Alþýðublaðið - 14.11.1986, Blaðsíða 1
Sigfús Jónsson, bœjarstjóri á Akureyri:
alþvðu-
Jij Viðræður hafnar
I * J hl1J [1 MfíM forsætisráðherra
Föstudagur 14. nóvember 1986 >hi «7 ám ▼ A ^ ^ ^
220 tbl. 67. árg.
Éndurreisn um Hitaveituna
r
Utvegsbanka
hafnað
Bankastjórn Seðlabankans hefur
lagt til, að vandi Útvegsbanka ís-
lands verði leystur með samruna
Útvegsbanka, Iðnaðarbanka og
Verslunarbanka í hlutafélagsbanka,
er stofnaður yrði samkvæmt
ákvæðum viðskiptabankalaga,
með væntanlegri aðild sparisjóða,
fyrirtækja og einstaklinga. Þetta
kemur fram í greinargerð stjórnar-
innar til viðskiptaráðherra, en ráð-
herra hafði falið Seðlabankanum
að gera tillögur um endurskipu-
lagningu bankakerfisins og lausn á
fjárhagsvanda Útvegsbankans.
Seðlabankanum var falið að taka
afstöðu til fjögurra aðalhugmynda
sem komið hafa fram að undan-
förnu.
1. Samruni Útvegsbanka, Iðnaðar-
banka og Verslunarbanka í
hlutafélagsbanka, er stofnaður
yrði. samkvæmt ákvæðum við-
skiptabankalaga nr. 86/1985,
með væntanlegri aðild spari-
sjóða, fyrirtækja og einstakl-
inga.
2. Sameining Búnaðarbanka og
Útvegsbanka.
3. Skipting og samruni Útvegs-
banka við Landsbanka og Bún-
aðarbanka.
4. Endurreisn Útvegsbankans.
Tillaga Seðlabankans lítur að
fyrstu hugmyndinni. í greinargerð
bankastjórnarinnar til ráðherra
segir m.a., „Nýjustu upplýsingar
benda til að eigið fé Útvegsbankans
sé nánast upp urið vegna undan-
genginna og líklegra útlánatapa og
taprekstrar á þessu ári. Ljóst er því
að verulega mun vanta á að eigið fé
bankanna þriggja nægi sem stofn-
hlutafé hins nýja banka enda þarf
stofnhlutafé að vera það mikið að
bankinn hafi eðlileg starfsskilyrði
við hlið Landsbanka og Búnaðar-
banka og hann njóti fyllsta trausts
innanlands og utan“.
í greinargerðinni er bent á þann
möguleika, svo tillagan nái fram að
ganga, að Seðlabankinn fái tíma-
bundna heimild til að verða eignar-
aðili að hinum nýja banka fyrir
hönd ríkissjóðs á þann hátt að
hluta af skuldum Útvegsbankans
við Seðlabankann verði breytt í
hlutafé. Hlutabréfin verði síðan
seld til annarra sem fyrst og bent er
á að þegar hafi komið fram áhugi á
hlutabréfakaupum hjá forystu-
mönnum sparisjóða og aðilum í
sjávarútvegi.
Seðlabankinn telur að samrun-
inn muni leiða til meiri hagkvæmni
í bankakerfinu og leiða til frekari
samruna, eða samvinnu í banka-
kerfinu.
Bankastjórarnir telja að ef þess-
ari leið verði hafnað, sé ekki um
annað að ræða en leysa vandamál
Útvegsbankans annað hvort með
sameiningu við Búnaðarbankann
eða með skiptingu og samruna hans
við Landsbankann og Búnaðar-
bankann. Endurreisn Útvegsbank-
ans er hins vegar alfarið hafnað.
„Það er rétt að það voru menn frá
Hitaveitu Akureyrar að ræða við
Steingrím Hermannsson, forsætis-
ráðherra í fyrradag. Enn hefur ekk-
ert komið út úr þeim viðræðum,
þær eru rétt að fara í gang. Þetta var
fyrsti fundurinn af mörgum sem
ráðgerðir eru vegna málefna Hita-
veitu Akureyrar. Þetta hitaveitumál
er vissulega stærsta vandamálið
sem glímt er við núna“, sagði Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri í
samtali við Alþýðublaðið.
