Alþýðublaðið - 10.12.1986, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 10. desember 1986 ' RITSTJ Q R N A RG R El N — " Úr herkví á Austurlandi I rúman rúman aldarfjórðung hefur Alþýðu- flokkurinn ekki fengið þingmann kjörinn í Austurlandskjördæmi. Nú benda skoðana- kannanir hins vegar til þess, að þar fái flokkur- inn einn þingmann ( næstu alþingiskosning- um. Þarmeð hefurverið brotist út úreinskonar hverkví, sem flokkurinn hefur verið í i þessu stóra og mikilvæga kjördæmi. Guðmundur Einarsson, alþingismaður, sem erefsturálista Alþýðuflokksins í Austurlands- kjördæmi, hefur nú, ásamt forystumönnum Al- þýðuflokksins í kjördæminu, hafið mikla undir- búningsvinnu vegna kosninganna. Hann hefur hvarvetna fengið góðar viðtökur og áhuginn leynir sér ekki. #r I dag er Alþýðublaðið sérstaklega helgað mál- efnum Austurlands og er þetta í annað sinn á skömmum tíma að sérstakt Austurlandsblað ergefið út. Á þessu verðurframhald og er blöð- unum dreift inn á hvert heimili í kjördæminu. Það ervon blaðsins að þessi nýbreytni mælist vel fyrir. I fyrsta Austuriandsblaðinu sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, m.a.: „Verkefnið, sem jafnaðarmenn á Austur- landi hafa færst í fang fyrir kosningarnar 1987 er verðugt og heillandi. Þið þurfið að marka tímamót í stjórnmálasögu Austurlands með því að tryggja það, í fyrsta sinn frá því að ný kjördæmaskipun var tekin upp 1959, að Aust- firðingareigi sinn talsmann í þingflokki jafnað- armanna eftir kosningar." Jafnaðarmenn eiga brýnt erindi við Austfirð- inga ekki síður en aðra landsmenn. Fá kjör- dæmi eigameiraundirþví að valddreifingar-og sjálfsstjórnarhugmyndir jafnaðarmanna nái fram að ganga. Austfirðingar og aðrir ( hinum dreifðari byggðum landsins hljóta að taka und- ir hugmyndir jafnaðarmanna um að dreifa meir en nú er hinu efnahagslega og pólitíska valdi. Vfirlýst stefna Alþýðuflokksins er að tak- marka og dreifa ríkisvaldinu til smærri eininga héraða og sveitarfélaga. Hugmyndin er hvar- vetna sú að skapa mótvægi við miðstjórnar- valdið og efla getu hinna smærri eininga til sjálfsstjórnar og samkeppni. Aðeins með því móti verða framfarir sjálfvaknar. Þær geta aldrei orðið fyrir tilverknað utanaðkomandi valdbeitingar. Ein heista hindrun fyrir efnahagslegum fram- förum getur verið ofvaxið ríkisbákn, sem merg- sýgur sveitir og héruð og veldur ójafnri þróun, ofvexti borga og uppdráttarsýki sveitanna. Þess vegna er dreifing hins pólitíska valds for- senda lýðræðis og um leið framfara. Öryggi og forréttindi ríkisvaldsins laðatil sín vinnuaflið í stórum stíl. Það kemur auðvitað verst við sjáv- arútveg og landbúnað, sem kallar á „dreifðar byggðir“. Hað ber orðið brýna nauðsyn til þess að auka sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaganna um sín innri mál. Tekjustofnar þeirra eru nú skornir niður við trog og þau verða að hlíta fyrirskip- unum frá skilningssljóu kerfi hins miðstýrða valds, sem nærallt ersamankomið í Reykjavík. Afleiðingarnar blasa víða við: fólksflótti, eign- arrýrnun, minnkandi félagsleg þjónusta, sem hveturtil enn frekari upplausnar. Þessu þarf að breyta. T ulltrúi jafnaðarmanna