Alþýðublaðið - 11.11.1986, Blaðsíða 1
Bœnaskjal Alþýðubandalagsins:
„Sýnir styrk
Alþýðuflokksins“
— segir Jón Baldvin Hannibalsson
„Það er til marks um vaxandi
styrk Alþýðuflokksins og málefna-
legt frumkvæði hans, að þegar þeir
Alþýðubandalagsmenn koma sam-
an til miðstjórnarfundar og setja
saman stjórnmálaályktun, þá fjall-
ar hún um Alþýðuflokkinn en ekki
Alþýðubandalagið", sagði Jón
Baldvin Hannibalsson formaður
Alþýðuflokksins í gær í samtali við
Alþýðublaðið um ríkisstjórnarhug-
myndir Ólafs Ragnars Grímssonar,
sem komu fram í tímaritinu Heims-
mynd á dögunum og blessun var
lögð yfir á miðstjórnarfundi Al-
þýðubandalagsins um helgina.
Hugmyndin gengur út á samstarf
Alþýðubandalags og Alþýðuflokks
og hugsanlega Kvennalistans, í rík-
isstjórn og verði það einnig lagt fyr-
ir kjósendur í næstu kosningum.
„Að vísu er þessi Heimsmyndar-
kenning Ólafs Ragnars ekki ný af
nálinni", sagði Jón Baldvin. „í árs-
byrjun ’85 settu þeir frá sér hug-
myndir sem þeir kölluðu „nýtt
landsstjórnarafl" og var nákvæm-
lega þessi sama hugmynd, en fékk
þá engar undirtektir.
Að sjálfsögðu er rétt að bíða með
umræðu um þetta mál þar til þeir
hafa birt sínar ályktanir, en engu að
síður er sjálfgefið að gera nokkrar
einfaldar athugasemdir. — í fyrsta
lagi, Alþýðubandalagið gerir ekki
Alþýðuflokknum upp skoðanir
hvorki á málefnum né samstarfs-
möguleikum í íslenskri pólitík. — í
annan stað, til marks um alvöru-
leysið í þessu, að bænaskjalinu
fylgja kröfur sem þeir mega vita
fyrirfram að verður ekki ansað.
Eins og t.d. kröfur um það að Al-
þýðuflokkurinn breyti fastmótaðri
stefnu sinni í utanríkis- og öryggis-
málum, sem ekki er á dagskrá. I
þriðja lagi er á það að benda, að
þótt þessi hugmynd hafi verið sam-
þykkt einu sinni enn, þá skyldu
menn ekki halda að það sé neinn
einhugur um þetta innan Alþýðu-
bandalagsins. Það er t.d. Ijóst að
forystumenn Alþýðubandalagsins
innan verkalýðshreyfingarinnar,
þeir sem nú eru að ganga fram fyrir
skjöldu í forvali flokksins í Reykja-
vík, hafa sett fram aðrar hugmyndir
um líklega stjórnarmyndunar-
möguleika að loknum kosningum.
T.d. ítrekaðar yfirlýsingar Þrastar
Ólafssonar, framkvæmdastjóra
Dagsbrúnar, sem hefur að vísu
mælst til samstarf við Alþýðu-
flokkinn, en hefur gjarnan sett þær
hugmyndir fram í samhengi ný-
sköpunarhugmyndar. Það er einnig
vitað að í þingflokki Alþýðubanda-
lagsins eru þó nokkrir þingmenn
sem eru enn áhangendur samstarfs
Alþýðubandalags og Framsóknar,
þ.e. þeirrar hefðbundnu vinstri-
stjórnar sem við reyndum á verð-
bólguáratugnum. Þannig að þrátt
fyrir þessa samþykkt þá liggur ljóst
fyrir, að ekki er einhugur innan Al-
þýðubandalagsins. Þetta er nánast
eins og hálmstrá sem þeir grípa nú
í til þess að reyna að marka Alþýðu-
bandalaginu einhverja stöðu.
Að því varðar möguleika til
stjórnarsamstarfs við Kvennalist-
ann, þá er mjög eðlilegt að menn
hafi um það efasemdir. í mínum
huga, þegar ég lít til baka yfir þing-
feril Kvennalistans, þá er eiginlega
Framh. á bls. 2
Prófkjörið á Reykjanesi:
Kjartan Jóhannsson í 1.
sæti — Karl Steinar í 2.
— Rannveig Guðmundsdóttir hlaut 3. sœtið
Urslit í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar, sem fram fór um síðustu
helgi, liggja nú fyrir.
Kjartan Jóhannsson hlaut 2022 atkvæði í fyrsta sæti, Karl Steinar Guðnason 2351 í fyrsta og annað, Rannveig
Guðmundsdóttir 1910 atkvæði og Guðmundur Oddsson 1227. Elín Harðardóttir hlaut 1868 atkvæði og hafnar
í fimmta sæti. Alls kusu 3578. Ógildir og auðir seðlar voru 73. Gildir seðlar 3505.