Það vantar ekki að það er nóg að
starfa í bænum. Það sem við höfum
áhyggjur af er að Akureyri er lág-
launasvæði og það er eins og vanti
ákveðið frumkvæði hjá einstakl-
ingum í bænum til að skapa ný at-
vinnufyrirtæki. Það væri mun auð-
veldara fyrir Akureyrarbæ að
styðja við bakið á góðum hug-
myndum frá einstaklingum, heldur
en að bærinn færi að „búa til“ at-
vinnu af sjálfsdáðun. Ef fólk kem-
ur til okkar með ákveðnar hug-
myndir sem okkur líst þannig á að
geti verið gott vit í til frambúðar, þá
viljum við vissulega skoða það
hvort við getum stutt við slíkt á ein-
hvern hátt. Það verður hins vegar
alltaf matsatriði hverju sinni. í dag
er ekki mikið að gerast hér í nýjum
málum, — enginn uppgangur eins
og það er kallað. Ég er ekki með töl-
ur hjá mér til viðmiðunar, en stað-
reyndin er að það eru lág laun hérna
Sigfús Jónsson
yfirleitt. Það þarf eitthvað að gera
til að lyfta þessu.
Það minnist enginn hér á stór-
iðjuframkvæmdir lengur. Boltinn í
þeim efnum er að ég held hjá ríkis-
stjórninni. Það er í gangi stóriðju-
nefnd og eins eru þau mál háð um-
sögn náttúruverndarráðs að
nokkru leyti. En við höfum ekki
heyrt frá þeim aðilum nokkuð
lengi.
Mikið hefur verið talað um Ak-
ureyri sem skólabæ. Það er gott og
blessað, en Akureyri er mikill skóla-
bær nú þegar og það er spurning
hvort hægt er að bæta þar miklu
við. Hitt er rétt að ef hér kemur Há-
skóli eða skóladeildir á háskóla-
stigi, þá yrði það vafalaust kær-
komin viðbót og í kringum slíkan
skóla mundi vafalaust myndast
nokkur atvinna. Það er því mál sem
áríðandi er að halda vakandi.
Ég held að þessi mál séu öll í
þann veginn að leysast, þótt það
gangi ef til vill hægt. Hér er mjög
dugandi fólk og það er gott að búa
á Akureyri. Það er enginn æðu-
bunugangur á okkur, en við höfum
augun opin og fylgjumst vel með
því hvar við getum gripið inn í og
stutt við bakið á þeim verkefnum
sem okkur líst vel á“, sagði Sigfús
Jónsson, bæjarstjóri á Akureyri.
Vegna viðtals sem birtist við
Ólaf Ólafsson, landlækni, sem
birt var i blaðinu í gær um trygg-
ingamál skal tekið fram, að
sumt í viðtalinu var ekki borið
undir landlækni og veröur því
að skrifast á ábyrgð blaða-
manns.
Magnús //. Magnússon:
Breytingar á kosningalögum
„Ég mun endurflytja mál á al-
þingi um breytingar á kosningalög-
um. Þar ég reikna með að kjósand-
inn raði mönnum sjálfur um leið og
hann kýs. Ég reikna með að listarn-
ir verði t.d. bornir fram í stafrófs-
röð og síðan raði kjósandinn, — ef
hann vill og að því leyti sem hann
vill, mönnum í sinni óskaröð á list-
ann. Hann getur valið efsta mann
eða efstu tvo eða þá allan listann
eins og hann kemur fyrir. Það er
auðvitað heildaratkvæðamagn sem
ræður því hvað marga þingmenn
listinn fær, en síðan eru það
kjósendur sem ráða röðun manna
innbyröis á listanum", sagði
Magnús H. Magnússon sem nú sit-
ur á Alþingi sem varamaður.
Verði þetta ofaná, þá erum við
laus við öll prófkjör og öll þau
vandræði sem af þeim stafar, svo og
umstang og kostnað, en aukum um
leið verulega valfrelsi kjósandans.
Ég reikna ekki með því að hægt
verði „að fara á milli lista“. Það
verður að passa sig á að gera þetta
kerfi ekki of flókið. Að vísu er ég
hrifinn af því kerfi sem þeir eru með
á írlandi, en mér finnst að það sé
ólíklegra að það nái samþykki.
Þeir þingmenn sem ég hef talað
við persónulega eru hrifnir af
þessu, en hvað þeir þora svo að gera
þegar þeir þurfa að fara að taka af-
stöðu á þinginu, það veit ég ekki.
