Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 4
Þetta fyrirkomulag er ekkert náttúrulögmál Hér eru þrjú lítil dæmi úr at- vinnulífinu. 1. Á litlum stað sunnanlands var bílavog biluð í tvö ár. Á meðan var engum fiski landað i pláss- inu. 2. Nokkrir duglegir athafnamenn hafa í mörg ár haft uppi áform um að hefja framleiðslu sérstaks fiskfars, surimi. Farsið er notað til að líkja eftir humri og krabba og hefur selst í gífurlegu magni í Bandaríkjunum. Færeyingar framleiða þessa vöru en ekkert hefur ennþá gerst hér í málinu. 3. Þriðja sagan er um fyrirtæki í vinnslu landbúnaðarafurða. Þar voru góð áform, miklir mögu- leikar, húsnæði og starfsfólk. Vinnslusalirnir stóðu þó auðir, því tækin vantaði. Þetta fyrir- tæki er nú farið á hausinn. Hver er samnefnari þessara þriggja dœma? í ölium tilfellunum þremur voru menn að bíða fjárveitinga frá mið- stjórnarkontórum í Reykjavík. Stjórnarhættir sem gera eitt sveitar- félag ófært um að greiða kostnað af viðgerð bílavogar eru ekki í þágu fólksins. Biðin eftir ávísuninni að sunnan varð þessu sveitarfélagi dýr- keypt. Fólkið þar þraukar þó enn. Fyrirtækið í kjötvinnslunni þoldi biðina hins vegar ekki og varð gjaldþrota. Ennþá þarf dugmikið athafna- fólk í sveitarstjórnum og atvinnu- lífi að bíða þess að sjóðaforstjórar og fjárveitingakóngar mæti í vinn- una, hengi jakkana sína á stólbökin og afgreiði umsóknir um peninga. Heimafólk, sem þekkir aðstæður og möguleika, er orðið að bón- bjargarmönnum á biðstofum fyrir- greiðslufurstanna. Hverjir bera ábyrgð á þessu fyrir- komulagi? Hversvegna er ástandið svona? Svörin við þessum tveim spurn- ingum eru náskyld. Þau liggja í augum uppi ef við lítum á eftirtald- ar þrjár staðreyndir. 1. staðreynd. í stjórnarskránni er ekki lagöur grunnur að valddreifingu til fólks- ins i landinu eða sveitarfélaga. Stjórnarskráin er raunar síðan 1874 og var samin um sambúð dansks kóngs og íslenskrar þjóðar. Einu ineiri háttar breytingarnar sem hafa verið gerðar á henni eru þær, að 1944 var kóngur strikaður út og for- seti settur inn í staðinn. í nokkur skipti hafa stjórnmálaflokkarnir líka samið um breytingar á kjör- dæmaskipan og breytt stjórnar- skránni í því skyni. En eftir stendur að í stjórnar- skrána vantar skýr ákvæði um vald og jafnrétti þegnanna og ábyrgð og skyldur stjórnvalda. 2. staðreynd. í almennum lögum og reglugerð- um er lagður grundvöllur að mið- stýringu og samtengingu stjórn- málaflokka, banka og sjóðakerfis. Útkoman er sú, að sveitarfélög verða að sækja alla hluti til ráðu- neytanna. Þrátt fyrir loforð um að auka sjálfstæði sveitarfélaga og styrkja tekjustofna þeirra, hefur ríkisvaldið tekið sífellt meira til sín. Fólk og fyrirtæki geta ekki hugs- að sér til hreyfings í atvinnumálum án þess að sækja í einhvern dýrind- issjóðiún, sem hefur viðtalstíma einu sinni í viku milli 10 og 12 f. há- degi og svarar ekki bréfum fyrr en eftir dúk og disk. Ef sveitarfélög og einstaklingar þurfa að reka erindi hjá ráðuneyt- um og sjóðum neyðast þeir til að taka sér betlistafinn í hönd um leið og þeir leita liðsinnis alþingismann- anna sinna. Það er ekkert náttúrulögmál að fyrirkomulagið sé svona. Það er ekki svona í nágrannalöndum okk- ar. En það er svona hér af því marg- ir alþingismannanna vilja hafa það svona. Á þennan hátt festast þeir í sessi. 3. staðreynd. Aðsetur miðstjórnarkontóranna er í Reykjavík. Þangað er öllum völdum safnað. Þegar tilraunir hafa verið gerðar til að flytja völd eða stofnanir frá borginni hafa alþing- ismenn komið í veg fyrir það. En það er ekki þingmönnum Reykja- víkur að kenna. Þingmenn kjör- dæma utan Reykjavíkur hafa ólmir viljað halda völdunum innan borg- armarkanna. Hvaða lœrdóm á að draga? Ef við tökum saman þessar þrjár staðreyndir kemur í ljós, að a) alþingismenn hafa komið í veg fyrir að stjórnarskrá gæfi fyrir- mæli um dreifingu valds, b) þeir hafa sett lög um miðstýr- ingu og söfnun valds og c) Þeir hafa séð svo um að völdin söfnuðust til Reykjavíkur, þar sem þeir allir sitja og geta beitt þessum völdum með setu á þingi og í stjórnum og nefndum. Þá kemur að stóru spurningunni: Hvernig flokk viltu kjósa? Viltu kjósa þingmann flokks, sem styður núverandi kerfi og reyn- ir að koma sér í mjúkinn hjá þér með því að þykjast vera að ýta á eft- ir þínum málum og veita þér sér- stakt liðsinni? Hann er eins og smiður, sem fyrst smíðar völundar- hús, fullt af gildrum og rangölum, og býður þér síðan aðstoð við að rata í gegnum það, eða viltu kjósa flokk, sem hefur sagt þessu kerfi stríð á hendur og krefst sjálfsbjargar fyrir þína hönd? Viltu kjósa Éokk sem vill breyta kerfinu þannig að þú getir sjálfur rekið þín mál, getir sjálfur séð þér og þínu fólki farboða eins og frjáls maður, án þess að þurfa klapp á kollinn frá þingmanni sem er ábyrgur fyrir völ- undarhúsinu, sem hann þykist vera að leiðbeina þér í gegnum? Ennþá þarf dugmikið athafnafólk í sveitarstjórnum og atvinnulífi að bíða þess að sjóðaforstjórar og fjárveitinga- kóngar mœti í vinnuna, hengi jakkana sína á stólbökin og afgreiði umsóknir um peninga. Guðmundur Einarsson. Einu meiriháttar breytingarnar sem gerðar hafa verið á stjórnarskránni eru þær, að 1944 var KONGUR strikaður út og FORSETI settur inn í staðinn. • 1 n l t 1 [ t A AUSTURLANDI Alþýðublaðið á Austurlandi er borið í hvert hús. Auglýsing þín í Alþýðublað- inu nær því tilætluðum árangri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.