Kjartan
„Þetta er dúndurlisti, þingmenn-
irnir hafa hlotið gott traust. Endur-
nýjun listans er sigurstrangleg, þau
Rannveig og Guðmundur hafa get-
ið sér gott orð fyrir störf sín að
sveitarstjórnarmálum. — Sigur
okkar í sveitarstjórnarkosningun-
Karl Steinar
um á Reykjanesi var mikill og eftir-
minnilegur og góður grundvöllur til
að byggja á. Þetta þýðir að við get-
um gert okkur vonir um fjölgun í
kvennaliði Alþýðuflokksinsánæsta
þingi. — Guðmundur var á
seinasta kjörtímabili formaður
Rannveig
framkvæmdastjórnar og það fer
ekki á milli mála að hann er vaskur
maður," sagði Jón Baldvin Hanni-
balsson formaður Alþýðuflokksins
í gær í saintali við Alþýðublaðið
eftir að úrslit i prófkjöri flokks-
ins i Reykjancskjördæmi lágu
fyrir.
Niðurgreidd
bankaþj ónusta
„Það er engin spurning að bæði
lántakendur og sparifjáreigendur
greiða niður ýmsa þjónustu sem
bankarnir veita“, sagði Pétur Blön-
dal framkvæmdastjóri Kaupþings í
samtali við Alþýðublaðið í gær.
„Þetta gerist með því að sparifjár-
eigendur fá lægri vexti en þeir
myndu annars fá og lántakendur
greiða hærri vexti, en þeir þyrftu
annars að greiða. — Millifærslur,
tékkareikningar og annað slíkt er
stórlega niðurgreitt, m.a. af vaxta-
muninum á milli inn- og útlána“.
Pétur sagði að eflaust myndu
nýju bankalögin leiða til þess að
kostnaður yrði nú tekinn eins og
hann myndaðist. „íslendingar
hættu þá kannski að gefa út tékka
upp á hundrað kall, þegar kostar 20
krónur að meðhöndla hann“.
„Verðbréfamarkaðirnir eiga mjög
eftir að auka sinn hlut“, sagði Pét-
ur. „Þeir skutla peningum ódýrar
frá sparifjáreigendum til lántak-
enda. Það verður mikið atriði í
Framh. á bls. 2
Málefni fanga á íslandi:
Halldór Fannar:
Eru framin mannréttinda-
brot á geðsjúkum föngum?
— skrifað frá Litla-Hrauni 1983
I blaðinu Vernd, tímariti Fangahjálparinnar, 3. tbl. 1983, er grein eftir Halldór
Fannar, skrifuðfrá Litla-Hrauni. Þar er kastað fram þeirri spurningu hvort framin
séu mannréttindabrot á geðsjúkum föngum. Ekki hefur Alþýðublaðið frétt að
slík bylting hafi átt sér stað til leiðréttingar á aðbúnaði fanga, að greinin eigi ekki
rétt á sér enn þann dag í dag.
Það er vissulega umhugsunarefni, hvers vegna þær stéttir í þjóðfélaginu, sem
ekki hafa einhvern „þrýstihóp“ á bak við sig, ná svo seint og illa fram rétti sínum.
Er það virkilega orðið svo að ráðamenn í Iandinu taka ekki mark á neinu nema
hótunum?
Fangar er sá hópur í íslensku samfélagi sem hvað síst getur borið hönd fyrir höf-
uð sér. Málefni þessa fólks eru feimnismál fyrir íslenska ráðamenn. Ekkert gerist
til bóta í málum og aðbúnaði fanga svo árum skiptir. Ekki heyrist orð frá ráðherra
dómsmála um fanga almennt. Fangar er það fólk sem ráðamenn íslensku þjóðar-
innar virðist skammast sín fyrir. Nauðsyn er að á því verði snögg og afgerandi
breyting.
verið fjölmargir undirskriftarlist-
ar með áskorunum um að þessu
fólki verði sleppt tafarlaust.
En hvernig væri nú að líta sér
nær og skoða málefni geðsjúkra
afbrotamanna í lýðræðisríkinu ís-
landi? Er eitthvert réttlæti í því að
geðveikum mönnum skuli hafnað
af yfirvöldum geðsjúkrahúsanna
Framh. á bls. 2
Það er full ástæða til að láta frá
sér heyra varðandi þá mfðferð
sem geðsjúkir menn eru látnir
sæta hér á landi, hafi þeir brotið
eitthvað af sér.
Okkur berast nær daglega frétt-
ir í gegnum fjölmiðla um mann-
réttindabrot á saklausu fólki sem
sett er á geðveikrahæli vegna póli-
tískra skoðana sinna. Auðvitað
erum við hneyksluð á þessu sví-
virðilega ranglæti og sendir hafa
U: í