í þingliði Austfirðinga er ekki bara góður kostur, heldur rökrænn og nauðsynlegur. Fullvirðisréttur: Stjórnarskrám brotin Bændur í Reykhólasveit vilja láta reyna á það fyr- ir dómstólum. „Við tcljum að skiptingin sé svo hrikaieg og ójöfn að það sé engin önnur leið faer. — Þeir hafa ekki Ijáð máls á því að leiðrétta eitt eða neitt og því viljum við reyna|dóm- stólaleiðina. Þetta kemur nefnilega þannig út að mjög góðar jarðir eru dæmdar úr ábúð, en aðrar geta blómstrað sem eru með litlar fjár- festingar. Það er eingöngu litið til þess hvernig hefur verið búið árin ’84 og ’85”, sagði Sveinn Guð- Reyðarfjörður 1 ila til að fjárfesta í orkufrekum málmiðnaði hér á landi í dag. „Við höfum staðið í stífum og erfiðum samningaviðræðum við Rio Tinto Zink undanfarna mánuði um byggingu kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði. Það er eðli samninga að meðan ekki er búið að ganga frá þeim geti brugðið til beggja vona um að samningar takist“, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson formað- ur samninganefndar iðnaðarráðu- neytisins þegar Alþýðublaðið innti hann álits á ummælum forsætisráð- herra. „Báðir samningsaðilar eru enn í fullri vinnu við að reyna að ná samningum og næsti fundur verður þann 18. desember, þá vonast ég til að málin skýrist betur heldur en hingað til", sagði Birgir ísleifur Gunnarsson. mundsson bóndi Miðhúsum Reyk- hólasveit í samtali við Alþýðublað- ið. A fundi með fulltrúum landbún- aðarráðherra og bændasamtak- anna sem haldinn var á Reykhólum sl. föstudag var samþykkt að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort fullvirðisréttur sé ekki brot á stjórnarskránni hvað friðhelgi einkaréttar varðar. Sveinn sagði að þeir sem í góðri trú hefðu verið að byggja upp á síð- ustu árum. Þeir sem byggt hefðu upp fjárhús og íbúðarhús svo dæmi væru tekin sætu nú uppi með verð- lausar fjárfestingar. „Það er t.d. einn bóndi hér sem hafði 400 kinda búmark en fær ekki nema 95 kindur i fullvirðisrétt. Hann er hins vegar með húsnæði og allt sem þarf til að þjóna 400 kinda búi. Það er því ekkert annað en gjaldþrot fram- undan hjá honum“ Sveinn sagði að í umræðum um þessi mál upp á síðkastið hefði ver- ið erfitt að átta sig á því hverjir væru í raun fulltrúar bænda. „Það sker ekki á milli fulltrúa bænda- samtakanna og landbúnaðarráð- herra í þessu máli“, sagði Sveinn. Blaðamaður spurði Svein hvort ekki væri erfitt að ætla sér að standa upp í hárinu á stjórnvöldum þegar svo mikill einhugur ríkti með- al stjórnarflokkanna í málinu. „Ég held að samstaðan sé að riðlast”, sagði Sveinn. „Það er t.d. ekkert bara pot Stefáns Valgeirssonar sem Félag starfsfólks í veitingahúsum Félagsfundur verður á Hótel Esju miðvikudaginn 10. des. kl. 16. Fundarefni: Samningarnir. Stjórnin. nú er að gerast í Framsókn. Þetta er ekkert metnaðarpot hans heldur bændapot. Ég heyrði listann hjá honum í útvarpinu í morgun og þá áttaði ég mig á því að þarna er á ferðinni ágreiningur á milli bænda og forystumanna Framsóknar- flokksins.” Sveinn sagði að fjöldi manns hefði haft samband við hann eftir fundinn og lýst yfir stuðningi við þetta mál. Hann sagðist