frá gamla flokknum.
Pólitískt lokatakmark
Garaikoetxea er að mynda evrópsk
samtök, þar sem áhersla er lögð á
náttúrlegan rétt manna og sjálfs-
ákvörðunarrétt, rétt til að standa
vörð um eigin tilveru og til að halda
þjóðareinkennum sínum. Þarna er
mikið verk óunnið, þessi markmið
geta ekki náðst nema á löngum
tíma og á friðsamlegan og Iýðræð-
islegan hátt.
Jafnframt verður unnið að því að
ná samkomulagi við stjórnvöld
Spánar um réttindi baska, sem vilja
gjarnan vera hluti af spánska rík-
inu, ef sjálfsákvörðunarréttur
þeirra er virtur.
Navarra
Garaikoetxea er að sjálfsögðu
einnig veikur fyrir hugmyndinni
um sameiningu Navarra og baska-
héraðánna, en hann er einmitt frá
höfuðborginni, Pamplona. Samt
veit hann mæta vel að meira en 80Vo
íbúanna í þessari sérkennilegu
spænsku borg eru mótfallnir sam-
einingu við hin eiginlegu baskahér-
uð, Alava, Viscaya og Guipuxcoa.
Navarra var endanlega yfirunnið
af Spánverjum árið 1512, en varð að
láta af hendi ævaforn réttindi sem
konungsdæmi upp úr 1840. Þó hef-
ur íbúum þessa svæðis tekist að
halda í ótrúlega mörg sérréttindi.
Navarra hefur í dag sína eigin
stjórn og þingið hefur aðsetur í
Pamploma. Á þingi sitja 50 fulltrú-
ar. Þar á sósíalistaflokkurinn flesta
fulltrúa eða 20, hægriflokkur
Navarrabúa hefur 13, hægri flokk-
ur stjórnarsinna hefur 8 fulltrúa.
Róttækir þjóðernissinnar baska
hafa 6, en þeir eru áhrifalausir þar
eð þeir taka aldrei þátt i stjórnar-
myndun með „flokkum sem taka
ekkert mið af sérstökum baráttu-
málum þeirra“. Á þingi sitja sem sé
aðeins PNV-flokksmenn, fulltrúar
þess flokks sem Garaikoetxea sagði
sig úr fyrir skemmstu.
Tala ekki mál baska
Baráttumál baska og menningar-
arfleifð þeirra eiga ekki sérstöku
fylgi að fagna í Navarra og það er
Garaikoetxea vel kunnugt um. Þar
eru heldur ekki nema um 10% íbú-
anna baskar og þeir eru ennþá færri
sem tala mál þeirra. Frá fornu fari
hefur Navarra haft mest samskipti
við Frakkland og Kastilíu, en
minna við basknesku héruðin.
Engu að síður er það skýrt tekið
fram í stjórnarskrá Navarra að mál
baska skuli verða hið opinbera mál
á þeim svæðum þar sem það er
móðurmál íbúanna.
Navarra-vandamálið hefur upp á
síðkastið fallið nokkuð í skuggann
vegna annarra og stærri vandamála
sem við er að stríða hjá böskum, s.s.
ETA- skæruliðanna og Guernica-
stjórnarskrárinnar frá 1978. Engu
að síður hafa málefni Navarra
stuðlað verulega að þeim klofningi
sem hefur átt sér stað innan PNV-
flokksins og því að hinn gagnrýni
armur hans skipar sér nú um Carlos
Garaikoetxea.
Auk persónulegs ágreinings við
gamla flokksleiðtogann, Xavier
Arzallus, er einnig fyrir hendi djúp-
stæður ágreiningur um heildar-
skipulag í málum baska, en einnig
og ekki síður um sjálfsákvörðunar-
rétt einstakra flokka og hópa innan
raða þeirra. Arzallus vill koma á
allsherjar miðstýringu, en
Garaikoetxea vill auka sjálfsfor-
ræði einstakra hópa og flokks-
brota.
Gagnrýni hópurinn innan PNV
telur sig ekki geta unað einræði
Arzallus og flykkir sér því um
Carlos Garaikoetxea, í þeirri von að
honum takist að ná aftur fyrri
stöðu sinni sem óumdeilanlegur
foringi baskneska þjóðarbrotsins.
Aldrei framar kvef
Nú er óhætt að fleygja vasaklútn-
um, því að loksins er búið að finna
upp meðal við kvefi. Hósti og nef-
rennsli heyrir bráðum sögunni til.
Olav N. Brænden, norskur maður,
hefur eftir 25 ára rannsóknir fundið
upp lyf sem læknar kvef. Norskir
og erlendir lyfjaframleiðendur
standa í biðröð til að fá einkaleyfi á
sölu undralyfsins.
Brænden er frá Osló og hlaut
apótekaramenntun þar. Síðar fór
hann til Bandaríkjanna og tók þar
doktorsgráðu í efnafræði lyfsala.
Eftir það starfaði hann á ranna-
sóknarstofu fíkniefnadeildar Sam-
einuðu þjóðanna í Genf, þar til
hann lét af störfum vegna aldurs.
Skógarhöggsmenn
Það voru skógarhöggsmenn í
Noregi sem komu Brænden á spor-
ið. Fyrir stríð gerði hann allmiklar
athuganir á reyknum í fjallakofum
skógarhöggsmanna og veitti því
jafnframt athygli að verkamennirn-
ir voru næstum aldrei kvefaðir á
meðan þeir lágu við þar. En um leið
og þeir komu til byggða fengu þeir
kvef.
Síðar, þegar Brænden kom til
Genf rannsakaði hann margar teg-
undir af hóstasaft og komst að því
að margar þeirra innihéldu ópíum.
Við vinnu sína varð honum oft
hugsað til skógarhöggsmannanna
heima í Noregi. Hann komst að því
að í reyknum í vistarverum þeirra
voru efni sem eru vörn gegn kvefi.
Útfrá þessari kenningu heppnaðist
honum að finna upp Iyf sem vinnur
gegn kvefbakteríunni.
Lyfið hefur verið reynt í þrjú ár á
nemendum við háskólann í Krist-
iansand. Nokkur hundruð nemend-
ur voru í tilrauninni, sem bar góðan
árangur að sögn Brænden.
Eftirlit
Niðurstöður tilraunanna hafa
verið sendar lyfjaeftirliti ríkisins til
samþykktar. Þegar það samþykki
er fengið er hægt að setja lyfið á
markað, en ekki fyrr. Svarið lætur á
sér standa, því að ár er liðið án þess
að nokkurt svar hafi fengist.
Á meðan bíða framleiðendur
óþolinmóðir, því ekki þarf að efast
um að varan seljist. Atvinnurek-
endur munu einnig fagna því ef
kvefmeðal kemur á markaðinn, því
að algengasta orsök fjarvista frá
vinnu er einmitt kvef.
Brænden segir að lyfið sé alger-
lega skaðlaust og án aukaverkana,
en áhrif þess á ung börn hafa enn
ekki verið rannsökuð til fulls. Ef
uppfinningin hlýtur náð fyrir aug-
um yfirvalda, verður þetta lyf sér-
lega ódýrt í framleiðslu svo að háir
sem lágir ættu að geta notið góðs
af. Hvort hann muni sjálfur auðg-
ast á uppfinningunni, segir hann að
sé algert aukaátriði.
Olav N. Brœnden, norskur efna-
fræðingur, hefur fundið upp meðal
við kvefi.