Ég vil meina að oft hafi verið
þörf á þessu, en nú sé þetta algjör
nauðsyn. Við sjáum fyrir okkur
slátrunina alls staðar í kringum
landið, reyndar ekki í Alþýðu-
flokknum, en í flestum hinum
flokkunum. Við getum hvorki farið
í gamla kerfið, þar sem örfáir menn
ráða skipan listanna og heldur ekki
búið við þetta eins og það er í dag
og þarna færist valdið til fólksins,
eins og alltaf er verið að rembast við
að segja að eigi að gerast, sagði
Magnús H. Magnússon.
Fylgisaukning A Iþýðuflokksins:
Alþýðuflokkurinn tekur
fylgi af Sjálfstæðisflokknum
„Þetta er i fyrsta sinn sem skoð-
anakannanir gefa til kynna, að
við jafnaðarmenn vinnum veru-
lega fylgi á kostnað Sjálfstæðis-
flokksins. A.m.k. í fyrsta sinn —
síöastliðin tvö ár, þannig að veru-
legt bragð sé að“, sagði Jón Bald-
vin Hannibalsson formaður Al-
þýðuflokksins í samtali við Al-
þýðublaðið í gær aöspuröur,
hvaða nýjar vísbendingar mætti
lesa út úr skoðanakönnun Félags-
vísindadeildar Háskólans, sem
Morgunblaðið birti í gær. Sam-
kvæmt niðurstöðum könnunar-
innar, sem fram fór dagana 31.
október til 7. nóvember s.l., er
fylgi Alþýðuflokksins 24,1%,
Sjálfstæðisflokksins 33,6%,
Framsóknarflokksins 17,3%, Al-
þýðubandalagsins 15,4%,
Kvennalistans 8,9%, Bandalags
jafnaðarmanna 0,5% og Flokks
mannsins 0,3%.
„Hitt er ekki nýtt að þessi skoð-
anakönnun staðfestir mun ræki-
legar, en tvær hinar síðustu á
liðnu sumri og hausti, að Alþýðu-
flokkurinn er nú næst stærsti
flokkur þjóðarinnar", sagði Jón
Baldvin.
— En, hvers vegna tapar Sjálf-
stæðisflokkurinn svona miklu
fylgi?
„Ja, hvers vegna tapar Sjálf-
stæðisflokkurinn svona miklu
fylgi og hvers vegna hangir Fram-
sókn þrátt fyrir það svona uppi?
Mínar tilgátur um það eru svo
sem jafn góðar og slæmar og ann-
arra“, sagði Jón Baldvin. „Hvað
varðar fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins nefni ég í fyrsta lagi,
það áfall sem Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík varð fyrir í próf-
kjöri þeirra. Bæði í prófkjörinu
sjálfu og í niðurstöðum þess. í tvo
sólarhringa stoppaði ekki hjá mér
síminn þegar reiðir og vonsviknir
fyrrverandi stuðningsmenn Sjálf-
stæðisflokksins tilkynntu mér, að
þetta létu þeir ekki bjóða sér.
Miðað við þann tíma sem þessi
könnun er gerð gæti ég trúað að
fregnir um það hvernig forystu-
sveit Alþýðuflokksins í Reykjavík
verður trúlega skipuð hafi haft
mjög jákvæð áhrif. Það er mjög
margur maðurinn sem ber saman
í huganum lista okkar jafnaðar-
manna með Jón Sigurðsson í
fyrsta sæti og lista sjálfstæðis-
manna með Albert Guðmunds-
son í fyrsta sæti. — Sá saman-
burður segir meira en mörg orð.
í þriðja lagi hefur upplausn,
bræðravíg og trakíkómedíur á
hinum pólitíska vígvelli ofboðið
mörgum. Aftökur, launsátur og
morð hafa verið fréttir dagsins. —
í öllu þessu umróti, þessum ill-
deilum og upplausn, þá er eins og
Alþýðuflokkurinn nú sé eina
stjórnmálaaflið sem heldur rót-
um. Það kom t.d. fram á flokks-
stjórnarfundi okkar um daginn
að það er meiri einhugur og sam-
heldni innan Alþýðuflokksins en
elstu menn muna. Þetta er ekki
falskur ytri agi, heldur ósköp ein-
faldlega ósvikinn einhugur um
málefni og menn að mestu leyti.
Ég held að þetta sé Alþýðu-
flokknum nú jafn mikill styrkur
eins og upplausnin mun að lokum
veikja andstæðinga hans“, sagði
Jón Baldvin Hannibalsson for-
maður Alþýðuflokksins.