hins vegar gera sér grein fyrir því að allt yrði gert til að svæfa málið í fæðingu. Skattar 1 1988 fer eingöngu eftir tekjum sem hann aflar á því ári. Það er því vafa- samt að leggja út frá því að menn verði skattlausir á næsta ári þegar þeir eru að greiða skatta á grund- velli tekna frá árinu áður. Þetta get- ur hins vegar haft þau áhrif að sér- stök viðleitni til að auka tekjur sín- ar vakni hjá mönnum, jafnvel að menn færi tekjur sínar á milli ára, þeir sem tök hafa á því. Víglundur Þorsteinsson hvatti menn til að fara út á vinnumarkað- inn á næsta ári og afla sér skatt- lausra tekna. Þetta er vafasamur málflutningur sérstaklega með til- liti til þess að ekki hefur frumvarp um staðgreiðslukerfi enn verið sam- þykkt. Það er því hætt við því að einhverjir fái verulega bakreikninga ef satt er að fólk haldi sig utan vinnumarkaðarins vegna hræðslu við skatta, en muni þeysa út á næsta ári, á „skattfríu ári“. Mannréttindadagur SÞ: Útifundur á Lækjartorgi Mannréttindadagur Sameinuðu þjóðanna er í dag, 10. desember. Af því tilefni efnir íslandsdeild Amnesty International til útifund- ar á Lækjartorgi klukkan 17 til 18 í dag. Þar verður vakin athygli á baráttumálum samtakanna. Á fundinum flytur Þórarinn Eld- járn ræðu og Bríet Héðinsdóttir og Landbúnaðar- ráðuneytið: Rekstur mjólkurbúa kannaður Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að fela nefnd þeirri, sem hann skipaði 27. febrúar 1985 til að gera athugun á nýtingu og rekstrar- grundvelli sláturhúsa, að taka til hliðstæðrar rannsóknar skipulag og rekstur mjólkurbúanna. Er nefndinni ætlað að kanna á hvern hátt megi draga úr vinnslu- kostnaði mjólkur. Þá skal hún einn- ig kanna, hvort hugsanlegt sé að sameina eða reka í sameiningu ein- hver mjólkurbúanna, með hag- kvæma framtíðarskipan þeirra í huga. I nefndinni eiga sæti Margeir Daníelsson, hagfræðingur, Ari Skúlason, hagfræðingur og Egill Bjarnason, ráðunautur. Guðrún Ásmundsdóttir lesa ljóð. Frumflutt verður ljóðið „Bréf til þjóðhöfðingja”, sem dr. Jakob Jónsson frá Hrauni helgaði sam- tökunum á 25 ára afmæli þeirra. Þá mun Bubbi, Megas og Ragn- hildur Gísladóttir slá á létta strengi. Öryggissveitir ríkisins undir stjórn Hallmars Sigurðssonar munu síðan tryggja röð og reglu á torginu. Drögum vel úr ferð við blindhæðir og brýr. GÓÐAFERÐ! Hreyfing og offita Á félags- og fræðslufundi Nátt- úrlækningafélag's Reykjavíkur, um ný viðhorf í heilbrigðismálum, verða tveir kunnir menn, Valdimar Örnólfsson, fimieikastjóri Háskóla fslands og Sigurður Þ. Guðmunds- son, læknir á Landspítalanum, með fræðslu um hreyfingu og líkams- rækt annars vegar og offitu og af- leiðingar hennar hins vegar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Esju fimmtudaginn 11. desember klukkan 20.30. AUir áhugamenn eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mlns, fööur okkar, tengdaföður, afa og langafa. Halldórs Símonarsonar Barónstíg 78 Óla Guðrún Magnúsdóttir Margrét Halldórsdóttir Axel Jónsson Bergljót Halldórsdóttir Leifur ísleifsson Asdís Halldórsdóttir Kristján Eyjólfsson Barnabörn og barnabarnabörn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.